Alþýðublaðið - 16.01.1943, Blaðsíða 4
*________________________OLÞWuaunn
Langardagnr 16. jaa&ta Itgjá’
^lþijðubUMð
tftcefudi: AIhre«n«kk«ri»m.
Bltstjérl: Stefán PJetnnsoa.
Rltstjórn og afgreiðsla í Al-
þýðuhúsinu við verfisgötu.
Simar ritstjórnar: 4901 og
4902.
.. .rti afgreiðslu: 4906 og
480«.
Verð í Jausasölu 40 aura.
AlþýðuprentsmiSjan h.f
Deilan nm skipan
viðskiptarððsins.
NOKKUR ágreiningur hefir
orðið um það á alþingi,
livér ráða skuli mannavali í hið
fyrirhugaða viðskiptaráð. í
frumvarpi ríkisstjórnarinnar
um það er svo ráð fyrir gert, að
hún ein skuli velja menn í ráð-
ið. En af hálfu tveggja þing-
flokka, Framsóknarflokksins og
Kommúnistaflokksins, hefir það
ákvæði frumvarpsins sætt tölu-
verðri mótspyrnu. Þeir vilja, að
þingflokkarnir tilnefni fjóra
menn af fimm í viðskiptaráðið,
sinn manninn hver, og aðeins
fimmti maðurinn verði til-
nefndur af ríkisstjórninni.
Kommúnistar fluttu beinlínis
breytingartillögu við frumvarp-
ið í þessa átt í neðri deild. Hún
var að vísu felld þar. En búið er
að boða, að sams konar breyt-
ingartillaga verði flutt við
frumvarpið í efri deild. Og eng-
inn getur með neinni vissu sagt,
hvernig henni kann að reiða af
þar. Vitað er aðeins, eftir fyrstu
umræðu frumvarpsins í efri
deild í fyrradag, að ríkisstjóm-
in ætlar að standa og falla með
því ákvæði þess, að hún ein
skuli ráða vali manna í við-
skiptaráðið.
* ...........'
Það væri dálítið einkennilegt,
ef alþingi neitaði stjórninni um
þetta vald. Hún er skipuð utan-
þingsmönnum eftir að alþingi
sjálft hafði gefizt upp við að
mynda stjórn, og hefir engan
stuðningsflokk að baki sér á
þingi. Og það er sérstaklega ein-
kennilegt, að þeir tveir þing-
flokkar, sem beinlxnis stungu
upp á því, að þingið afsalaði sér
rétti sínum og skyldu til stjórn-
armyndunar með því að biðja
ríkisstjóra að skipa utan þings
stjórn, skuli nú verða þeir
fyrstu til þess að heimta, að
hún afsali sér í hendur þing-
flokkanna því valdi, sem hún
telur nauðsynlegt fyrir sig til
þess að geta borið ábyrgð á því,
sem gert verður, Það er ómögu-
legt að lá ríkisstjórn, sem eins
er til komin og þessi, og engan
stuðningsflokk á í þinginu, þótt
hún vilji ekki fallast á slíka
kröfu. Og frá sjónarmiði alþing-
ís sjálfs virðist það miklu heppi-
legra og hreinlegra að láta
þ e ssa stjórn eina um það,
að bera ábyrgð á viðskiptaráð-
inu og árangrinum af starfi
þess; en þao gerir hún að sjálf-
sögðu ekki nema hún ráði vali
manna í það. Því betur stæði
alþingi síðar meir að vígi til
þess að skipta um ríkisstjórn,
ef störf þessarar skyldu farast
þannig úr hendi, að þess þætti
þörf, en þá yrði alþingi að
minnsta kosti að sýna sig fært
um það, að mynda nýja stjóm.
