Alþýðublaðið - 22.08.1943, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.08.1943, Blaðsíða 3
Sumiucíagjur 22. áfiúst 1943. AU'TDUBUÐIÐ ' í'" Patton hershðfðlngi Sigurvegarinn á Sikiley. Eftirfarandi grein, eftir ameríska blaða- mauninn Frank L. Kluck- hohn er um Patton hershöfð ingja hinn fræga yfirmann 7. hersins, sem ásamt 8. hrezka hernum undir forustu Mont- gomerys hrakti Þjóðverja og ítali úr Túnis og einnig ásamt honum gerði innrásina á Sikil ey. Það var Patton og her hans, sem hrauzt frá suður- strönd Sikileyjar yfir til norð urstrandarinnar, tók Paler- mo, sótti þaðan áfram í aust- urátt til Messina og hrauz fyrstur inn í þá borg, sem var síðasta vígi Þjóðverja og ítala á eynni. ÞEGAR George S. Patton var kvaddur til þess að stjórna hersveitum Bandaríkj- anna í Tunis, komust yfirmenn og aðrir um allan herinn að því, hvað við var átt með setning- unni: „Þú veizt ekki hvað lífið er, fyrr en þú hefir fengið á- vítur hjá Patton hershöfð- ingja.“ Hann æðir um herdeild- irnar eins og grenjandi ljón, heimtar að hver maður sé hreinn og strokinn, að fimmtíu faðmar séu á milli bílanna, þegar þeir eru á ferðalagi, að foringjarnir beri merki sín í hjálminum og hafi vopn sín alltaf gljáfægð. Hann gaf út nýja skipun um það, að foringj- ar yrðu sektaðir um 25 dollara, ef þeir sæjust án hjálms og 35 dollara, ef þeir hefðu ekki vopn sín við belti sér. Að því búnu sagði hann við yfirmann for- ingjaráðs síns, Hugh J. Gaffeý herforingja: — Við náum tak- marki voru, jafnvel þótt svo fari, að þú þurfir að aka skrið- drekanum og .ég að skjóta af byssum hans. Patton hershöfðingi er harð- ur sem demantur. Hann hefir mjög strangan aga. Hann er mjög gefinn fyrir fágun og snyrtimennsku, ekki einungis með tilliti til sjálfs sín, heldur og annarra. Hann er glæsilegur í tali og háttum og gæddur leik- hæfileikum. En þeir, sem sáu hann hella sér yfir bílstjóra með hinni furðulegustu orð- gnótt og kyngi og sáu hann svo rétt á eftir tárast yfir særðum manni í sjúkrahúsi, komust á þá skoðun, að þrátt fyrir hina hörðu skel er Patton hershöfð- ingi í raun og veru hjartagóð- ur maður, tekur starf sitt mjög alvarlega, og' að allar hugsanir hans og athafnir beinast að því einu að sigrast á óvininum. Hermenn Pattons hershöfð- ingja kalla hann ýmist „Georg“ „Græna drekann11 eða „Gamla berserkinn“. Hann er hár mað- ur vexti, virðist grannur, rjóð- ur í andliti og skollitað hár hans er tekið að grána. Hann er 57 ára gamall. Þegar hann fer í ein af háu stígvélunum sínum, stingur perluskeptum skamm- byssunum undir beltið og geng- ur þannig um vígstöðvarnar, er hann auðþekkjanlegur. Ég sá hann neita sér um að leita skjóls, þó að tvær- óvinaflug- vélar flygju í hundrað 7eta hæð fyrir ofan höfuðið á honum. Hins vegar beygði hann sig of- urlítið, þegar sprengja sprakk í aðeins örfáira feta fjarlægð frá bílnum hans, sem var skreyttur merki hershöfðingjasn Ég hefi heyrt hann segja við einn af foringjum sínum: — Þið þurfið að fá eitthvert