Tíminn - 24.11.1963, Qupperneq 6

Tíminn - 24.11.1963, Qupperneq 6
 Heimur í sorg Það er ljóst af fréttum, sem berast hvaðanæva úr heimin- um, að þess mun ekki dæmi, að mannslát hafi valdið slík- um harmi og fráfall Kenn- edys forseta. Á hinum stutta valdaferli sínum. hafði hann unnið sér slíkt álit og tiltrú, að ekki voru bundnar meiri vanir við annan mann um farsæla leiðsögn til öruegari friðar 08' betri heims. Hann var ekki aðeins mikill foringi, heldur réttsýnn og góðgiarn maður Þeir knstir hans munu tryggja honum sæti meðal be?t,u manna sögunnar. Um ýmsa þá menn. sem hlotið hafa svipuð örlög og Kennedy, hefur verið sagt- að þeir hafi oft áorkað meiru með dauða sínum en lífi, þótt þeir hafi unnið hið mikilvæg- asta starf. Þetta hefur ekki sízt verið sagt um annan mik inn fvrirrennara hans, Abra- ham Lincoln. Það er ekki óhk- lega tilgetið, að þetta eigi eft- ir að rætast um Kennedy. Einn merkasti blaðamaður Bandarikjanna, James Res- ton, skrifaði nýlega grein um kosningahorfur í Bandarikj- unum næsta haust. Hann taldi Kennedy öruggan um endurkjör. Þjóðin dáði hann og tryði á hann á vissan hátt. Hins vegar gengi henni verr að tlleinka sér ýmsar hug- sjónir hans, og því gengi hon- um ótrúlega erfiðlega að koma ýmsum þeirra fram. Þáð er ekki ósennilegt, að dauði Kennedys veTði til þess, að þjóð hans skilji þessar hugsjónir hans betur og til- elnkl sér þser. Heimurinn allur er í sorg vegna fráfalls mikilmennis, sem var góður maður En það er ekkl nóg að syrgja. ef þvi fylgir ekki einlægur ásetn- higur um að láta ekki það merki falla. sem hinn látni hélt upp með svo miklum myndarbrag. Kjarni ihalds- stefnunnar í tilefni af brottfór Ólafs Thors úr sæti forsætisráð- herra, hafa þær raddir heyrzt, að Ólafur Thors hafi átt þátt í því að gera Sjálfstæðisflokk inn minni íhaldsflokk en hann áður var. Hann sé nú fylgjandi almannatryggingum og ýmsum stuðningi ríkislns við almenning, sem hann var áður á móti. Þetta er ekki neitt sérstakt einkenni á Sjálf stæðisflokknum, heldur hefur þessi brejrting orðið á íhalds- flokkum annars staðar sein- ustu áratugina. t.d á Bret- landi og Norðurlöndum Þá tala sumir um það eins og eitt hvert kraftaverk, að hér sé til stór íhaidsflokkur, en þess eru dæmi víða annars staðar, t.d. í Bretlandi. í Vestur-Þýzka- landi, i Bandarikjunum, í Nýja-Sjálandi, Astralíu o.s.frv. Þótt íhaldsflokkarnir hafi breytt nokkuð viðhorfi sinu til ýmisra mála vegna breyttra kringumstæðna, er grundvall arstefna þeirra samt hin sama — að halda í og verja sérréttindi og gróðaaðstöðu hinna fáu sterku á kostnað ; hinna mörgu, Þetta er enn í dag kjarninn í baráttu ihalds flokka, þótt þeir hafi orðið að láta undan síga á vissum svið um. Þetta er jafnglöggt ein- kenni á Sjálfstæðisflokknum 1 dae- og það var á íhalds flokknum gamla fyrir 40 árum ÍSömu einkwnm Ef me'nn vilja fá örugga j heimild fyrir bví, að b-jarninn ;í stefnu Sjálfstæðisflokksins er í dag hin sami nú og 1924, þegar hann hét hreinlega í- haldsflokkur, er ekk) annað tiltækara en að bera saman meginstefnu íhaldsstjórnar- írmar 1924—1927 og „við- reisnarstefnuna", sem núv. ríkisstjórn fylgir. Vegna breyttra aðstæðna telur íhald ið í dag sig ekki geta fylgt íjrain ójafnaðarstefnu sinni með því að vera á móti al- mannatryggingum og verka- mannabústöðum eins og 1924. Það reynir í staðinn að fram- kvæma hana í öðru formi. Það reynir m.a. að framkvæma hana með tíðum gengisfelling um, sem gera hinn