Alþýðublaðið - 12.05.1943, Side 6

Alþýðublaðið - 12.05.1943, Side 6
ALÞYPUBLADtD Miðvikiudagur 12. mai 1943. littúrBlækolngaf élag fsSaoda Stef- nr fjársöfnnn til heiisnhælis. Hin þekkta útvarpssöngkona í Bandaríkjunum Jane Froman sést hér á inyndinni í samkvæmiskjóli aí' nýjustu tízku. Alþýðublaðið hefir vérið Jáeðið fyri.r eftirfarandi ávarp til birtingar: EINHVER nytsamasti og vin sælasti félagsskapur hér á landi er Slysavarnafélag ís- lands. Að verðleikum hefir það áunnið ser hyHi allra lands manna, enda eru slysavarnirn ar eitt . stærsta velferðarmál þjóðarinnar. Drukknanir og önnur slys eru sorglega tíð hér á landi. En til er önnur tegund slysa, enn algengari og hörmulegri. Það eru sjúkdómarnir. Þau slys eru átakanlegust fyrir þá sök, að þau eru, að dómi fjölda mætra manna, lærðra og leikra, að mjög miklu leyti sjálfsskapar- víti, sem vér leiðum yfir oss með óskynsamlegum lifnaðar- háttum og auðvelt væri að koma í veg fyrir og jafnvel lækna, með því að taka upp réttar lífsvenjur. Hér á landi drukknuðu 55 manns árið 1939. Sama ár dóu úr meltingarsjúkdómum 59 manns, 87 börn dóu á 1. ári og fyrir krabbameini hnigu 157 rnanns í valinn. Hér verða ekki fleiri tölur raktar né aðrir sjúkdómar nefndir. En þetta nægir til að sýna, hvað leggj- andi væri í sölurnar til þess að afstýra þessum slysum. Og þó sýna tölur þessar ekki nema aðra hlið málsins, lokasigur sjúkdómanna. Þær tala ekki um marga ára eða áratuga þjáningar og heilsuleysi, harm foreldra og annarra ástvina, — tímaeyðslu og kostnað, tap ein staklinga og þjóðarinnar allr- ar, ekki sízt, þegar á það er litið, að um helmingur þeirra, sem deyja, eru innan við 55 ára aldur. Læknavísindunum hefir tek- izt að stemma stigu fyrir skæðustu farsóttum. En hrörn- unarsjúkdómarnir leika enn lausum hala. Ef það er rétt, að þeir séu að verulegu leyti sjálf skaparvíti — eða þótt ekki væru nema líkur fyrir því, þá er baráttan gegn þeim, á heil- brlgðum grundvelli, víðtækasta og þýðingarmesta slysavarna- starfsemin og allra stærsta vel- ferðamál hverrar þjóðar. Þessar slysavarnir eru höfuð markmið Náttúrulækningafé- lags Islands. Og ein af mörgum leiðum að því marki e,r stofn- un heilsuhælis — eða heilsu- hæla —, sem hafi það tvöfalda hlutverk: 1. að lækna sjúka með náttúrlegum aðferðum, — mataræði, hreyfingu, böðum o. s. frv., — sem miða að því að flytja líkamanum rétt næring- arefni, hreinsa hann útvortis og innvortis og styrkja hann á alla lund. 2. að kenna sjúkling unum og öðrum, hvernig þeir eiga að haga sér, til þess að öðlast fullkomna héilbrigði og vernda hana sér og sínum til handa. Sífellt er kvartað yfir sjúkra húsaskorti. Hér er á ferðinni viðleitni til að bæta úr þeirri vöptun, það sem meira er um vert, vi.ðleitni til að draga úr siúkrahúsaþörfinni, með því að kenna fólki að forðast sjúk- dómaslysin. Margföld reynsla, bæði erlendis og hér á landi, sýnir, hvílík kraftaverk menn geta gert á heilsu sinni, með því einu að breyta lífsvenjum sínum í réttára og einfaldara horf, með réttu mataræði, b©ð- um o. s. frv., og hvernig þann- ig ér hægt að fá varanlégan bata. Og við litum svo á, að mál þetta þoli enga bið. Félag okkar mun fylgja því fram til sigurs, undir forystu og hand- leiðslu Jónasár Kristjánssonar og annarra lækna, er þegar hafa fyllt flokk okkar eða kunna að gera það í náinni framtíð, og að sjálfsögðu í sam- ráði við heilbrigðisyfirvöld þessa lands, þegar til bygging- ar og reksturs hælisins kem- ur. Og það er sannfæring okk- ar, að það verði óskabarn þjóð arinnar, ekki síður en t. d. Landsspítalinn og Kristnes- hæli, sem einnig voru reist fyrir samskotafé. ' Reynslan sýnir, að takast má að safna miklu fé á ótrúlega skömmum tíma, ef nógu margir leggjast á eitt. Til er þegar lít- ill vísir að sjóði: Heilsuhælis- sjóður N.L.F.