Alþýðublaðið - 05.02.1943, Page 2
s
$
s
\
I
*
s
$
s
s
S
s
s
s
*
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
$
s
*
i
Bæjarrekstur kvik~
myndabúsanna!
Sampykktnr af meiriMuta
bæ|arstjórnariamar f nóft.
------».—....
TILLAGA ALÞÝÐUFLOKKSINS um að bærinn skuli
taka rekstur kvlkmyndahúsanna í sínar hendur var
samþykkt við atkvæðagreiðsluna um fjárhagsáætlun bæjar-
ins á fundi bæjarstjómar í nótt.
Breytingartillaga frá Árna frá Múla hafði áður verið
samþykkt, þess efnis, að bærinn skyldi aðeins taka rekstur
Nýja Bíós og Gamla Bíós í sínar hendur, þar eð Tjarnarbíó
væri redgið tíl styrkta|- vífeindastarfsemi íj landinu; enn
fremur, að öllum arði af bæjarrekstri kvikmyndahiisanna
skyldi varið til líknarstarfsemi í bænum.
Með tillögu Alþýðuflokksins þannig breyttri greiddu
atkvæcþ í /bæjarfulltrúar A^þýðuflokksms) bæjarfulltrúair
kommúnista og Árni frá Múla. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
sögðu allir nei.
Þegar blaðið fór í pressuna stóð atkvæðagreiðslan um
fjárhagsáætlunina enn yfir, en búizt var við, að fundur
héldi áfram þar til henni væri lokið.
Stofnon sambands sveitar-
félaganna er í nndirbnningi
Samtal við eftirlitsmann sveitarstjórn-
armálefna um tilgang og hlutverk hins
væntanlega sambands.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefir
átt viðtal við Jónas
Guðmundsson, eftirlitsmann
sveitarstjómarmálefna í til-
efni af bréfi hans til bæjar-
stjómar Reykjavíkur út af
stofnun sambands meðal
sveitarfélaga landsins og fór-
ust honum orð á þessa leið.
„Já, það er rétt, að ég hefi
skrifað bæjarstjórnum Reykja-
víkur og Hafnarfjarðar um
þetta mál. Eins og þér er kann-
ske kunnugt, eru hjá flestum
■menningarþjóðum nú á dögum
— eða voru fyrir stríðið réttara
sagt — félög eða sambönd með
þeim mönnum, sem lík störf
höfðu með höndum í ýmsum
greinum.
Við þekkjum þetta nú bezt
frá stéttasamtökunum, en víða
var einnig búið að koma á fé-
lagsskap milli ýmsra manna, er
höfðu sömu störf með höndum,
þó ekki gætu talizt „stéttir“, og
náðu þau samtök yfir stór
svæði, heil héruð eða jafnvel
heil? lönd. Þannig vpru t. d. í
Danmörku tvö sambönd, er
sveitarstjórnarmenn þar höfðu
með sér. Var annað fyrir kaup-
staðina, en hitt fyrir sveitarfé-
lög á landsbyggðinni. Svipað
var í Noregi og Svíþjóð.
Hér á landi hefir aldrei verið
stofnað til neinna slíkra sam-
taka, hvorki almennt né með
sveitarstjórnarmönnum, er til-
heyra sama flokki eins og líka
þekktist erlendis. Var til dæmis
samband Alþýðuflokksmanna í
sveitarstjórnum í Noregi mynd-
arlegur félagsskapur, er gaf út
allstórt tímarit um sveitarmál-
enfi. Ég skrifaði um þetta mál
í tímarit mitt „Sveitarstjórnar-
Tnál“ 1941 og stráx á eftir bár-
ust mér bréflega og símleiðis
tilmæli ýmsra sveitarstjórnar-
manna um áð beita mér fyrir
stofnun slíks sambands, en þar
sem almennar kosningar áttu
fram að fara 1942, ákvað ég að
eiga ekki neitt við málið fyrr
en þær væru um garð gengnar.
Nú hafa allar bæjarstjórnir og
hreppsnefndir verið kjörnar til
4 ára og því álít ég nú tímabært
að reyna að koma málinu eitt-
hvað áleiðis.