ríka rik- ari og hinn fátæka fátækari. Það gerir það með háum vöxt um, sem draga fyrst og, fremst úr framtaki hir.na efna minni, Það gerir. það tneð þyí að veita hinum fjársterku sem mest olnbogarúm og skapa framkvæmdum og eyðslu þeirra forgangsrétt, án tillits til þess, hvort bær eru nauðsynlegar eða ekki. Það gerir það með því að ^eyna að lögfesta bann við kauphækk- un hinna láglaunuðu eftir að þeir, sem betur eru settir, hafa fengið miklar hækkan- ir. Það gerir það með þvl að reyna að ná verkfallsréttin- um af launastéttunum og með því að þrengja kjör samvinnu félaga á allan hátt. Ef þetta er rakið, kemur ótvírætt í ljós, að meginmarkmið „viðreisnar stefnunnar" eru hin sömu og íhaldsstefnunnar, sem var fylgt hér á árunum 1924—27, þegar íhaldsfiokkurinn svo- nefndi var við völd Markmið ið er að halda í og efla for- réttindaaðstöðu hinna fáu ríku á kostnað almennings. Gylfi og svert- ipgiamir Morgunblaðið birti tvær at- hyglisverðar fréttir síðastlið- inn fimmtudag. Önnur fréttin var sú, að daginn áður hafði Gvlfi Þ Gislason birtj bann boðskap á Alþingi, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, að bænd- um þurfi að fækka, og að því KENNEDY FORSETI OG KONA HANS yrði stefnt með því að draga úr styrkjum til landbúnaðar- ins. Hin var sú, að komið hefði fram í erlendu blaði sú tillaga, að um 100 þús. blökku menn, sem byggju við lánd- þrengsli á Jamaica, yrðu flutt ir til íslands, því að þar væri nóg landrými. Þótt ekkert beint samband sé milli þessara tveggja frétta, eru hin óbeinu tengsli samt augljós. Ef farið væri að ráðum ríkisstjórnarinnar, styrkir við landbóneðinn skertir og bændum fækkað, myndi byggðin ekki aðeins gisna, heldur gætu heil hér- uð lazt í auðn. Þá verður auð velt i þeim löndum, sem búa við.offjölgún. að bend:y áland IsJúndi. í„f$ípt|þar- heimi hinnar miklu fólks- fjölgunar, mun engin þjóð halda yfirráðum yfir landi sínu, ef hún lætur það vera meira og minna óbyggt. Þetta eru staðreyndir, sem íslendingar verða að gera sér ljósar áður en það er of seint. Einstæðar blekkingar Rökin, sem Gylfi færði fyr- ir áðurnefndri stefnuyfirlýs- ingu ríkisstiórnarinnar. eru alveg einstæð. Svo langt var gengið í talnablekkingu GyJfi dró fram tölur um, að bænd- ur fengju meira borgað fyrir mjólk hér á landi en í nálæg um löndum, og byggði síðan á þeim þá fullyrðingu, að land búnaður hér ætti raunar ekki hagrænan rétt á sér Hag- kvæmara væri að flytja inn mjólk og kjöt, Vitanlega segja þessar tölur Gylfa ekki neitt, því að i nágrannalöndum okk ar fá bændur meiri beina styrki og fyrirgreiðslur (t d. miklu lægri vexti), og þurfa því ekki eins hátt afurðaverð og ella. Það, sem á að bera saman, er verðið, sem neyt- endur greiða, að frádrengnum öllum niðurgreiðslum og styrkjum. Sé það gert, mun það sýna sig, að islenzkur land búnaður þolir vel samkeppni við landbúnað ýmissa ná- grannqiandanna, t d. Noregs. Auðséð er á þessu, að rikis- stjórnin hyggst að hefja mikla sókn gegn ^islenzkum landbúnaði og ekki spara hin lágkúrulegustu og ódrengileg- ustu vopn, eins og þessa talna blekkingu Gylfa. Allt bendir til, að þann vanda sem glímt er við í efnahagsmálunum, eigi að leysa á kostnað bænda, a.m.k. að mjög verulegu leytl. Siikudólgamir Síðan ráðherrarnir hættu skemmtiferðum sínum, þegar komið var að haustnóttum, hafa þeir bersýnilegs verið önnum kafnir við að finna einhverja sökudólga sem hægt væri að kenna urn hvern ig komið er í efnahagsmálum