Tíminn - 27.11.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.11.1963, Blaðsíða 9
Föstudagurinn tuttugasti og annar nóvember 1963 byrjaði hér í tvíburaborgunum — St. Paul og Minneapolis — eins og hver annar virkur dagur. Al- menningur var enn að dást að veðrinu, sem hefur verið óvenjulega milt hér í vetur; jólaverzl'unin var komin í full- an gang; aðalverzlunargötur voru þegar skreyttar og jóla- sveinar stóðu fyrir framan helztu verzlanir og reyndu að tæla viðskiptavini inn. Allt benti til að þessi dagur yrði eins og hver annar föstudagur, síðasti vinnudagur vikunnar fyrir flesta og menn voru farn- ir að hlakka til að hvíla sig í tvo daga áður en næsta vinnu- vika byrjaði. Það eru rétt 24 tímar liðnir síðan John F. Kennedy var myrtur í Dallas og er maður lítur um öxl yfir þennan s. 1. sólarhring, þá hefur svo margt skeð og svo snöggt, að flestir eru enn ekki búnir að átta sig. f raun og veru skeði þessi hryllilegi glæpur á svo stuttum tima, að ótrúlegt má teljast. Samt verður þessi dagur ein- hver sá lengsti föstudagur, sem skráður verður í sögu Banda- ríkjanna. Fréttin um lát forset ans féll sem sprengja á þjóð- KENNEDY forseta fagnað í Forth Worth í Texas s. I. föstudag, nokkrum klukkustundum áður en hann var myrtur í Dallas. Jón H. Magnússon skrifar frá St. Poul 22. nóvember ina. Fyrst neitaði almenningur að trúa fregninni, síðan sneru menn sér hver að öðrum í þeirri von að einhver myndi vilja segja, að þetta væri ekki satt, bara martröð. Smání s’am- an hefur áfallið við fráfall for- setans snúizt í djúpa sorg og kaldan veruleika. Fréttamaður Timans ætlar að reyna að lýsa atburðum föstudagsins og viðbrögðum þjóðarinnar við fráfall forseta síns. Eins og ég sagði hér fyrr i greininni, þá byrjaði dagur inn eins og hver annar dagur. Eg lrveikti á sjónvarpinu á há- degi til' að sjá hvað væri í frétt unum. Megnið var frá Texas- heimsókn forsetans og frá ræð unni, sem hann flutti í Forth Worth. Þar var honum færður að gjöf kúrekahattur mikill. Kennedy þakkaði gjöfina og sagðist ætla að setja hattinn upp n. k. mánudag og sagði, að allir viðstaddir væru velkomn- ir að koma og sjá sig með hann í Hvita húsinu. Eins var hon- um gefin kúrekastígvél „til að verja forsetann fyrir óvinum hans í Texas — snákununv*. Þá var stutt frétt frá 95 ára af- mæli fyrrverandi varaforseta, John Nance Garner, sem stund um er kallaður Kaktus-Jack og var það haft eftir honum, að John F. Kennedy myndi áreið- anlega verða einn af beztu for- setum landsins og myndi vafa laust vinna forsetakosningarn- ar næst komandi haust. Ég hafði rétt slökkt á sjón varpinu, er kona mín kom hlaupandi inn og sagði: „Kenn- edy hefur verið skotinn". Ég kveikti strax aftur á sjónvarp- inu og fáeinum mínútum seinna höfðu allar sjónvarps- stöðvarnar hætt sínum daglegu dagskrám og snúið sér að því verkefni að reyna að setja sam- an fréttina frá þessum hrylli- lega glæp. Það mátti sjá á fréttamönnunum, að þeir sjálf ir áttu bágt með að trúa sínum eigin fréttaflutningi, enda voru þeir klökkir og vandræðalegir. Einn þeirra sagði: „Það er svo séðríorfetaím fíjúgá. ft$;:Wast%| ington í gær svo fullan af lífi og viljakrafti og koma til baka í dag í sömu flugvél í líkkistu". Öldungadeiidarmaðurinn Raplh Yarborougin brast I grát, þegar hann kom út úr spítalanum, þar sem Kennedy lé?t. Það var auðsýnilegt, að mik- ið fát hafði gripið um sig og um tíma vissi enginn hvað var í rauninni að ske. Smám sam- an fór allt þetta að taka á sig nakta mynd raunveruleikans. Kennedy dó 35 mínútum eftir að hann var skotinn og Lyndon B. Johnson sór embættiseið sinn 99 mínútum eftir að þessi hroðalegi atburður skeði. Áð- ur en þjóðinni tókst að átta sig á öllu þessu, var hinn nýi for- seti á leið frá Dallas til Wash- ington í sömu þotu og hinn látni forseti. Sjónvarpið reyndi fljótlega að tala við fólk í helztu borgum um allt land. Það var sama hvort maður sá fólk í Los Angeles eða New York, Chicago eða Dallas, 'áfall ið var hið sama og mátti heyra á fólkinu, hvort sem það var svart eða hvítt, gamalt eða ungt, að það var sem einn af þeirra fjölskyldu hefði dáið Marigur hafði tár í augum, kon- ur grétú og menn voru klökkir. Fól'fr safnaðist saman á götum í smáhópa og starði tómlega út í bláinn og það var sem það væri að bíða eftir einhverju. Sumir hölluðu sér upp að hús- veggjum eins og þeir væru að kikna undan þungum bagga. Svertingi í Chicago sagði: „Hann er ekki dáinn, hann lifir áfram sem einn af okkur“. Kona hér í St. Paul andvarpaði og sagði: „Hver get ur fyllt tómið, sem hann skildi eftir — enginn". Gamall repu- blikani í Los Angeles sagði í gegnum tárin: „Kennedy var okkar þjóðarleiðtogi, hann var tákn þjóðareiningarinnar, hvað gerum við nú?“ Sjónvarpið sýndi þegar U Thant, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, flutti minningar- ávarp í allsherjarþinginu. Skömmu seinna fóru þingmenn í Washington að koma fram og lýsa yfir sorg sinni við fráfall Kennedys. Pólitískur mismun- ur eða ósamkomulag var horf- ið. í andlitum þessara manna mátti sjá sorg og þjáningu. Dagurinn leið hægt og virtist aldrei ætla að taka enda Sjón- varpsfréttamenn settu smám saman upp heildarmyndina af morðinu af forsetanum. Fljót- lega komu fréttakvikmyndir af Lee H. Oswald, þar sem hann var leiddur í járnum út úr kvik myndahúsinu, þar sem hann var handtekinn skömmu eftir að hann hafði skotið lögreglu- þjón til bana. Aðrar frétta- myndir fylgdu á eftir frá Dall- as og Washington, og eins og dagurinn leið varð atburðurinn skýrari og skýrari, um leið sorglegri og sorglegri. Almenningur hér fylgdist vel '°ð þessari ferð forsetans til Texas af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi þar sem ferðin var sögð vera ópólitísk, en var pólitísk og farin til að reyna að sætta Texas-demókrata, sem voru skiptir í tvo hópa. For- setafrúin vildi ekki fara með í þessa ferð, en Kennedy sagð- ist vilja hafa hana með. f öðru lagi vildu menn sjá, hvernig Texasbúar myndu taka á móti Kennedy, sérlega þó í Dallas, þar sem Adlai Stevenson hafði FranJiald a 13. síðu. Kona kastar sér nlSur til að veria barn sitt eftlr skotáráslna á forsetabllinn. cn T í MIN N, miðvikudaginn 27. nóv. 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.