Alþýðublaðið - 12.02.1943, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.02.1943, Blaðsíða 7
Föstudagur 12. febrúar 1943. ALÞVÐUBLAÐIÐ 7 ? Bærinn í dag. I Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Reykjavlkur- apóteki. UTVARPIÐ: 12,10—13,00 Hádegisútvarp. 15,30—16,00 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenzkukennsla, 2. flokkur. 19,00 Þýzkukennsla, 1. flokkur. 19,25 Þingfréttir. 20,00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: Kristín Svía- drottning, IV (Sigurður Grímsson lögfræðingur). 21,00 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett, Op. 54, nr. 1, G- dúr, eftir Haydn. 21,15 Erindi: Iðnaðurinn og þjóð- arbú Islendinga (dr. Björn Björnsson hagfræðingur). 21,40 Hljómplötur: Valsar. 22,00 Symfóníutónleikar (plötur): Tónverk eftir Brahms. a) Symfónía nr. 2, D-dúr. b) Sor garf or leikurinn. Fjórða skemmti- og fræðslukvöld Al- þýðuflokksfélagsins verður annað kvöld kl. 8%. KvÖldið er vel und- irbúið að vanda. Þess er fastlega vænzt að félagar fjölmenni og mæti stundvíslega. Nánar í Al- þýðublaðinu á morgun. Iteikflokkur Hafnarfjarðar sýnir Þorlák þreytta í kvöld kl. 8 Vj ■ Á sunnudaginn verður engin sýning. V estmannaey ingamót verður haldið að Hótel Borg 16. febrúar næstkomandi og hefst með sameiginlegu borðhaldi klukkan 8. Til skemmtunar verða ræðuhöld, söngur, kvikmyndasýning og að lokum dans. Karlakór Reykjavíkur söng í stuttbylgjuútvarp í fyrra- kvöld, og var söngnum útvarpað til Ameríku til fjöldamargra. út- varpsstöðva þar. — Félagslíf — Guðspekifélagið. Reykjavíkurstúkan heldur fund í kvöld kl. 8,30. For- maður flytur erindi Valur Skiðaferð Farið verður í skíðaskálann n. •k. langardagskvöld og sumnu- dagsmorgun, ef næg þátttaka faast, Uppl. gefur Þorkeil Ing- varsson ,sími 3834. Þátttaka til- 'kynnist fyrir kl. 6 á föstudag. Farmiiðar sækist fyrir kl. 4 á laugardag. Skíðanefndin. $ Reyktur sFrosinn Lax Lax Matardeild Slátnrfé- lags Snðarlands. Hafnarstræti 5. Sími 1211 (2 línviri. Mál höfðiið gegn Aipýðublað ínu fyrir sknfii m smionð! Hjartans Jiakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát jarðarför En Samsalao Hitsrkennir að hafa orðið w—* - að taka smjör úr húðum vegna sketnda! Guðmundar Helga Péturssonar prentara. Aðstandendur. Hvað Iiefur valdáö pessum seteœinduM? A FUNDI, sem mjólkursölunefnd hélt í gærmorgun, var samþykkt að höfða mál gegn Alþýðublaðinu fyrir skrif þess um smjörið og smjöf;geymsluna. Á þessum sama fundi komu þó fram merkilegar upp- lýsingar, sem gefa til kynna að það hafi verið fullkomlega rétt, sem sagt hefi verið hér í blaðinu, að smjör hafi verið geymt — og ekki sett á markaðinn. niðurstöðu að þetta sé bara al- Haíldór Eiríksson forgtjóri mjólkursamsölunnar viður- kenndi, að samsalan hefði orð- ið að taka úr sölubúðum smjör, sem ekki var seljanlegt vegna skemmda. Það er þó vitanlegt, að smjör er hægt að geyma mán- uðum saman, jafnvel í hálft ár án þess að fram komi skemmd- ir í því — og virðist því hið skemmda smjör vera eldra en það. Því er nú ekki að leyna, að Alþýðúblaðinu hafði borizt til eyrna, að smjör væri farið að skemmast vegna oflangrar geymslu. Og það fylgdi jafnan sögunni, að smjöri hefði verið hent af þessum ástæðum. Var blaðið að hugsa um að birta írásagnir þessar, til að gefa hlutaðeigendum tækifæri til leiðréttinga, því, satt bezt að segja, lagði