verk- efni. piltar! I> EGAR Patton hershöfðingi var ungur maður, tók hann oft þátt í hnefaleikakeppni. Eft- ir fyrsta höggið barðist hann eins og vél. Hann álítur, að allir menn hafi tilhneigingu til þess að verða hræddir í styrjöld og telur, að líkt og á dögum róm- versku hersveitanna sé það ag- inn, sem styrki kjarkinn. Hann trúir því, að í hita orrustunnar geri hermennirnir vélrænt og ósjálfátt það, sem þeim hafi verið kennt — hafi þeim verið vel kennt. Ef ökumenn aka bíl- unum í þvögu á æfingum, gera þeir það líka í orrustu. Þannig stöðvaði hann bíl- stjóra á vígstöðvunum í Tunis og skammaði hann miskunnar- laust með óprenthæfum orðum fyrir að aka bílnum með meira en 50 mílna hraða á klukku- stund. Svo lækkaði hann rödd- ina og sagði vingjarnlega: — Þú 'L'-' : ’ Patton. átt að láta bílinn endast til styrjaldarloka. Loks hækkaði hann röddina eixn og sagði: — Reyndu svo að haga þér eins og viti borinn maður. Hann álít- ur, að hermenn þurfi á stolti að halda til þess að hafa sókn- arþrek .Það geta þeir ekki ver- ið, nema þeir séu hreinir og stroknir, enda krefst hann þess bæði á vígstöðvunum og heima. Á æfingavöllunum í Ameríku sá hann órakaða menn. Næsta dag sendi hann út svohljóðandi skipun: — Allir menn, sem ald- ur hafa til, raki sig daglega. 0°* NNUR grundvallarskoðun Pattons hershöfðingja er sú, að foringjar verði raunveru- lega að vera leiðtogar og fyrir- mynd hermanna sinna. í fyrri heirnsstyrjöld, þar sem hann hækkaði úr sveitaforingja í her- deildarforiixgja, fleygði hann sér flötum, þegar hann heyrði í fyrstu sprengjuixni. Svo leit hann urn öxl og sá 4 00Ö menn gera hið sarna. Eftir það stóð hann, þó að sprengjur springju og sá menn sína einnig standa. Þess vegna segir hann við for- ingja sína: — Herforingi verð- ur að sækja franx á undan mönnum sínum, jafnvel þótt hann verði drepimx. Sjálfur gefur hann fordæmið. Að lokinni hverri æfingu eða hernaðaraðgerð segir hamx nxönnum sínum, hvers vegna hitt eða þetta hafi verið gert, og vekur þeim þannig traust á sér. — Gangið fram! Gangið allt- af franx! segir Patton hershöfð- ingi við menn sína. — Þið meg- ið ekki bregast. Sækið á þang- að til síðasta skotinu er skotið cg bensínið gersamlega til þurrð- ar gengið. Eftir það sækið þið fram á fæti. Auk þess að hræða menn sína, hrífa þá með persónulegu hugrekki sínu og vekja þeim traust á sér, • sýnir hann þeim oft mildi. Dag nokkurn, er hann var að aka á bak við víglínuna í Tunis, nam hann staðar og spurði verkfræðingadeild eina, hvað hún væri að borða. Þeir gáfu í skyn, að þeir væru orðnir þreyttir á dósamat. — Hvernig myndi ykkur geðjast ný lamba- steik? spurði Pattpn. Það kváðu þeir hið mesta lostæti, og hann leyfði þeim þá að kaupa lömb af Aröbum. Það er kunnugt um allan ameríkska herinn, að Patton hershöfðiixgi er himx mesti 1- þróttamaður og afburða skamm byssuskytta. Hann er eimx auðugasti maður í hernum og hefir sjálfur siglt seglskútu sinni, nxeð fjölskyldu sína unx borð, frá vesturströnd