þjóðarinnar. Fyrst var opinber um starfsmönnum kennt um, hvernig komið væri. Siðan var sökin talin vera hlá láglauna- stéttunum, sem hefðu sprengt upp kaupið að undanförnu og látið aðra fara í slóðma, og heimta meira. Þennan leik yrði að stöðva með þvi að banna að hækka allt kaup hjá láglaunafólki. Þegar ekki tókst að sannfæra menn um betta og kaupbindingarfrum- varpið var stöðvað. þurfti stjórnin að finna enn nýjan sökudólg. í þeim tilgangi hef- ur menntamálaráðVierrann verið sendur út af örkinni. Hann þykist nú heldur en ekki hafa fundið sökudólginn, þar sem er landbúnaðurmn. — Helztu erfiðleikarnir er nú =agður stafa af því að hann sé alltof kostnaðarsamur og óhagkvæmur. Lækning vand- ans í efnahagsmálum er að lækka styrkina til hans og fækka bændum. Þessi kenning mun einnig mistakast. Sökudólgarnir eru hvorki opinberir starfsmenn. láglaunafólkið eða oændur Sökudólgarnir eru sjálfir ráð- herrarnir. Það er hin neimsku Jega efnahagsstefna þeirra. UM MENN OG MALEFNI sem hefur breytt mesta góð- æri, sem hér hefur komið, 1 mesta efnahagslegt öngþveiti, er þjóðin hefur staðið framml fyrir. Höfundar þeirrar efna- hagsstefnu eru sökudólgarnir, sem þjóðin á að gera upp reikningana við. Allt fyrir auBvaldið Hver er meinsemdin, sem nú veldur ófarnaðinum 1 efna- hagsmálum íslendinga? Hún er ekki sú, að opinberlr starfs menn, láglaunafólk eða bænd ur dragi of mikið til sín Mein semdin er einfaldlega sú, að ríkisstjórnin er að reyna að koma fótunum undir nýja auð stétt, — að ríkisstjórnin er að reyna að biia til auðvaidsþjóð félag, þar sem auðurlnn og yfirráðin safnast a fárra hendur. Það eru gengisfelling arnar, vaxtaokrið og háu toll- arnir, sem eru tækin i þessa*t baráttu stjórnarinnar — á- samt óheftum framkvæm- um og eyðslu einkaauðmagns- ins. í .^meiningu hefur þetta skapað öngþveitið, sem nú er horfzt í augu við. En ríkisstjó.rnin hetur ekk- ert lært áf þessu. Öll viðleitni stiórnarinnar beinist að því að fylgja þessari stefnu áfram. í þeim tilgangi skal þrengt að láglaunafólki og bændum og of góðum kjör- um þessara stétta kennt um, hvernig komig sé. Hagsmunl hinna ríku skal verja j lengstu lög. AuðvaldsþjóðféJag skal risa á íslandi, þótt það kostl að þrengja verði kost hinna fátæku og að leggja verði landið meira eða minna i auðn. Allt fyrir auðvaldið — það er hið sanna kjörorð ríkis- stjórnarinnar. 300 milíjónimar Hans Gunnars í þeirrl ræðu Gylfa Þ, Gíslasonar um landbunaðar- málin,, sem áður er vikið að, hélt hann því fram að bænd ur hefðu fengið 240 millj. kr. of mikið fyrir kjöt og mjólk á árinu 1962, miðað við er- lent verðlag. Óþarft er að taka það fram, að þessir útreikn- ingar byggjast á hreinum blekkingum. Á þeim byggði Gylfi samt mörg og stór orð um þann okurskatt. er neyt- endur ereiddu til landbúnað- arins. Á hitt minntist Gylfi ekki, að það gerðist á árlnu 1962 með góðri aðstoð hans, að Gunnar Thoroddsen lagði um 300 millj. kr. meira á is- lenzka neytendur en fjárlög gerðu ráð fyrir — eða m.ö.o. söluskattstiear og toJlstigar voru hafðir þetta miklu hærri en þörf var á. Á þessu ári verður bessi upphæð enn gífurlegri Þessari okurálagn- ingu umfram þarfir rikisins er Gylfi ekki aðeins samþykk ur, heldur hefur jafnvel gef- ið í skyn að hækka burfi sölu skatt og tolla. Slíkur er vel- vilji þeirra Gylfa og Gunnars í garð íslenzkra neytenda í reynd. T f M I N N, sunnudaginn 24. nóvember 1963. 6

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.