Alþýðublaðið - 15.04.1943, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.04.1943, Blaðsíða 3
fímantadagur 15. aprfl 1943. ALÞYOUBLAÐIÐ 3 brezkir fangar ftfla til Páfaoarðs LONDON í gærkvöldi. FEÁ ÍTALÍU hefir borist sú fregn, að 3 brezkum föngunv hafi tekist að strjúka og leitað sér hælis í Vatikaninu. Talið er að fangar þessir hafi verið 3 brezkir flugmenn, -sem skotnir voru niður í einni árásinni á Torino og hafa legið á sjúkrahúsi í Rómaborg. Vatikanið eða Páfagarður er eins og kunnugt er sjálfstætt riki og hlutlaus í styrjöldinni. Hefir brezkum föngum í ítaliu áður tekist að strjúlca og kom- ast til Páfagarðs. Strandvirki Þjóðverja. Berlin. ÞÝZKA útvarpið skýrir frá því, að þýzk blöð birti í dag nýjar myndir af þýzkum virkjum við Ermarsund og á þeim sjást risavaxnir stein- steypugarðar, og út úr þeim standi gríðarstór byssuhlaup. Þá sýni myndirnar einnig stór fengleg virki, sem byggð séu inn í kletta á ströndinni. Eitt þýzku blaðanna lætur í ljós á- hyggjur Þjóðverja vegna strandhögga, sem gerð hafa verið í Norður-Noregi, það seg- ir,' að oft hafi komið fyrir, að þýzk og norsk strandferða- skip hafi orðið fyrir skotum úr strandarvirkjum, af því að þau hafa verið álitin vera óvina- skip. Eitt sinn var þýzku skipi sökkt á þenna hátt. 1 Intonescu ræðir við Bitler. ÞAÐ VAR tilkynnt í þýzka útvarpinu í dag að Hitler og Antonescu, forsætisráðherra Rúmeníu hafi setið ráð- stefnu á mánudaginn í Þýzka- landi. Viðstaddir viðræður þeirra voru von Keitel hershöfðingi, von Ribbentrop, utanríkisrá-ð herra og nokkrir meðlimir rúmenska herforingjaráðsins. Rædd voru bæði stjórnmál og hernaðarmál. Algert samkomu- lag rikti á fundinum segir þýzka útvarpið og eru Þjóð- verjar og Rúmenar ákveðnir í að berjast til sigurs, segir að lokum. Loftðrás frð Englandi I Spezia á Ítalín. LONDON i gærkvöldi. BREZKAR Lancaster flug- vélar frá Englandi, gerðu s. 1. nótt loftárás á Spezía á Ítalíu, sem nú er aðalflotahöfn ítala eftir hinar miklu loftárás- ir, sem Bretar gerðu á Genúa. Miklir eldar koinu upp við höfnina og mörg skip í hö'fninni nrðn fyrir sprengjum. Bre.zkar flugvélar gerðu einnig árásir á Vestur-Þýzka- land. ' 3 brezkar flugvélar komu ekki aftur úr báðum þessum órásum. Dagárásir voru gerðar á staði á Bretágnskaga í Frakklandi. Japanskir Guineu. : : ' ■ : '“lililillis Þessa japönsku fanga, sem sjist á myndinni tóku Bandaríkjameini liöndum i bardögunum á Nýju-Guinen og fluttu þá til Ástralíu. IHIUI orrusta geisar viö aðalvarnarlínu Rommels á leiöinni til Tánisborgar. Mðndulherlununi enginn frestur gefinn Hrikalegar loftárásir á herstöðvar mönd ulveldanna i Túnis, á Sikiley og Itaiiu S4 flugvélar eyðilagdar fyrir mðndiulveMuiBuni i gær. UTVARPIÐ í Algier skýrði frá seint í gærkvöldi í frétta- sendingu til Ameríku, að stórorusta geisaði við aðal- varnarlínu Rommels, á leiðinni til Txmisborgar. Rr hún skammt frá Enfidaville til fjallanna snðvestur af Tunisborg. ) v Alexander yfirherforingi hefir valið þann kostinn að láta möndulherina enga hvíld fá og ráðast samstundis á að- alvarnarlínu þeirra. Fregnir frá Norður-Afríku í dag herma að 8. herinn hafi tekið Enfidaville, en fétt þessi hefir ekki verið staðfest ,en vitað er að ákafir bardagar hafa staðið um borgina. 