Alþýðublaðið - 18.06.1943, Blaðsíða 7
Föstudagur 18. júní 1943.
ALÞYÐUBLAPIÐ
Bærinn í dag.
Næturlæknir er í Læknavarð-
stofunni, sími 5030.
Næturvörður er í Ingólfsapó-
teki, sími 1320.
ÚTVTRPIÐ:
20,30 íþróttaþáttur í. S. í.
20,45 Strokkvartett útvarpsins:
Lítið næturljóð eftir Mozart
21,00 ,,Úr handraðanum'^ (Ólafur
Lárusson prófessor).
21,20 ^ymfóníutónleikar, plötulr:
a. Korverkið „Veizla Belz-
ar“ eftir Walton.
b. ,,Lævirkinn“, tónverk
eftir Vaughan Williams.
Hjónaband.
Síðastliðinn laugardag voru gef
in saman í hjónaband, af séra
Birni Magnússyni á Borg, ungfrú
Sigríður Ásbjörnsdóttir og Skúli
Þorkelsson, rakari, Flókagötu 12.
Uppsöon Menntaskðlpns
Frh. af 2 .síðu.
læknir, Geir Zoéga, vegamála-
stjóri, Bogi Brynjólfsson, sýslu
maður, Guðmundur Hannes-
son, lögfræðingur og séra Jó-
hann Briem.
Stúdentar útskrifaðir fyrir
25 árum voru: Alfons Jónsson,
Árni Pétursson, Bjarni Guð-
mundsson læknir, Brynjólfur
Árnason, fulltrui, Brynjólfur
Bjarnason, alþingismaður,
Brynleifur Tobíasson, mennta-
skólakennari, Dýrleif Árha-
dóttir, Einar Ólafur Sveinsson,
háskólabókavörður, Finnur
Einarsson bóksali, Guðrún Ar-
inbjörnsdóttir, Gústaf A. Jón-
asson, Hannes. Árnason, verk-
fræðingur, Henrik Ottósson,
Jóhann J. Kristjánsson læknir,
Jón Grímsson, Kristinn Ólafs-
son, Magnús Konráðsson,
Stefán Jóh. Stefánsson, Stefán
Stefánsson frá Fagraskógi,
Sveinbjörn Högnason, Þorvald
ur Sölvason, Þorsteinn Gísla-
son, prestur og Pálmi Hann-
esson rektor.
í yfirliti yfir hina nýútskrif-
uðu stúdenta í blaðinu í gær,
vantaði tvo, þá Sigurð Magn-
ússon, I. eink. og Skúla Jens-
son, I. eink. Skúli er lamáður
og hefir aldrei getað sótt
skóla. Er það því mikið afrek
af honum að ljúka stúdents-
prófi með svo góðum vitnis-
burði.
í gærkveldi héldu nýju stúd
entarnir kveðjuveizlu. Mælti
þar nemandi fyrir minni latín-
unnar á latínu, annar fyrir
minni frönskunnar á frakk-
nesku, þriðji fyrir minni þjóð-
verskunnar á þýzku, fjórði fyrir
minni dönskunnar á dönsku,
fimmti fyrir minni enskunnar
á ensku, sjötti fyrir minni móð-
urmálsins á íslenzku, og loks
einn fyrir minni stærðfræðinn-
ar. Kennarar skólans svöruðu
á sömu málum.
Sumardvol.
Viljum taka nokkra
telpur til sumardval-
ar, á aldrinum 5—10
ára, yf'ir júli- og á-
gústmánuði.
Afgreiðsla Alþýðublaðsins
vísar á.
Verð fjarveraudi
til 1. júlí n. k Hr.
læknir Björn Gunn-
laugsson annast
sjúkrasamlagsstörf
mín í fjarveru minni.
Theodór Skúlason, læknir.
Ræða forsætisráðherra í pr.
Frh. af 2. síðu. ]
hlaut forræði fyrir hinum. Þetta
leiddi til keppninnar um að ná |
sem beztum árangri. íþróttirnar
urðu að nauðsyn til þess að
hafa mannaforræði. Það varð að
stæla líkamlega orku; vegur
ættarinnar var annars í voða,
en þar sem nautnsýkin náði yf-
irhönd yfir íþróttunum. var
glötunin vís.
Alþýðan stundaði vinnu sína
og þar valt á því, hver vinnan
var, hvort hún lamaði líkams-
þrekið eða hvort hún stælti það.
