Tíminn - 22.12.1963, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.12.1963, Blaðsíða 12
I Sunnudagur 22. des. 1963. 260. tbl. 47. árg. Póstflutningar að komast í rétt horf GOSASKAN SKEMMIR BÍLALAKK KJ-Reykjavík, 21. des. Enn heldur Skúfsey áfram að gjósa, og í morgun virtist gosið vera engu minna en undanfarið, séð frá Vestmannaeyjum. Loft var að vísu töluvert þungbúið, en samt sást vel suður á Skúfsey frá Eyj. um. Stöðugt öskufall er frá gosinu, og cr farið að sjá á bílalakki af þeim sökum sums staðar er jafn- vel farið að sjá á húsum af völd um öskunnar, og má búast við að r.okxurt tjón verði af, ef gosið heldur áfram eins og undanfarna daga. Nýja eyjan er orðin stór og tignarleg, og sómir sér vel Jólasvipur er nú kominn á Vest mannaeyja.'íaupstað," og setja mest- an svip á bæinn jólatré, sem kom ið hefur verið fyrir víðsvegar á almannafæri. Rafveitan í Vest- mannaeyjum, hefur ætíð nokkurn viðbúnað við aCsetur sitt austar- lega í bænum um jólin. Nú verður skreyting rafveitunnar veglegri en nokkru sinni fyrr, og er það vel, því þetta eru fyistu jólin sem Vest mannaeyingar búa við Sogsraf- inagn. Á gamlárskvöld er ætlunin að koma f.vrir gjallarhornum hjá rafveitunni, og útvarpa þaðan klúkknahljómum Landakirkju og tónlist. HF-Reykjavík, 21. des. PÓSTMÁLIN eru nú að fær- ast í eðlilegt horf, eftir þá röskun, sem verkfallið olli. — í dag fer flugvél héðan til Dan merkur, Þýzkalands og Eng- Iands og í fyrramálið fer önn- ur til Noregs, Svíþjóðar, Dan- merkur og Þýzkalands. Þetta eru aukaferðir, en að sjálf- sögðu eru nú áætlunarferðir eins og venjulega- Flugferðir Felix og Frank vígðir HF-Reykjavík, 21. des. Á morgun kí. 10,30 verða tveir kandidatar vígðir til prests í dóm- kirkjunni. Þeir eru Felix Ólafsson nýkjörinn prestur í Bústaðasókn og Frank M. Halldórsson, nýkjö'r- inn prestur í Nesprestakalli. Séra Óskar J. Þorláksson mun lýsa at- bö'ninni, en vottar verða séra Jón Thorarensen, séra Magnús Run- óifsson og séra Guðmundur Ó. Ól- afsson, Felix Ólafsson mun préuika. Prestar þeir, er kjörnir voru í prestskosningum 1. des. s.l. hafa nú verið skipaðir í embætti sín, hæði þeir er náðu löglegri kosn- ingu og þeir er flest atkvæði hlutu í sinni ^ókn, en náðu þó ekki lög- mætri Kosningu. Nú eru póstmennlrnir f Reykjavlk farnlr að bera út póstlnn og eru þá heldur betur klyfjaSlr, elns og sjá má hér á myndlnnl. (Ljósm.: TÍMINN-GE). verða einnig á liverju kvöldi til Bandaríkjanna dagana fram að jólum. Þó að verkfallið hafi raskað póstsamgöngum, hefur póstur samt ekki safnazt fyrir á póst- stofunni, því að það sem inn hefur borizt, hefur jafnóðum verið sent út með Pan Ameri- can-véhim. Á mánudag, Þor- láksmessu, verður allur póstur til Evrópu, sem þá er eftir, sendur til Glasgow, en sá póst ur verður ekki kominn til við- takenda á aðfangadag. Posti innanlands er enn hægt að koma áleiðis. í kvöld fer Hekla til Vestfjarða og tvær skipaferði: verða til Vest- mannaeyja fyrir jólin. Lang- ferðabílar munu og halda uppi póstsamgöngum með einhverj- um aukaferðum og eitthvað mun verða um strjálar flugferð- ir. Samkvæmt upplýsingum póststofunnar borgar sig að leggja allan ósendan póst inn, hann verður svo sendur út á land við fyrsta tækifæri sem gefst. Póstur sá, sem legið hefur í strandferðaskipum, meðan á verkfallinu stóð, er nú allur kominn