Ég hefi því farið fram á það
við bæj arstj órnirnar í Reykja-
vík og Hafnarfirði, að þær til-
nefndu sinn manninn hvor í
nefnd með mér til þess að at-
huga möguleikana fyrir stofnun
sambands milli sveitarfélaga
landsins, en ennþá hefir mér
ekki borizt svar þeirra, enda
munu þær ekki hafa haldið
fundi síðan ég skrifaði þeim.
Sýnist það tiltækilegt að efna
til slíkra samtaka, hefi ég litið
svo á, að æsfeilegit væri að þess-
ar tvær bæjarstjórnir boðuðu
til stofnþingsins, sem vafalaust
yrði þá haldið hér í Reykjavík.
Hvernig fyrirkomulag ég hefi
hugsað mé rá þessu sambandi
tel ég ekki rétt að láta neitt
uppi um fyrr en ég hefi fengið
tækifæri til að ræða málið við
þá menn, sem bæjarstjórnirnar
tilnefna, ef þær verða við þess-
um tilmælum mínum.
Verkefni slíks sambands
sveitarfélaga eru margvísleg og
ég fyrir mitt leyti tel hina
mestu nauðsyn á stofnun þess,
sérstaklega til þess að skapa
meira samræmi um mörg þýð-
ingarmikil málefni, sem sveitar-
félögin hafa með höndum, en
sem nú er hið mesta ósamræmi
ríkjandi um. Sama er að segja
um ýmsa löggjöf, sem sveitar-
félögin varðar, og sem alþingi
væri hinn mesti styrkur að að
fá tillögur um frá þingi slíks
sambands eða stjórn þess.
Á því byrjunarstigi, sem mál
þetta enn er á, sé ég ekki á-
stæðu itiil að fara um það fleiri
orðum.
ALÞYOUBLAPIÐ
*
Föstudagur 5. febrúár 194S.
Kosnlngar i bæjarstjðrn
Reykjavlknr I gær.
Litlar breytingar, Sjálfstæðisflokkurinn
i minnihluta í byggingamálanefnd.
Vlðskiptaráðherr-
ann f klípn við
2. nmr. verðlags-
frnmvarpsins.
Gagnrýni Finns Jónssonar.
K OSNINGAR á forsetum
bæjarstjórnar Reykja-
víkur og öðrum starfsmönn-
um, svo og bæjarráðs, fóru
fram á bæjarstjórnarfundi,
sem haldinn var í gær síð-
degis.
Kosningarnar fóru þannig:
Forseti bæjarstjórnar var kos-
inn Guðmundur Ásbjörnsson,
en hann hefir gegnt því starfi
lengi og nú setið í bæjarstjórn
Reykjavíkur í aldarfjórðung.
Hlaut Guðmundur 7 atkv., en
8 seðlar voru auðir. Fyrri vara-
forseti var kosinn Jakob
Möller og annar varaforseti
Valtýr Stefánsson.
Ritarar bæjarstjórnar voru
kosnir: Helgi Hermann Eiríks-
son og Björn Bjarnason. Vara
skrifarar voru kosnir Gunnar
Þorsteinsson og Steinþór Guð-
mundsson.
Þá fór fram kosning 5 bæj-
arfulltrúa í bæjarráð og hlutu
kosningu: Guðmundur Ás-
björnsson, Jakob Möllér, Helgi
Hermann Eiríksson, Jón Axel
Pétursson og Sigfús Sigurhjart
arsón og til vara Valtýr Stef-
ánsson, Gunnar Thoroddssen,
Guðrún Jónasson, Björn Bjarna
son og Haraldur Guðmunds-
son.
í framfærslunefnd voru kos-
in Guðm. Ásbjörnsson, Guðrún
Jónasson, Gísli Guðmundsson,
Katrín Pálsdóttir og Arngrímur
Kristjánsson og til vara Bjarni
Benediktsson, María Maack,
Stefán A. Pálsson, Soffía Ing-
varsdóttir og Zoponías Jónsson.
I brunamálanefnd voru kos-
in Guðrún Jónasson, Helgi H.
Eir. Gunnar Thoroddssen, Stein
þór Guðmundsson og Jón ,A.
Pétursson.