Á síðari tímum höfurn við
heyrt gerðan mismun á hollri
vinnu og óhollri. Hvergi hefir
þetta verið áður með okkar
þjóð gegn íum aldirnar? At-
vinnuvegir okkar hafa fram á
síðustu ár verið nær einvörð-
ungu kvikfjárrækt og fiskiveið-
ar. Vinnan við þessi störf er úti-
vinna að mestu, og útivinna er
holl vinna. Atvinnuvegirnir
sjálfir hafa því stuðlað að góð-
um líkamsþroska. Hin sérstöku
störf við þessa átvinnu höfðu
og hafa mismunandi gildi fyrir
líkamsþroskann.
En með því að hverfa frá hin
um frumstæðu lifnaðarháttum
og beita vél í stað líkamsork-
unnar við hin margvíslegustu
störf. þá eru íþróttaiðkanir
orðnar óhjákvæmilegar sem
afleiðing vélamenningarinnar
til þess að hin up'pvaxandi kyn-
slóð öðlist sömu hreysti og hin
eldri kynslóð náði með störfun-
um einum.
Síðan um aldamótin síðustu
hefir orðið gjörbreyting á þjóð-
félagsháttum okkar og atvinnu-
lífi, þótt höfuðatvinnuvegirnir
séu hinir sömu og áður. Nú býr
líklega aðeins rúmur fjórði hluti
landsmanna í sveitum, en þrír
f jórðu hlutar í þæjum, kauptún-
um og þorpum. í lok síðustu
aldar lætur nærri að hlutföllin
hafi verið öfug. Þá var það
einnig svo. að allur þorri hins
starfandi fólks vann útivinnu,
var tiltölulega frjálst um það,
hvernig það beitti líkamsork-
unni við vinnuna. Það hafði, ef
svo má segja, líkamlegt frelsi.
En hvernig er því nú varið um
hið vinnandi fólk í bæjunum?
Mikill meiri hluti þess vinnur
innanhúss, konur nær allar.
Þessi vinna fer fram í skrifstof-
um. sölubúðum, verksmiðjum
og verkstæðum. Þótt aðbúðin á
vinnustaðnum sé í bezta lagi,
þá er vinnunni í mörgu falli
þannig háttað. að hún verkar
sljófgandi á líkamann og and-
legt fjör. Þetta er öfugt við
líkamlega frjálsa vinnu.
Allt þetta fólk þarf áð iðka í-
þróttir, ef það á ekki að bíða
tjón á hreysti sinni. Það þolir
ekki jafn langan vinndag sem
hin eldri útigangskynslóð. Það
þarf einnig frí og orlof. Hin
eldi kynslóð kann að hafa verið
dálítið treg að skilja þessar nýju
þarfir. en hún verður nauðug
viljug að skilja það, að tíminn
krefst þess. 1 ,
Þá má ef til vill einnig taka
það með í reikninginn, að málm-
urinn í okkur sjálfum sé í dag
ekki eins hreinn og traustur og
hann var í hinum góðu stofnum,
sem komust af og komust heilir
undan fyrri alda hömungum og
horfelli, við skulum segja síð-
ast á 18. öld, þegar tala allra
íslendinga var innan við 40
þúsund. Svo er og frjósemi hins
hrausta og vel mennta fólks
minni nú en áður, og afkvæmi
hinna lítilsigldari lifa fleiri nú
en þá og klekjast upp sökum
betri aðbúnaðar og læknis-
menntar.
Þá ber því ekki að gleyma í
þessu sambandi, að svo er lífs-
baráttu þjóðarinnar háttað, að
árlega krefst Ægir, jafnt á frið-
artímum sem ófriðar, fórna
margra manna á léttasta skeiði.
þeirra, er bezt eru að sér um
þrek, hugrekki og táp. Þetta
árlega mannfall mæðir þungt á
þrótti þjóðarinnar og viðhaldi
hrausts kynstofns.
Og loks er þess ekki að dylj-
ast, að núverandi ástand kann
að hafa í för með sér allmikið af
mannlegu brotasilfri, sem gefa
þarf nánar gætur að. —
Það er hlutverk íþróttastarf-
seminnar í landinu, að ,.koma
öllum til nokkurs þroska“. Það
þarf að innræta barninu og !
unglingnum nauðsyn íþrótta-
iðkana, og hinum vinnandi
manni að nota rétt þau tæki-
færi. sem stuttur vinnudagur
frí og orlof hafa upp á að bjóða.
