Alþýðublaðið - 12.05.1943, Side 4

Alþýðublaðið - 12.05.1943, Side 4
4 Útrefandl: AlþýBaflokkurlnn. Bltstjórl: Stefán Pétursson. Rltstjórn og afgreiSsla i Al- þýBuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Blmar afgreiðslu: 4900 og 1 4900. Verð i lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan hi. Réttlætismál bílstjóranna. BtFREIÐAÚTHLUTUNm virðist ennþá ætla að valda deilrnn, og þeijn hörðum. Sum- ir voru farnir að vona, að þess- um átökum mundi nú linna, en það er öðru nær, enda þarf engan að furða á þvi, þegar á það er litið, hvernig í pottinn er búið. Sú óreiða. sem var á þessum málum li höndum Jakobs Möll- ers, meðan hann var ráðherra, kom allri bifreiðaúthlutun út úr jafnvægi, svo að erfitt hefði verið að kippa þvi strax í lag, þótt sæmilega réttlát skipun hefði komizt á, eftir að Jakob Möller fór frá. En svo var ekki. I»essi ráðherra komst í svo mikla khpu út af ráðsmennsku sinni, ■ óefndum loforðum og hlutdrægni, að hann virti einsk- is vilja alþingis, sem skipað hafði lögum samkvæmt þriggja manna úthlutunarnefnd, sem fylgja sikyldi settum reglum. Ráðherrann gekk meira að segja svo langt, að hann af- nam, þvert ofan i augljósan vilja þingsins, Bifreiðaeinkasölu rikisins, og setti tveggja manna skilanefnd yfir góss hennar, auk þess skyldi nefnd þessi út- hluta bifreiðum jæim, sem einkasalan ætti eftir eða fengi enn innfluttar. Allt þetta einræðisbrölt vakti að vonum megna óánægju. Þessi mál snerta auðvitað mest bifreiðastjórana, sem hafa lifsframfæri sitt af bifreiða- akstri. Stéttarfélag þeirra, „Hreyfill“, fékk i fyrra veru- íegan tillögurétt um úthlutun- ina,, og það er eðlilegt, að það krefjist sama réttar nú. En sú ósvinna hefir nú skeð, að nefnd- in neitar þverlega að taka á nokkurn hátt tillit til tillagna „Hreyfils“ og ætlar þvi sýni- lega ekki að láta staðar numið á einræðisbrautinni. Enn frem- ur mun. það tilætlun nefndar þessarar, að fá stórum bifreiða- stöðvum, eins og Steindóri og B .S. A., bifreiðarnar í hendur, og svo auðvitað að gera sumar þeirra að „lúxus“Hbílum ein- stakra manna. „Hreyfill hefir mótmælt þessu ráðabruggi harðlega, og er full ástæða til. Óviða hefir spillingin verið Ijósari en i bílamálunum undan- farið. Úthlutunin er tekin úr höndum rikisstofnunar, sem haft hefir hana árurn saman, og einn ráðherra sýslar með Mnar verðmætu bifreiðar eftir eigin geðþótta, rétt fyrir harð- ar kosningar. Braskarar og gróðamenn og hálfvaxin hörn þeirra leiká sér i nýjum „lúx- us’”-hílum, en fátækir menn, sem þurfa að vinna fyrir sér með akstri, eru settir hjá. Það er sjálfsögð réttlætis- krafa bifreiðastjóranna, að þessum málrnn verði komið á réttláta^i og öruggari grund- völl. _________________ALÞYÐUBIAÐBB 4 Stefán Jóh. Stefánsson': íslenzk Mtanriklspélitik eíarússnesk? ■ ♦ MÉR kom það ekki alveg á óvart, Jiótt grein, sem ég skrifaði hér í blaðið 6. þ. m. um utanríkispólitik íslands, myndi koma við kaun íslenzkra kommúnista. Sú hefir og orðið raunin á. Blaðið Þjóðviljinn 9. þ. m. er að mestu leyti. um grein mína, og skortir þar hvorki fjallháar fyrirsagnir né stór, illvíg og ruddaleg orð. En það mætti æra óstöðugan að sópa burt öllu moldviðrinu, sem bæði fyrr, nú og síðar er þyrlað