Tíminn - 01.12.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.12.1963, Blaðsíða 3
í SPEGLITÍMANS if SYSTIR Luc-Gabrielle situr þarna með gítarinn sinn og syngur lög, sem efst eru á vin- sældalistum hjá bandarískum unglingum í dag. Það var fyrir tveimur árum, að tvær nunnur komu að máli við formann Philips-plötufyrirtækisins í Briissel. I>ær sögðu að í klaustr inu þeirra væri starfræktur stúlknaskóli og á kyöldin syngja þær smálög, sem systir I.uc-Gabrielle scmdi. Þessir söngvar eru svo vinsælir hjá stúlkunum að þær langar til að eiga þá á plötu. Hvort fyrirtækið vildi nú ekki gera svo vel, að gera plötu með þeim og gefa hana út í svo sem hundrað eintökum, sem syst- urnar gætu gefið, þær væru fúsar til að borga kostnað- ic KLÆÐSKERI nokkur í Dan mörku hefur undanfarið haft nokkuð erfitt starf með hönd- um. Vegna gamankvikmyndar, sem verið er að gera þar í landi hefur hann verið beðinn að sauma jakkaföt, nákvæm- lega eins og ein, sem grínleik- arinn Direh Passer á, og eiga þau að vera handa St. Bern- hardshundi. Þetta er auðskilj- anlega heídur seinlegt verk og viðskiptavinurinn þurfti oft að máta og þá gekk á ýmsu. Ekki er vitað livaða hlutverk hund- urinn fer með í myndinni, en klæðskerinn heldur, að hann eigi að vera staðgengill Dirch Passers í einhveriu atriðanna. Á myndinni má sjá að þetta er allra fallegasti hundur, en auðvitað má deila um það, hvort að hann sé líkur Dirch Passer. inn. Því miður sagði forstjór- inn, það er svo mikið að gera sem stendúr. Þréihur mánuð- um síðar komust nunnurnar að. Systir Luc-Gabrielle kom með tjögurra manna kór og gítarinn sinn og sagði kristi- lega brandara meðan á upp- ★ SURREALISTINN Salvador Dali dvelur sem stendur £ New York. Þar hefur hann m. a. gert nýjasta listaverk sitt, sem liann nefnir, umstang og sköp- un, en samkvæmt áreiðanleg- um heimildum þá ríkir mikið umstang í vinnustofuin hans, meðan sköpunin fer fram. Á þessari mynd sést listamaður- inn, þegar andinn er yfir hon- um, en orsök hans er hin fagra aðstoðarkona og hópur af grísum. Eyrir utan málningu notaði listamaðurinn 100 kg. af popkorni og stóra tunnu fulla af súkkulaðileðju. Þótt undar- legt megi virðast var Dali svo gamaldags, að nota pensla við að koma málningunni á léreft- ið, en popkornið og súkkulað- ið varð að setja á með bifhjóli. Það er greinilega líf og fjör í vinnustofunni, þegar málverk- in eru að fæðast. töku stóð til að gera minna úr taugaóstyrknum. Á milli þess sem þær sungu, drógu þær sig í hlé og báðust fyrir. Þegar farið var að spila upptökuna runnu tvær grímur á eigendur fyrirtækisins, söngvarnir voru óvenju skemmtilegir. f staðinn fyrir að framleiða hundrað ein- tök af plötunni voru ein þús- und gerð og á svipstundu varð þetta metplata í Belgíu, Hol- landi, Frakklandi, Spáni, Kan- ada, Sviss og Þýzkalandi, en það gegndi ekki sama máli í Bandaríkjunum. Þá var tekið upp á gömlu sölubragði, tvö lög voru i.ekin af plötunni og gerð að 45 snúninga plötu. — Annað þeirra heitir Dominique og gengur nú þarna fyrir vest- an eins og eldur í sinu. Systir Luc-Gabrielle er nokkuð ó- venjulegur keppinautur Bobby Darins og Paul Anka og hún segir sjálf, að henni geðjist ekiki að þessu, trúboðsstarfið