Ef þessi gæði ^ru misnotuð.
verða þau að hefndargjöf. —
íþróttamenn! íþróttasamband
íslands! Þið eruð vökumenn
þjóðarinnar um þessi merkilegu
mál. Þið starfið með og í skól-
unum, og íþróttasamband Ts- .
lands er æðsti aðili að lögum
um frjálsa íþróttastarfsemi í
landinu. Ykkar starfssvið er
vítt. Það nær yfir land allt og
á að ná inn á hvert heimili og
taka til hvers einasta manns.
Eins og kirkjan til forna hafði
eftirlit með líferni fólksins, sið-
ferðilegu og trúarlegu. svo á
Íþróttasamband íslands nú að
vera hinn stöðugt vakandi ár-
maður yfir hinu siðgæðilega,
líkamlega, uppeldi æskunnar í
landinu og að fólkið vanræki
ekki þar á eftir viðhald líkams-
hreystinnar. Allt verður að
haldast í hendur. líkamsæfing-
ar, holl fæða og heilnæm húsa-
kynni. Annars er úrkynjun
kynslóðarinnar viss. Vélar og
þægindi nýmenningarinnar
þarf að umgangast með allri
varúð.
Eins og ég sagði áðan. tekur
starfssvið íþróttasambands ís-
lands yfir land allt, en það tak-
markast ekki við þetta land
eitt, því að svo er kveðið á í
íþróttalögunum, að það komi
fram erlendis af landsins hálfu
í íþróttamálum. Með þessu er
ykkur af ríkisvaldinu trúað fyr-
ir miklu. Eins og þið vitið. er
tilvera okkar sem sjálfstæðs
þjóðríkis komin undir því. að
við höldum samúð og vináttu
annarra þjóða, sem við höfum
skipti við. En til þessa þurfum
við að reyna af ítrasta megni að
láta þær skilja og virða aðferðir
okkar og athafnir. Þegar þið
komið á erlendan leikvang, þá
eruð þið ekki aðeins íslenzkir
menn, heldur svo algildir full-
trúar þjóðarinnar. að hún er
metin sjálf eftir frammistöðu
ykkar. Þið verðið þá að sýna,
ekki aðeins. að þið séuð vel
þjálfuð, heldur og, að þið kunn-
ið réttar leikreglur, en um
fram allt, að þið beitið aðeins
réttum, viðurkenndum leik-
reglum. Ef þið gerið það ekki,
er það vísast, að þið tapið ekki
aðeins leiknum, heldur eigið
það auk þess á hættu að verða
vísað út af leikvanginum. Nú
kynnuð þið að vísa til þess. að
þið telduð ykkar skilning á leik-
reglunum réttan, þá mun þó
sú málsvörn hafa lítið gildi, ef
hún mætir ekki samúð og skiln-
ingi annars staðar. Ég nefni
þetta ekki af því, að ég haldi,
að þið vitið þetta ekki, heldur
vegna þess, að við. menn hins
minnsta menningarríkis, verð-
um stöðugr að hafa það hug-
fast, að leika rétt, einnig að
annarra dómi.
Það var um og eftir aldamót-
in síðustu, sem íþróttaáhuginn
vaknaði hér í landi samfara
öðrum fjörkippum í þjóðlífinu
þá. Hin almenna íþróttahreyf-
ing með okkur er nú ekki eldri
en þetta. Og ég má segja, að
það voru ekki margir menn í
upphafi, sem hér voru að verki.
Ameríkska leikkonan Leslie Brooks í nýrxd sumardragt.
Blóm.
Það eru auðvitað sumir af frúm
herjunum horfnir héðan nú, en
ennþá eru ofan moldar nokkrir
þeirra, sem vöktu til lífs hér í-
þróttamenningu. Það voru vask-
ir drengir og batnandi og hafa
æ síðan, með óslökkvandi á-
huga. borið hátt merkið, ekki
aðeins í íþróttum, heldur hafa
þeir í anda og athöfn ávallt
verið góðir íslendingar. Þjóðin
þarf ætíð að eiga sem flesta
slíka menn, og mun þá fram-
kvæmd hugsjón íþróttalaganna,
að auka heilbrigði og hreysti,
líkamsfegurð, vinnuþrek og
táp.
