Alþýðublaðið - 21.04.1943, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.04.1943, Blaðsíða 8
e ALM IJLJH ELAOIP Miðvikutlagur 21. aptil 1943» BTJARNARBlðB Fonar istir. (Bternally Yours) Amerískur sjónleikur. LOKETTA YOUNG DAVID NIVEN Sýnd ki. 5 7 9. ARNI Eyjafjarðarskdld, sem uppi var um og eft- ir aldamótin 1800 var eitt sinn sem oftar við messu á Munka- Þverá. Meðhjálparinn hét Kol- beinn. Prestur lagði út af freistingarguðspjallinu þennan dag. Það var vandi hans að spyrja bömin eftir messu á kirkjugólfi,r hvað þau myndu úr ræðunni. Arni sat á krókbekk með Jóhannes litla son sinn á kné sér. Fer nú allt sæmilega fram. Prestur er kominn í stól- inn, lætur dæluna ganga og segir m. a.: „Hann hafði hann upp á ofurhátt fjall, sýndi hon um öll ríki veraldarinnar og þeirra dýrð og sagði: Þetta allt mun ég gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig, en hvað áttir þá með það að bjóða hon- um öll ríki verdldarinnar og þeirra dýrð, bölvaður hundur- inn þinn, sem ekki átt ráð á helvítis skítabælinu, sem þú liggur í“, og til þess að gefa þessum orðum enn meiri á- herzlu, rekur prestur af öllu afli ofan í kirkjubitann hnefa sinn. En við höggið féll bibl- ía, sem á bitanum lá, og kom í höfuðið á drengsnáða, sem sat þar undir. Hann grípur um höfuðið báðum höndum og æp- ir hástöfum: „Kolbeinn, Kol- beinn! Taktu upp biblíuna. Eg drap drenginn.“ Árni sá og heyrði, hvað gerðist og hvíslar að Jóhannesi litla: „Mundu þetta, Jói minn, þegar prestur- inn fer að spyrja þig? Þegar að því kemur, að prestur spyr Jóhannes, hvað hann muni úr ræðunni, gerir hann sig mjög reiðulegan og fer að þylja: ,.En hvað áttir þú með það ?“ Snýr þá prestur sér undan og segir: ,Það er nóg, ekki meira!‘ * LEYNDAR.MÁL. D RESTURINN var að tala við hinn ' •” ^ann: „Býzt. þú við að fara til himnarikis?“ „Já, já, ég er alveg viss, en uss, uss, segðu henni tengda- móður minni ekki frá því! jc htuvi ifbr Ludwúj Leuisohrv. getum gert tilraun og séð hverju fram vindur. Frú Hasselmayer kinkaði kolli og sagði: — Já, það er bezt að þau geri tilraun. Skömmu seinna fór Herbert með Gerðu inn í litla dimmu setustofuna. Hann opnaði pían- óið og kveikti á lampanum. — Hann var æstur, líkt og ölvað- ur. Honum fannst hann vera svo lítilfjörlegur og einskis virði. Gerða stóð við hlið hans og blaðaði í nótunum. Hún hafði eitthvað við sig, sem minnti Herbert á hinn gamla draumaheim óska hans, drauma heim listarinnar og frelsisins. Hann settist á píanóstólinn og leit framan í fölt andlit henn- ar. — Hvað viljið þér syngja? spurði hann. — .Skáldskapur er nauðsyn- legur, en óheppilegur til æf- inga, sagði hún. — Við skulum velja leirburðinn og reyna þetta hérna! Hún lauk upp nótnahefti, sem lá á píanóinu. f>að var söriglag, sem liét Alierseelen og yar afarvinsælt í Þýzkalandi um þessar mundir. Það liafði ekki mikið tónlistargildi og var fullauðmelt með lrinum tilgerðarlega þunglyndisblæ sínum, en i kvæðinu fólst dap- urleik haustsins og uppgerðar- laus lífstregi. . . und lass uns wieder von der Liebe reden wie einst im Mai .... ■— Kannist þér við ]>etta? spurði hún. Nú, ekki það. En það er afarauðvelt að spila það. Hann lék undir og Gerða söng. Hún liafði litla, harða sópran- rödd og gerði enga tilraun til að mýkja hljóm hennar eða vanda textaframburðinn. Hún söng, að hætti óperettusöngv- ara. með ýktum áherslum, en virtist þó hafa næmt skyn á hljóðfall og tæran framburð, ef hún vandaði sig. Hún upp- fyllti vafalaust þær kröfur. sem gerðar voru til hennar. og ef hún gæti líka dansað, var Herbert ekki liissa á því, þótt Schubertsfélagið réði hana til sín. Þau reyndu fleiri söngva og ræddu lítið saman. Þegar Gerða mundi ekki textann, laut hún yfir öxl lians, og ungur og grannum likami hennar snart hann. Þegar þau hættu, lét hann fingurna livíla á nótun- um, og hún hallaði sér upp að píanóinu og sneri sér að hon- um. Kuldinn var nú horfinn úr augnaráði hans, en samúð kom in í staðinn, samúð með þeim báðum að því er virtist. Hún strauk hægt og mjúklega yfir dökkt hár hans og sagði: Mér geðjast vel að yður. Hann greip hönd hemiar og kyssti hana. Svo laut hann að vörum henn- ar, en hún hörfaði undan með haégð. Hann stóð /á fætur, horfði i augu hennar, en er hann sá kuldann, sem kominn var aftur i augnaráðið, sagði sagði liann alvarlegur á svip: — Jæja þá? — Getið þér leikið undir fyr- ir mig á hverjum degi klukkan ellefu? — Já. — Fyrir hálfan fjórða dal á klukkutíma? Undarlegar tilfinningar bærð- ust í brjósti hans, og hann varð heyrnarlaus á rödd skyn- seminnar. — Æ, við skulum ekki minn- ast á þess háttar, sagði hann. Hún roðnaði og augnaráðið varð nístandi. Málrómurinn var liarður, þegar hún sagði; — Enga lieimsku! Og látið vera að móðga mig! Að svo mæltu gekk hún út. VIII. Á hverjum degi klukkan ellefu hittust þau í setustofunni og æfðu sig samvizkusamlega. IStundum langaði iHerbert til að leika sönglög með listrænu gildi, en Gerða var óhagganleg, þegar um starf hennar var að ræða. Þolinmæði liennar og þrautseigja voru aðdáunar- verð. Einu sinni, þegar Herbert var orðinn steinuppgefinn á þessu andlausa glamri, stökk liann á fætur og hrópaði: — Hvernig i dauðanum get- urðu enzt til þess að æfa þenn- an leMmrð dag ef tir dag, Gerða? Augu hennar urðu myrk og liörð, nærri því ellileg. — Ég get enzt til þess, af þvi að ég fæ fyrir það hundrað dali á viku. Heldurðu, að ég ætli að verða söngkennari inni í frumskóginum, eða verða barnfóstra hálfsystkina minna i Chicago? Ég hata fátæktina og geri livað sem vera skal til þess að forðast hana. Ég hefi hæfileika til að verðá óper- ettusöngkona. Ég vil eignast liús, gimsteina, bíla allt þetta, sem ég hefi aldrei getað eign- azt. Eigum við að lialda áfram eða ekld? Hann hafði aldrei fyrr kynnzt þessari eftirsókn eftir hégóm- leikanum og það særði hann, að Gerða skyldi vera lialdin þessum grillum. Honum þafði fundizt hún sköpuð úr tungls- geislum, hún var bláa blóm- ið í draumum hans. Hann sneri sér að píanóinu aftur ,daufur í dálkinn. Allur áJiugi. var horfinn. —Ég get ekki spilað meira í dag, sagði hann svo kulda- lega, að hann furðaði á því ■1 NÝJA BIÖ tB neAIHLA