Alþýðublaðið - 17.03.1943, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.03.1943, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 17. marz 1943. ALÞYÐUBLAÐIÐ Hanafall S.S. sveit anna ð anstnrvío- stððvunnm. fiimmleF 00 pýzku her- formgjarnir deila í FRÉTTUM, sem nýlega hafa borizt frá ÞýzkalancLi til London, segir, að undanfarið hafi verið míkil átök á bak við tjöldin á milli Himmlers annars vegar og þýzka her- foringjaráðsins hins vegar, vegna hins mikla manntjóns, .sem S.S.-sveitirnar, þ. e. a. s. lífvarðarsveitir Hitlers, hafi ****• • beðið að undanförnu á aust- urvígstöðvunum. S.S.-SVEITIRNAR HAFA TIL skamms tíma aðallega verið notaðar til þess, að halda uppi „aga og reglu“ í her- numdu löndunum, og eins til þess að fylgjast með hugar- fari þýzku hermannanna og viðhalda hjá þeim „hinu rétta hugarfari.“ FN ÞEGÁR RÚSSAR HÓFU gagnsókn sína á suðurvíg- stöðvunum í vetur og hið mikla undanhald Þjóðverja í Suður-Rússlandi hófst, neydd ist Hitler til þess að afhenda aftur reyndum herforingjum yfirstjóm hernaðarins. EN ÞÝZKU HERFORIN G J- UNTJM 'hefir áldrei verið sér lega ivel við hinar vopnuðu 5.5. -sveitir Himmlers, for- ingja þýzku leynilögreglunn- ar, og sendu þá því óspart til vígstöðvanna, þar sem mikið lá við að stöðva Rússana. ÞAÐ KOM í LJÓS k þessum blóðugu orustum, að þýzku 5.5. -sveitirnar kunnu ekki eins tökin á hernaði gagnvart fulltýgjuðum hermönnum, eins • og gagnvart ■ vopnlaus- um borgurum og bændum, sem þeir höfðu haldið í skefjum í hernumdu löndun- um. Það voru þýzkar S.S.- sveitir, sem áttu að verja Kharkov fyrir Rússum og mistókst það. ÞAÐ ER SAGT AÐ í ÞESSUM viðureignum á austurvíg- stöðvunum hafi S.S.-sveitirn ar beðið svo mikið manntjón að Himmler hafi heimtað að S.S.-sveitirnar yrðu ekki sendar fram þar, sem bar- bardagarnir væru harðastir og blóðugastir, því slíkt gæti dregið dilk á eftir sér á heima vígstöðvunum, þó síðar yrði. HIMMLER VEIT AÐ FJÖLDI þýzku herforingjanna hata hann og menn hans og á- sakar hann herforingjana um að þeir af ásettu ráði sendi menn hans þar fram til bar- daga, sem hættan er mest. AÐ ÞESSU SINNI höfðu her- foringjarnir næg tromp á hendinni gagnvart Himmler, því Hitler hafði neyðst til þess að auka völd þeirra í hernum að nýju, eftir að hann, sem yfir-stjórnandi hersins hafði haldið þannig á spöðunum, að allri hernaðar- stöðu Þjóðverja, allt frá Finnlandi til Svartahafs hafði verið teflt í tvísýnu. Orðsendiog Giraod rek- nr tögnnð meðal Banda- manna. London í gærkveldi. | ÆÐA Giraud á sunnudag« j lT\.in.n og nú síðast boð hans til de Gaulle um, að þeir hitt- ist til viðræðna um málefni þeirra Frakka, sem halda uppi baráttunni gegn Þjóðverjum og Vichystjórninni, hefir fengið góðar undirtektir í öllum blöð- um Bandamanna, og eins í N.- Afríku. Blaðið „Evening Standard“ í London segir, að nú sé öllum hindrunum rutt úr vegi fyrir því, að allir frjálsir Frakkar sameinist. Blaðið teíur, að slík samein- ing yrði ekki aðeins til mikils ávinnings fyrir Frakka, heldur og mikill sigur fyrir stefnu Bandamanna og lýðræðishug- sjónir þeirra. Cordell Hull, utanríkisráðh. Bandaríkjanna, hefir látið svo ummælt, að það sé nú á daginn komið, að Bandamenn hafi val- ið réttan mann, þegar þeir fólu Giraud yfirstjórn franska hersins í N.-Afríku. ---- =! Fátt tíðinda frá Tunis. London í gærkveldi. Tveggja manna kafbátar. . . ' ; | Japana vöktu mikla athygli um það leyti, sem Japanir gerðu hina fyrirvaralausu árás sína á Pearl Harbor. Réðust þeir á slíkum kafbátum inn í herskipalægi Bandaríkjamanna þar Efri myndin er af einum þessara kafbáta, sem féll í hendur Bandaríkjamanna í viðureign- inni. Hann hefir verið fluttur til Bandaríkjanna og ekið með hann um þvert og endilangt landið og sýndur, þegar farið hefir fram sala á stríðsskuldabréfum. — Neðri myndin er aft- ur á móti af herfangi, sem Bandamenn tóku af Þjóðverjum í Tunis. Er það þýzk flugvél og tvær stórar tundursprengjur. ÞJéðverfar reyna að brjótast yf ir Donetzf l|ót Sákn Rússa á miðviijstðÖ vun~ um heldur áfram. LONDON í gærkveldi. T_T ERSTJÓRNARTILKYNNING Rússa í kvöld segir, að -T sókn þeirra haldi áfram á miðvígstöðvunum og fleiri þorp hafi verið tekin, en engin nöfn eru nefnd. í öðrum fréttum frá Rússlandi er sagt frá því, að harð- ar orrustur séu nú háðar suðvestur af Kharkov, þar sem Þjóðverjar tefla fram miklu liði í þeim tilgangi að brjótast austur yfir Donetzfljótið og komast að baki rússnesku her- sveitunum fyrir austan og norðan Kharkov. Síðustn fréttir: Heroaðarástand í Savojf-heraði. Ólgan í Frakk- landi. London í gærkveldi. RAKKAR veita mjög öfl- ugt viðnám gegn þvingun- arflutningum Þjóðverja á hin- um frönsku verkamönnum til Þýzkalands 1 7000 ungir Frakkar, sem átti að flytja til Þýzkalands flýðu til fjalla í Tonon-héraðinu í Efra-Savoi, þár sem smáskæru flokkar hafa hafst við. Þýzkar og ítalskar skíðasveit ir hafa nú verið sendar til höf- uðs þessum skæruflokkum. Þegar flytja átti franska verkamenn frá Lyon til Þýzka- lands stofnuðu konur mann- anna til óeirða í borginni og urðu blóðugir árekstrar við Þjóðverja. með léleg vopn. j London í gærkveldi. tNN AF ÞINGMÖNNUM þeim, sem fór í boði Chung king-stjórnarinnar í heimsókn til Kína, hélt ræðu í lávarða- deiId brezka þingsins í dag og minntist á baráttu Kínverja. Þingmaðurinn sagði, að þeg- ar hann var í Kína, hafi hann heimsótt vígstöðvarnar. Hann sagði, að Kínverjar væru hraustir hermenn, en þeir hefðu léleg vopn. Hann kvað nauðsynlegt, að hjálpa Kínverj um, sem allra mest, og senda þeim vopn, til þess að þeir gætu rekið Japani af höndum sér. \ Þingmaðurinn sagði, að Kín- verjar væru ákveðnir í að verj ast þar til yfir lyki og þeir hefðu hrakið Japani frá Kína og Manchuríu. Harþir bardagar eru einnig ♦ háðir vestur af Belgorod og Kursk. Sunnar á vígstöðvunum gera Þjóðverjar einnig harðar árás- ir við Isyum. Rússar segjast hafa hrundið öllum þessum árásum og á ein um stað hafi Þjóðverjar misst 32 skriðdreka. Suðvestur af Kharkov ségja Rússar að Þjóðverjar séu miklu liðfleiri. Á miðvígstöðvunum tóku Rússar 42 skriðdreka og 19 fall byssur herfangi í bæjum þeim, sem þeir tóku þar af Þjóðv. í gær. Suður af Ilmenvatni hafa Rússar tekið mörg þorp og hrundið gagnárásum Þjóðverja. London í gærkveldi. BREZK herskip réðust á þýzka skipalest á Norður sjónum og tókst þeim að hæfa 2 stór flutningaskip tundur- skéytum. Brezku skipin urðu fyrir litlu eða engu tjóni. Eden hélt í dag áfram við- ræðum sínum í Washington. — Hann i^æddi við Cordell Hull, Stimson og Morgenthau. Á morgun mun hann ræða við Litvinov. LONDON í gærkveldi. P RÉTTIR, sem bárust *■ hingað seint í kvöld frá Frakklandi, segja, að hern- aðarástandi hafi verið lýst yfir í Savoy-héraði. Frá Genf er símað, að mik- ill flugvéladynur hafi heyrzt frá Savoy-héruðum yfir til Sviss. Hranstir hermenn en Londoh í gærkveldi. — Flotamálaráðuneyti Banda ríkjanna tilkynnti í kveld, að amerískir kafbátar hafi sökkt 4 japönskum skipum á Kyrra- hafi og laskað 3 önnur. ENN er heldur tíðindafátt frá Túnis. 1. herinn hefir tekið hæð eina með áhlaupi skammt frá Tanara í N.-Túnis. Þjóðverjar hörfuðu og tóku sér stöðu á hæð við Sendjan- ine. 1. herinn hefir einnig náð á vald sitt vegi til Beja. I Mið-Tunis hafa Bandámenn sundrað þýzkri bryndeild. 8. herinn heldur uppi stór- skotahríð á Marethlínuna. Þjóð verjar eru sagðir óttast að 8. herinn geri árás þá og þegar. Þrátt fyrir slæmt flugveður hafa flugvélar Bandamanna gert árás á flugvöll um 80 km. frá Sfax. Um 25 flugvélar voru á flugvellinum og eyðilögðust margar þeirra. 12 þýzkar flugvélar gerðu til raun til árása á skipalest Bandamanna við Tunisstend- ur. 2 af flugvélunum voru nið- ur skotnar af loftvarnabyssum frá tundurspillum. Chnrchill mætir ð pingfnndi á ný. London í gærkveldi. CHURCHILL liefir nú geng- ið í fyrsta sinn á konungs- fund eftir veikindi sín og fékk hann góðar móttökur. Churchill var ákaft fagnað þegar hann eftir mánaðarfjar- veru mætti í dag á þingfundi í neðri málstofunni. Loftárás á Grimsby. London í gærkveldi. ÞJÓÐVERJAR skýrðu frá þvl í gærkveldi, að þýzk- ar flugvélar hafi gert loftárás á hafnarborgina Grimsby. Bretar hafa enn ekki getið þessara árása í fréttum sínum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.