Alþýðublaðið - 21.02.1943, Page 5

Alþýðublaðið - 21.02.1943, Page 5
Sunnudagur 21. febrúar 1943. ALÞYÐUBLAÐIÐ SAGA OLÍUNNAR er jafn athyglisverð og æfintýraleg. og saga mannsins sjálfs. Maður- inn og gyðja olíunnar, ef svo má segja, hafa vaxið og þróazt samhliða. Fyrir tveim þúsund- um ára lögðu herforingjar út í styrjaldir til þess að ná olíunni á sitt vald. Olía streymdi úr „brunninum“, sem Herodotos, gríski sagnfræðingurinn, lýsti svo fjálglega fyrir tuttugu og fimm öldum, og fyrir að minnsta kosti fjórum þúsundum ára var olía mjög eftirsótt vara til margs konar notkunar, og er víða vikið að því í biblíunni. Hebrear þekktu olíu sem leðjukenndan vökva. Sam- kvæmt Genesis var Siddim-dal- urinn krökkur af slíkum leðju- pyttum og enda þótt' þeir kæmu stundum af stað styrjöldum eða yllu skemmdum af völdum bruna, gátu hinir fornu íbúar dalsins ekki verið án þeirra. Menn geta ráðið um verðgildi olíunnar af orðum Elía, er hann mælti við konuna: „Farðu og seldu olíuna, borgaðu skuldirn- ar og lifðu í friði.“ Enn fremur af því, að Job taldi til búnytja sinna klettinn, sem olíulindin streymdi undan. Til slíkra „brunna“ eða linda fóru menn langar lestaferðir með úlfalda til þess að ná í fáeina leðurbelgi fulla af þessum dýrmæta vökva. Hinir fornu Sarhverjar lögðu hyrningarsteinana að olíuöld- inni. Við rannsóknir Sir Leon- ard Woolley’s á fornum borga- rústum hefir komið í ljós, að samtímamenn Abrahams sáluga límdu saman steinana í vegg- hleðslum sínum með límkenndri steinolíu. Slíkar vegghleðslur hafa fundizt í rústum musteris- ins í Ur, þar sem Abraham hef- ir sennilega kropið í bæn fyrir fjórum þúsundum ára. Öll dýrð Babyloníuborgar var að þakka þessu olíulími. Það var notað við byggingu Babel- turnsins, sem gnæfði yfir veg- ina, og svifgarðanna, sem Ne- bukadnesar konungur lét reisa til dýrðar konu sinnd, Amytis. Hið mikla áveitukeffi Babylon- íumanna er þessari límtegund að þakka, því að það var notað við skurðgerðina. Moses hvíldi í sefi árinnar Níl í ,,körfu“, sem hafði verið gerð vatnsheld með olíulími, og Nói gerði örkina vatnshelda með því og er sú að- ferð enn þá notuð meðal báta- smiða við Tigrisfljót. * ÞAÐ virðist sennilegt, að floti sá, sem stundaði fiski- veiðar á Dauðahafinu, sem minnzt er á í Genesis og Ptole- mæos II. reyndi að ná á sitt vald með hervaldi á þriðju öld fyrir Krists burð — hafi verið smíð- aður með tilstýrk þessa efnis. í sömu bók er og skýrt frá hinum hræðilegu endalokum Sódómu og Gómorru. Sennilega hafa borgirnar á sléttunum staðið ná- lægt ströndum Dauðahafsins, á svæði sem var þéttsett olíupytt- um og skýringin á því, að þær S < s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s 1 s s s V' s s s s s s s s s s s s Enn vestur í Kaliforníu en innan. .skamms verða þeir komnir austur um haf til þess að berjast gegn Hitler. Mynd- in er af ungum ameríkskum hermönnum við æfingar vestan hafs. Steinolían fyrr og nú. Eftirfarandi grein, l sem er eflir ‘Frank fllingworth, fjallar um olí- una og sögu hennar frá elztu tímum og'fram á þennan dag. fórust í „eldi og brennisteini“ sé sú, að kviknað hafi í leðj- unni. Slíkur jarðvegur getur oft myndað sprengingar við viss skilyrði. Mörg „kraftaverk11 hafa vafa- laust skeð fyrir tilverknað þess- arar óhreinsuðu steinolíu. Log- inn á fjallinu helga og sagan um runnann, sem logaði, stafar sennilega frá olíublöndnum jarðvegi, og eldstólpinn, sem leiðbeindi Hebreum, hefir sennilega verið olíulogi. Vissulega báru fyrri tíðar menn mikla lotningu fyrir olí- unni. „Kraftaverkin“ í sam- bandi við olíupyttina fylltu þá | undrun og lotningu, ekki síður en hið „logandi vatn.