Tíminn - 20.11.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.11.1963, Blaðsíða 6
r TOMAS KARLSSON RITAR Sp PIINL IR VEGAMALADEILU í gær or3u allfangar um- ræður um vegamál í neðri deild. Urðu þær við 1. um- ræðu um frumvarp þeirra Hall dórs Ásgrímssonar, Eysteins Jónssonar og Lúðvíks Jóseps- sonar um breyting á vegalög- um þess efnis, að allmargir sýslu- og hreppavegir á Aust- urlandi verði teknir í þjóð- vegatölu. Við umræðuna töl- uðu auk Halldórs Ásgrímsson- ar, sem hafði framsögu fyrir frumvarpinu þeir Ingólfur Jónsson, Halldór E. Sigurðs- son, Sigurvin Einarsson og Benedikt Gröndal. Halldór Ásgríms- son sagði, að frumvarpið væri nær óbreytt frá því frumvarpi, er flutningsmenn höfðu flutt á síð asta þingi, en það hafði ekki náð fram að ganga og lét ríkisstjórnin í veðri vaka, að hún myndi þá á því þingi leggja fram frumvarp til nýrra vegal'aga, er byggt yrði á heildarendurskoðun laganna. Reyndin varð hins vegar sú, að ‘ það frumvarp kom aldrei fram. Breytingatillögurnar í frumvarp- inu eru í 20 liðum og eru þær allar fluttar samlcv. eindregnum og ítrekuðum óskum hlutaðeig- andi sveitarfélaga, en sveitarfé- lögunum er orðið um megn vegna hinnar ofboðslegu dýrtíðar að rísa undir því verkefni að sinna þess- um vegum. Löggjafinn hefur einnig áður viðurkennt í framkvæmd og greini lega ætlazt til, að sýslu og hreppa- vegir yrðu smátt og smátt teknir í þjóðvegatölu og hefur stig af stigi venjulega einu sinni á kjör- tímabili opnað vegalög og tekið inn nýja vegi. Nú eru hins vegar liðin 8 ár síðan vegalög voru opn- uð. Þessi mál þola hins vegar enga bið og sýna þær tillögur, sem fram koma á Alþingi árlega um aukna þjóðvegi hina miklu þörf. Lakast er ástand þessara mála á Austurlandi og veldur því víðátta fjórðungsins og hve sundurskorin hann er af fjallgörðum og vatns- föllum. Meira en fimmti hluti af vegum í fjórðungnum eru hreppa- og sýsluvegir eða samtals 485 km. Af þeim eru 100 km. taldir óbíl- færir, 285 km. ruddir vegir, sem eru bílfærir aðeins um sumarmán uðina og um 100 km. upphlaðnir vegir, sem eru þó hvergi nærri fullkomnir. Af þessu sést Ijóslega, að ástandið í vegamálum Austur- lands er með öllu óviðunandi og úrbætur mega ekki dragast á lang inn. Núverandi stjórnarflokkar hafa sofið Þyrnirósarsvefni í þess- um málum og er mál að þeir vakríi. Ingólfur Jóns- son, samgöngu- málaráðherra, sagði, að hann hefði aldrei boð- að það á síðasta þingi, að frum- varp um ný vega- lög yrði flutt á því þingi. Hins vegar væri rétt, að vegalögin hefðu verið í gndur- skoðun hjá vegalaganefnd, en frum varp yrði ekki lagt fram.fyrr en þeirri endurskoðun yrði lokið. Þá spurði ráðherrann Halldór, hvers vegna hann hefði sofið Þyrnirósar- svefni öll þau ár, sem hann hefur setið á þingi og stutt ríkisstjórn, en vakni svo upp við það þegar hann er í stjórnarandstöðu, að vegamál Austurlands eru í hinum mesta ólestri. Það sem skiptir máli í þessu efni eru au'knar fjárveit- ingar til vegamála. Halldóir Ásgrímsson taldi full- víst, að allur þingheimur vissi, að ríkisstjórnin hefði boðað nýtt vega lagafrumvarp og staðið hefði til að leggja það fyrir síðasta þing. Taldi Halldór gott, að ráðherrann gerði sér nú fulla grein fyrir því, að það þyrfti að veita auknu fé til þessara mála. Það hefði ekki svo mjög borið á því við afgreiðslu fjárlaga undanfarin ár, sem hann hefur farið með stjórn þessara mála, ef undan er skilin afgreiðsla fjárlaga síðast, en þá voru kosn- ingar fyrir dyrum. IngóJfur Jónsson sagði, að fjár- veitingar til vegamála hefðu stór- aukizt