Tíminn - 22.12.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.12.1963, Blaðsíða 7
Frá Sturluflöt í < Fr amhald af 15. sí'ðu). fjallshryggur eða fjallgarður en heiði, þótt hún beri þetta nafn. Hæðin er 730 metrar yfir sjáv- armál. Er gengið eftir háhryggn um, áleiðis út til byggðarinnar. Djúp gil og himinhá fjöll hand an þeirra á báðar hendur. Til vinstri er Jökulsárgljúfrið, en til hægrí Ölkeldugil og Hafra- gil. Eiginiega er Kjarradals- heiðin eins og gríðarleg boga- brú yfir þessar tröllaslóðir, milli byggðarinnar og Kollu- múlasvæðisins, áleiðis til Víði- dals. Satt að scgja á ég erfitt með að hugsa mér fegurri gönguleið en Kjarradalsheiðina í góðu veðri, með þá fjailasýn fyrir augum, sem ég fékk Þorvald Thoroddsen til að lýsa, því hér höfum við nú þau fjöll á hægri hönd, sem við blöstu í suðrinu í gærkvöldi og bætast þó ný við á svíðið eftir því, sem mið- ar suður á bóginn, og eru það byggðafjöll þeirra Lónmanna. En til vinstri höfum við hand- an gljúfranna líparítfjallgarð- inn inn frá Stafafelli með Hnappadalstind, og _ stórtind- ana á fjallgarðinum milli Lóns og Álftafjarðar, í baksýn. KOMIÐ VH) f ESKIFELLI. Við ætlum í Þórisdal, til þess að þurfa ekki yfir Jökulsá. Hún er ekkert lamb að leika sér við og gangandi mönnum betra að fást við Skyndidalsána. Það er líka jökulsá, en ólíkt minni í sniðum, þótt mikil geti orðið fyrir sér, ef svo vill verkast. Hún kemur undan Lamba- tungnajökli, rennur um Skyndi dal og mætir Jökulsá undan Eskifelli en fellið gengur eigin lega út frá Kjarradalsheiðinni og er við hana fest með hálsi, sem Ásar nefnast. Við ætlum ekki beint i Þóris dal af Kjarradalsheiðinni, held- ur út Asana og skoða það, sem enn kann að sjást af heimkvnn um Jóns Markússonar og Val- gerðar konu hans, sem þarna höfðu um tima, vegna jarðnæð isskort i sveitum, bygð í klof- anum milli jökulsánna. Jón vík ingurinn Markússon lét sér ekki nægja hjarðmennskuna þarna í fjölhmum, heldur stund aði líka drjúgum sjóinn, þótt ótrúlegt megi virðast núttma- mönni'in. Hafði hann þá Jök- ulsá í Lóm á sjávargötunni, því hann reri oft á Hvalneskrók, en það er líklega um 25 km. leið á krókinn. Sagt er að Jón missti einu sinni róður. Varð of seinn, sennilega hefur áin þvælzt fyrir. Barst i tal, hvort honum hefði ekki þótt skaði að tapa róðrinum. Segja menn að Jón hafi þá svarað: „Það er nú ekkert skaðinn hiá skömminni". Þetta sýnir dálítið kröfurnar, sem vaskleikamenn gerðu til sjálfra sín á þeirri tíð. Við setjumst niður á Ásunum í sólskininu, áður en við göng- um út á Eskifellið og reynum að festa í huganum enn eina mynd. Grænar skógabrekkur í Ásunum, melarnir eru fjólublá- ir, farvegur Jökulsárinnar Ijós, háir rauðir bakkar handan ár- innar, grábleikir líparíthamrar innar, Ijósgrár hjalli, skógi vax- inn, inn og uppi hinum megin árinnar í i-Iellisskógunum. Ljóst 1 í.parítfjall gnæfir norðar, með svarta kápu á öxlunum, Svip- tungnahnjúkur. Yfir rísa stór- fjöllin, marglit og mikilfengleg og hafa þetta allt í fanginu. Við göngum út á Eskifellið, en verður nokkur leit að býli Jóns Markússonar, því það er sett of norðarlega á kortinu. Þar er nú gangnakofí óg sæiu- hús, allt vel um gengið og vel búið. Nú sr eftir síðasti áfanginn að Þónsdal, en nógur tími. Bezt er að vaða Skyndidalsána utar- lega, þar sfin hún kvíslast vel. En nú ei hún okkur hagstæð og við höldum því inn á alfara leiðina, áleiðis að Þórisdal. Höfum ana þar góða tvískipta. Samt er hún þung á eftir dýpt- inni. Er það mest að varast í ferðum, að umgangast vatns- föllin kæruleysislega, þótt þau líti meinleysislega út. Það þarf ekki djúpt straumvatn til að kippa fótum undan