í byggingarnefnd voru kos-
in (innan bæjarstjórnar) Guð-
mundur Ásbjörnsson og Björn
Bjarnason og utan bæjar-
stjórnar: Hörður Bjarnason pg
Ársæll Sigurðsson.
í' hafnarstjórn voru kosnir
(innan bæjarstjórnar): Valtýr
Stefánsson, Björn Bjarnason og
Gunnar Þorst. með hlutkesti
milli hans og Jóns Axels Pét-
urssonar. Til vara: Gunnar
Thoroddsen, Helgi H. Eir. og
Steinþór Guðmundsson. Utan
bæjarstjórnar voru kosnir í
hafnarstjórn: Sig. Sigurðsson og
Sig. Ólafsson og til vara: Haf-
steinn Bergþórsson og Sigurjón
Á. Ólafsson.
í heilbrigðisnefnd voru þeir
kosnir: Guðm. Ásbjörnsson, Val
geir Björnsson og Guðrún Jón-
asson.
I snt.tvarnanefnd var kosin
Guðrún Jónasson.
Til að semja verðlagsskrá
var kosinn: Þorst. Þorsteinsson
hagstofustjóri.
Í stjórn eftirlaunasjóðs voru
kosnir: Gunnar Thoroddssen
Helgi H. Eir. og Steinþór Guðm.
í stjórn íþróttavallanns:
Gunnar Thoroddsen.
í stjórn Fiskimannasr-^s
Kjalarnessþings: Guðm. As-
björnsson.
Endurskoðendur bæjarre:kn-
inganna voru kosnir: Ári Thor-
lacius og Ólafur Friðriksson og
til vara: Björn Steffensen og
Jón Brynjólfsson.
Endurskoðandi styrktarsjóðs
sjómanna- og verkamannafélag
anna í Reykjavík var kosinn
Einar -Magnússon menntaskóla-.
kennari.
Endurskoðandi reikninga f-
þróttavallarins: Gunnar E.
Benediktsson.
Endurskoðendur Músiksjóðs
Guðjóns Sigurðssonar: Sigurður
Briem og Hallgrímur Jakohs-
son.
í byggingarmálanefnd voru
•kosnir (útlitsnefnd): Éinar Er-
lendsson, Ársæll Sigurðssnn,
Tómas Vigfússon, Sveinbjörn
Jónssón og Eiríkur Einarsson.
í fore+öðv.np.ind, Námsflokka
Reykjavíkur voru kosnir: Helgi
H. Éir., Jónas P. Jónsson,
Knútur Arngrímsson, Sigfús
Sigurhjartarson og Ármann
Halldórsson.
Við kosningu á endurskoð-
anda styrktarsjóðs verka-
manna og í útlitsnefndina kusu
saman Alþýðuflokkurinn, Sós-
íalistaflokkurinn og Árni Jóns-
son.
Rðnstilraun við konn
r
I
ÞRIÐJUDAGSKVÖLD
gerði 'hermaður tilraun
ti'l að ræna tösku og poka af
stúlku í Hafnarfirði.
Var stúlkan í fylgd með
tveimur öðrum sitúlkum á leið
upp að Þórsbergi við Hafnar-
fjörð ilaust fyrir miðnætti, er
hermiaðurinn Mjóp að þeim og
reyndi að hrifsa af stúlkunni
tösku og poka, er 'hún ibar.
En er sitúilkumar köll'luðu á
ihjálp, tók 'hermaðurinn til fót-
anna, án þess að ná töskunni
eða pokanum.
Dánarfregn.
í fyrradag andaðist Ásgeir
Bjarnason frá Knarrarnesi á Mýr-
um, faðir Bjarna Ásgeirssonar al-
þingismanns. Lézt hann að heimili
Bjarna sonar síns.
FRUMVARPIÐ um verðlag
fór til 3. umræðu í neðri
deild í gær eftir nokkrar um-
ræður.
Fininur Jónsson deildi nokkuð
á ríkisstjórnina fyrir framkomiui
hennar í 'verðilagsmájlum og
sipurði viðskipitamálaráðherra.
hversu skilja bæri yfirlýsingu
ráðuneytisins, sem hirt var fyrir
mánaðamót'in. En þar reyndi
stjórnin, svo sem kunnugt er,
að afsaka verðhækkanir, sem
urðu á nokkrum vörutegundum
úti um land eftir að verðhækk-
unarbannið gekk í gildi.