blaðið engan trún- að á, að slíkt gæti átt sér stað. Nú er það vitað, að smjör er hægt að geyma allt að 6—7 mánuði og helzt það alveg óskemmt allan þann tíma með góðri geymslu. Óhætt mun að fullyrða, að flestir þeirra, sem lásu Alþýðu blaðið og skrif þess um smjör- geymsluna, hafi sannfærzt um sannleiksgildi þess, sem þar var um rætt. Ekki sízt fyrir það, að skrifin koma heim við þá staðreynd, sem öllum bæj- arbúum er ljós, að nóg smjör hefir fenqizt hér í bænum síð- an verðhækkunin var stöðvuð. Ýmsir voru þeir, sem létu sér í fullri alvöru til hugar koma, að hægt væri að koma fram refsingu gegn þeim, sem þann- ig höguðu sér. Það hlyti að vera refsivert athæfi, að geyma smjörið, þessa bráðnauðsyn- legu neyzluvöru almennings, að nauðsynjalausu, og brjóta þar með anda allra dýrtíðar- ráðstafana og skapa skort og vandræði meðal' almennings, og ekki sízt, ef það bætizt nú einnig við, að. teflt hafi verið svo á fremsta hlunn, með geymslu, að smjöri hafi orðið að henda, vegna skemmda. En þesisi sami mjólkursölu- nefndarfundur, þar sem fram komu upplýsingarnar um hið skemmda smjör, kemst bara að annarri niðurstöðu. Hann kemst að þeirri einkennilegu „Þór“ til Vestmannaeyja. — Tekið á móti fiutningi í dag. veg öfugt: Það sé AV'úðvMaðið, sem. hafi. brotið af sér, en ekki Sam- salan. Það sé saklaust að geyma smjörið, nýtt, heilnæmt og selj anlegt, en henda því síðan skemmdu og óseljanlegu, en bara verðuppbættu. En hins- vegar saknæmt að skýra frá þessu. Og á grundvelli þessarar undraverðu niðurstöðu, er svo samiþykkt, að höfða mál gegn AiLþýðublaðiniu fyrir skrif þess um ismjörið! í svargrein Halldórs EiríkS- sonar í Tímanum í gær, neitar hann að birta umbeðna skýrslu um smjörbirgðir Samsölunnar og segir Alþýðublaðið hafi það „ráð eitt, að heimta sönnunar- gögn af þeim, sem sökum eru bornir.“ Alþýðublaðið hélt —- og heldur enn, að Halldór Ei- ríksson eigi ekki Mjólkursam- söluna /;heldur sé hún opinber stofnun, sem njóti a. m. k. sér- réttinda á kostnað almennings í bænum. Alþýðublaðið telur, að starfsemi þessarar stofnunar sé opinber og það sé ekki leyndar mál með hve miklar smjör- birgðir hún liggi á hverjum tíma. Sé umbeðin skýrsla eitt- hvert sönnunargagn gegn hon- um eða fyrirtækinu, er máske mannlegt að reynt sé að lúra á henni í lengstu lög. Ekki er blaðinu kunnugt um, hvað það er í skrifum þess, sem Mjólkursamsalan telur saknæmt. Hitt er vítað, að það var eins og sumir Framsóknar- menn fengju kast, þegar þeir sáu það, að þeir gátu fengið menn dæmda fyrir að segja sannleikann. Síðan hefir ekki mátt orðinu halla í þeirra garð, svo að ekki væri rokið í dóm- stólana. Fiskivelðasjóður. Frh. af 2. síðu. taka tillit til þess, hvort um- sækjandi stundar sjómennsku eða útgerð sem aðalstarf. Styrk- ur þessi veitist til skipa, sem fullsmíðuð voru eftir árslok 1941, og skal við ákvörðun fjár- haéðar styrkja taka tillit til fjár- hagsástæðna umsækjanda og til þess, í hve mikilli dýrtíð skipið er byggt, og hver byggingar- kostnaður þar af leiðandi hefir orðið.