1. her Breta ,sem sækir fram vestar hefir einnig unnið á og tekið 1100 fanga. Þá hafa Frakkar tekið hæé 648, sem er þýðingarmikil hæð á Kairouansléttunni. í Norður'Tunis sækir fyrsti herinn brezki fram með járnbrautinni til Mateur Bandamenn gerðu víðtækar loftárásir í fyrradag og s. 1. nótt á flugvelli, flutningaleiðir og herstöðvar möndulveld- anna í Timis, Sikiley og Ítalíu. 84 flugvélar voru eyðilagðar á einum sólarhring fyrir mÖndulveldunum. Bandamcnn misstu 3. Eins og kunnugt er hafa mönd ulveldin aðeins þrjá flugvelli. Á flugvöllin við Sant Marid du Sid gerðu flugvélar banda- manna géysi harða loftárás, svo hann er nú talinn ónothæfur. Fljúgandi virki réðust í dag á tvo helztu flugvelli Itala á Sikiley, Castello og Milo flug- vellina og eyðilögðu 73 fíug- vélar af 200 sem voru á þeim. Fluvélar frá Malta gerðu árás á flugvöllinn við Eantilaria. Alls voru eyðilagðar 84 flug- vélar fyrir möndulveldunum. Þulurinn í Rómarborgarút- varpinu fór í dag miklum við- urkenningarorðum um áttunda herinn. Hann sagði, að fótgöngu lið hans og stórskotalið væri framúrskarandi vel útbúið og skipulagt og forustan örugg og vélar og hersveitir einhverjar þær mestu, sem þekktust og gætu aðrir herir tokið þær sér til fyrirmyndar. Mikils ótta gætir á ítalíu vegná hinnar yfirvofandi inn- rásarhættu. Sagt er að Mussolini hafi lát- ið kúga sig til þess að senda flota sinn á vettvang til þess að reyna að bjarga hersveitum Rommels þegar varnir þeirra þrjóta í Túnis. Rommeláráð- stefmi í ttalía. London í gærkvöldi. T FRETTUM frá Vichy og -B- Sviss er skýrt frá því, að Rommel sé kominn til Ítalíu og eigi þar viðræð- ur við ýmsa liáttsetta herfor- ingja og sé von Keitel, yfir- maður þýzka hersins við- staddur viðræðurnar. Japanlr gera mikla loft- árás á Millebay ð lýjn Guineu. London í gærkveldi. T|/| AC ARTHUR skýrir frá I®JL því í dag í herstjórnartil kynningu sinni, að 60 japansk- ar flugvélar hafi gert loftárás á stöðvar bandamanna í Milli- bay á Nýju Guineu. Ekki er getið um hversu mikið tjón varð. Bandamenn hafa gert loft- árásir á Lae og Tiumbshaven á Nýju Guenneu. Keisarinn i Japan órólepnr. Los Angeles. UTVARPIÐ í TOKIO hefir vitnað í ræðu Tojo, for- sætisráðherra, þar sem hann segir, að örlög Japans verði á- kveðin á næsta ári. Tojo lýsti því yfir, að japanska þjóðin yrði að leggja allt í sölurnar, svo keisarinn gæti verið róleg ur. En keisarinn hefir þjáðst af þeirri tilhugsun, að amerískar flugvélar gætu komið yfir To- kio, og kastað þar sprengjum. En nú er rétt ár síðan Dolittle hershöfðingi gerði loftárás sína