Ameríku til Hawaii. Sagt er, að á æfingu hafi hann eitt sinn stöðvað for- ingja vélaherdeildar einnar og spurt hann, hvort hann vissi S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Og hásumar er nú og hún er léttklædd úti með hrífuna sína. I S S S * S b s $ b s s N s s s * s s s s s s s s b s b s s s s s i $ $ s nákvæmlega, hvar haixn væri staddur. — Nei, ég veit það ekki, herra, sagði vélaherdeild- arforinginn. — Ég var að ljúka við að hertaka óviixaherdeild og hefi ekki haft tíma til þess að líta á uppdráttinn. Patton hershöfðingi bað þá foringjann að fá sér uppdrætti hans, reif þá í tætlur og sagði: — Ungi maður, þú þarft ekki upp- drsetti. S Lokaspretturinn. ... AGT er, að hann leggi mik- inn metnað í að geta gefið út skipun um flutning. heillar herdeildar á aðeins einni vél- ritaðri síðu, — en slíkar skip- anir taka oft um tuttugu vélrit- aðar síður. Þótt mikið sé um þennan mann talað, þekkja hann mjög fáir náið. Hann lítur sýnilega svo á, að foringi eigi að vera í ofurlítilli fjarlægð frá mönnum sínum. Það er því mjög fáum kunnugt, að hann yrkir kvæði. Nánasti vinur og félagi Patt- ons hershöíðingja er kona hans, Beatrice, en henni kvæntist hann árið 1910. Dimma nótt í septenxber, en fáeinum vikum áður hafði hann siglt sem fyrir- liði herliðs að vestan, sem átti að taka Marokko, gekk Patton hershöfðingi á land og kom auga á hljóðláta manneskju, sem sat inni í bíl. Þetta var klukkan þrjú um nótt og veður svalt. Þegar hann fór að að- gæta, hver þetta væri, var það frú Patton. Þarna sat hún þögul fram í dögun og horfði á liðið, sem skipað var á land. Þegar ameríkskar vélaher sveitir voru stofnaðar í fyrri heimsstyrjöldinni, var George Patton settur yfir þá fyrstu. Hann skipulagði og stjórnaði ameríkska skriðdrekaskólanum í Langres. Enda þótt hann væri í riddaraliðinu eftir stríðið, hafði hann alltaf mikinn áhuga á vélahernaði. Nú, þegar hin gífurlegu vélavopn eru megin- styrkur hvers hers, eru allar ástæður til þess að ætla, að hann sé réttur maður á réttum stað. Knattspyrnan: Þrtðja flobks mOtið byrjar annað kvðld. Þriðja flokks mótið í knatt- spyrnu hefst annað kvöld. Keþpa þá fyi'st K.R. og Valur, dómari Guðbjörn Jónsson, og síðan Fram og K.R., dómari Hreiðar Ágústsson. Almenningur í Bandaríkjunum hefir mikinn áhuga fyrir veðreiðum og er óspart veðjað á gæðingana. Myixdin hér að ofan er af tveimur gæðingum. að þreyta lokasprettinn á skeið- velli í New York og má vart á milli sjá hver ber sigur af hólmi. $ i i S S s s s s s S'l s 1 s s s s s s s s s i í i Hallgrímskirkja í Reykjavík. . Guðný Ólafsdóttir, Hlíðarenda- koti í Fljótshlíð (áheit) 15 kr. S. H. (áheit) 15 kr. G. og J. (áheit) 110 kr. N. N. (áheit) 10 kr. Þ. J. G. (áheit) 50 kr. Ó. J. (áheit) 15 kr. K. E. 10 kr. Gamall maður úr Hafnarfirði (áheit) 10 kr. Z- (áheit) 25 kr. Guðm. Kr. Guðmundsson og kona hans, Ragnhildur Jónsdóttir, Bergstaðastr. 82 (áheit) 250 kr. Dóra (áheit) ,10 kr. Þ. K. (áheit) 20 kr. S. A. S. (áheit) 25 kr. