Alþýðublaðið - 05.02.1943, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.02.1943, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ / Föstudagur 5. febrúar 1943. —T Rabat, borgin, sem sést á myridinni, er ein af hafnarborgunurii- á Atlantshafsströnd - Mar- okko. Hún var ein af borgunum, sem Bandaríkjaherinn tók morguninn 8. nóv. í haust, þeg- ar hann gerði innrásina í Norður-Afríku. > ) Rabat í Marokko. HANNES Á HORNINU Frh. af 5. síðu sem sjúkir eru, og þar með einna verst settir af öllum í lífinu.“ „RÉTTI.ÁTUR“ skrifar enn: „Enn þarf ég að kvarta fyrir þér gagnvart þessum sérstaka reglu- manni eða hitt þó heldur. Ég á við þennan háæruverða póstafgreiðslu- mann í Borgarnesi. Ég sendi smá- pakka að Slítandastöðum í Staðar- sveit og varð að borga 8 krónur undir hann svo áð ég væri öruggur að hann kæmist fyrir jól.“ „ÉG FÓR MEÐ HANN niður á pósthús um miðjan desember og taldi það öruggt að hann kæmist til skila í tæka tíð. En svo fékk ég núna bréf, sem er skrifað 27. jan- úar og pakkinn kom 24. janúar.“ „ÉG HEFI ÁÐUR haft nokkra reynslu af póstafgreiðslu þessari og ritaði þér þá um þetta. Ég fékk enga skýringu á því þá. Ef til vill fæ ég hana nú. Ég veit að víðar er pottur brotinn í þessu efni. En hart finnst mér það, að þurfa að borga 8 krónur undir pakka til svo að segja næstu sveitar — og svo kemst hann ekki á ákvörðunar- staðinn fyrr en næstum því hálfum öðrum mánuði eftir að hann er sendur.“ „G. HUGULL“ skrifar: „Það er mikið rætt um það þessa dagana, að borgarstjórinn ætli í broddi fylkingar að gera herferð á rott- urnar. Framkvæmd þessari verður én efa vel tekið af öllum bæjarbú- um, og ber þeirri jafnframt að sýna þann skilning og þegnskap þjóðar- innar, allir sem einn maður, að hjálpa til með að útrýma þeim viðbjóðslega og hættulega vágesti rottunni. Rottan eyðileggur bæði ætt og óætt svo skiptir hundruð- um þúsunda króna virði á ári hjá okkur eylandsbúum, auk þess er hún smitberi, sem kostar þjóðina ómetanlegt tjón.“ „í TILEFNI AF yfirstandandi rottuviku datt mér í hug að biðja þig að grenslast éftir því, hvort rottumyndin sé til hér á landi, sem sýnd var í Nýja Bíó fyrir nokkrum árum. Mig minnir að ég hafi heyrt að Nýja Bíó ætti myndina og væri tilvalið að hún yrði sýnd til hern- aðarörvunar." „RÖTTUMYNDIN“ er því miður ekki til hér á landi. Hún ,var sýnd sem aukamynd í Nýja Bíó og var aftur send út. Það hefði þó verið gott að sýna hana hér nú til þess að koma af stað hernaðaræsing- um. éins og bréfritarinn segir. Hannes á hornlnu. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN ? Frh. af 4. síðu. hefir orðið að færa í þessu atriði, myndi hún fordæma þær köldu kveðjur, sem sum brezk blöð hafa sent íslendingum undanfarið. — Hafa og ágætir menn í brezká þinginu og einnig í blöðum berit á þessar staðreyndir og tekið svari okkar drengilega. Ekki er ósennilegt, að brezka þjóðin myndi við nánari athugun komast að raun um, hver er or- sök hinna óvingjarnlegu skriía sumra brezkra blaða í garð okk- ar íslendinga. Frumorsök þessara blaðaskrifa var ekki það, sem þó var látið í veðri vaka, að við ís- lendingar vildum ekki selja Bret- um fisk. Enda væri slíkt fjarstæða hin mesta. Við höfum alltaf viljað selja Bretum fisk og viljum það enn. En brezkum fiskkaupmöinnum er ekki alveg sama um, hvar fisk urinn er lagður á land, því að þeir taka drjúgan skilding af fisk- sölunni. Myndi ekki einmitt hing- að mega rekja rætur þeirra miður vingjarnlegu og ódrengilegu skrifa í brezkum blöðum um fisk- sölumál okkar íslendinga7 Voru það ekki . fiskkaupmennirnir brezku, sem voru að togast á um hagnaðinn af fisksölunni, sem komu þessum skrifum af stað? Ef brezka þjóðin kynnti sér málið ofan í kjölinn, er ekki ósennilegt, að hún kæmist að þessari niður- stöðn." Vel er ‘það, ef það upplýsist, að öll emiaka þjóðin er ekki sama sinnis í garð okkar íslendinga, 'heldur sé óhróðurinn runninn undan rifjum