Alþýðublaðið - 20.12.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.12.1942, Blaðsíða 3
Sunnudagtu' 20. desember 1942. ALÞYÐUBLAÐIÐ Helgí Pétnrss: Viðnýall. Lesið þetta verk hins mikla hugsuðar og vísindamanns. Hin djúpa og viðfeðma speki hans á erindi til allra, sem fljóta ekki sofandi að feigðarósi, heldur reyna að hugsa um tilveru þessa lífs og annars. Laöy Hamilton 5uo er Sigurgeir Finarsson: NorlÍBir um tiof. Er furðulegt hvernig höf. hefir tekizt að viða að sér gögn- um í þessa bók, enda mun starf fjölda ára liggja að baki. Hefir honum tekizt að bregða upp fyrir lesendunum ógleymanlegri mynd af æfintýralöndum Norðursins og blása í þær lífsanda skáldsins. uar fögur og bókin Jón úr Vör: StsssiMi niilll stríða. Höfundurinn er kornungur maður, sem lifað hefir tíma- bil menningarsögunnar á milli tveggja ægilegustu hildar- leika, sem mennirnir hafa stofnað til, og er fróðlegt að kynnast viðhorfi þessa unga skálds til hins tryllta leiks. kona Laöy Hamilto Willam fhomas Stead: Allir þeir, sem nokkuð hugsa um eilífðarmálin, munu taka þessari bók opnum örmum. — Einn frægasti blaða- maður, sem uppi hefir verið hér á meðal vor, hefir skrifað bók þessa að lokinni jarðlífsvist sinni, með aðstoð miðils, Woodman, að nafni, og dóttur sinnar. — Hallgrímur Jóns- son, fyrrverandi skólastjóri, snéri bókinni á íslenzka tungu. innanlands styrjöldum hér og þar, þá er það nú greinilegt, að Bandamenn vinna þetta stríð. Fyrir því má jbað nú ekki léng- ur cLragast, að þeir lýsi yjir al- veg ótvíræðri stejnu sinni um þá heimsuppbyggingu, sem koma skal og taki sjálfir fyrstir allra upp það skipulag, sem þeir ætlast til að komi. Áðeins með því að hafa þar forgöngu sjálfir geta þeir sannfært aðra um, að þeir fari ekki með nein- ar blekkingar, eða ætli sér að bregðast því trausti, sem til þeirra er borið, af þeim þjóð- um, sem binda alla von um frelsi sitt við sigur þeirra. Aðeins jmeð því að sýna það í verkinu, að fyrir þeim vaki al- ger útrýming hins gamla heims- skipulags, með því að taka upp nýtt skipulag, sem byggist á meiri skipulagningu, traustara lýðræði og meiri virðingu fyrir sannleikanum og hinum vís- indalégu niðurstöðum, sem náðzi hafa, en verið hefir til þessa, geta þær sannfært heim- inn um ætlunarverk sitt. Við íslendingar érum ein hinna norrænu þjóða. Við erum að vísu minnsta þjóðin í hópi hinna norrænu og engilsax- nesku þjóða. En þó við séum lítil þjóð, höfum við að ýmsu leyti betri aðstöðu en allar aðr- ar þjóðir til þess að sýna í verk- inu, að við skiljum hvert stefna ber. Þessa aðstöðu ber okkur að nota. Ef við gerum það ekki, ef við breytum ekki skipulagshátt- um vorum af frjálsum vilja og vitandi vits á þann veg sem straumur tímans krefst, megum við vera þess fullviss, að bylt- ingin veltur yfir okkar litla þjóðfélag með öðrum og örlaga- ríkari hætti. , Hver þjóð á sitt hlutverk, smáþjóðirnar ekki síður en stórþjóðirnar, og hver sú þjóð, sem ekki skilur köllun sína í tíma og hlýðir rödd skynsem- innar í tæka tíð, hún mun glat- ast. Saga mannkynsins á öllum tímum sannar það, og ekki hvað sízt á þeim tímum, sem við nú lifum á. En hvað ber okkur þá að gera? Á nokkur atriði þess mun ég minnast í annarri grein. J. G. Nýjar leiðir. Hin nýja bók Jón- asar Kristjánsson- ar læknis. '&l ÝJAR LEIÐIR heitir hún, ■■ bók Jónasar læknis Krist- jánssonar. Ekki skemmir það. Menn sækja eftir nýmælum og nýjungum. Svo voru menn gerðir í Aþenuborg fyrr á öld- um og mun svo enn vera. Ég hef enn efcki lesið hvert einasta orð í bókinni, en nægi- legt til þess að gefa henni mín beztu meðmæli. Verst að þau ná svo skammt á tímum slíkr- ar sérþekkingar og lærdóms, er menn geta alltaf gengið framan að okkur almúgamönnum og sagt að við séum heimskir og ódómbærir menn um eitt og annað, og heimtað það, að við viðurkennum óskeikulleika allr ar sérfræði og teljum það jafn- vel sanna list, ef .mannshausar eru málaðir í „funkis“-stíl eða áttstrendir. Barnsvitið, er sér nakinn rnann, þar sem hinir, sem „kunna sig“, sjá keisarans dásamlegu nýju föt er ekki hærra sett í heimi vorum nú en