íþróttastarfsemin er einnig
hið virkasta meðal til félags-
legra samtaka og samvinnu, en
þó nýtur einkaframtakið sín
hvergi betur sem fyrirmynd og
leiðarljós. En rétt mun fyrir í-
þróttamanninn að hafa það hug-
fast, að hollast er að æfa sig á
Amlóða, áður en fengist er við
Hálfsterk, og að geta lyft hon-
um, áður en þreytt er raunin
að hefja Fullsterk.
Með okkar þjóð hefir að því
verið unnið, að fræða fólkið og
skila landinu í betra horfi og
með bættum hag í hendur niðj-
unum. En auk þessa vinnið þið
íþróttamenn að ennþá göfugra
markmiði. Þið vinnið að því,
að lífsmáttur fólksins aukist,
að uppvaxandi og komandi
kynslóð fari batnandi, að sér-
hver kynslóð skili annarri betri,
og þess er áreiðanlega mikil
þörf nú. þar sem svo margt
hefir gengið úr skorðum.
Íþróttamenn! Þið hafið helg-
að ykkur 17. júní. í þessu fellst
það heit, að andi göfgi og festu
skuli ávallt ríkja í röðum ykkar
og að þið vinnið látlaust að
sjálfstæði þjóðarinnar.
íslenzka þjóðin lifi!
Silfurbrúðkaup í daq:
flnðoi Pðlssun og
Jðrunii lagnnsððttir
IDAG, 18. júní, eiga þau
25 ára hjúskaparafmæli
Guðni Pálsson skipstjóri og
Jórunn Magnúsdóttir, á Tún-
götu 36. Þau eru allmörgum
kunn hér í Reykjavík, hafa bú-
ið hér allan sinn búskap og
frúin borin og barnfæddur
Reykjavíkur. Guðni Pálsson er
fæddur að Götu í Selvogi árið
1891, og bjuggu foreldrar hans
þá þar. Ungur að aldri tók
Guðni að nema prentiðn og
var við það nám samferða Jóni
heitnum Baldvinssyni, og hélst
vinátta með þeim ávallt síðan,
þó leiðir þeirra skildu, sem
samstarfsmanna, er Guðni
gerðist sjómaður og lagði út á
Selvogsbanka og önnur feng-
sæl fiskimið Atlantshafsins, en
Jón tók að gera út á „stórasjó“
íslenzkra stjórnmála. Guðni
Pálsson lauk prentnámi í
Gutenberg árið 1911 og fékkst
við prentstörf nokkurn tíma
eftir það. En hugur hana
hneigðist meir og meir að sjó-
mennsku og gerðist hann því
brátt háseti á togurum, og að
fenginni hæfilegri þjálfun þar,
gekk hann í Stýrimannaskól-
ann. Lauk hann þar skipstjóra
prófi 1922. Hefir Guðni ávallt
síðan stundað sjó og verið ým-
ist stýrimaður eða skipstjóri
á fiskiskipum, oftast togurum.
Lengst hefir hann samfellt verið
á skipum Þórarins Olgeirs-
sonar, Belgaum, Júpíter og
Venusi, ýmist háseti eða stýri-
maður, — eða um 15 ára
skeið. Á togaranum Surprise
frá Hafnarfirði var Guðni
skipstjóri um skeið, en tók svo
við togaranum Ver, sem hann
lengst var skipstjóri á. All-
lengi var Ver gerður út frá
Reykjavík, en þegar sú útgerð
hætti, var hann seldur til Norð
fjarðar og hlaut þá nafnið
Brimir. — Var Guðni þar
skipstjóri á Brimi frá 1935—’38.
Er útgerð Brimis hætti, árið
1938, lét Guðni af togaraskip-
stjórn. Nú hefir hann um
tveggja ára skeið verið skip-
stjóri á Ms. Sæfinni frá Norð-
finni, og mun nú í dag vera
á honum einhvers staðar á hafi
úti á heimleið frá Englandi.
Getur hann því ekki minnzt
þessa hátíðardags síns heima
hjá konu og börnum í hópi
glaðværra kunningja og vina.
Guðni og Jórunn hafa eign-
azt sex börn. Eru 5 þeirra á
lífi og eru þau öll hin mann-
vænlegustu. Eru 4 þeirra upp-
komin og elzti sonurinn,
Ragnar, kvæntur. Hin öll eru
heima í foreldrahúsum.
í dag munu margir vinir og
kunningjar þeirra Guðna og
Jórunnar senda þeim hlýjar
kveðjur og óskir um, að næstu
25 árin verði þeim ekki síður
björt og hlý en þau árin hafa
verið, sem þau minnast í dag.
J. G.