Tíminn - 27.11.1963, Blaðsíða 13

Tíminn - 27.11.1963, Blaðsíða 13
GRISABORNIN SMÁU Walt Disney ER KJÚRSETT ÞEIRRA SEM ¥IUA VANDAÐ OG NÝTÍZKULEGT SÓFASETT ÁKLÆÐI EFTIR VALI I HVERT HER- BERGI HÚSS- INS HÚSGÖGN FRÁ HSBÝLAPRÝÐI SIMi 38177 FÖSTUDAGURINN LANGI Framhald at 9 siðu fengið mjög slæmar móttökur þrem vikum fyrr. Allar mót- tökur voru sérlega góðar og aldrei fyrr hafði nokkur stjórn-| málamaður ,séð svo marga Tex-| asbúa á götum úti til að fagna sér. Almenningur var hissa á þessum móttökum sem forset- inn fékk. Sjálfur Kennedy varj hissa og þverskallaðist við að j fara eftir öryggisreglum og m , a. ók frá Forth Worth til Dall- as í opnum bíl. Einn lögreglu- j maður sagði: „Ef það hefði rignt í aðeins einn klukkutíma til viðbótar, þá hefði forseta- bíllinn orðið að hafa plastik- þakið yfir, en það er skothelt". Allar útvarpsstöðvar léku sorgarlög allan daginn með fréttum þess á milii. Mestöll j kennsla féll strax niður í skól j um. Öll verzlun lamaðist, og kvikmyndahús endurgreiddn selda miða. Þegar myrkur féll yfir borgir og bæi, sáust fá I ljós, nema þá helzt í húsum og j á fáum götuljósum; neónljósa- skiltin lýstu ekki í fyrsta sirin | TÍMINN, miðvikudaginn 27. í manna minnum. íþróttaleikj- um var áflýst. Sinfóníuhljóm- sveitin hér í Minneapolis af- lýsti konsert sínum, en lék í staðinn sorgarlög. í strætisvagninum mjlli fimm og sex mátti sjá, að enginn var í skapi til að tala um daginn og veginn, ekki einu sinni um, hversu gott veðrið hafi verið síðan í haust Sumir lásu eftir, miðdagsblöðin, sem ekki þöfðu haft svo stórara og ógurleg svartar fyrirsagnir síðan á frið ardaginn Enn aðrir störðu útj í l'oftið og konur héldu fast um töskur sínar í von um að fá' hald og traust. I loftinu lá örvggisleysi eða spurning: hvað skeð'irj næst?, eða hvað verður um þjóðina? Samt sem áður mátti finna sterka tilfinningu um sam stöðu eða einingu, menn gleymdu öllu öðru, svo sem lit arhætti, stjórnmálamismun, eða stéttamun Tvisvar áður mati ég eftir slíkri einingu síðan ■Tohn F Kennedy varð forseti fyrir tveirr, árum og <tíu mán- uðum, kannski ekki alveg eins i óv. 1963 sterkri. í fyrsta sirin var þegar hann kom fram á sjónvarpinu og ávarpaði þjóðina út af múrn um, sem Rússar settu upp í Berlín Síðara skiptið var þeg- ar Bandaríkjameftn fundu út að Rússar hefðu eldflaugar á Kúbu, og Kennedy sýndi að hann var vel fær um að leiða þjóð sína út úr því vandamáli. Er líða tók á daginn byrjuðu minningarguðsþjónustur í all- mörgum kirkjum kaþólikka, mótmælenda og Gyðinga Flest- ar kirkjur voru fullar út úr dyrum og mátti sjá að þung sorg ríkti hjá fólkinu og margur* huldi andlit sitt í vasa- klút ogi grét. s „Föstridagurinn langi var lang ir, sorglegur og svo ótrúlegur ið margur gekk til hvílu í beirri von að vakna aftur og jg geta sagt að forsetamorðið hafi aðeins verið ógnarleg mar tröð. Atburðir dagsins höfðu gerzt svo hratt og undirbún íngslaust. að maður var hálf vandræðalegur þegar maður sagði Johnson forseti, eftir að hafa aðeins fáum tímum áður sagt Johnson varaforseti. Einn af þekktari fréttamönn- um Washington rifjaði upp í sjónvarpinu um kvöldið, er hann var ásamt þrem öðrum blaðamönnum. með Kennedy í flugvél yfir vesturríkjunum, skömmu fyrir kosningarnar 1960. Fréttamaðurinn sagði