“ Stund- um flæddi olía út í -Svarta hafið og Kaspíahafið og var hún mjög eldfim. Það kom oft fyrir, að kviknaði í olíubrákinni ofan á sjónum og litu menn á það sem tákn og stórmerki frá himnum. E Nýkomið Opnar rafsnðnplðtnr 750 watta Ath. Að fagmaður selur yður tækíð*er trygging fyrir varanleik pess og vlðgerð ftAPTÆK fAVERZLUN & VINM STOPA LAIGAVEO 4 0 SIMI Ö8b8 Olíulindirnar í Baku, sem Rússar náðu af Persum árið 1806, nærðu „eldinn helga“ meðal hinna fornu þjóða. Vegna hinna trúuðu voru musteri oft byggð yfir olíupytti eða gas- loga, sem léku upp úr kletta- sprungum; Þangað flykktust pílagrímar hvaðanæva og áttu margir þeirra um gríðarlangan veg að fara. Myntir, sem slegn- ar hafa verið fyrir tvö þúsund fjörutíu og þremur árum sýna hóp af vatnadísum, sem dansa umhverfis logandi olíupytt. * N hinar fornu þjóðir notuðu olíuna einnig í hagsmuna- skyni. Persneskur rithöfundur frá þrettándu öld getur þess, að á heimilum í Iran hafi olía verið notuð bæði til ljósa og' hita. Þó fer því fjarri, að þetta séu elztu heimildir um notkun olíu til gagnlegra hluta. Notkun hennar hlýtur að hafa verið almenn mörgum öldum áður en hún var notuð til þess að næra logana á altari hinna helgu' meyja. Á sjöundu öld var höll Japans- keisara lýst með „logandi vatni“, og samkvæmt frásögn Codi'nusar notaði Septimus keisari Severus olíu til þess að hita upp baðklefa sinn. Aðalerfiðleikarnir í sambandi við olíuvinnsluna, sem hinar fornu þjóðir áttu við að stríða, var borunin. Það voru aðeins Persar, sem bjuggu í nánd við Baku, sem ekki þurftu að bora eftir olíunni. Kínverjar voru fyrstir manna til þess að bora eftir olíu og nútíma olíu,,brunn- ar“ eru í höfuðdráttum ekki ó- líkir þeim, sem Kínverjar bjuggu til, þegar þeir fundu olíusvæðin í Szechuan. En bor- unaraðferðin var dálítið frum- stæðari hjá þeim en nú er. Kín- verjar notuðu kúlía til þess að stökkva á borinn og þrýsta hon- um þannig niður, en borinn var hol bambusstöng eða bolur af kýpurtré, sveipaður striga. Það var því engin furða, þótt það tæki mörg ár að byggja brunn- inn, þegar varð að reka bambus- stengurnar þrjú þúsund fet oí- an í jörðina. :Jí IUPPHAFI hefir olía váía- laust verið notuð til þess að lýsa upp heimili manna. Olían í Baku var fyrst notuð í þess- um tilgangi og seinna í lækna- vísindunum. Fyrsta hemaild, sem til er um kaupsýslu í sam- bandi við olíu, er frá árinu 885, þegar Darband fékk einkaleyfi hjá kalífanum í Bagdad um sölu á olíu. Menn komust snemma að raun um, hversu eldfim olían er. Plutark skýrir frá því, að þegar Alexander mikli heim- sótti Echbatana, hafi fólkið helt olíu á veginn og kveikt í henni Var þetta gert til heiðurs Alex- ander. ’Assyriumenn urðu fyrst ir til þess að nota olíu til hern- aðarþarfa. Þeir skvettu log- andi olíuleðju á óvinina. Þegar Arabar gerðu innrás sína í Indland, komust Ind- verjar að raun um, að hernað- artæknin var komin á mun hærra stig. Innrásarmennirnir skutu logandi olíusteinsörvum á fílahersveitir Dahirs fursta. — Fílarnir urðu skelfingu lostnir — flýðu í dauðans ofboði og tröðkuðu til bana fjölda a£ her mönnum furstans. En Arabar biðu seinna mik- inn ósigur fyrir olíulogunurn. Að minnsta kosti tveir arabsk- ir flotar voru gereyddir í árás á Konstantinopel með „grísk- um eldi“ — sem var nafta og