upp í dálkum Þjóðviljans, þegar bent er á liina ágengu, óstöðugu og yfirráðakenndu utanrikis- pólitík Rússlands. En það er einnig utanríkispólitik Þjóð- viljans og kommúnistaklikunn- ar. En fáein orð vildi ég þó láta falla að þessu sinni af til- efni Þjóðviljagreinanna. Ég er alveg sammála Þjóð- viljanum um það, „að samúð íslendinga á alþjóðamælikvarða hlýtur að vera með þeim þjóð- um, sem fyrir þjóðfrelsi berj- ast og standa á grundvelli þess sjálfar og viðurkenna rétt ann- arra til þess.“ Þess vegna ættu allir lýðræðissinnaðir íslending- ar, sem frelsi unna, að vera ein- dregnir gegn undirokun allra smáþjóða, hvort sem það er Danmörk eða Noregur, Finn- land eða Eistland, og hvaða stórþjóð sem það væri, er kúg- un og yfirdrottnun beitti. En þar skilur á milli. stefnu Al- þýðuflokksins annars vegar' og kommimista hins vegar, á milli íslenzkrar utanrikispólitikur og rússneslo-ar. Á máli Þjóðviljans heitir það að „bera fram kröfurnar, sem Göbbels flytur nú látlaust i Berlínarútvarpinu,“ þegar ég hélt því fram i grein minni, að íslendiugar hlytu og ættu „að taka undir óskir og kröfur smáríkjanna um fullt frelsi og sjálfstæði." Fyrr má rota en dauðrota, og fyrr má beita blekkingum, en hafa algerlega endaskipti á réttu og röngu.^_ Þjóðviljinn talar mn, að ég og Alþýðublaðið vilji „burt með sósíalismann úr Eystrasaltsríkj- unum.“ En ég hefði haldið, að þar ríkti nú sízt sósíalismi, und- ir oki nazismans. En þegar því oki er aflétt, fj’rir ötula baráttu handam.anna, eiga Eystrasalts- ríkin að njóta fulls frelsis og sjálfstæðis, en ekki að lenda á ný undir oki annars stórveldis. íhúa Eystrasaltsríkjanna mun hvorki skorta manndóm né vilja til að berjast sjálfir fyrir umsköpun þjóðfélaga sinna í anda jafnaðarstefnunnar. Til þess er bezt að þeir hafi fullt frelsi og sjálfstæði. Ekkert í skrifum Alþýðubl. né grein minni, gefur nokkra minnstu átyllu til þeirra ósvifnu og frá rótum upplognu ásak- ana, er Þjóðviljinn ber á borð fyrir lesendur sína, þar seni. hann segir „að forusta Alþýðu- flokksins er að bjóða sig aftur- haldi Ameríku og annara landa, bjóða liðveizlu sína.“ (Letur- breyting Þjóðviljans.) Og síðar í sömu grein: „Stefán Jóhann er með þessari grein að bjóða Alþýðuflokkinn fram sem ér- indreka fyrir hvaða afturhald í heiminum, sem jrrði arftaki nazismans.“ En hvernig stendur á, að kommúnistaklikan ber blákalt fram jafn augljós ósannindi? Til þess liggja tvær ástæður. íslenzkir kommúnistar hafa ekki aðra stefnu um utanríkis- mál en utanrikispólitík Rúss- lands. Þess vegna reiðast þeir svo ferlega, þegar að henni er sveigt og hún réttilega gagn- rýnd. Þeim er óljúft að minnzt sé á hina illræmdu yfirlýsingu í einu höfuðmálgagni Rússa, að það „sé smekksatriði hvort menn berjist með eða móti naz- ismanum." í annan stað getur íslenzka kommúnistaldíkan eldki hugsað sér annað sjónar- mið, en að barizt sé fyrir þvi að Ísland sé liáð einhverju stór- veldi. Þeir vilja sjálfir ölíú framar yfirráð Rússlands (sbr. skoðun þeirra um Eystrasalts- rikin og Finnland). Þvi ímynda þeir sér, að andstæðingar þeirra í stjórnmálum vilji yfirráð Bandarlíkjanna. Þeir skilja ekki eða vilja ekki skilja þá ákveðnu utanríkispólitík, íer Alþýðu- flokkurinn