Hinu er erfitt að trúa, að nokk-
ur þingflokkur sé svo ger-
sneyddur allri ábyrgðartilfinn-
ingu, að hann vilji gera sér leik
að því, að neita núverandi rík-
isstjórn um það vald, sem hún
telur sig þurfa til þess að geta
staríað, án þess að hann eða
fleiri flokkar séu þá að minnsta
læling áfengls i bliði.
IFLESTUM menningarlönd-
um munu vera lagaákvæði,
er banna mönnum akstur bif-
reiða eða vélknúihni ökutækja,
ef þeir eru ölvaðir í þeim mæli,
að hætta geti stafað af. Hér á
landi eru einnig lagaákvæði um
þetta atriði. í bifreiðalögunum
frá 16. júní 1941 eru þessi á-
kvæði: ,,Enginn má neyta á-
fengis við bifreiðaakstur. Eng-
inn má aka bifreið eða reyna að
aka bifreið, er hann er undir
ábxifum áfengis. Ef ástæða er
til að ætla, að maður hafi brot-
ið gegn þessu fyrirmæli, getur
lögreglan fært hann 4il læknis
til rannsóknar, og er þá við-
komanda skylt að hlíta þeirri
meðferð, sem læknirinn telur
nauðsynlega vegna rannsóknar-
innar, þar á meðal, að tekið sé
úr honum blóðsýnishorn. Dóms-
málaráðherra setur nánari regl-
ur um læknisrannsóknina. Það
er bannað ao fá þeim, sem er
undir áhrifum áfengis, stjórn
bifreiðar“.
Eigi er nánar tilgreint í lög-
unum, hvenær maður skuli telj-
ast undir áhrifum áfengis, og
getur það að vísu oft verið á~
litamál. En á öðrum stað í þess-
um lögum er skýlaust tekið
fram, að enginn megi aka eða
réyna að aka bifreið, ef hann
vegna ofneyzlu, svefnleysis,
undanfarandi neyzlu áfengis
eða æsandi og deyfandi lyfja
eða annarra slíkra orsaka, er
haldinn slíkri þreytu eða sljó-
leika, að hann geti eigi á tryggi-
legan hátt stjórnað bifreiðinni.
Þeim, er þetta ritar, er eigi
kunnugt um, að dómsmálaráð-
herra hafi enn sett reglur um,
hversu haga skuli læknisrann-
sókninni á þeim, sem grunaðir
eru um ölvun við akstur. En
síðan 1935 hefir lögreglan í
Reykjavík, og víðar, látið gera
rannsóknir á blóði allmargra
manna, sem slíkur grunur hefir
hvílt á, ef vera mætti, að sú
rannsókn gæfi bendingar um
sekt eða sýknu.
Svo sem fyrr segir, getur oft
orkað tvímælis, hvórt maður sé
ölvaður eða ekki. Þau einkenni,
sem ölvun veldux að jafnaði, og
lýsa séx ýmiist andlega eða lík-
amlega, eða hvort tveggja,
geta stafað af öðxum oxsökum
en nautn áfengis. Ýmis önnux
eituxefni en áfengi, geta valdið
svipuðum bxeytingum á hátt-
um manna, en einnig geta ýmr,-
ix sjúkdómax komið til greina.
Því fer þess vegna fjarri, að
það sé alltaf einfalt mál að fella
úrskurð um, hvort maður sé
ölvaður eða ekki, og gildir
þetta jafnt, hvort sem dómar-
inn á að byggja á framburði
lögreglunnar, vitna, eða al-
mennri læknisskoðun út af fyr-
ir sig.
Það er hvergi nærri einhlítt,
þótt áfen'gislykt leggi af vitum
hins grunaða. Oft, og jafnvel
oftast, vill svo til, að slys hefir
orðið, og ökumaðurinn vakið á
sér gruninn fyrir þær sakir. En
vel getur málum þá verið svo
farið, að ökumaðurinn hafi
sjálfur slasazt, fengið heila-
Eftirfarandi grein
um nýja, stórmerkilega,
vísindalega aðferd til þess að
mæla áfengismagn í blóði er
eftir Jóhann Sæmundsson
lækni, núverandi félagsmála
ráðherra, og birtist í hinu á-
gæta tímariti Rauða kross-
ins, „Heilbrigt líf“, rétt fyrir
rfólin.