Í. En nú á að hefjast handa um almenna fjársöfnun, til þess að hrinda málinu áfram, og var í þvi skyni kosin 7 manna nefnd á síðasta aðalfundi N.L.F.Í. Ýms- ir velunnarar þessa máls hafa þegar heitið ríflegum fjárfram lögum í sjóðinn, og náestu daga verður gengið fyrir hvers manns dyr hér í Reykjavík, — með samskotalista. Róm- var ekki byggð á einum degi, og við gerum okkur ekki vonir um að nægilegt fé safnist í fyrstu atrennu. Mun nefndin því halda áfram fjársöfnunarstarfi sínu um óákveðinn tíma, og verður nú eftirleiðis tekið á móti gjöfum og áhéitum á eft- irtöldum stöðum: I verzlun Matthildar Björns- dóttur, Laugavegi 34 A. í Verzluninni Goðafoss, Laugavegi 5. í Verzluninni Selfoss, Vest- urgötu 42 . Félag okkar er enn fáment og lítils megnugt af eigin rammleik. Heilsuhælið er ekki ætlað félagsmönnum einum, heldur eiga allir landsmenn að fá þar aðgang. Og því heitum við á alla góða íslendinga til liðsinnis og drengilegrar og skjótrar hjálpar, til þess að efla baráttuna gegn hinum tíð- ustu og hörmulegustu allra slysa: Sjúkdómaslysunum. Reykjavík, 27. apríl 1943. Matthildur Björnsdóttir, (formaður). Þorvaldur Jónsson, (ritari). Arriheíður Jónsdóttir. Elín Egilsdóttir. Guðrún Þ. Björnsdóttir. Pét.i'r J-1 - ~ ?snn. Unnur Skúladóttir. |Húsráðendnr! ( < \ j Vantar 1 til 2 herbergi j. j oð eldhús nú öegar' í eða 14 maí næstfe. — \ <Má vera utan við bæinn i s ^ sUppI. í símum 4905 og 4906 \ ^ eftir bl. 3 e. h. s C S Grettisgötu 57. Gardinntan AUGLÝSIB í Alþýðublaðinu. Jðhannesarpassían. Pislarsaga Krists í tónum. AF tveim passíutónverkum (passion) Joh. Seb. Bachs hefir litla passían nú verið flutt í fyrsta sinn hér. Jóhann-^ esar-passían er upprunalega samin sem tækifærisverk fyrir Leipzig til kirkjulegs viðhafn- arauka vegna páskahelgarinn- ar, enda fannst höfundinum á- stæða til að umrita hana tvisv- ar sinnum. Mattheusar-passían er viðameiri og vandfluttari og ítarlegri að efnismeðferð en Jóhannesar-passían, sem hvorki gerir grein fyrir heilagri kvöldmáltíð né at- •burðunum á Olíufjallinu. Hin skemmri passía Bachs er í rauninni allmyrkúðugt .og á- stríðuríkt verk, hlaðið blóði- drifnum lýsingum á píslarun- aði heittrúarstefnunnar. Hún er í öllu gervi sínu rómantísk- ari og jafnframt ofsafengari en systurverk hennar; kemur það höfuðeinkenni hennar greinilegast fram í hinum víg- óðu upphrópunum múgkórsins í öðrum kafla (Ei þennan, heldur Barrabas!). í algjörri mótsetningu við þessa grimmd- arlegu einbeittni stendur hin háðslega vegsömun málaliðs- mannanna í vaggandi hljóð- falli hræsni og fordildar. Því miður hefir m. a. fallið úr við þessa uppfærslu hin dásamlega lögkænsku-fúga gyðinganna, sem Bach notar á teiknandi skoplegan hátt. Hér fær hann gullið tækifæri til að lýsa smá- smugulegum en ákaflyndum lögkrókamönnum með sígildu hermilögmáli fúgunnar. Þegar flytja á hér stórverk sem þetta, er margs að gæta í skiptingu hlutverka. Einsöngs- hlutverkin eru mjög stór þátt- ur í leikrærium verkum, og hvílir mikill vandi á þeirra herðum. Hér eru þau óvenju- lega margskipt, svo að samein- ing virðist æskileg, enda má komast af með sex einsöngv- ara. Hér verða ekki rakin öll einstök atriði hins fjölmenna einmenningaflokks (tólf sól- istar). Hins vegar ætti ekki að gleymá því, að flest af söngv- urum þessum er áhugafólk, sem tekst þessi verkefni á hendur af brennandi löngun til tónlistaiðkunar eftir fullkomið lýjandi dagéverk við alóskyld störf. Aðstaða þeirra er því al- gjörlega ósambærileg við að- stöðu menntaðra söngvara, sem hafa rýmri tíma og stað- betri undirstöðu til þess að verða