sé mikílvægara. ic NÝTT fyrirbrigði í rock- og dægurlagaheiminum hefur nú skotið upp kollinum. Það eru fjórir unglingar, secn nefna sig „bjöllurnar”, sam hafa komið þessu af stað. Fyr- ir ári voru þeir einungis venju- legt skcmmtiatriði í Liverpool, og sungu lög eins og Twist and Shout og Love me Do, en svo rakst útsmoginn umboðs- maður á þá og gerði þá heims- fræga. tíjöllurnar eru klippt- ar þannig, að varla sér í augun eða hálsinn og textarnir sem þeir syngja eru eitt „Yeh”, sem er öskrað við þrjá gítara og trommur. Bandaríkjamenn segja, að ekkert nýtt sé í þessu fyrir-þá, cn Englendingar falla greinilega í stafi. Jafnvel drottningarmóðirin hefur ver- ið á hljörr.leikum hjá þeim og skemmti sér ágætlega. Þegar hljómleikar byrja kallar fyrir- liðinn. Þeir, sem eru í almenn um sætum klappi, en hinir hristi gimsteinana, Enginn af Bjöllunum les nótur, en tveir þeirra byggja upp hávaðann, sem þcir gera með rafmagns- tækjum og mögnurum, svo twista þeir, hlæja og segja brandara á sviðinu, en söngn- uim virðast vera gerð minnst skil. ★ MIKID er nú talað um það í Lonclon, hve mörg börn fæð- ist í konungsfjölskyldunni á næsta ári. Nýjasta nýtt er það, að Margrét prinsessa eigi von á barm. £f það er rétt, þá er það fjórða barnið, sem von er á í fjölskyldunni, en það hefur lengi verið vitað, að Margrét prinsessa og maður hennar, Anthony Armstrong Jones, nú Snowdon, lávarður, vilja gjarn an gefa syni sfnum, hinum 2ja ára gamla Lord Linley litla systur. Oiðrómur þessi bygg- ist aðallega á því, að Margrét prinsessa hefur ekki sýnt slg opinberjega í lengri tíma, en hirðin er þögul sem gröfin og segist ekkert mega segja, fyrr en opinber tilkynning liggur fyrir. Á fæðingarheimili nokkru í Los Angeles fá foreldrarnir grammofónplötu, sem enduróm ar fyrsta öskur barnsins. Á plötumiðanum stendur stórum rauðum stöfum, má ekki prufu spija í spítalanum. ★ AMERISKI grínleikarinn Danny Kaye er nú í Bretlandi, þar sem hann er að liúka við seríu af sjónvarpsþáttum, en þeir verða sýndir í apríl næst- komandi. Myndin er tekin þeg- ar honum var gefið uppstopp- að pokadýr, en það er merki sendistöðvai númer tvö hjá BBC, og allir, sem þar koma fram fá uppstoppað pokadýr. Danny er nýbyrjaður að vinna aftur eftir langt hlé og segist hafa ijúkla ánægju af. ic DANSKI leikstjórinn Sam Besekow hélt nýlega mjög merkilegan fyrirlestur um leik list í sjónvarpinu. Þar setti hann meðai annars fram merki lega tillögu og komst að skyn- samlegum niðurstöðum. Hund urinn hans, risapuddelinn, Gi- got, gleypti í sig hvert einasta orð af fyrirlestrinum og skil- aði því svo öllu af sér fyrir framan ljósastaur í Ceresvej. Harald Morgensen, ritstjóri á Politiken var svo hrifinn af þessuin fyrirlestri, sem hann heyrði í sjónvarpinu, að hann bað Besekow utji að fá að birta hann, því var svarað játandi, en tveimur dögum siðar hringdi Besekow til Mogensen og sagði honum, að því miður gæti hann ek;ki fengið grein- iua, bví að hundurinn hans hefði étið hana. Á myndinni virðist Gigot vera hálfmiður sín vegna þessa óhapps, en Besekow brosir uppörvandi til hans. T í MI N N, sunnudaginn 1. desember 1963. — 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.