að öryggisreglur forsetans hefðu komið til tals og hvort það væri nokkur örugg leið til varna því að forsetinn yrði myrtur. Kennedy sagði: „Ég held, að það sé ekki nokkur leið að verja forsetann, ef einhver set ur sér það hlutverk og ætlar sér að fullkomna það“ Hvort Kenn edy grunaði örlög sin eður ei, þá er það eitt víst, að þjóð- in er agndofa eftir morðið á John F Kennedy og veltir vöngum yfir því hyernig svo ungur, efnilegur og hæfileika mikill maður geti horfið svo skyndilega úr sviðsljósi þjóð- tífsins. jhm 23 nóvember 1963 í St. Paul. EriðH í vfirííl var fráskilin og flutti hann með henni til Forth Worth í Texas, Hann ólst upp við fá- tækt, var mjög sérlundaður og hélt sig mikið einn. Hann las mikið af bókum á barnaskólaár um sínum, en stdð sig þó ekki vel í skólanum. Gagnfræða- skólanámi hætti hann eftir tæp an mánuð og innritaðist -þá í flotann. Þar var hann í fjögur ár, en þá var hann rekinn. Hann þótti góð skytta meðan hann var í flotanum. Brottvikn ing hans úr sjóhernum virðist hafa haft slæm áhrif á hann og orðið þess valdandi, að hann ákvað ari-fara frá Bandaríkjun- um. Næst fréttist til hans í Moskvui, en þangað kom hann haustið 1959. Skömmu síðar til- kynnti hann ameríska sendiráð inu þar, að hann hefði ákveðið að sækja um rússneskan ríkis- borgararétt og afhenti hann því jafnframt hið ameríska vega- bréf sitt. Ókunnugt er um dvöl hans í Sovétríkjunum annað en það, að hann vann um skeið í Minsk og kvæntist þar rússneskri hjúkrunarkonu. Ekki virðist honum hafa líkað vel lífið þar, því að í janúar 1962 fékk Tower öldungadeildarþingmað- ur, sem er eindregnasti fylgis- maður Goldwaters á Bandaríkja þingi, bréf frá honum. þar sem hann segist ekki fá hjá rúss- neskum vfirvöldum leyfi til að fara úr landi. þótt hann sé amerískur þegn. Tower fékk utanríkisráðuneytið til að sker- ast í málið og fyrir atbeina þess fór Oswald. ásamt konu sinni og börnum þeirra frá Moskvu í maílok 1962. E'tÞ’" komuna til Bandaríkjanna virð ist hann hafa dvalið lengstum í Nejv Orleans, unz hann flutti til DaJIjis fvrir- rúmum tveim- ur mánuðum. Þá er upplýst, að meðan Os- wa'd dvaldi í Sovétríkjunum hafi bann skrifað Conally, nú- verandi ríkisstjóra í Texas, sem þá var flotamálaráðherra. bréf og beðið hann að vinna að því, að hann fengi uopreisn vegna brottrekstursins úr flotanum. Conally svaraði ekki þessu bréfi, en lét embættismenn ráðunevtisins fá bað til athug- unar. Talið er, að Oswald hafi síðan borið þungan hug til Con- ally Vafalaust á sagan um Os- wald eftir að verða miklu fyllri, því að bæði lögreglan og blöðin vinna nú kappsamlega að því að fá sem mestar upp- lvsingar um hann. Ef til vill skýrist þá ýmislegt. sem nú er hulið. en vafasamt er þó, að það upplýsist nokkurn tíma til fulls, hvort, hann myrti Kenn- edy eða hvaða ástæður lágu til þess, ef hann var morðinginn. Þ. Þ. VIOAVANGUR Þetta þykir ýmsum súrt í broti sem vonlegt er. Raunar hefði verið kurteislegast af myndar- iegri stofnun eins og Landssím- anum að senda góðum við- skiptavinum sínum, símanot- endunum, skrána heim, cins og gert var hér á árunum og tíðkanlegt er í nágrannalönd- um. Þó er hitt hatrammlegra, að menn skuli boðaðir erindis- leysu að sækja hana. 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.