Er greinin prentuð hér upp
með vinsamlegu leyfi ritstjór
ans, dr. Gunnlaugs Claessen.
hristing og orðið ruglaður í bili,
hafi beinbrotnað eða slasazt svo
á annan hátt, að eigi sé hægt að
gera almennar rannsóknir, til
þess að skera úr um, hvort hann
sé ölvaður eða ekki. Þegar svo
stendur á, getux mæling áfeng-
ismagns í blóði hans gefið rétt-
vísinni mikilvæga vitneskju um
hið sanna í málinu.
Mæling áfengis í blóði hefir
tíðkazt um alímörg ár erlendis,
eftir að aðferðir fundust til að
framkvæma slíka rannsókn, að-
ferðir, sexn tailizt gætu nægilega
öruggar, en þó eigi flóknari en
svo, að þær væru vel gerlegar.
Sú aðferð, sem einna mest er
notuð á Norðurlöndum, og
raunar víðar, er kennd við
sænskan prófessor, Widmark að
nafni, og hefir hann lagt mjög
mikla vinnu í að rannsaka nota-
gildi hennar. Hefir hann nýlega
gefið út rit um rannsóknir sín-
ar og niðurstöður. Aðferðinni
verður eigi lýst hér nema með
almennum orðum. Ákveðið
magn af blóði hins grunaða er
vegið og mælt. Blóðið er síðan
hitað í vatnsbaði, gufar þá vín-
andinn upp úr því og blandast
tilteknu magni af sérstöku efni,
með ákveðnum styrkleika
(kalium-biehromat leyst í
hreinni og sterkri brennisteins-
sýru). Vínandinn veldur efna-
breytingum í þessari blöndu, og
er þá hægt að mæla og reikna
út, hve miklu vínandinn nemur
í blóði mannsins. En ekki verð-
ur hér farið nánar út í þá
sálma.
Prófessor Widmark hefir, í
samvinnu við sænsku lögregl-
una, gert mikið af rannsóknum
á blóði ökumanna, sem grunað-
ir voru um ölvun. Auk mælinga
á áfengismagni blóðsins var
gerð almenn læknisrannsókn á
hinum grunuðu, til þess að
bera mætti saman ytri einkenni
ölvunarinnar og það áfengis-
magn blóðsins, er fannst við
efnagreininguna. Heildarniður-
staða þessara rannsókna var
sú, í stuttu máli, að þeir, sem
höfðu minna áfengismagn í
blóði en 0,6 af þúsundi, töld-
ust algáðir eða fullfærir um
akstur.
Væri áfengismiagnið 1 af þús-
undi, reyndist þriðjungur hinna
grunuðu ölvaður. Þegar það var
um 1,5 af þúsundi, voru héx
um bil 70% ölvaðir; en væri á-
kosti við því búnir að mynda
aðra stjórn í hennar stað.
*
Hitt er svo allt annað mál, að
árangurinn af störfum hins fyr-
irhugaða viðskiptaráðs, og af
störfum núverandi stjórnar yf-
irleitt, hlýtur að fara mikið eft-
ir því, hvernig henni tekst
mannavalið í viðskiptaráðið,
enda hefir verið bent mjög
rækilega á það í umræðunum á
alþingi, ekki hvað sízt af Al-
þýððuflokknum. Það mun tii
daamis hugsandi mörmum ekki
þykja spá neinu góðu, ef það
skyidi reápast rétt, sem heyrzt
hrfir, að stjóxnui hafi í ’xyggju
að skn jneSal -ar*v> í við-
skiptaráðið sinn fulltrúann fyrir
hvom hinna stóru aðila inn-
flutningsins, Verzlunarráðið og
Samband íslenzkra samvinnufé-
laga. Allra sízt myndi það þykja
spá neinu góðu um verðlagseft-
irlit viðskiptaráðsins, þar sem
vitað er, að einmitt þessir tveir
aðilar eiga hvað mesta sök á
verðhækkunárbrjálæðinu und-
anfarin ár svo og á árangurs-
leysi verðlagseftirlitsins hingað
til.