“ Eins og menn Sjá, er hér á- kveðið, að hin væntanlega deild fiskveiðasjóðs skuli veita styrki til byggingar fiskibáta. En þessu vildu Framsóknarmenn ekki una. Þeir vilja ekki að þessar bátabyggingar séu styrktar, heldur séu veitt lan til þeirra. Báru þeir Lúðvík Jósefsson og Gísli Guðmundsson fram svolát- andi breytingartillögu: „Við fiskveiðasjóð skal stofna sérstaka deild, er hefir það hlut- verk að veita 2. og 3. veðréttar Jarðarför j ÁSGEIRS BJARNASONAR frá Knarrarnesi fer fram að Lágafelli í Mosfellssveit laugardaginn 13. þ. m. og hefst með húskveðju að Reykjum í Mosfellssveit kl. íVz e. h., athöfnin í kirkjunni mun hefjast um kl. 3Ý2 e. h. F. h. vandamanna Bjarni Ásgeirsson. Það tilkynnist hér með vinum og vandamönnum, að konan mín, ÞÓRUNN ODDSDÓTTIR andaðist á Landakotsspítala fimmtudaginn þann 11. þ. m. Fyrir hönd mína og barna minna og annara aðstandenda. Guðmundur Jónsson, skósmiður, Grettisgötu 23. Aðalfundur \ Maísveina- og veilinBapiónafélags fslands verður haldinn í kvöld, föstudag 26, ^ febrúar 1943 í Alþýðuhúsinu við Hverf- | isgötu kl. 11,30 e. h. Stjórnin. I: Hjartans þakkir fyrir alla þá miklu vin~ semd, sem mér var sýnd á 50 ára afmæh minu. Guðrún Guðlaugsson. i lán til byggingar fiskibáta inn- an 150 smálesta. Ríkissjóður leggur sjóði þessarar deildar 2 millj. króna á árinu 1943, og auk þess ganga til hans frá 1. jan. 1943 33 1/3% af tekjum fiskiveiðasjóðs af útflutnings- gjaldinu. Ur sjóði þessum skal veita lán til kaupa og bygging- ar nýrra fiskiskipa, sem minni eru en 150 smálestir brúttó. — Lán, sem veitt eru úr sjóði þess um, skulu vera vaxtalaus í 10 ár og afborgunarlaus fyrstu 5 árin. Lánin veitist eingöngu fé- lögum eða einstaklingum, sem kaupa eða byggja skip til fisk- veiða. Lán úr þessum sjóði má nerna allt að 25% af kaupverði eða byggingarkostnaði skipsins, þó aldrei yfir 75000 kr. á skip. Við lánveitingar úr sjóðnum skal' taka tillit til þess, hvort umsækjandi stundar sjómensku eða útgerð sem aðalstarf. Lán úr sjóði þessum veitist til skipa, sem fullsmíðuð voru eftir árs- lok 1941, og skal við ákvörðun lána taka tillit til fjárhagsá- stæðna umsækjanda og til þess, í hve mikilli dýrtíð skipið er byggt og hver byggingarkostn- aður þar af leiðandi hefir orð- ið. í reglugerð sjóðsins skulu sett ýtarlegri ákvæði um starf- semi þessarar deildar og á- kvæði, er miði að því að fyrir byggja misnotkun á hlunnind- um þessara lána.“ Þessa breytingartillögu mörðu Framsóknarmenn og kom múriistar í gegn með eins at- kvæðis meirihluta, 17 gegn 16. Valt þar á atkvæði Ólafs Thors. Hann kom ekki til atkvæða- greiðslunnar, en hefði hann komið, hefði tillagan fallið með jöfnum atkvæðum. Svona fór um sjóferð þá! HANDÍÐASKÓLINN Frh. af 2. sáðu. b. 3á stofnikostn aðar, allt að 61000 76600 I greinargerð segir svo: Jakob Kristinsson, fræðslu- ■málastjóri, sem hefir yfirum- sjón með skólanum. fyrir hönd f.ræðslumálastjómarinnar. 1 seg- ‘ir í bréfi, dags. 21. jan. iþ. á., um skólann: „Ég tel, að hand- íðaskólinin hafi sýnt og sannað, að full þörf var á honum. Nem- endum 'han;s hefir fjölgað að miklum mun og vimsældir hans stórum vaxið árlega. Hann hefir góðum kennurum á að skipa og er stjórnað af atorku og prýðL Tel ég hanin. eiga allt gott skilið af hálfu ríikisstjómar og al- þingis. Samkvæmt gildandi lögum greiðir ríkissjóður 3A (hluta stofnkostnaðar héraðsskóla og húsmæðraskóla landsins. Ég ilít svo á, að Handíða- og mynd- , listaskólinn eigi sams konar stunðning skilið. Mæii ég þess vegng með því, að ríkið greiði 3á hluta stofn'kostnaðar hans, enda 'lggi skólinn að sjálfsögðu frarn endurskoðaða reikninga yiir stofnkostnaðinn.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.