í tíð núverandi stjórnar. Þá fann hann að því, að Halldór Ás- grímsson skyldi ekki gera neinar tillögur um fjáröflun í þessu skyni. Það væri fjáröflunin, sem öllu skipti. Sigurvin Einars son kvaðst furða sig á því, hve illa ráðherrann hefði tekið frumvarp- inu. Það væri eng in nýlunda á þingi, að slík frumvörp væru fram borin og rif j aði hann upp flutning slíkra mála á síðasta kjör- tímabili, en þá hefðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins oft staðið að slíkum frumvörpum sem þessu. Sigurvin kvaðst ekkert vilja full- yrða um. það, að ráðherrann wper- sónulega hefði 'Íýst'T,,{$í,35ífhfl; að frumvarp að nýJúW'óégali^um skyldi íáTgt fyrir síðasta þing, en hins vegar hefði það komið fram hvað eftir annað hjá ríkisstjórn- inni og stuðningsmönnum hennar. Las Sigurvin upp úr nefndaráliti meirihluta samgöngumálanefndar efri deildar frá því ú fyrra, er meirihlutinn lagði til, að frum- varpi um vegagerð á Vestfjörð- um yrði vísað til ríkisstjórnarinn- ar. Meirihlutinn rökstuddi þá af- stöðu til frumvarpsins þannig, að þar sem búizt væri við að hið nýja frumvarp að vegalögum myndi lagt fyrir þetta þing, þ. e. í fyrra o. s. frv. Þá sagðist Sigurvin furða sig á því, að vegalaganefnd skyldi enn starfa. Nefndin hefði skilað til- lögum sínum til ríkisstjórnarinn- ar 9. okt. í fyrra. Væri því furðu- legt, ef þessari nefnd væri ætlað að skila nýjum tillögum og öðrum en hún hafði lagt fram. Eðlilegra yrði að telja, að aðrir aðilar fjöll- uðu um málið. Líklega hefur ríkis- stjórninni ekki alls kostar fallið við tillögur nefndarinnar og væri ekkert við því að segja, en nokkuð væri þetta skrýtin málsmeðferð. Ingólfur Jónsson sagði, að það væri rétt, að nefndin hefði skilað tillögum í fyrra, en hún hefði verið beðin um að athuga tillög- urnar betur og myndi hún brátt skila lokatillögum og frumvarpið þá lagt fyrir þingið, hvort sem rík- isstjórnin væri að öllu leyti sam- þykk tillögum nefndarinnar eða ekki. Halldór Ásgrímsson taldi ráð- herrann nú heldur bljúgari orðinn en í fyrstu ræðu sinni, en ekki fær ist honum að hrósa sér af afrekum í vegamálunum. Nú væri svo kom- ið, að sveitarfélögin hefðu tekið milljóna lán til að ná lágmarks- áföngum í vegamálum sínum og yrðu að greiða vexti af þessu fé, en borga það niður með væntanleg- um fjárveitingum. Þótt nokkur aukning hefði orðið undanfarið á vegaviðhaldsfé hrykki það hvergi nærri til að unnt. væri að annast eðliíega uppbyggingu veganna. ýíðiTværi svo komið, að allur of- aníburður væri með öllu horfinn úr vegunum og því ókleift að hefla þá lengur. Benedikt Grön- dal virtist haf a misskilið Halldór Ásgrímsson og! taldi að ekki j mætti draga úr| viðhaldi vega. ÞáJ sagði hann, að j ráðherra hefði | beðið vegalaga- nefnd að athuga betur ýmis atriði og hefði nefndin unnið að því að undanförnu. Þá j sagði hann, að engu yrðum við nær, þótt þetta frumvarp yrði samþykkt. Svo margir vegir eru nú í þjóðvegatölu, sem taka myndi mörg ár að koma í akfært ástand. Þetta frumvarp væri þvi nokkuð yfirborðskennt. Halldór E. Sigurðsson sagði, að þjóðvegakerfinu hefði verið kom- ið upp með frumvörpum eins og þessu og væri því fjarri lagi nokk- uð yfirborðskennt við það, heldur væri fylgt þeirri reglu, sem mót- azt hefði á undanförnum áratug- um. Ekki sagðist Halldór vita, hverjar hefðu verið tillögur vega- málanefndar, sem Benedikt Grön- dal ætti sæti í, en hitt vissi hann, Framhalc* á 15. si8u. AFUR9ALANIH TIL LANDBUN- AÐAR ÓFÐLILEG OG OF MIKIL Bankamálaráðherra boðar frumvarp um nýjar afurðavíxlareglur og lýsir