Alþýðublaðið - 07.02.1943, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.02.1943, Blaðsíða 2
« f íslenzkir blaðamenn við- staddir miklar heræflngar. .----» Heræfingar féru fram i gær og voru mJHg eftirtektarverðar. AlVIERIKSKA HERSTJORNIN bauð í gær íslenzkum blaðamönnum að vera viðstaddir heræfingar, sem deildir úr flugher, skriðdrekasveitum og stórskotaliði tóku þátt í. Var að mörgu leyti merkilegt að sjá hana. Bone- steel hershöfðingi og fleiri háttsettir foringjar hersins voru viðstaddir æfinguna. Áður en sjálf æfingin hófst, sáu blaðamennirnir, hvernig skotið er af sjprengj ukastara og ennfremur, hvernig hermenn- irnir eru æfðir í að granda skrið drekum. Var málaður þýzkur skriðdreki á pappa og hann settur utan í klettabrún. Skutu svo hermennirnir í klettana og rifu og tættu gerviskriðdrekann sundur, en steinar köstuðust langar leiðir. Iieræfingin sjálf fór fram eins og hér segir: Þjóðverjar höfðu komið her- liði loftleiðis til staðar eins, um 20 km. inni í landi og var það hlutverk amerísku hersveit- anna, sem tóku þátt í æfing- unni, að stöðva framsókn þýzku hersveitanna og gereyða þeim. Flugliðið var sent á und- an og komu hópar af flugvél- um yfir stöðvar Þjóðverjanna og köstuðu á þá sprengjum. Þá komu orustuflugvélarnar og flugu aðeins 15—20 metrum yfir höfðum blaðamannanna, svo að gerla mátti sjá.flugmenn ina í þeim. Flugu þær svona lágt yfir hinar ímynduðu stöðv ar Þjóðverjanna og létu vél- byssukúlum rigna yfir þá. Með an þessu fór fram, voru stöð- ugt aðrar orustufluvélar á flugi hærra uppi til verndar á- rásarflugvélunum gegn hugsan legum árásum þýzkra flug- véla. Þegar flugvélarnar höfðu v‘ « —r»«> -•*»*•*' •■V&MMSII ■■■r»r.'.T-ln«M)i"«ninlin<M> lokið starfi sínu, komu skrið- drekar til sögunnar. Gerðu nokkrir þeirra árás og þustu á- fram yfir torfærur. Það, sem er skriðdrekunum hættulegast hér á landi eru steinnibbur, sem standa upp úr. Ef slíkir steinar verða á milli hjólanna á drekunum, svo að þeir lyft- ast upp og hjólin verða í lausu lofti, er skriðdrekinn illa stadd ur. Upa leið dg skriðdrekarnir gerðu árás sína, var kallað á stórskotaliðið og kom það á staðinn innan skamms. Það er afar flókið. mál, hvernig fall- byssuskytturnar skjóta á skot- mörk,- sem þær alls ekki sjá, og eru við þjð notaðir njiklir stærðfræðilegir útreikningar. Venjulega er þó foringi fall- byssudeildarinnar langt fyrir framan þær, þar sem hann get- ur séð stöðvar óvinanna, en svo hefir hann símasamband við byssustöðvarnar. Gefur hann þeim upplýsingar um fjar lægðir og stöðu og svo hvern-' ig tekst, þegar skothríðin hefst. Auðvelt er að sjá fallbyssukúl- urnar, þegar þær skjótast fram úr fallbyssuhlaupunum cg stundum fara þær aðeins 20 m. fyrir ofan framstöðvar foringj- ans, sem stjórnar skothríðinni. Allt þetta og ýmislegt fleira sáu blaðamennirnir, en her- stjórnin gleymdi að segja þeim, hvort Þjóðverjar hefðu verið hraktir á brott! ALÞYÐUBLAÐIP Kópavoflshælið kostar 130 pns. br. En slysastofan á að kosta 140 púsund krðnnr / AÆTLUNIN um að slysa- stofa í Reykjavík myndi kosta bæinn árlega um 140 þúsundir króna, vekur æ meiri furðu. Var á þetta minnzt á síðasta bæjarstjórnarfundi — og létu allir bæjarfulltrúar, sem um málið töluðu, undrun sína í ljós. Það upplýstist í umræðun- um, að áætlaður kostnaður við holdsveikraspítalann í Kópa- vogi væri um 130 þús. kr. Þar eru 17 sjúklingar stöðugt og 7 starfsmenn. Hins vegar er gert ráð fyrir að í slysastofunni vinm aðeins tvær hjúkrunarkonur — og að hún verði til húsa í lækninga- stofu í Miðbænum. Það er því engin furða, þó að menn furði sig á hinum mikla, áætlaða kostnaði við rekstur hennar. Rottneitrid: í 1630 hðs hafa far- ið 42 pðs. skamtar. MIKILL ÁHUGI virðist vera meðal almennings á því að rottuhernaðurinn beri sem mestan árangur að þessu sinni. Hefir rottueitrið, se mer duft verið afhent undanfarna daga og var síðasti