á Tokio. Afrek hoilenzks og grfsks kafbáts. LONDGN í gærkvöldi. ■|í OLLLEN SKUR kafbátur hefir sökkt stóru ítölsku olíuskipi á Miðjarðarhafi. Áð- ur hafði þessi kafbátur getið sér það frægðar, að sökkva ítölskum kafbát. Kafbátur þessi var nýlega tekinn í notkun. Hann var smíð aður fyrir hollensku stjórnina í skipasmiðastöð í Englandi. Grískur kafhátur hefir sökkt tveimur skipum fyrir ítölum á Eyjahafi, var annað flutninga- skip, en hitt hjálparskip flotans. Dýzkir herflotDingar yfir Svípjóð ðn ieyf- is sænskra yfirialda? _____ LONDON í gajrkvöldi. STJÓRNMÁLAFRÉTTA- j RITARI „Dailý Telegraph^ gefur í dag eftirfarandi upp- lýsingar um hernaðarflutning Þjóðverja yfir Svíþjóð, sem ekki falla undir það samkomu* lagið um flutning þýzkra her- manna í leyfum yfir Svíþjóð. 1 herhúðum Bandamanna ríkir ánægja yfir þvi að sænska stjórnin er nú að láta rannsaka flutning á þýzkum hermönnum yfir Sviþjóð. Eg hef það eftir góðum hejm- ildum, að flutningar Þjóðverja t yfir Svíþjóð fara fram aðallega eftir tveimur leiðum. Önnur flutningaleiðin er frá Noregi yfir Storlien i Svíþjóð til Naiv vikur, hin flutningaleiðin er frá Noregi yfir Storlien tij Finn- Iands. Flutningarnir til Narvikur frá þvi sumarið 1940 til sum- arsinis lj942 hafa numið 500 járnbrautalestum, sem samtals hafa verið i milli 7000—8000 flutningavagnar og þar að auki hafa verið fluttir um 40.000 þýzkir hermenn og liðsforingj- ar og liefir til þess þurft um 1000 farþegavagna. Þetta jafngildir því, að flutt hafi verið tvö fótgönguliðslier- fylki með öllum úthúnaði. Smálestafjöldinn, sem flutt- ur hefir verið á undanförnum mánuðum er ekki hægt að segja um með vissu, en vöruflutning- arnir hafa verið margskonar vopn, efni og vistir, allt frá stórum fallbyssum til hljóð- færa. (Frá Norska blaðafulltrú- anura í Reykjavík). Rnssar hrinda enn árðsnm Þjððverja. London í gærkveldi. ÞJÓÐVERJAR hafa enn gert harðar árásir á varnarstöðv ar Rússa á Volokovsvæðinu, norðaustur af Leningrad á Donetzvígstöðvunum. Árásum þessum var hrund- ið. Sókn Rússa til Novorossisk gengur nú betur og sækja þeir að borginni úr tveimur áttum. Washington. Ályktun þesS efnis, að öld- ungadeildin í Bandaríkjaþring- inu biðji forseta Bandaríkj- anna að lýsa yfir því, að Banda ríkin verði reiðubúin að ganga í tölu hinna sameinuðu þjóða, innan 6 mánaða, frá því að styrjöldinni lýkur, er komin fram í deildinni, frá Popper, fulltrúa Florida-ríkis, (demo- krata). Milliríkjamálanefnd tók málið til meðferðar, og er hún nú að undirbúa yfirgrips- meiri . ályktunar-tillögu sama eðlis. latvælaráðstefnan Washington: — Utanjíkis- málaráðuneytið skýrði frá því að 23 þjóðir hafi nú þegið boc um að taka þátt í eftir-stríð: matvælaráðstefnu, er hefst 27 þ. m. Panama tók boðinu þanr sjöunda, Bolivia, Peru, Tékko slóvakía, Liberiá, Guatemakc og Filippseyjar þann áttundc þessa mánaðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.