En stjórnin um það. Fái hún
vald til þess að ráða skipun við-
skiptaráðsins, eins og lang eðli-
legast er, þá ber hún ein á-
byrgðina og veit, hvers hún
béfir' að vænta af háHu þmgs-
ins og þjóðarinnar, e£ iUa fer.
A LLMIKILL þytur hefir
orðið út af því, hvernig
skipa ei'gi hið væntanlega við-
skiptaráð. Ríkisstjómin ætlast
til þess í frumvarpi sínu, að
hún sé einráð um það hverjir
fara í ráðið, en einstakir þing-
menn, einkum úr flokkum
Frmlsókxxar og Komimúnista,
viilja láta þingið kjósa í ráðið.
Morgimhlaðið átelur þetta harð
lega í gær. f forystugrein blaðs-
ins segir svo:
„Sjálfstæðisflokkurinn, . . leit
svo á, að eina úrræðið til farsæls
árangurs væri, að allir flokkar
tækju höndum saman, bæði innan
þings og utan.
Sjálfstæðisflokkurinn er enn
þeirrar skoðunar, að þessa Ieið
hefði átt að fara — og hana ætti
að fara. En allar tilraunir til slíks
samstarfs strönduðu á andstöðu
annarra flokka, og þá fyrst og
fremst á Sósíalístaflokknum og
Framsóknarflokknum. Og það ein-
kennilega var, að það var ekki
vegna málefnalegs ágreinings, sem
starfið strandaði, heldur vegna
hins, að þessir flokkar viidu ekki
samvin.nu.
Óþarft er að rifja það upp hér,
hvað kom upp úr þessu öngþveiti.
<T5n hjns'ið fékk ríkisstiórn, án tii-
sefningar af þaas hálfu. hessi
ríkisstjórn hefir undanfarnar vik-
ur verið að glíma við þau við-
fangsefni, sem alþingi átti að
leysa, en gat ekki vegna sundr-
úngar. Enn verður ekki sagt neitt
um það, hvort ríkisstjórninni tekst
að leysa vandamáiin. Það er ó-
reynt með öllu. En meðan alþingi
lætur flokkadrætti og sundrung
sitja í fyrirrúmi, er það vissulega
skylda þess, að leyfa stjórninni að
hafa starfsfrið.
En sundrungaröflin í þinginu
geta ekki á sér setið. Þetta kem-
ur greinilega í ljðs í sambandi við
stjórnarfrumvarpið (Viðskipta-
ráðið), sem nú er til meðferðar í
þinginu. Stjómin hefir ákveðið í
huga með þessum lögfum, sem hún
biður um. Og hún vill að sjálf-
sögðu, að Viðskiptaráðið starfi I
samræmi við það. En sundrungar
öflin segja: Við viljum ráða mönn-
um í Viðskiptaráðið, til þess að
rifrildið og togstreitan geti veriS
þar, eins og í þingsölunum!“
Það er ýmisleglt tiil í þesm,
Enn er engin smvinna eða sam-
vinnugrundvöllur fyrir hendi
hjá þingflokkunum og því ekki
fremur ástæða til að ætla, að
svo verði í viðskiptaráði, eigi
þeir að kjósa þangað fulltrúa.
Hitt er annð mál, sem þingmenxa
Ailþýðuflokksins hafa hvað eft-
ir annað bent á, að rnjög verð-
ur að vanda til manna í 'þessa
voldugu nefnd. En xxmfram allt
verða þeir, að verða algerlega
óháðir öllum hagsmunaklíkum
og verzlunarsamtökum.