áður. Ólæknislærður maður hlýtur að taka heilsufræði og lækna- bækur sér hikandi í hönd, og jinma til þess að í þeim efnum veröur hann að lifa íremur > trú en skoðun. í öðru lagi er þar tæpast búist við skemmti- lestri. En oft eru þetta þó hinar skemmtilegustu bækur. Ég minnist þeiss, að ég varð að taka á viljaþreki mínu til að hefýa lestiar jBakiteríuveiða“, en hún er ein sú bezta og skemtl legasta bók, sem ég hef lesið. Og má ég nú segja það um leið, að allar læknabækumar, sem hér hafa komið út síðustu árin, þýddar eða frumsamdar, sem ég hef séð og lesið, em hver annarri ágætari. Er gleðilegt til þess að vita, að læknar skuli vera svo vel menntir menn, að vera yfirleitt hafnir upp yfir sorpritagerð þá, sem oft er reynt að klína listheiti á. Hafi þessir læknarithöfundar allir þökk fyrir sínar góðu bækur. Leikmaður getur ekki lagt neinn dóm á það, sem læknar kunna að deila um í heilsufræði og matarhæfi. Hann verður að- eins að segja fyrir sig, eins langt og smekkur hans, reynsla og þekking nær. Bók Jónasar læknis Krist- jánssonar, „Nýjar leiðir“, tel ég bæði skemmtilegt og hollt les- mál. Undir eins fyrsta ritgerð •bókarinnar kemur manni í uppnám, en Iþað er hollt upp- nám. Það er ekki hægt að sofna út frá þeim lestri. Sálin giað- vaknar og fyllist bæði undrun og áhuga. IJndrun yfir tregðu og flónsku manna, en áhuga á möguleikunum. En þeir rnenn, sem spámann- iega er gerðir og flytja mönn- um góðan og gíeðilégan boð- skap, verða oftast að tála fyrir sljóvum eyrum. Tveir tugir ára eru liðnir síðan Jónas Kristjánsson flutti þetta prýði- lega erindi, sem er fyrst í röð í bókinni. En eftir sem áður hefir heimskan siglt sinn sjó hrað- byri hér á landi hjá okkur, í flestu því er lýtur að mataræði og heiisusamlegu lífi, til mikils tjóns fyrir æsku og elli. Verzl- unarkænskan heldur velli á allri línunni, en hyggni og mannúð fer í felur. Hirðulaus almenningur lætur sér fátt um finnast, og stjórn landsins hefst litið að til úrbóta. Hafi nokkur maður rétt til þess að boða heilbrigt líf og átelja hið brjálæðislega hirðu- leysi manna, þá er það sannar- lega hinn læknislærði maður, sem lifir hreinu lífi, er strang- ur og hreinræbtaður bindindis- maður bæði á vín og tóbak og aðrar skaðlegar nautnir, og lif- ir þannig þebkingu sinni tii sóma en 'ekki skammar, eins og þó sumir gera, og er eilíflega andvaka af áhuga fyrir því sannasta og bezta í þessum merkilegu fræðum. En slíkur maður hefir Jónas Kristjánsson verið alla sína læknistið. Ef ég hefði sjálfur ráð á víð- lesnu blaði, þá skyldi ég nefna marga mjög eftitektarverða kafla, sem eru í bókinni, en í smágrein þýðir ekkert að hefja neina upptalningu á slíku. Þar er úr svo oniklu að velja, reynd- ar ekki allt nýjungar, en vissu- lega sá mikilvægi sannleiki sem þarf að endurtaka og kenna, unz hann verður dýrmæt eign allra, er heilbrigðu og ham- ingjusömlu lifi vilja lifa. Slík- ar bækur eins og þessar eiga að vera lestrarbækur húsmæðra fyrst og fremst. Það mundi efla velfarnað þjóðarinnar og leiða margan manminn nær sælunnar ríki. t Þegar ég var ungur maður í framandi landi, kynntist ég fyrst þessari heilbrigðu stefnu, en ,þó þrem árum of seint. Síðan er nú 28 ár. Ég hef lesið töluvert af góðum heilsufræði- bókum, þar á meðal hina stór- merku bók „Science of Eating“ — matarvísindi — eftir Mc Cann, og er mjög þakklátur fyrir þær upplýsingar, sem þess ar bækur hafa veitt mér. Á þessu tímabili hefir Jónas lækn- ir Kristjánsson gerzt helzti brautryðjandi þessarar stefnu hér á landi, sem vinnur nú óð- um fylgi hugsandi manna og vekur athygli hvarvetna. Öll tákn tímann benda til þess, að •hinn nýi og komandi menning- ardagur, sem heimurinn á vissulega í vændum, muni lyfta verki þessa sannleika hærra og hærra til blessunar fyrir kom- andi kynslóðir. „Nýjar leiðir“ þurfa sem allra fléstir að lesa og læra. Pétur Sigurðsson. Í.K. Dansleiknr í Alþýðuhúsinu í kvöld kl. 10 sd. Gömlu og nýju dansarnir. — Aðgöngumiðasalan kl. 6 e. h. í Alþýðuhúsinu sama dag, sími 2826. Hin nýja hljómsveit hússins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.