Alþýðublaðið - 12.12.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.12.1942, Blaðsíða 5
ALÞVÐUBLAÐIÐ iLaagardagttr 12. desember 1942 » i Þýzku járnbrautirnar: Áetaillesarhæll Hitlers. Eftirfarandi grein, eftir Allan A. Michie, Cr þýdd úr Readers Digest. Höfundur lýsir samgöngu- kerfi Þjóðverja og gerir jafn vel ráð fyrir, að það geti bil- að, þegar minnst varir. VIÐ,sem tilheyrum banda- þjóðunum, höfum orðið tilfinnanlega varir við siglinga örðugleikana. En hins vegar hefir okkur gleymst það, að Hitler á líka við flutningaörð- ugleika að stríða. Flutninga- vagnar og járnbrautarlestir eru nazistum eins þýðingarmiklar og olíuskip og flutningaskip éru okkur þýðingarmikil. Allt bend ir til þess, að skemmdirnar á jámbrautunum séu farnar að valda nazistum mikils trafala. Þessi þrjú ár, sem styrjöld- in hefir staðið, hefir verkefni jámbrautanna stöðugt aukizt. Frá hemumdu löndunum hafa flutningatæki verið tek- in, en ekkert dugar. Flutninga- verkamenn í Svíþjóð eru undr- andi á útliti þeirra þýzku vagna, sem koma með ferj- unni frá Danmörku og harð- neita stundum að taka við þeim af ótta við, að þeir komizt ekki næstu mílu. Verkstæðin í Pól- landi hafa ekki við að gera við þá vagna, sem komið er með til viðgerðar. Svisslendingar þora varla að láta vagna sína fara yfir landamærin — af ótta við, að þeir komi ekki aftur. „Eyði- lagðist í flutningum,“ segja Þjóðverjar. Þjóðverjar flytja kartöflur í farþegavögnum, og þó hafa Vínarbúar og Ham- borgarbúar sorðið að vera vik- um saman kartöflulausir. Aðr- ar borgir hafa verið kolalausar vegna flutningaörðugleika frá Ruhrhéruðunum, en Ruhrbúa vantaði hins vegar grænmeti. Flutningaörðugleikarnir áttu mesta sök á því, að Hitler varð að fresta vorsókn sinni í Rúss- landi. Það kostaði hann tvo mánuði, ef til vill örlagaríka mánuði. Nazistar hafa nýlega viðurkennt það sjálfir, að. flutn- ingaörðugleikarnir voru höfuð- vandamál þeirra um þessar mundir. Vegna örlagaríks misskilnings hirti Hitler ekkert um járn- brautirnar fyrir stríðið. Hann var allur í almenningsbílunum og hinum upphækkuðu þjóð- vegum. Af hinu fræga brjóst- viti sínu þóttist hann sann- færður um, að benzínvélin — myndi leysa gufuvélina af hólmi. En um þessar mundir eru hinir upphækkuðu vegir hans auðir vegna þess, að ben- zínið fer allt til hersins. Það eru því járnbrautirnar, sem verða að sjá um alla flutninga þjóðarinnar, sem eru orðnir af- ar, miklir, ekki sízt vegna þess, hve flutningar hafa aukizt til austurvígstöðvanna. Þetta er ekki nýtt fyrir- bi’igði. Járnbrautarsamgöngurn ar hafa alltaf verið hinn veiki blettur Þjóðverja. Ludendorff viðurkenndi, að þegar friður hefði verið saminn árið 1918, hefðu járnbrautirnar raunveru lega verið stanzaðar. — Við höfðum gert ráð fyrir skamm- vinnri styrjöld, sagði Luden- dorff. Þrátt fyrir loforð Hitlers um Það, að endurtaka ekki villurn- ar frá fyrri heimsstyrjöld, er það sýnilegt, að hann hefir ekki heldur gert ráð fyrir laiigri styrjöld, sem myndi eyðileggja þýzka járnbrautarkerfið. Það hefir sannazt, að það var í aaeiri niðurníðslu ánð 1938, en það var árið 1913. Ýmsar verk- legar framkvæmdir höfðu í- þyngt hinu illa útbúna jám- brautarkerfi, svo og liðsflutn- ingar. Afleiðingin var því sú, að þegar styrjöldin skall á, voru járnbrautirnar í hinu hörmu- legasta ólagi. Hins vegar hafði Hitler, sem þóttist sannfærður um, að bifreiðar myndu koma í stað járnbrauta, opnað 3000 km. langan upphækkaðan veg, sem kostaði of fjár. Kenning hans var sú, að Þjóðverjar hefðu nýja upphækkaða vegi, bíla- igerfigúmimí og gerfibensín, myndu þeir verða sjálfum sér nógir. En þegar strjöldin skall á, fór allt gerfieldííneytið og gerfigúmmíið til hersins. í stað þess, að áætlunin átti að létta á járnbrautum, íþyngdi hún þeim mjög. Loks tókst flutningasérfræð- ingum ag sannfæra Hitler um, að járnþriautarkerfi •Þjóðverja myndi verða mjög þýðingar- mikill þáttur í næsta stríði, sem þeir vissu, að var yfirvofandi 1938 var lýst stórfenglegri f jögurra ára áætlun um bygg- ingu nýrra eimvagna, farþega- lesta og flutningalesta. En þá var það orðið of seint. Þegar stríðið skall á, urðu allar eim- vagnavertksmiðjux að smíða skriðdreka, og áætlunin varð óframkvæmanleg. Flutningaörðugleikar Þjóð verja háfa vaxið mjög við hafn- bann Breta, því að þá hlutu flutningar að aukast stórum á landi. Menn ættu að vera þess minnugir, að á . friðartímum fóru flutningar milli Þýzkalands og mið- og suður-Evrópu mest- megnis fram á sjó. En nú verð- ur að flytja iþetta allt með járnbráutum. Eitt atriðið í sambandi við þétta vandainál er 'hinn stór- aukni flutningur á kolum, olíu, jámi og stáli á stríðstímum, en allur flutndngur á þessu verð- ur að fara fram með flutninga- •lestum. Þá eiu flutningar her- gagnaverksmiðja til „öruggra“ staða á Póllandi, Tékkóslovakíu og Austurríkis, þar sem nazist- ar vona, að brezku sprengju- flugvélarnar nái ekki itil þeirra, ekM líklegir til þess að létta á flutningunum. — Þessi þrjú atriði — hirðu- •leýsi uim úijbúniað jiár/nbrautH anna, stóraufcnir flutningar og stefnubreyting flutninganna — höfðu valdið nazistum miklum áhyggjum, jafnvel áður en styrjöidin við Rússa hófst. 'Hitler hafði verið svo bjart- sýnn að foúast við því, að Rúss- ar gæfust fljótlega upp og létu :af höndum flutningatæki sín, eins og hernumdu löndin höfðu gert. En í stað þess eyðilögðu Rússar jámbrautarlestir sínar, ■eftir því sem Þjóðvejar sóttu fram 0? rifu upp járnforautar- teinana. í stað þess að hafa gagn af hinu hertekna landi, urðu Þjóðverjar því að eyða af naum um lélegum birgðum sínum til þess að koma þar á samgöngum. Að foak'i vígstöðvunum hefir forezki loftflotinn lagt áherzlu á að eyðileggja höfuðsamgöngu æðar Þjóðverja. Bretar eru nú að framlkvæma nákvæmlega hugsaða áætlun, sem gengur í þá átt að reyna að hitta snöggu blettina á Þjóðverjum. Orrustu- flugvélar sveima yfir hemumda Frakklandi og Belgíu á daginn og leita að eimvögnum, í því skyni að eyðileggja vélamar með fallbyssuskothr.íð. Eina nóttina réðist deild Hurricane- flugvéla ó Ituttugu og þrjár éim- ‘lestir. Hinar stórfeinglegu loft- árásir, svo sem sú, er gerð var ó Köln, hafá eyðilagt jámlbraut arstöðvar. íSjðlfskiptabúðlá Vestnrgðtu 15 S Gerið svo vel, komið innfyrir! Takið körfu við innganginn og gangið um búðina eftir S S eigin geðþótta. S Vörumarblasa við yður, veljið í körfuna það sem yðar líkar. Fáið svo afgreiðslumanni körfuna, hann pakkar vöran- um inn fyrir yður og gerir upp kaupin. Gerið svo vel og afgreiðið yður sjálf. — Þökk fyrir viðskiptiií. S s s s s s s s s s s Á s s s s s s s s s 's s s V V s s s i s t s s s I s KÍNA TAFL Ein vinsælasta og ú tb reiddasta dægra dvöl í Ameríku, Englandi og víðar, er nú kornið á markaðinn hér. — * Gefið vinum yðar KÍNATAFL Hinar uppihaldslau.su árásir brezka flu'gflotans hafa orðið til þess, að nazistar reyna nú eftir mætti að láta flutninga fara fram um skurði, ár eða fram með ströndum, en ékbi fá þeir heldur að vera í friði þar fyri foezka fluflotanum, og flot- anum. Hraðsfcreiðir tundur- sfcreiðir tuindurskeytabátar renndu sér yfir sundið og ráku skipshafnimar af strandfexða- 'bátunuim í land. Það er mjög vafasamt; hvort Þjóðverjum tekst að leysa þetta vandamól. Aibjrei hefir verið lagt meira á þýzka járnbraut- arkerfið ©n hinn langa og harða vetur 1941—1942. Annar harð- ur, trússnesk'ur vetur, iað við- foættum árásum sprengjuflug- véla gæti komið samgöngum Þjóðverja á kaldan. klaka. LADY HAMILTON Frjálsljfiidisðfonðarinn Það safnaðarfólk, sem enn á ógreidd safnaðargjöld sín fyrir þetta ár, er foeðið að borga sem allra fyrst. Heima daglega kl. 6—7 e. h. Sólmundur Einarsson, Vitastíg 10.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.