vel við verkefni sínu. Og þá vaknar sú spurning, hvort alls ekki sé völ á einmitt æfð- um söngkröftum, sem hægt sé að bjóða þátttöku við slíka uppfærslu sem þessa með þeim kjörum, að þeir þekkist boðið og leggi sæmd sína í að leysa hana eftir allrabeztu getu og kunnáttu. Það er meira að segja full ástæða til að halda, að laun til listamanna kæmu öllurn að betra gagni á þann hátt, heldur en þau gera í nú- verandi mynd sinni, serii ber vott um tómlætislegt skipu- lagsleysi og skort á heilbrigðri hvatningu til samkeppni. Yfirgripsmesta hlutverkið var í öruggum höndum hjá Þorsteini Hannessyni, sem tengdi atvikarásina saman með söngtóni guðspjallamanns- ins, og mun þetta eitt hið erL iðasta verkefni, sem hérlendis hefir enn verið lagt á söngvara. Bach hefir ekkí ætlað sár af, er hann samdi þessa hlutlausu frásögn, enda hefir hún orðið mörgum tenórsöngvurum æði- hörð hnot að brjóta, ekki sízt á hinum annálaða stað „og grét beizklega.“ Hér var tónhæfni Þprsteins örlítið áfátt við ónóg- samlega beinskeyta undirleiks- krómatik. Að öðru leyti vár framsetning Þorsteins kjölföst og einarðleg. Guðmundur Jónsson staðfesti í hlutverki Krists þá von, að hér sé í upp- siglingu efni í myriduglegan og fágætan bassa, sem með góðri handleiðslu eigi tvímælalaust framtíð fyrir sér á söngvara- brautinni. Ólafur Magnússon sýndi góðan skilning á efni og röggsemi í túlkun sinni, enda þótt lega raddarinnar hefði annars staðar notið sín betur. Lítið hlutverk Dariíels Þorkels- sonar féll vel inn í ramma heildarinnar. Páll ísólfsson að- stoðaði með mjög vel aðliæfð- um orgelleik. Hljómsveit Reykjavíkur annaðist allan annan hljóðfærastuðning með forystu stroksveitarinnar, sem stundum gerðist þó helzt til nærgöngul við tréblásturshljóð- færin í forréttindaaðstöðu. Heildarstjórn þessarar merku uppfærslu hafði á hendi dr. Urbantschitsch, og hefir hann auk þess séð um íslenzkan út- búnað textans frá frummálinu. Flutningur þessa trúarlega meistaraverks hefir fært hon- upi veg en einnig vanda, enda hafði hann af frábærri sam- vizkusemi vandað mjög til alls, sem að honum laut, og var leiðsögn hans hin markvísastá. H. H. HANNES Á HORNINU Frh. af 5. síðu. lega sannspár um gang styrjald- arinnar, sagt, að Hitler verði sigr aður 1945, ef til vill 1944. MENN BÚAST við innrás á meg inlandið þá og þegar. Bretar gera mikið að því að tala um þetta í út varpi Sínu. Næstum því hver .fyr irlesari minnist á það. Má vel vera að það sé gert til að gera Þjóð- verja og ítali „nervösa". En hvað sem því líður þá er ekki hægt að sjá að Bandamenn geti sigrað nema með því að 'sækja óvini sína heim og það munu þeir gera hvé- nær sem það verður. EINN FYBIRLESARANNA í brezka útvarpinu minntist á, 10. maí á mánudaginn. Hann. gat þeirra atburða, sem gerst höfðu þann dag á undanförnum árum. Hann rétt minntist á landgöngu brezka hersins hér 1940 og sagði að ísland hefði orðið þýðingar- mikið fyrir Bandamenn í styrjöld- inni, sérstaklega vegna kafbátá- hernaðarins og verndunar skipa- flotanna. Við ýitum það, að éf Hitler sjálfur þykist hafa nokkra von um að sigra í styrjöldinni, þá bindur hann þá von við kafbáta hernað sinn — og þá skilur maður hvörsu ísland er þýðingarmikið til þess að gera þá von að engU;-; 10. MAÍ er merkisdagur. Von- andi verður það tímabil í sögu okkar, sem miðast við þann dag ekki langt úr þessu. Við þráum að minnsta kosti að verða fljótt aftur einráðir í landinú okkar, að ný viðhorf skapist, að við fáum aftur fullkomið athafnafrelsi — og að aðrar þjóðir öðlist aftur það frelsi, sem þær hafa verið sviftar með ofbeldi og yfirgangi. Hannes á horninu. ÚtbreiOIð AlþýðnblaðiO

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.