Það lítur út fyrir, að Þjóðólf-
ur sé að verða stjórnarblaði
Hann er mjög hrifinn af nú-
verandi stjórn og gerðist svo
raxxsnarlegaxr í fyrradag að gefa.
út áramótaræður allra ráðherr-
anna fimm, séxrprentaðar, og var
Vísir þó búiixn að birta þær
allar áður.
Um, þessa sérprentun segir
Þjóðólfur í forystugrein sinni í
gær:
„Það er miklu tryggara a@
kynna sér stefnuna eins og hún er
túlkuð af þeím, sem ábyrgðina
eiga að bera, ráðherrunum sjálf-
um, én að fara þar eftir túlkun
annarra, meira eða minna vel-
viljaðra.
Það er allt útlit á, að stjómim
fái nauðsynlegan starfsfrið. Má í
því sambandi vekja athygli á þvf,
að Morgunblaðið viðurkennir S
síðásta Reykjavíkurbréfi, að þa5
sé stjórninni hinn mesti styrkur, að
þurfa ekki að taka tillit til hinna
einstöku flokka. Viðurkenning
þessara sanninda er að yprða al-
F«fc. á S. aföu.
Orðseidiog
til útsolmaooa jUplðobiaðsins.!
I
$ Vegna ársnppgjörs blaðsins, ern útsðlu-
menn þess bvarvetna ntn land beðnir að senda
skrifstofnnni skiiagrein sina sem allra fyrst.
fengismagnið 2—3 af þxísundi,
reyndustu ölvaðir 90—100%
þeirra, sem rannsóknin var gerð
á.
Af þessu er ljóst, að sam-
kvæmt þessum rannsóknum
iteljast menn skilyrðislaust öl-
vaðir, sé áfengismagn í blóði
3 af þúsundi eða meira. En sé
það minna, er ekki hægt að
byggja úrskurð á áfengismæl-
ingunni einni saman. Hins veg-
ar getur hún verið mikilvægur
stuðningur, með hliðsjón af
vitnisburði lögreglumanna eða
annarra, en þó einkum, ef al-
menn læknisrannsókn er látin
fara fram á andlegu og líkam-
legu ástandi ökumannsins. Slík
rannsókn og áfengismæling
bæta hvor aðra upp, og með því
móti eru mestar líkur til þess,
að réttvísin komist næst hinu
sanna í málinu.
Rétt er að geta þess hér, að
sá, er tekiuir tolóð úr manni til
áfengisákvörðunar, verður að
gæta þess að þvo eigi hörund
hans með vínanda, æther eða
öðru slíku. Þá er og að gæta
þess, að dælan eða nálin, sem
til þess er notuð að ná blóðimi,
sé eigi menguð vínanda.
Refsingin, sem við liggur, ef
menn eru öívaðir við akstur, er
þung, sem eðlilegt er, og er á-
ríðandi, að þau gögn, sem dóm-
ur um sekt eða sýknu er byggð-
ur á, séu sem traustust. Mæling
á áfengismagni í blóði bætir
aðrar rannsóknaraðferðir upp
til mikilla muna. Það er eigi
hægt að gera aðrar rannsóknir
á meðvitundarlausum eða dauð
um manni til þess að ganga úr
skugga unx, hvort eða að hve
miklu leyti hann hafi verið öl-
vaður. En þegar svo stendur á,
getur mæling áfengismagns í
blóði gefið mikilvægar bend-
ingar eða jafnvel fulla vitn-
eskju. Þessi rannsóknaraðferð
getur því haft talsverða þýð-
ingu frá sjónarmiði réttarlækn-
isfræðinnar, en einnig, og ekki
síður, í ýmsum tryggingarmál-
um, þar sem ráðið getur úrslit-
um um bótaskyldu tryggingar-
félags, hvort um ölvun hafi ver-
ið að ræða eða ekki.
%