BIÖ B ,6ðo og 6okke‘ Aloma í hernaði. (Aloma oí' tlie South Seas) (Great Bims) Kvikmynd frá Suðurhafs- eyjum í eðlilegum litum. Fjörug gamanmynd ,með DOROTHY LAMOUR STAN LAUREL og GLIVER HARDY JON HALL Sýnd kl. 7 ®g 9. Sýnd kl. 5, 7 og 9. SÍÐASTA SINN sjálfan. Hún tók nótnablöð sín og gekk rólega leiðar sinnar, en þá greip hann áköf löngun eftir því, að hún kæmi aftur. Hann vildi gera allt, sem hún óskaðþ aðejns ef hún kæmi aftur. En hún var farin og ver- öldin dhnm og gleðisnauð. Hann gat ekki. sofið þessa nótt. Tjöldin voru ekki fyrir glugganum, og hann sá silfrað- an " mána yfir Morningside Heights. Enda þótt hann væri andvaka lá hann hreyfingarlaus í rúminu. Hann hafði ekki dug í sér til þess að risa á fætur og draga tjöldin fyrir glugg- ann. Hann lá grafkyr og lriust- aði á hljóð næturinnar. Hann heyrði. daufa bresti og mjúkt fótatak, eins og læðst væri eft- ir ganginum. Allt í einu varð hver taug í líkama lians spennt til hins ýtrasta. Þetta hljóða fótatak kannaðist hann vel við, Iog hann titraði af eftirvænt- ingu. Nú heyrðist létt fótatak í stiganum ,eins og læðst væri jþar ál injhis|:ójm, iHann vissii hver þetta var. Dyrnar voru Á FERÐ OG FLUGI harðan í ísnálar. Hann reytti klakann af sér jafriharðan og, hann myndaðist. Honum varð þungt yfir höfðinu og hann fékk blóðnasir. Honum fannst erfitt að hugsa og átti erfitt um andardráttinn. Hann fálmaði eftir súrefnisbirgðunum, en fingur hans voru óvissir og óstyrkir. Hann kostaði kapps að gera sér ljóst hvað gera ætti. ,,Ég — ég — á — að snúa einhverjum sne — snerli, —- en hve þetta er skrýtið, — snúa snerli — snerli.“ Hrói hallaði sér áfram og vissi ekki hvað gera skyldir, hann féll fram yfir stýrið og það snerist stjórnlaust. Flugvél háloftanna hrapaði. Nú heyrðist röskleg rödd Valtýs í útvarpinu. „Hvað líður hæðarmælinum þínum? Hrói! Hvers: vegna svarar þú ekki? Hrói! Hrói grjóthnefi! Halló!“ Hinir sex sterku vélar öskruðu af öllum kröftum, há- loftsvélin fleygðist niður með ægilegum hraða, næstum. beint niður ,en Hrói Grjóthnefi dinglaði fram og aftur i sætinu. Útvarpið hamaðist í eyrað á honum án þess að hann. gæti áttað sig á nokkru. „Hvað gengur á þarna uppi, Hrói? Hví svararðu ekkif Hrói? Hrói?“ Vélin þeytist niður á við, hvínandi og öskrandi, niður í loftlög, sem voru ekki eins þunn og þau efri. Hrói hresstist dálítið, en hann var jafn sljór og fyrr. Hann var lamaður. Hann hafði ekki hugmynd um, að> hann var að kastast niður í tortíminguna með fjögur hundruð metra hraða á klukkustund. Flugvélin steyptist niður í grisjulög skýjalög. Aðþrengd gVEN IF rUBBB WECE A BEAM WE COULDN’T FIND jT/AND ■ TWECE’S ENOUCH ICE ON OUC WINGE FOO ÁLL THE MINT-, JULEPS IN GEOCGIA/WE’LL ^ TT7»HAVE TO LAND/ te27—TK ' HOLD TIGHT EVEKyBODY/ GOING TO LET THE OLD HEN VSS EETTLE DOWN/ IMYNDA- , SAGA. COTTRIDGE: Jæja, þá erum við setztir! Hvað tekur nú við? ÖRN: Verið viðbúnir, haldið ykkur fast. Við erum að setjast. ÖRN: Það er kpmin svo mikil ísing á flugvélina, að við verðum að lenda.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.