yfir á þingi: TK-Reykjavík, 18. nóv. í umræðum um lánamál iðnaSarins á Alþingi í dag, lýsti Gylfi Þ. Gíslason, við- skipta- og bankamálaráð- herra bví yfir, að hann teldi afurðalán til landbúnaðar allt of mikil. Sagði hann, að afurðaiánin til sjávarútvegs ins væru með öllu með eðli legum hætti en mikill hluti afurðalána Seðlabankans til landbúnaðarins væru með öllu óeðlileg og enn fremur, að ef ætti að veita útí’lutningsgreinum iðnað- arins svipaða fyrirgreiðslu og Sjávarútveqi bá yrði það að ganga út yfir afurðalán til landbúnaðarins. Þá upp- lýsti ráðherrann, að ríkis- stjórnin hefði undanfarið unnið að endurskoðun á reglum Seðlabankans um endurkaup á afurðavíxlum og myndi innan skamms leggja *ram frumvarp um breytingar á reglum þeim. sem Seðlabankinn hefur farið eftir á þessu sviði. Þessar vfirlýsingar gaf ráð- herrann • sambandí við frum- varp það ei þeir Sveinn Guð mundsson og Jónas G. Rafnar flytja um irreyting á ‘ausaskuld um iðnaðarins í föst lán. Miki ar umr’æðui urðu um málið og þó frekar um þingsályktun fra 1958 um endurkaup á hráefna víxlum iðnaðarins Deildi ráð herrann ,g Sveinn Guðmunds son hart á Framsóknarflokkinn fvrir að nafa verið í algerri and stöðu við þingsályktunina oe andstaða ^ramsóknarmanns væri þess valdandi, að málið hefði ekki náð fram að ganga Þessar rullyrðingar ráðherrans voru afhiúpaðar á fundinum sem algerar sögusagnir og skreytni í nita þeirra umræðna lét Gylti p Gíslason bess ba getið. að allt fé Seðlabankans væri nú hundið i afurðalán um til s-jávarútvegs og tand búnaðar oe að hin óeðlilegu ai urðalán til landbúnaðarins væru pess valdandi. að ekki hefði verið unnt að leysa ur rekstranánaþörf iðnaðarins. — (Þessi frétt átti að birtast i blaðinu i gær en varð að bíða sökum brengsla). Ymis ný þingmál hafa verið lögð fram, sem ekki hefuir reynzt kleift rúmleysis vegna að geta um, en verður reynt eftir föngum að gerg skij á næstunni. Þessi eru þau he'Iztu: ★ Þingsályktunartillaga um nýja ’ rafvæðingaráætlun, flm. Skúli Guðmundsson og 7 aðrir þing- menn Framsóknarflokksins. ★ Frumvarp þeirra Ágústs Þoir- valdssonar og Björns Fr. Björnssonar um smíði nýs strandferðaskips fyrii siglinga leiðina Vestmannaeyjar—Þor- lákshöfn. ★ Þingsályktunartil'Iaga um rann- sókn á kali í túnum sem Ás- geir Bjarnason flytur ásamt þremur öðrum þingmönnum Framsóknarflokksins. ★ Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun laga um aflatrygg ingasjóð sjávarútvegsins, flm. Gísli Guðmundsson og 5 aðrir þingmenn Framsóknarflokks- ins. ★ Frumvairp um heftingu sand- foks og græðslu lands, sem þeir Björn Fr. Björnsson og Gísli Guðmundsson flytja. ★ Frumvarp Ólafs Jóhannesson- ar um breyting á lögum um landamerki og fl. ★ Þingsályktunartillaga Halldórs E. Sigurðssonar o. fl. um jarð- hitarannsóknir og jarðhitaleit í Bcirgarfjarðarhéraði og athug un á hitaveitu fyrir Borgarnes. ★ Þingsályktunartillaga þeirra Ingvars Gíslasonar og Ólafs Jóhannessonar um listasöfn og listsýningar utan Reykjavíkur. ★ Tillaga til þingsályktunar um æskulýðsmálaráðstefnu, sem Páll Þorsteinsson og 9 aðrir þingmenn Framsóknarflokks- ins flytja. ★ Þingsályktunartillaga um nýja héraðsskóla, sem Ingvar Gísla- son flytur ásamt 4 öðrum þing- mönnum Framsóknarflokksins. ★ TiIIaga til þingsályktunar um tilraun til að hefja skipulagðar ferðir með skriðbíl yfir Skeið- arársand, sem þeir Jónas Pét- ursson, Ragnar Jónsson, Páll Þorsteinsson og Sverrir Júlíus- son flytja. T í IVI I N N, miðvikudagmn 20. nóv. 1963. —■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.