þeim, esm illa er a verði, eða ókunnugur því afli, sem býr í rennandi vatni. í allar lengri gönguferðir ættu m.enn að hafa með sér hæfilega langa nælonsnúru. Það veitir öryggi og þyngir ekki teljandi. Sjaldan er bagi að bandi eða burðarauki að hníf, sögðu gömlu tnennirnir og það á við enn. f Þórisdal var okkur tekið opnum örmum af þeim hjónum Agli Benediktssyni og Guðfinnu Sigurmundsdóttur og fólki þeirra. Var þar margt rætt um kvöldið og barst þá talið m.a. að þeim slóðum, sem við höfð- um ferðast um og því fólki, sem þar hafði búið og starfað og þeim, sem enn umgangast þess- ar fjallaleiðir í starfi sínu vor og haust. Voru það góð ferðalok. Ég bið menn að afsaka þær villur, sem ég óttast að inn í frásögnina kunni að hafa slæðzt. Ég bið menn að hafa í huga, að ég hefi minnzt hér á gönguleiðina frá Sturluflöt í Þórisdal, en ríðandi menn fara nokkuð öðru vísi sums staðar, einkum norðan til. Það er mér ljóst.. En þetta er ákjósanleg skemmiiferðaleið á hestum, eifii síður en ^angandi mönnum. Ég veit að menn ganga þetta auð- veldlega á 2 dögum. En ég ráð- legg mönnum að taka samt a. m.k. 4 daga í ferðina, því allt Göngubrúin á Jökulsá, byggö af Lónmönnum. er undir því komið á skemmti- ferð, að geta haft sína henti- semi og skoðað sig um. Ef rett er að farið, ei,ga svona ferðir efcki að verða neinucn heilbrigðum manni þrekraun og verða hcidur ekki, ef menn gefa ser nógu góðan tíma, hafa réttan útbúnað og leita sér nægiíégá góðra upplýsinga hjá kunnugum um allar aðstæður. Ekkert af þessu má vanrækja, því þá geta óhöpp orðið eða menn ofreynt sig. Þó að við félagar færum þessa leið að norðan, teljum við heppilegra að fara að sunn an norðureftir. Þá er hægt að veljá ve'ður torfærari hluta leið arinna- og fá leiðbeiningar og jafnvei leiðsögn inn fyrir Skyndir'alsána, ef ástæða þykir til. Þurrviðrasamara er norður undan og minni hætta á því að hreppa dimmviðri og úrfelli, éf gott veðar er valið syðst, í upp hafi terðar. L.ANDBÚNAÐARVIÐHORF Framhald af 5. síðu. lagt kaupstöðunum til á þennan hátt, en það mun vart vera minna en það fé, sem þjóðfélagið hefur veitt til eflingar landbúnaðarins á sama tima. Framtíðarviðhorf. Það var eðlileg þróun, að fólk flytti í allstórum stíl úr sveitum í kaupstaði í sambandi við aukna verkaskiptingu þjóðfélagsþegn- anna og vegna tækniþróunar í landbúnaðinum. En þessi straum- ur getur ekki staðið um aldur og ævi. Nú er svo komið, að fólki má ekki fækka meira í sveit um, ef þjóðin ætlar að halda landinu í byggð. Heilar sveitir eru farnar í eyði og við borð liggur, að stærri og minni svæði fari í auðn á næstunni, sé ekkert til þess að koma í veg fyrir slíka öfugþróun. Það þarf að skapa meira jafn- vægi í byggðum sveitanna, veita sveitafólkinu meira öryggi og auka bjartsýni þess með því að búa svo um hnútana, að það sjái, að það sé ekki haft hornreka í þjóðfélaginu, hvorki efnahags- lega né njenningarlega. Bændur eru yfirleitt ekki böl- sýnismenn. Þeir eru kjarkmiklir og þrautseigir eins og sjómenn og aðrir þeir, sem verða að glíma við náttúruöflin. Þeir hafa sýnt, að þeir eru reiðubúnir að leggja mikið að sér og neita sér um ýmis veraldargæði í þeirri trú, að þeir séu með því að vinna að framtíðarheill sveitanna og þjóð- félagsins. Ella hefðu þeir ekki framkvæmt það, sem raun ber vitni um, með ekki rýmri fjárhag en þeir hafa búið við. Meira en helmingur bænda hef ur eða er vel á vegi með að hafa breytt atvinnurekstri sínum úr gamaldags búskap í nýtízku tæknibúskap. Margir þeirra hafa þegar fengið rafmagn til heim- ilisnota og búa því við nútíma þægindi. Þessir bændur munu flestir u.na við búskapinn, svo fremi að