asfalt blandað saman. í tíu aldir varði „gríski eldurinn by- zantiska heimsveldið. Það er mjög sennilegt, að hjólásar egypzku vagnanna hafi verið smurðir olíu um það leyti, sem hinir látnu voru smurðir olíu. Fyrstu heimildir um notkun olíu í Evrópu sýna, að hún hefir þá verið notuð til þess að smyrja með henni. — Bandinus munkur skrifaði árið 1646, að rúmenskir bændur notuðu olíu til þess að smyrja hjólása vagna sinna, ennfremur í lyfjablöndúr. Ei að síður var það ekki fyrr en 1857, sem höfuðborg Rúmeníu var lýst með olíu. Hinn mikli, evrópski olíuiðn- aður stafar frá Pechelbronn.Ha- nau-Lichtenberg greifi fékk eínkaleyfi á því að nytja olíu- svæðin í Elsass árið 1627. Og fyrsta olíuhreinsunarstöð í Ev- rópu var byggð þar og 1741 var fyrsta olíufélagið stofnað í Pechelbronn. Bretar voru furðu seinir á sér að færa sér olíuna í nyt, enda þótt fyrsti malbiksvegur í Evrópu væri lagður í Eng- landi árið 1832. Lítið var gert að því á Bretlandi að nota ol- íu fyrr en um miðja síðustu öld, þegar James Young stofn- aði skozka Shale-olíufélagið. En þegar vélaöldin hófst — „uppgötvuðu11 menn olíuna og nú á síðustu tímum virðist hún mestmegnis notuð til tor- tímingar. Um bílstjóra, bílstöðvar, kurteisi, verðlag og taxta. — Bréf frá „Borgara" — og kveðið við annan tón. — Hvers vegna hækkar aígjáld af póstboxum? Þ AÐ VIRÐIST nú vera tízka um stund aff skamma bíl- stjóra og bílstöffvar. Þaff er sér- staklega kvartaff undan því aff ó- kurteislega sé svaraff í símann þeg- ar liringt er í bílstöffvarnar. Ég hefi haft mikil viffskipti viff bíl- stöffvarnar og bílstjórana og hefi örsjaldan orffiff fyrir ókurteisi. Hiff sama get ég sagt um bilstjóra al- mennt, flestir þeirra eru kurteísir og hjálpsamir. AÐ SJÁLFSÖGÐU eru þeir, sem svara í síma á stöðvunum, misjafn- ir. Þar er oft mjög mikið að gera og margir símar ganga jafnvel í einu. Það tekur á taugarnar að þurfa að svara sömu spurningunni mörg hundruð sinnum á dag — og menn eru misjafnlega taugasterk- ir. En það verður þó að ætlast til þess að menn séu kurteisir og reyni að halda fullum sönsum þó að allt sé hálfvitlaust í kringum þá. ÉG HEFI FENGIÐ nokkur bréf um þetta efni og þó eitt, sem sér- staklega gerir þetta að umræðu- efni. Þetta bréf er frá ,,Borgara“. Það cr fullt af öfgum, að minnsta kosti hefi ég aldrei reynt það, sem hann segist hafa reynt. Ég birti út- drátt úr þessu bréfi hér á eftir: BORGARI skrifar mér til dæm- is: „Fyrir nokkru sagði einn þing- maður í hátíðaræðu, að þingið væri ímynd þjóðarinnar, og fannst mörgum það rangt, því almenning- ur er óánægður með þingið. Tveir menn hafa nýlega deilst á í blöð- unum og má varla á milli sjá hvað er hvað, en flestir munu nú kveinka sér ef sagt er við þá að þeir eigi skammt eftir ólifað. Varla er hægt að segja framar að íslend- ingar beri ekki sorgir sínar á torg, er þingmaður lýsir yfir því, að hann hafi gallsteina. En hvernig líður fjöldanum? Ætli að dagleg viðskipti eins og rætt var úm séu nokkuð óalgeng hér í bæ? Erfitt er að bera svo niður að eitthvað hliðstætt sé ekki daglegt brauð. Borgararnir eru mikið á ferli, bær- inn stækkar ört, lífið er orðið um- svifamikið með auknum viðskipt- um.“ „EN MEÐAL ANNARRA ORÐA. Ætti bærinn ekki að taka að sér rekstur bílastöðva bæjarins? Marg- ir hafa orð á því, hvort ekki sé hægt að gera neinar kröfur til bíl- stjóra aðrar en að þeir kunni að halda um stýrið, hvort ekki megi Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.