vill berjast fyrir, að ísland sé algerlega frjálst og sjálfstætí ríki, í nánustu sam- vinnu við hóp hinna norrænu ríkja og í góðri en óháðri sam- búð við stóru lýðræðisríkin og styðji einarðlega kröfur allra smáþjóða til frelsis og sjálf- stæðis. Vera má, að í hópi íslenzkra kommúnista finnist inenn, sem vildu, ef tækifæri gæfist, taka að sér hlutverk Kuusinens hins finnska. Þjóðin þarf að standa á verði gegn slíkum mönnum. Hún þarf að reka íslenzka utan- ríkispólitik, en ekki rússneska. Stefán Jóh. Stefánsson. Sipnrðnr Dragmland: Söngvar hamra skáldsins. Lióð Gnðfinnn frá fiomram. AÐ þarf ekki næmar til- finningar til að skynja það, að flestöll ljóðrænu skáld- in íslenzku yrkja meiri hluta Ijóða sinna í fullkomnu til- gangsleysi. Hvaða gagn er að öllum pjáturbaukasönglanda? Hvaða kraftur er í því, sem þessi skáld eru að segja? Sum yrkja ef til vill sjötiu og fimm Ijóð um eitthvað, sem túlka má í einu kvæði, stuttu. , Nei, þá er Jóhannes úr Kötl- um nokkuð betri. Hann er i senn ljóðrænn og krafírænn, — töfraþulur með þrimiurödd sem vekur svefngsessirnar af eilifðarblundi. Lesið kvæðin Stjörnufákur og Þegar landið fær mál. Skylt er þó að viðurkenna einnig, að við eigum Ijóðræn skáld, sem í hverju kvæði hafa mikið að segja, án þess að beita þvilikum kráfti og Jóhannes. Slikt skáld er Ðavíð frá Fagra- skógi. Og slíkt skáld ér Guð- finna frá Hömrum. Ljóð Guðfinhu eru flest ort af fullkomnu valdi yfir form- um. Hrynjandi þeirra er mátt- ug, hljóðlát. Likingar og mynd- ir fjölskrúðugar. Og lesandinn finnur, að skáldið er virkilega það, sem það jiykist vera. Yrkisefrii Guðfinnu eru mörg. Þó er henni hugstæðast sumarið, þegar — hver sólskinsþröstur i kjarri / kveður, og lilukknahljómur um skóg- inn fer, en hvítasunna á vorsins vegi Miðvikudagur 12. mai 1943« Auglýsingar, r — sem birtast eiga í Alþýðublaðinu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnarí Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá _____Hverfisgötu)__ fytirlkl.“7 a5 fevíldi. Sfml 4906. Kaupum tnskar bezta ferði. Alpýðnprentsmiðjan h. f. Tvær stúlkur vantar strax í eldhúsið á Elli og hjúkrunárheimilið Grund Húsnæði fylgir Uppl. hjá ráðskonunni. að vörum gróandans ljósveig ber. Jafnvel aðdáun liennar á vetrinum andar sterkri sumar- þrá, eins og t. d. í kvæðinu „Á skautum“. Kvæðið um smala- stúlkuna sýnir ást skáldkonunn- ar á rómantík islenzkra sveita. Og úr fjarlægð yrkir hún til átthaganna: En kaldra skapa straumur mig burtu har. Þá breyttist allt. Ég fann, þegar hðu stundir, að Ufs míns svör voru aðeins, aðeins þar, ?em æska min söng og hamr- arnir tóku undir. ( Sumir ritdómarar hafa bent a kvæðið „Þagnargull“ sem bezta kvæði bókarinnar. Víst er það gott kvæði. Þó er erfitt a® benda á eitt kvæði sem bezt sé í ljóðabók Guðfinnu. Kvæðið um Hveravelli er dásamlegt. Þar er þetta erindi: Litlum þresti við laugargróður er landið suðræna týnt og gleymt, því draum um íslenzka aldin- lundi bér oft i sumar hann hafði dreymt, Hann veit, að Sóley hin sumar- bjarta á sæluríki við hjartað geymt. Sigurður Draumland. TIMINN gerir i gær aljS um- talsefni þá margendutr- teknu staðhæfingu Þjóðviljans undanfarna daga, að_ vinstra samstarf og vinstri