Finnur kvað auglýsinguna um
verðhækkuniaribannið hins vegar
svo ótvíræða, að út úr henni
væri efeki hægt aö leSa annað en
iskilyrðislaust bann. Nú reyni
stjómin að gefg þá skýringu, að
tvö lágmarksverð hafi verið sett,
á gömilum vörum og nýjum.
Hafi verið prentvilla í auglýs-
ingunni, sagði 'F. J„ er viðkunn-
aníegra að sitjórnin iagfæri hana.
Björn Ólafsispn svaraði fáu,
vísaði til útvarpsræðu sinnar-
o. s. frv.
Gunnar Thorodd.sen, sem er í
dómnefndinni, lýsti því yfir
skýrt og skorinort, að nefndin
hefði ekki gefið neitt .leyfi til
nokkurrar verðhækkunar/
Breytingatillögur höfðu
kamið fram við 3. gr. frumv. um
verðlag. Greinin sjálf hljóðar
svo:
„Þegar viðskiptaráð fjallar
um verðliagsmiál, skulu tveir
nefndarmenn jafnan víkja úr
ráðinu samkvæmt ákvörðun
ríkisstjómar í skipunarhréfum
þeirra, og skuiú í Iþeirra stað
koma verðlagsstjóri og annar
maður, er ríkisstjórnin skipar,
með atkvæðisrétti um verðlags-
álkyarðanir.
í viðskiptaráði ræður afl at- ,
kvæða, og eru úrskurðir þess.
Frh. á 7. síðu.
Hafnarfirði.
Skemmdarverk erlendra
hermanna færast í aukana
Lögreglan handsamar mann eftir að hann
var búinn að eyðiieggja trjágarð á Njálsgötn
SPELLVIRKI erlendra
hermanna færast í vöxt
og taka á sig æ furðu-
legri myndir. Er þetta ekki
óþekkt fyrirbrigði á styrjald-
artímum — og þá fyrst og
fremst meðal hermanna, sem
ekki eru á vígvöllunum og
lítið hafa fyrir stafni.
Fyrir fáum dögum réðust her-
menn á tvær bifreiðar og spörk-
uðu þær og lömdu að utan. Er
bifreiðarstjórarnir reyndu að,
afstýra skemmdum á bifreiðun-
um, gripu hermennirnir til
hnífa og otuðu þeim. Amer-
íkskum lögreglumönnum tókst
að handsama þessa hermenn og
voru þeir undir áhrifum áfeng-
is.
í fyrrinótt klukkan 2 var
hringt í lögregluvarðstofuna úr
húsinu nr. 81 við Njálsgötu.
Var tilkynnt að þar væri her-
maður að húsabaki í trjágarði
og bryti niður tré, sem þar
voru. íslenzkir og ameríkskir
löregluþjónar hröðuðu sér inn-
eftir. Er þeir komu þangað, sáu
þeir hvar hermaður var önn-
um kafinn við að brjóta trén í
garðinum. Er hann varð lög-
reglumannanna var, tók hann
til fótanna og reyndi að flýja,
en lögreglumennirnir hand-
sömuðu hann. Reyndist maður-
inn vera undir áhrifum áfengis.
Hermaðurinn var búinn að
brjóta 13 tré í garðinum þegar
lögreglan kom á vettvang og
voru sum þeirra mjög stór eftir
okkar mælikvarða, 4—5 metr-
ar á hæð. Lágu greinar trjánna
víðs vegar um garðinn. Voru
sum trén þannig, að ekkert var
eftir af þeim nema nakinn
stofninn. Er trjágróður garðs-
ins, sem fólk hefir hlúð að lengi
og lagt alúð við, að njestu eyði-
lagður.
Slík skemmdarverk eru
furðuleg. En vitanlega erfitt að
koma í veg fyrir þau. Það er
aldrei of vel brýnt fyrir fólki
að gæta sjálfs sín vel. Hætta er
mikil þegar svo fjölmennt er
hér af heimilislausum erlénd-
um mönnum.