Alþýðublaðið - 07.02.1943, Side 5
Stmnudagur 7. febrúar 1943.
ALÞYÐUBLADID
AHEBJUM MOKGNI um
morgunverðartíma, fær
sérhver brezkur þingmaður,
sem á heima í Lundúnum eða
nágrenni borgarinnar, bækling
með bláum spjöldum, rétt eins
og siður er á friðartímum. I
bæklingi þessum er gerð full-
kömin grein fyrir öllum fyrir-
spurnum, öllum ræðum og yfir-
leitt öllu því, sem fram hefir
farið í neðri deild brezka þings-
ins daginn áður. Sérstakir sendi
boðar fara með eintök af bækl-
ingi þessum til forsætisráðherr-
ans og annarra ráðherra, sem
hafa á hendi þýðingarmikil em-
bætti, jafnvel fyrir morgun-
verðartíma.
Flestir Englendingar kannast
við „Hansard“, og um þessar
mundir freistast menn til þess
fremur en áður að rýna í síður
hana. Sú staðreynd, að „Han-
sard“ hefir í raun og veru ekki
verið gefinn út opinberlega í
meira en fimmtíu ár, hefir ekki
verið viðurkennd af þingmönn-
mm eða almenningi. Enn er hald
ið áfram að kalla þessa skýrslu
nafni prentarans, sem gaf hana
út á þeim tíma, þegar Nelson
var að staðfesta sæveldi Breta.
Englendingar voru ein síðasta
þingræðisþjóðin, sem hóf að
gefa út opinberar frásagnir af
umræðum þingsins. Það var
ekki fyrr en árið 1909, sem hiri
fræga bók með bláu kápunni
„Þingræður — opinberar frétt-
ir“ svo að maður gefi „Han-
sard“ sitt rétta nafn, byrjaði að
koma 'út.
Stjórnin lætur prenta „Han-
sard“ og dreifa honum til við-
takenda í pósti. Að öðru leyti
er hann ekki látinn dreifast út
til almennings. Þegar neðri
deild samþykkti loks, að opin-
ber skýrsla yrði gefin út um
það, sem fram færi í deildinni,
áskildi hún sér rétt til þess að
hafa fullkomið eftirlit með
dreifingu hennar. Þessi regla
hefir aldrei verið brotin. Ræðu-
maðurinn er sjálfur í raun og
veru ritstjóri „Hansard“. Þess
er krafizt, að ræðurnar séu birt-
ar, hvort sem þær eru fluttar af
ráðherrum eða þingmönnum.
Ekbert gagnrýni- eða andmæla
orð má strika út. Ræðumenn
geta beðið þingskrifarann að
leiðrétta hjá sér málvillu eða
ranga tilvitnun, en það er ófrá-
víkjanleg regla, að engu orði
má bæta inn og ekkert orð fella
úr, eða breyta setningu.
Þó að hinir tólf opinberu þing
íréttamenn séu á blaðamanna-
pöllunum, eru þeir ei að síður
starfsmenn þingsins. Ritstjóri
þingtíðindanna hefir rétt til
þess að sitja á hliðarsvölum,
en þar mega annars aðeins þing
menn sitja. Fáir starfsmenn
þingsins hafa erfiðara starf með
höndum. Á hverju .ári bætast
við tíu ný bindi og í þeim eru
um níu milljónir orða, sem töl-
uð eru á ýmsum mállýzkum
með mismunandi hraða, stund-
nm 200 orð á mínútu. Nú eru
bæði hljóðnemar og hlustunar-
tæki til, sem gera starfið miklu
auðveldara en fyrr, þegar þing-
fréttaritararnir urðu að sitja í
hálfrökkri og pára á hné sér.
;
Amerískur tundurspillir.
Bandaríkjamenn leggja nú mikla áherzlu á smíði tundurspilla því að þeir eru taldir heppilegustu skipin til fylgdar skipa-
lestum.
Ensku þingtíðinöin
E
FTIRFARANDI GREIN
er eftir George Christ
og fjallar um brezku þingííð-
indin, Á hverjum mogni er
gefinn út bæklingur með öll-
um þeim ræðum, sem flutt-
ar hafa verið daginn áður í
neðri deild brezka þingsins.