íárra braskara. En Igæti Morguníblaðinu éfcki dottið í 'hug, að svipað hugarlar væri til í stéttarbræðrum fiskbrask- aranna ensku hér á landi? Væri iþjóðfélaginu ekki 'vissara að hafa gát á slík'um mönnum, sem hafa gróða sinn iað 'braski og ó- heilbrigðu f járm-álaástandi? Kjörnefnd Alþýðuflokksfélagsins vill vekja athygli félagsmanna á því, að í skrifstofu félagsins í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu liggja frammi uppástungulistar til stjórnarkosningar í félaginu, Þeir félagsmenn, sem gera vilja uppá- stungur, skili þeim í skrifstofuna fyrir 13. febr. n.k., en þann dag rennur út frestur sá, er uppástung- um skal lokið fyrir. Áheit á Strandarkirkju. 2.00 kr. frá J. S. J. Ljósmyndoprent- on hafln taér. Sálmasoogbðk Sigfúsar Einarssonar og Páls isóifs sonar komin út Ijósprentuð. SVO sem mörgum er kunn- ugt, hefir verið starfrækt ljósmyndaprentstofa hér í bæn- um síðast liðin ár, og hefir Einar Þorgrímsson veitt henni forstöðu. Nýlega hefir komið frá þess- ari ljósmyndaprentstofu ný út- gáfa af Sálmasöngbók Sigfúsar Einarssonar og Páls ísólfssonar, auk fleiri bóka, sem þaðan hafa komið að undanförnu. í tilefni af þessari nýju iðn- grein, sem risið hefir upp hér í bænum, var blaðamönnum ný lega boðið að skoða vinnustof- urnar og tækin, sem notuð eru við Ijósmyndaprentunina, en Lithoprent, svo er prentstofan kölluð, á von á nýjum tækjum bráðlega og mun þá prentunin verða enn þá fullkomnari. AUk sálmasöngsbókarinnar hafa verið prentaðar í Litho- prent 5 stærðfræðibækur fyr- ir Menntaskólana, Logaritma- töflur Menntaskólans, Handrit smákveðlinga Bólu-Hjálmars, sem þeir gáfu út forstjóri Litho prent og Finnur Sigmundsson magister, íslenzk ævintýri, safnað af Magnúsi Grímssyni, og Jóni Árnasyni, 90 ára göml- ul bók, auk þess barnabækur, skrautmiðar á flöskur, pappa og ýmis konai] pappírsumbúðir. Enginn vafi er á því, að Lithoprent fær nægileg verk- efni. Vinnubrögðin eru hin vönduðustu og þarna er mjög heppilegt að endurprenta gaml- ar bækur, sem orðnar eru upp- seldar fyrir löngu, og eiga er- indi til almennings í nýrri út- gáfu. Lithoprent var stofnsett ár- ið 1938, og er nú komið á góð- an rekspöl, því að margir góðir menn hafa séð nauðsyn þessa iðnreksturs og lagt því liðs- yrði. Þarf varla að efa, að þessi iðnrekstur eigi góða framtíð fyrir sér hér. AUGLÝSH) í AlJjýðublaðími. Síik ógilda ekki sannanir... Frh. af 4. síðu. ir að þau stafi frá neinni sál, ■ heldur aðeins frá starfi heilans. Þó eru sumir hvorttveggja og má þar telja frægan sálarfræð- ing við Harward háskóla, William James, sem meðal ann- ars rannsakaði mjög miðilinn frú Piper. Þá gleymir höf. ekki „hálf- rökkvuðu fundarsölunum“. Já, myrkrið hefir verið eitt algengt atriði í árásunum á spiritisma og miðla. En flest fyrirbrigði miðla geta gjörzt og gjörast eins í fullri birtu. Þó eru sum, t. d. líkamningar, sem þurfa að gjör- ast í dimmu, og það er í sam- ræmi við margt annað í náttúr- unni. Jurtir vaxa upp af fræj- um og rótum í myrkri moldar- innar, fóstur þróast í myrkri móðuclífsins, myrkurbyrgi þarf við ljósmyndagjörð og margt fleira þolir ekki birtuna, en „myrkur og og ljós eru hvort- tveggja jaín nauðsynleg fyrir þróun lífsins“. (Morgunn 1942, 1. hefti Jón Auðuns: Blessun ; myrkursins). En það dregur ekki úr blessun myrkursins, að nota má það einnig til þess að í dylja hrekki. Margt það, sem sjálft er gott og jafnvel nauð- synlegt, má nota í þjónustu hins lakara. Röksemd myrkursins er ekki lengur boðleg í baráttunni gegn spíritisma eða, ef ég má kalla það, árásunum á hann. Höf. segist ekki fullyrða meira en það, að fyrirbrigðin hafi „að minnsta kosti ekki enn þá verið skýrð“. Það er stórt orð: Skýrð. Margt er það í til- verunni, sem ekki hefir enn þá verið skýrt, og er þó alþekkt staðreynd. Eg þarf ekki annað en að líta á rafmagnsljósið, sem ég er að skrifa við. En ég ætla að minna á, að próf. Richet (ekki Gunnar