til skila. Lítið sem ekk ert mun vera ókomið af pósti utan af landi til Reykjavíkur, en póstur sá er Drottningin hafði meðferðis, þegar hún kom frá Danmörku, en varð að snúa við aftur, verður sendur með flugvél frá Danimörku á mánu- dagsmorgun. Hingað verður hann líklega kominn á hádegi og reynir þá pósbþjónustan að gera sitt bezta til að koma hon- um til skila samdægurs. Ihaldsmarkið leynist ekki — á fjárhagsáætlun Reykjavíkur, sem afgreidd var á borgarstjórnarfundi á föstudag 5 ÞÚS. NOFN Í MINNINGABÓK TK-Reykjavík, 21. des. EFTIR iát Kennedys forseta lá eins og kunnugt er frammi í bandaríska sendiráðinu minn- ingabók, er þeir, sem vildu votta hinum látna virðingu sína og votta bandarísku þjóðinni samúð gátu ritað nöfn sín í- Nú hefur verið gengið frá þess ari minningabók og verður hún send utan einhvern næstu daga. í tilefni af því bauð James Penfield, ambassador Banda- ríkjanna, fréttamönnum að líta á bókina. Snoturlega er frá bók inni gengið og munu um eða yfir 5000 hafa ritað nöfn sín í bókina. Framan við nafnalist- ann hafa verið þýddar á ensku minningaræður biskupsins yfir íslandi, herra Sigurbjörns Ein- arssonar, forseta sameinaðs þings, Birgis Finnssonar svo og Framhald á 3 síðu. Fiárhagsáætlun Reykjavíkur- á fimmtudag en stóð til klukkan I harðri gagnrýni minnihlutaflokk- borgar fyrir árið 1964 var afgreidd háifátta á föstudagsmorgun. Um- anna. á iundi borgarsíjórnar aðfaranótt ræður urðu miklar og ailheitar á Minnihlutaflokkarnir báru allir fimmtudagsins 19. desember. köflum, og sætri fjárhagsáætlunin fram allmiklar breytingartillögur ílófst fundurinn klukkan 5 síðd. og fjármálastjórn borgarinnar I Framhald á bls. 23. Austfjarðapdstur selfluttur MS-Reyðarfirði, 21. des. í nótt og dag befur póstur verið selfluttur á snióbíl frá Heljardal á Hólsfjöllum að Gilsá í Jökuldal, cn þaðan verður pósturinn fluttur i vörubíl til Austfjarða. Fjallabíll frá Akureyri hafði áður flutt póst- inn austur, á meðan á verkfall- inu stóð, en bilaði í gær og komst ekki lengra en að Heljardal. AKureyrarbíllinn hafði komið með tvær lestir af pósti til Heljar- dals á Hólsfjöllum í gær, og var hann á leið til Austfjarða. En þeg ar (.angað kom brotnaði öxuli bíls- ins og komst hann ekki lengra. í gær iagði snjóbíll upp frá Reyðarfirði, og var ætlunin, að hann selflytti póstinn frá Heljar dal að Gilsá. Snjóbíllinn var flutt- ur á vörubil að Gilsá, sem er efsti bær við þjóðveginn á Jökuldal. Þaðan voru svo farnar fjórar ferð- ir eftir pósti að Heljardal, og lauk flutningunum um miðjan dag í dag Síðan verður snjóbíllinn aftur seUur á vörubílinn, sem flytur hain til Reyðaifiarðar, en annar vöruhíll tekur póstinn. og kemur honum til Austf'arða. Allir vegir eru nú auð:i fv~ir austan. Rílstjóri snjóbílsins er Stein- grimur Bjarnason, en með honum eru Gunnar Stefánsson og Stefán Guirormsson, sem aka vörubílun- um. DRESIÐ IHAPPDRÆTTINU A M0RGUN NU FER a3 verða hver síðastur geta annað kvöld. \ Miðbænum og kosta AÐEINS að ná sér I miða I Happdrætti. * VINNINGAR ERU: Opel Record 25 KRÓNUR. Framsóknarflokksins. 1964. Wlllys-jeppl og mótorhjól. SKRIFSTOFAN I Tjarnargötu 26 veröur opin til kl. 10 í kvöld, ■jlc DREGID verður hjá borgarfó- MIÐAR eru seldir úr bílunum og til mlðnættis á morgun. I. v t » j j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.