Tíminn - 24.11.1963, Qupperneq 1
L OS WALD
AKÆRÐUR
SI-Reykjavík, 23. nóv.
Daglegt !íf heimsins er nú
smám saman að færast í eðli
legar skorður eftir þá skelf-
ingu, sem greip um sig við
fregnina um morð Kennedys
Bandaríkjaforseta. Dómsvald
Bandaríkjanna hefur linnu-
iaust unnið að lausn morðgát-
unnar frá því að verknaðurinn
var framinn, og hefur Lee Har
vey Oswaid verið í stöðugum
yfirheyrslum, síðan hann var
gripinn, skömmu eftir ódæð-
ið Hann hefur enn ekki játað.
Fréttir gærdagsins af þessum at-
burði voru margvísiegar og ekki
a!Iar Ijósar. Sjálft aðalatriðið,
skotárásin á forsctann og fylkis
stjófann, mon þó hafa borizt rétt
víðast um ineim, en nokkuð var
á reiki um dráp lögreglumannanna
tveggja, sem létu lífið fyrir hendi
skotmanns um sama Ieyti. Nú hef
ur orðið uppvíst, að lögreglumað-
urinn frá D illas var skotinn fyrir
utan kvikmyndahús það, sem Lee
JHarvey Oswald var handtekinn í.
Sömuleiðis var í gær sagt, að
skotið hefði >'erið á forsetann úr
skólahúsi. l*að er ekki rétt. Skot-
íð kom frá geymsluhúsi, sem með-
al annars ha‘ð; mikið að geyma af
skólabókum. Þar fann lögreglao
í nótt riffi! af ítalskri gerð, bak
við bókastafta i herbergi á 3. hæð,
cg eru líktir Iciddar að því, að
það sé morðvopnið.
Lee H. Oswald hafði vinnu sína
í þessari byggingu. Sagt er, að
starfsfélagi hans hafi spurt hann
hvort hann æ+Jaði ekki að skreppa
með niður á götuna og sjá forset
ann. Oswald á að hafa svarað þvi
ceitandi og sagt, að hann hefði
verk að vinna.
Þegar húsið var umkringt, þeg-
ar að ódæðisverkinu unnu, var
Oswald meðal þeirra, sem leituðu
útgöngu. Honum var hleypt út,
þogar vitni sönnuðu, að hann væri
starfsmaður hússins. Hins vegar
stóð útlit hans heima við lýsing t
á grunsamlegum manni, sem sézt
t afði lúskra kring um bygginguna,
og þess vegn.i stöðvaði heimalög-
reglumaður frá Dallas hann fyrir
utan kvikmyndahús skömmu síðar.
Hafði OswaW þá engar vöflur á,
iieldur þreif upp skammbyssu og
skraut lögreglumanninn til bana.
Síðan vatt hann sér inn í kvik-
myndahúsið. þar sem verið var að
sýna stríðsmynd. Eftir nokikra
slund hringh starfsstúlka kvik-
myndahússins ti! lögreglunnar, því
henni sýndist þessi maður haga
sér einkennilega; hann var mjög
írór og var sífellt að skipta um
sæti. Lögreglat' kom þegar á stað-
inn og gekk að Oswald að tilvísan
siúlkunnar, en er hann sá lög-
teglumennina, þreif hann upþ
skammbyssu, en var of seinn til
þess að nota hana.
Oswald var í fyrstu aðeins á-
kærður fyrir drápið á lögreglu-
manninum, en eftir þvi sem rann-
i ékninni miðaði áfram, þótti hann
æ líklegri til þess að hafa einnig
myrt Kennedy, og í morgun lagði
saksóknarinn í Dallas, Henry Wade
fram kæru á hendur honum fyrir
morðið á fo.'setanum. Þrátt fyrir
það, að þegai hann var handtekinn,
sagði hann: — Nú er öllu lokið —
hefur hann stöðugt neitað morð-
ákærunni og hrópað: — Eg skaut
ekki forsetann Eg veit ekki hvers
vegna þið hc.Jdið mér hér.
Wade saksóknari hefur ekkert
viljað segja um fingraför á ítalska
rifflinum, sem fannst í geymslu-
húsinu, en óstaðfestar fregnir
herma, að fingraförin séu of óljós,
til þess að hægt sé að nota þau
setn sönnunargögn. Hins vegar
hefur Wade skýrt svo frá, að
tekið hafi verið vaxmót af höfði og j
Framhald af 16. sfðu.