ÞEGAR styrjöldin hófst,
urðu yfirvöldin að horfast
í augu við þá staðreynd, að
„Hansard11 var lesið um allan
heim og óvinirnir myndu ekki
spara sér að rýna í þingtíðind-
in. Sérhver lína myndi verða
lesin með gaumgæfni, til þess
að vita, hvort hvergi fengist vís*
bending um flugvöll, skipaferð-
ir, styrk og stöðu herja, verk-
smiður, skemmdir af völdum
loftárása eða því um líkt. Ýms
þýðingarmikil málefni eru
rædd á lokuðum fundum og þar
fá engir fréttamenn eða aðrir
starfsmenn þingsins að koma ná
lægt. Þeir standa við dyrnar.
reiðubúnir, ef á þá skyldi vera
kallað og þeir mættu taka með
sér einhverjar fregnir. í styr-
jöldinni 1914—18 voru svo
miklar öryggisráðstafanir við-
hafðar, að allir fréttamennirn-
ir, sem staðið höfðu fyrir utan
dyrnar, urðu að láta af hendi
skrifbækur sínr tómar, svo að
þær urðu lokaðar inni í eld-
traustum skápum.
LOKAÐIR þingfundir eru
tiltölulega sjaldgæfir, og
fyrirspurnir eru jafnan bornar
fram á opnum þingfundum.
Þingmenn þurfa að vera var-
kárir og gæta þess, að sérhvert
orð, sem þeir segja, getur borizt
SIOLINO
milli Bretlands og íslands halda áfram,
eins og að undanfömu. Höfum 3—4
skip í fömm. Tilkynningar um vöru-
sendingar sendist
... /
Calliford’s Assosiaíed Lines, Ltd.
26 LONDON STREET,
FLEETWOOD
til eyrna óvinunum. Ef einhver
slík óvarkárni kemur fyrir, sér
forseti svo um, að sú setning sé
strikuð út úr „Hansard“. Það
er eina eftírlitið, sem haft er
með þingtíðindunum. En það
hefir sjaldan komið fyrir, að
slíks hafi þurft með, og engar
kvartanir hafa komið fram um
þetta fyrirkomulag. Jafnvel í
þessu efni hefir deildin viðhaft
miklar varðúðarráðstafanir og
ekki falið stjórninni þetta eftir-
lit á hendur.
Það var andi frjálslyndisins,
sem kom deildinni til þess að
birta þingtíðindin opinberlega.
Hin hálfopinberu þingtíðindi,
sem gefin voru út fyrir árið
1909, fluttu nákvæmar ræður
ráðherranna en ræður þing-
mannanna. Og útgefendur áttu
það jafnvel til að draga úr gagn
rýninni á stjórnina. Hinn raun-
verulegi upphafsmaður „Han-
sards” var William Cobbett.
Hann byrjaði árið 1803 að safna
daglegum fregnum frá þingi,
sem hann fékk eftir ýmsum leið
um. Sá, sem prentaði þessar
fréttir fyrir hann, hét Thomas
Curzon Hansard, prentari í
Lundúnum, en fjölskylda hans
fékkst við útgáfu' í um 90 ár.
Brátt varð þetta bezta þing-
fréttablaðið, þrátt fyrir harða
samkeppni annarra blaða. svo
sem blaðs nokkurs, sem hinn
frægi skáldsagnahöfundur,
Charles Dickens, var fréttarit-
ari hjá um skeið.
Samkvæmt skoðun nútíma-
blaðamanna stóð „Hansard“ á
lágu stigi, eins og það var á
nítjándu öld. Það kom út eftir
dúk og disk og safnaði flestum
fréttum sínum upp úr hinum
blöðunum. Það fékk styrk frá
stjórninni, þrjú þúsund ster-
lingspund á ári, og það bætti
ekkert úr skák. Ýmsar aðferðir
voru reyndar, til þess að láta
blaðið bera sig, en engar dugðu.
Sumir þeirra, sem að iþví stóðu.
urðu gjaldþrota, aðrir lentu í
hneykslismálum vegna blaðs-
ins. Loks tók þingið sjálft að
sér útgáfuna og hefir ekki haft
ástæðu til þess að sjá eftir því.
*
LOFTÁRÁSIRNAR, sem
Þjóðverjar hófu á Bret-
llnd áa-ið 1940, var reynslutími
,,Hansard“-skipulagsins. Sér-
hver meðlimur starfssveitar-
innar stóð sig karlmannlega.
Rödd þingsims varð ekki þögguð
niður og ihún má ekki þagna.
í einni af loftáráisunum var
sendimaður, sem var á leið í
prentsmiðju með handrit, dorep-
inn. Upp frá því voru tekin tvö
eintök af öllum handritum. Þá
féll sprengja á prentsmiðjuna,
meðan verið var að prenta
„Hansard“. Það var þegar í stað
farið með þingtíðindin í aðra
prentsmiðju og þau komu út
morguninn eftir, en aðeins með
öðru letri og fáeinum klukku-
tímum seinna en venjulega. Hin
ir opinberu fréttaritarar hafa
oft orðið að vinna við hin
verstu skilyrði á bráðabirgða-
stöðum, þar sem þingið hefir
komið saman vegna skemmda á
þinghúsinu ,en útkoma þingtíð-
indanna hefir aldrei verið hindr
uð að ráði. „Hansard“ er enn þá
grundvöllur lýðræðisins.