stjórnarfar verði skap- legt eða gott. En of margir eru þeir bændur, sem skemmra eru á veg komnir í tækniþróun, hafa ekki fengið raforku og ekki einu sinni von um að verða aðnjótandi slíkra gæða á næstunni. Þeir líta nú orðið ekki björtum augum á framtíðina, ekki sízt þegar radd- ir heyrast frá ráðamönnum þjóð- arinnar um, að nauðsyn sé að lækka framlög til landbúnaðar- ins. Þessir bændur spyrja: eru þetta þakkir þjóðfélagsins fyrir okkar starf, fyrir að hafa veitt við nám eyðingu sveitanna, fyrir okk ar hlut í matvælaframleiðslunni og fyrir að hafa alið upp syni og dætur, sem nú starfa í þéttbýl- inu? Sumir spyrja: ætla þeir virkilega að neyða okkur til að ganga frá eignum og óðulum og leggja með því heila landshluta í auðn. Nei, það má ekki verða og það þarf ekki að verða. Til þess að koma í veg fyrir slíkt, verða bændur að standa saman af drengskap og feslu, sýna hvorki yfirgang né undir- lægjuhátt, heldur krefjast rétts hlutar fyrir sig og allt dreifbýli. Fulltrúar dreifbýlisins verða að skipa sér saman og vinna með öllum réttsýnum öflum innan þjóðfélagsins að lausn hinna mörgu vandamála dreifbýlisins og þjóðarheildarinnar, Öflugur landbúnaður, rekinn með nýjustu tækni, grundvallaður á fornri menningu og nýjustu vísindaleg- um niðurstöðum, er undirstaða velmegunar og hagsældar þjóðar- innar bæði í efnahagslegu og menningarlegu tilliti. Hér yrði of langt mál að ræða hin mörgu vandamál landbúnað- arins og hinna smærri kauptúna, en rétt er að minnast á nokkur þeirra. 1. Rafvæðing landsbyggðarinn- ar er brýnasta vandamálið. Hana verður að framkvæma á eins skömmum tíma og nokkur kostur er á. Gera þarf nú þegar áætlun um allar framkvæmdir í því efni, svo að þeir, sem nú bíða í al- gjörri óvissu, fái að vita, hvenær röðin kemur að þeim. 2. Auka þarf og endurbæta vegakerfi landsins, sérstaklega til þess að sem flestir byggðaveg- ir verði færii bílum að vetrar- lagi. Góðar samgöngur eru lífs- skilyrði landbúnaðar og annarra atvinnuvega. 3. Endurskoða þarf ýmsa þætti l.andbúnaðarlöggjafarinnar, laga hana eftir breyttum aðstæðum og hækka framlög til ýmissa um- bóta, einkum jarðræktar og húsa- bóta. Til er frumvarp að jarð- ræktarlögum, samið eftir ræki- lega endurskoðun. Það þarf að verða að lögum á þingi því, er nú situr. 4. Það verður að veita landbún- aðinum aðgang að lánsfé þjóðar- innar í hlutfalli við aðra atvinnu- vegi. Sérstaklega þarf að gera bændaefnum kleift* að kaupa uppbyggðar jarðir og bú, en neyða ekki unga menn, sem vilja búa, annaðhvort til að flytja úr sveitinni eða stofna nýbýli á sama tíma og uppbyggðar kosta- jarðir fara í eyði. 5. Þá þarf að bæta aðstöðu æskunnar í hinum dreifðu byggð- 1 . um, bæði í sveitum og kauptún- um, til þess að fá notið mennt- unar á við æsku þéttbýlisins. Nú neyðast árlega ágætir bændur til þess að hætta búskap til þess eins að geta menntað börn sín. Halldór Pálsson. FRÁ HAPPDRÆTTI FRAMSÓKNARFL DregiS verSur á morgun eða um miSnætti annaS kvöld. Látið nú ekki þessa glæsilegu vinninga úr greipum ganga. „Sveltur sitjandi kráka", segir máltækið. Og víst er, að enginn fær bílana eða mótorhjólið annað kvöld, sem ekki á miða í hapndrættinu. — Freistið gæfunnar — fórnið 25 krónum fvrir miða — og þér getið eignast glæsileg- an Opel Record, Willys-jeppa eða mótorhjól. Miðapantan- ir í síma 12942 og verða miðar sendir heim, ef óskað er. HAPPDRÆTTIÐ Sölubörn, sem vildu selja miða eru beðin að koma i Tjarnargötu 26 eftir hádegi í dag svo og á morgun. Há sölulaun verða greidd, HAPPDRÆTTI FRAMSÓKNARFLOKKSINS. T í M I N N, sunnudagur 22. deseinber 1963, 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.