stjórnar- myndun hafi strandað á ein- hverri kauplækkunarkröfu af hálfu Framsóknarflokksins. Stimplar Tíminn þessa stað- hæfingu Þjóðviljans sem hel- ber ósannindi, borin fram í því eina augnamiði, að klóra yf ir svik kommúnista sjálfra við kosningaloforð þeirra , um vinstri samvinnu- og vinstri stjórn. Tíminn segir: „Forsprakkar sósíalista finna, að þeir hafa sett sig í gapastokk- inn með því að hindra vinstri stjórn og hjálpa stórgróðavaldinu í sjóð hlunnindamálinu. Liðsmenn þeirrt átta sig illa á þessu framferði, þar sem þeim hafði verið lofað rót- tækri umbótastjórn og auknum sköttum á stríðsgróðanum. Þar sem frambærilegar afsakanir brest ur, reyna forsprakkarnir að losa sig úr gapastokknum með beinum ósannindum. Þess vegna hamra blöð þeirra daglega á því, að Fram sóknarílokkurinn hafi barist fyrir lögþvingaðri kauplækkun á sein- asta þiiigí Það á að vera skýring á því, að þeir höfnuðu vinstri stjórninni og neyddust til að semja við íhaldið í skattamálunum! Eins og margt oft hefir verið tekið fram hér í blaðinu, báru Framsóknarmenn ekki fram á sein asta þingi neina tillögu um lög- þvingun í kaupgjaldsmálum. Stefna flokksins var sú, að um þessi mál þyrfti að nást samkomu lag bænda og launþega. I fyrsta lagi þyrfti að ná slíku samkomu- lagi um hlutfallið milli kaupgjalds dg afurðaverðs. í öðru lagi aetti að ná samkomulagi við þessa aðila, þegar áðurgreint hlutfall væri fundið, um jafna niðurfærslu á af urðaverði og kaupgjaldi, ef slik niðurlærsla álitist nauðsynleg fyr ir atvinnulífið. Slík niðurfærsla kæmi þó eigi til greina fyrr en meginhluti striðsgróðans hefði ver ið þjóðnýttur með eignaauka- skatti, endurnýjuðu eignaframtalip auknu skattaeftirliti og öðrum hlið stæðum ráðstöfunum. Þáð, sem nú hefir verið rakið, sýnir fullkomlega, að allt skraf sósíalistaforsprakkanna um kaup- þvingunartilraunir Framsóknar- flokksins á seinasta þingi er upp spuni frá rótum. Þvert á móti hef ir Frmsóknarflokkurinn lagt á- herzlu á samkomulagsleiðina í þesa um málum. Sósíalistar geta því ekki bjarg- að sér úr gapastokknum með þess um ósannindum. Þau munu ekki fá leynt því, að vinstri stjórm strandaði á andúð Moskvu-klík- unnar, sem enn ræður Sósíalista- flokknum. Hún víll ekki róttækar framkvæmdir og umbótastjórn. Hún vill láta upplausnina halda áfram. Þess vegna setti hún fram ýms skilyrði, sem ekki snertu hags muni alþýðunnar og hún vissi, að hinir flokkarnir gátu ekki fallizt á. Það má t. d. nefna þingrofs- skilyrðið, að pólitísk verkföll væns leyfð og hafin yrði virlc þátttaka í styrjöldinni. Fyíir starfi níumannanefndar- innar mun verða gerð ítarleg grein af hálfu Framsóknarflokksins ims an skamms. En sósíalistaforingj- arnir hafa þegar opinberað almems ingi, að það er þeirra sök, að ekki náðist samvinna um vinstri stjóm. Þess vegna reyna þeir að blekkja fylgismenn sína með alls konar ó- sannindum, eins og þeim, sem nú hefir verið skýrt frá“. Þannig farast Tímanum orð um tilraunir Þjóðviljans und- anfarna daga til þess að velta sökinni á því að ekkert varð úr vinstri stjórnarmyndun, af iorsprökkum kommúnista yfir a aðra. Verður því fróðlegt að sjá, hvað Þjóðviljinn segir við þessu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.