Islendingasögurnar og Menningarsjóður. — Úrvalsljóð
og fleira. — Bréf frá barnakarli xun verðlag og fleira.
AÐ GLEÐUR OKKUR að
heyra, að Menningarsjóður
ætlar að gefa út íslendingasögurn-
ar. Fornritaútgáfan selst upp á
svipstundu. En þessi nýja útgáfa
Menningarsjóðs verður að vera
góð. Pappírinn verður að vera af
betra taginu og frágangur bókanna
þannig, að fólk sækist eftir þc-im.
Okkur finnst að aðalatriðið vanti í
bókaskápinn, ef íslendingasögurn-
ar vantar.
ÉG FAGNA LÍKA úrvalsljóða-
útgáfu Menningarsjóðs. Ég eignað-
ist eitt sinn úrvalsljóð Jónasar
Hallgrímssonar og varð undrandi.
Ég fann varla snillinginn. Svo fékk
ég útgáfu Menningarsjóðs á úrvals-
ljóðum Jónasar og æfintýrum hans.
Því safnaði Jónas frá Hriflu. Þarna
fékk ég bók, sem að innihaldi upp-
fyllti vonir mínar — en útlit bók-
arinnar var mjög leiðinlegt.
SÍÐAN HEFI ÉG haft þá skoðun
að Jónas Jónsson kunni manna
bezt að velja ljóð skáldanna þann-
ig að maður fái kjarnann. Og hirði
ég eigi þó að nú reiðist allir snill-
ingarnir, vinir mínir, andstæðing-
ar J. J. um allt, sem hann segir
og gerir. Úrvalsljóð Einars Ben.
eru mesta uppáhaldsbók mín.
ÉG ÁLÍT áð Menningarsjóður
þurfi áð vanda meira til frágangs
á bókunum. Við viljum borga
meira til þess að frágangurinn geti
verið góður. Mjög sæmilegur frá-
gangur er á hinni mikiú Sögu ís-
lendinga, sem fyrsta bindið (að
vísu það 5.) kom út af fyrir jólin.
BARNAKARLINN skrifar mér
enn: „Eins og þú veizt án efa,
Hannes minn, þá höfum við, þess-
ir, sem tökum orð ritningarinnar:
„Margfaldist og uppfýllið jörðina",
of bókstaflega, annað að gera en
staúda í miklum bréfaskriftum.
Þó langar mig til, vegna tilmsela
þinna, að senda þér nokkrar lín-
ur.“
„ÞÚ SPYRÐ hvaða verzlanir átt
sé við í fyrra bréfi mínu. Að
sjálfsögðu getur þú fengið það að
vita, en ég veit varla hvort hyggi-
legt er af mér fátækum og lítils-
megandi, að skýra frá nöfnum
stríðsgróðaquislinga."
„FYRIR FRAMAN MIG liggur
nóta frá einni kolaverzlun bæjar-
ins, þar sem á stendur 1943, jan.
25. An: 500 kg. kol á kr. 92,00. í
auglýsingu dómnefndar í verðlags-
málum frá 29. des. f. á. er þetta
verð ákveðið, en í augl. sömu
stofnunar frá 20. jan. s.l. segir að
500 kg. kol eigi að kosta kr. 84,50
afhent í porti. Eftir því kostar kr.
7,50 að flytja heim Vz smálest af
kolum, en heimflutningurinn var
áður innifalinn í verðinu. Hvqrt
verðið er svo notað við útreikning
vísitölunnar, kr. 184,00 eða 169,00?
Mjög líklega sú lægri, því allt
gengur í þá áttina nú. Og er þá
ætlazt til þess að við leggjum kola-
pokana á hrygginn, eða í bak og
fyrir? Leiga fyrir vörubíl er nú
kr. 14,18 á klst. í.dagvinnu, svo
það að koma þessum 500 kg. heim
mundi kosta mjög álíka og lækk-
unin nemur. Hvaða „náhvalafor-
færingar" eru þetta þá? Allt kem-
ur í sama stað niður, nema hvað
kaupið okkar lækkar."
HÆRRI TALAN er notuð við út-
reikning vísitölunnar, eftir því sem
mér er sagt, ekki sú lægri.
„BARNAKARL“ heldur áfram:
„í skóverzlun einni kosta hnéhá
leðurstígvél (lík reiðstígvélunum
gömul), brún að lit, kr. 87,50—
91,00. Heildverzlun ein hér í bæ
mun selja sömu tegund (að því er
bezt verður séð) stígvéla og fré
sömu verksmiðju á kr. 120,00-—
140,00.“
Frh. á 6. síÖu.