ÞESSAR MYNDIR eru tekrrar á hamlngjustundum í lífl fjölskyldu John Kennedy. Tll vlnstrl er Jacqueline
son þelrra hjóna, John jr., og til hægri lelðir Kennedy heitinn dóttur þelrra, Caroline.
NTB-Was/iington, 23. nóv.
Það erfiðasta, sem Jacqueline
Kennedy varð að gera var að
segja börniim sínum tveimur /rá
dauða föður þeirra. Börnin eru
Caroline, se.n verður sex ára á
miðvikudaginn ug John, sem verð-
ur þriggja ára á mánudaginn.
Klukkan þrjú í dag gekk hún
með svarta slæðu um höfuðið, og
leiddi börn sín inn í Austurher-
bergi Hvíta hússins, þar sem lík-
kista Kennedys stóð.
Börnin tvó béldu áfram að leika
sér í Hvíta hósinu í gær, án þess
að nokkur s?gði þeim frá morði
föður þeirra. löngu eftir að til-
kynningin um það hafði verið gef-
in út. Móðir þeirra, kom í gær
<völdi aftur til Washington með
lík manns síns en nú er hún und-
h eftirliti fjöiskyldulæknisins.
Johnson i'orstti ræddi í nótt við
Robert Mcnamara varnarmálaráð-
hcrra og sérlegan ráðgjafa Kenne
dys í öryagismálum, McGeorge
Eundy. Síðar íæddi hann við leið
tcga beggja fJokka í þinginu.
í nótt var lík Kennedys forseta
flutt til Hvíta hússins fra Bethesda
sjúkrahúsinu í Maryland, og á hálf
tíma fresti frá sólaruppkomu til
sólseturs verður skotið heiðurs-
skotunum frá öllum herstöðvum og
herskipum Bandaríkjanna, en hinn
latm leiðtogi var einmg æðsti mað-
ur herjanna.
Lík Kennedys lá í bronskistu
sveipaðri flöggum, og var því ekið
frá Bethesda-sjúkrahúsinu um kl.
4:30 í nótt. Þótt þetta væri
snemma, hafði nokkur fjöldi fólks
safnazt saman og stóð þögull fyrir
framan Hvíta húsið og fylgdist (
með, þegar kistu forsetans var ek-,
ið inn um aðalhliðið, sem sveipað j
var svörtum tjöldum Bílnum
fylgdi heiðursvörður hermanna, og
hin skerandi Ijós frá kvikmynda-
vélum sjónvarpsmannanna vórp-
uðu draugalegum bjarma yfir allt
umhverfið.
Frú Kennedy, sem vakað hafðij
alla nóttina yfir líki manns síns,
fylgdi ein á eftir, þegar kista
manns lænnar var borin inn í hús-
ið. Hún var enn með rósótta hatt-
inn á höfðinu, sem hún hafði sett
upp morguninn áður í Texas. Hún
steig hjálparlaust út úr bílnum,
og gekk upp tröppurnar að Hvítá
húsinu.
Klukkan 13 á morgun eftir
bandarískum tíma, verða jarðnesk-
ar leifar Kennedys fluttar í þing-
húsið, þar sem mönnum mun
verða leyft að hylla látinn forseta
sinn Engin blóm verða a kistunni,
en Kennedy-fjölskyldan hefur til-
kynnt, að hún óski eftir því, að
allir peningar, sem nota ætti til
blómakaupa, fari til góðgerðar-
starfsemi.
Sorgin hefur oft barið að dyrum
hjá Kennedy-fjölskyldunni. Elzti
bróðir Kennedys. Joseph Kenn-
edy, týndist árið 1944, þegar hann
var á flugi einhvers staðar yfir
Evrópu. Mánuði síðar var mágur
forsetans, Hartingtone livarður,
drepinn í bardögum í Frakklandi,
en hann var kvæntur Katheleen
Kennedy, sem fórst í flugslysi í
Frakklandi 1948. Dauðinn krafðist
nýrra fórna i ágúst í sumar, þegar
Patrick Bouvier sonur Kennedys
dó, aðeins tveggja daga gamall,
en hann hafði fæðzt fyrir tímann.
Framhald a 15. siðu.