Salómonsson, þott hann fsé heiðursmaður og föðurlandinu til sóma) sagði, að skýring spíritista um fram- haldslíf væri hin eina, er skýrði öll fyrirbrgðin og trúði að lykt- um og játaði, að svo væri, og var þá orðinn einn af þeim miklu vísindamönnum, sem „staðhæfðu", þótt lengi væri tregur til, svo að enginn mun segja, að hann hafi „sloppið á tiltölulega ódýran hátt“. Eg óska að líkt fari hjá höf. Hann á eftir lengi að lifa, margt að reyna og fræðast. Margir, og < það miklir vísinda- og vits- munamenn og enn þá tortryggn ari en hann, hafa enga lægingu látið sér þykja að ganga til . sannleikans viðurfcenningar í þessu máli. Eg vil ein- læglega ráða honum til að lesa eitthvað af ritum slíkra manna, svo að hann geti betur undir- búinn lagt út í að ræða þetta mál. Um Einar Nielsen endurtek ég það sem ég sagði í fyrri grein minni, bæti að éins við að gefnu tilefni frá höf., að um glæpi höf um við ekki orðið „viðbjóðsleg- ur“. Þjófnaður og aðrir glæpir eru að kalla daglegt brauð, en aldrei hef ég heyrt um neinn það sem borið var á E. Nielsen af því að það var svo viðbjóðs- legt og meðal nnars þess vegna áþreifanlega ósatt. Að niðurlagi minnir höf. mig á orð Krists: „Hví slær þú mig?“ En ég hef alls ekki sleg- ið hann. Hann var sjálfur svo vingjarnlegur að segja, að ég hefði skrifað hógværlega. Það sem ég gjörði, var ekki annað en að bregða hendi við höggi, sem hann var að reiða að alvar- i legu og helgu málefni, því að það er ávallt dauðinn og allt, , sem stendur í sambandi við hann bæði þessa heims og ann- ars. Hann eigum við víst að hitta, ég sjálfsagt áður en mjög langt um líður og höf einnig, þótt seinna verði. Þá er ekki ó- líklegt að við hittumst og töl- um betur um málið. Þá tölum við í fullri alvöru og kemst ekki að neitt skop né skætingur, en skyggnumst sjálfsagt eftir, hvort við höfum hér gjört eða sagt eitthvað, sem væri öðrum til góðs. Og þá mundi mér þykja vænt um, ef í ljós kæmi, að honum hefði orðið til góðs eitt- 'hvað af því, sem ég hef nú ver- ið að segja og líklega þykir hon- um vænt um að ég segi honum nú þegar, að ég hef engan skaða beðið af því, sem hann hefir sagt. Kristirin Daníélsson. Athugasemd frá Karli ísfeld. MER þykir vænt um að heyra, að séra Kristinn Daníelsson skuli telja sig hafa sloppið -skeinulausan úr þess- um meinlausu skilmingum okk ar, jafnframt því, sem ég til- kynni honum, að hann var aldrei í miklum háska staddur — hvorki lífs né sálarháska. Mér hefði nefnilega aldrei dótt- ið í hug að veitast að honum persónulega, enda hafði ég enga ástæðu til þess. Séra Kristni Daníelssyni verður að vonum tíðrætt um þekkingarleysi mitt og fáfræði. Þar getum við loks orðið sam- mála. Þó er mér ef til vill ekki alls varnað, því að þótt ég sé ekki ýkjagamall að árum, er, orðið töluvert langt síðan ég vissi, að ég veit mjög lítið um þetta líf og alls ekkert um ann- að. En sannast að segja sé ég ekki eftir lesturinn á greinum séra Kristinn Daníelssonar, að í því efni sé mikill munur á okkur tveimur, þótt hann sé eldri að árum og persónulega sannfærður um annað líf af ýmsum staðhæfingum „trú- verðugra“ manna. Og læt ég svo útrætt um þetta mál. Karl ísfeld. Með undanfarandi grein sr. Kristins Daníelssonar og at- hugasemd Karls ísfelds við hana er lokið hér í blaðinu rit- deilu þeirri, sem spannst út af bókinni um Indriða miðil. Ritstj. Alþýðublaðsins. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjóna band af sr. Árna Sigurðssyni, þau Unnur Jónsdóttir og Rörður Krist- insson. Heimili ungu hjónanna verður að Meðalholti 7, nýju, verkamannabústöðunum . Af sérstðbnm ástæðam v s s s s s er til sölu 2 djúpirS stólar og sófi. — S Klæðaskápur, lítið og$ stórt borð, 6 borð-S stofustölar úr eik.s útskornir, persneskts gólfteppi, nýtt. \ Laufisvegi 2, | (inng. um horndyr)i Uppl. frá kl. 8-10 í kvöld.$ Milljónamærmgur £ atvinnuleit.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.