úthlutunardag- urinn í !gær. Var þann dag mdk- il ös við úthlutunina. Alls hefir verið úthlutað 42 iþúsund sköimimtum af rottueitri í 1630 hús. Reynslan af þessu nýja eitri er mjög góð. Segja menn, að rotturnar séu mjög sólgnar í það. Kversn mikill grðði er á rekstri kvikmyndahúsanna? Árlegur gróði af rekstri Tjarnarbíós, sem er minnst, er allt að 300 þús. kr. Isambandi við samþykkt bæjarstjórnar um að taka rekstur kvikmyndahús- anna í bænum í sínar hendur og verja ágóðanum til líkn- ar-, mannúðar- og menning- arstarfsemi, hafa margir spurt hversu mikill gróði myndi vera á rekstri kvik- myndahúsanna. Um þetta var nokkuð rætt á bæjarstjórnarfundinum og var upplýst, smkvæmt skýrslu, sem fengizt hafði hjá forstöðumönn nm hins nýja Tjarnarbíós og sem byggð var á reynslu þeirri, sem fengizt hefir af rekstri kvikmyndahússins þá 7 mánuði, sem liðnir eru síðan það tók til starfa, að hreinn á- góði af rekstri þess á ári yrði 250—300 þúsundir króna. Tjarnarbíó er, eins og kunn- ugt er yngsta og minnsta kvik myndahús bæjarins. í því eru aðeins 387 sæti. Verður því að álíta að kostnaðurinn við rekst ur þess verði tiltölulega mest- ur, þegar miðað er við sæta- fjölda. Bæði Nýja Bíó og Gamla Bíó eru miklu stærri. Hefir Nýja 500 sæti eða rúmlega það og Gamla Bíó 600 sæti, eða bæði til samans 1100 sæti. Ef gert er ráð fyrir að gróðinn af Tjarn arbíó sé um 300 þúsund krónur á ári, má alveg gera ráð fyrir að gróðinn af rekstri beggja hinna kvikmyndahúsanna, sé að minnsta kosti ein milljón kr. Um þetta er þó vitanlega ekk ert hægt að fullyrða. Það get- ur verið, að gróðinn sé töiuvert meiri og má líka vera, að hann sé minni. En hvað sem því líður, þá er öllum það ljóst, að hér er um mikið fé að ræða, sem bær- inn hefir vald og rétt til að nota í þarfir íbúa sinna — og enginn neitar því, að þörfin er mjög brýn fyrir því, að fá fé til að styðja að og styrkja líknar-, mannúðar- og menningarmál í bænum. Iíjörnefnd Alþýðuflokksfélagsins vill vekja athygli félagsmanna á því, að í skrifstofu félagsins í Aljþýðuhúsinu við Hverfisgötu liggja frammi uppástungulistar til stjórnarkosningar í félaginu. Þeir félagsmenn, sem gera vilja uppá- stungur, ■ skili þeim í skrifstofuna fyrir 13. febr. n.k., en þann dag rennur út frestur sá, er uppastung- um skal lokið fyrir. Málfríður Jónsdóttir, Hvg. 8 í Hafnarfirði er 76 ára í dag Páll Lárusson, Fieyjúg. 34 varð fyrir bifreið unt hádegi í gær í Lækjargötu. Var liann flutt- ur í sjúkrahús, en þaðan mun hann hafa farið strax lteim til sín. Gísli Halldórsson vélaverkfræðingur tilkynnir í , blaðinu í dag, að ekki 'hafi dóm- ur verið yfir honum felldur fyr- ir að misnota verkfræðingstitil sinn. Hér sé um alnafna sinn að ræða. Sjá augl. Jón Austmann er nú dvelur á Elliheimilinu hér er 85 ára á morgun. Jón stundaði sjómennsku fyrri hluta æfinnar og kynntist því lífi í blíðvi og striði, enda hefir hann ort sjómannaljóð, sem mörgum eru kunn. Hann hef- ir verið blindur um nokkurra ára skeið og er nú orðinn ellihrumur. Skákþing Reykjavíkur Elleftu umferð var tefld s.l. föstudag. Guðm. 8. vann Benedikt, Sig. Giss. vann Árna Snævarr, Magnús G. vann Steingrím, Oli Vald. og Áki jatntefti, Hafsteinn og Pétur jafntefli, Baldur og Sturla biðskák. Snnnudagur 7. febrúái- ItÖk Litill drengnr biðnr bana j við að hanga i bifreið, Hann skreið helsærður um 100 metra áður en hann fannst. ------» .... TÍU ÁRA GAMALL hel- særður drengur skreið frá staðnum, þar sem hann slasaðist um 100 metra í fyrrakvöld, en þá fann bif- reiðastjóri hann, sem kom að honum af tilviljun og flutti hann í lögreglustöðina. Það- an var hann strax fluttur í sjúkrahús og þar lézt hann skömmu síðar. Þetta slys varð af völdum þess hættulega leiks smádrengja að hanga aftan í bifreiðufn, en bifreiðastjórinn á bifreiðinni,. sem drengurinn hékk aftan í mun ekki hafa .vitað af slysinu. 1 fyrrakvöld um klukkan 6.15 voru þrír drengir að leika sér hjá Ánanaustum, skammt frá húsum Alliance h.f. Var einn þeirra, 8 ára og tveir 10 ára gamlir. Þarna kom erlend hernaðar- bifreið og ók hún út af í troðn inga, sem þarna eru og snéri þar við. Einn drengjanna, að minnsta kosti greip aftan í bif- reiðina og hékk í henni meðan hún var að snúa við og um leið og hún ,,bakkaði,“ fór hún upp að ,,trjábúkka'“ frá mulnings- vél, sem þarna liggur. Dreng- urinn mun annað hvort ekki hafa vitað af hættunni eða ekki þorað að sleppa takinu af bif- reiðinni, því að hann klemmdist á milli hennar og „búkkans“ — og lá þar eftir, en bifreiðin ók burtu — og mun bifreiðarstjór- inn alls ekki hafa orðið var við slysið. Drengurinn lá svolitla stund kyrr á staðnum, en skreið svo upp á Vesturgötu og þar fann bifreiðarstjóri hann, tók hann upp í bifreið sína og fór með hann í lögreglustöðina. Þaðan var honum ekið í sjúkrahús qg þar lézt hann innan lítillar stundar. Leiðin, sem drengur- inn skreið þannig helsærður, brotinn og meiddur innvortis mun hafa verið um 100 mtr. Segir bifreiðarstjórinn, að drengurinn hafi' legið kyrr, er hann kom að honum. Drengurinn var 10 ára gam- all, * hét Hermann Kristinn Vestfjörð, og átti heima í Sel- búðum 5. í þessu máli hefir lögreglan aðeins getað stuðst við fram- burð drengjanna, sem voru með honum, en þeir eru 8 og 10 ára gamlir. Frásagnir eins og þessa er nauðsynlegt að foreldrar lesi fyrir drengjum sínum, ef það mætti stuðla að því, að þeir skildu betur þá miklu hættu, sem þeir eru í er þeir hanga. aftan í bifreiðum. Reglugerð um sðlu og verð uppbætur á smjðri. Tilraun til að koma í veg fyrir margfaldar uppbæior. --- ÍLÖGBIRTINGABLAÐ- inu, sem út kom í fyrra- dag, hirtist reglugerð um sölu og verðupphætur á ís- lenzku smjöri. Hefir reglu- gerð þessi verið í undirbún- ingi nokkuð lengi — og er nú loksins komin. Með reglugerðinni er bersýni- lega verið að reyna að koma í veg fyrir að smjörframleiðend- ur geti keypt smjör og lagt inn eða m. ö. o. fengið margfaldar uppbætur á smjörið. Segir um þetta í 2., 5. og 6. grein reglu- gerðarinnar, en þær eru svo- hljóðandi: „Skilyrði fyrir þessari greiðslu af hendi ríkissjóðs er, að smjörið sé selt af mjólkur- samlögum eða öðrum sam- vinnufélögum bænda eða verzl- unum, sem samþykkt verða til þess af atvinnumálaráðuneyt- inu. Heimatilbúið smjör verður því aðeins verðbætt, að fram- leiðandi sjálfur eða heimilis- maður hans hafi lagt það inn hjá löggiltum smjörsala eftir 1. janúar 1943.“ „Hverjum þeim, sem ráðu- neytið hefir samþykkt til þess að hafa á hendi sölu á smjöri, ber að halda bók um alla þá smjörframleiðendur, sem hann tekur við smjöri af til sölu, og skulu í henni tilgreind nöfn og heimili framleiðenda, hvenær þeir leggja smjörið inn og hversu mikið í hvert sinn. Skal hver framleiðandi hafa ákveðna tölu (númer) í bókinni. Til- greina skal, ef um heimatilbúið smjör er að ræða, hversu marg- ar kýr hann hefir og hversu margt heimilisfólk, og skal þetta staðfest með vottorði hreppstjóra 1, janúar og 1. júlí ár hvert. Lögreglustjóri löggildir ofan- greinda bók. Með hverri sendingu af neima tilbúnu smjöri skal fylgja vott- orð hreppstjóra um að smjörið sé framleitt á heimili þess, er það leggur inn. Smjörsali skal auðkenna um- búðir þess smjörs, sem hanu selur, með tölu (númeri) fram- leiðanda í bókinni og setja nafn sitt undir. Hverjum smjörsala ber að senda ráðuneytinu afrit af við- eigandi hluta af bók þeirri sem um ræðir í 5. gr„ og skrá yfir hversu mikið hann hefir selt a£ smjöri fyrir smjörframleiðend- ur, ásamt móttökukvittunum frá kaupendum, til þess að geta fengið greiddar verðuppbætur.“ Er nú eftir að sjá hvernig tii tekst um framkvæmd þessarar reglugerðar. Breiðfirðingar. Aðalfundur Breiðfirðingafélags- ins verður annað kvöld (mánud.) í Oddfellowhúsinu kl. 9 e. h. Fé- lagar eru beðnir að fjölmenna á fundinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.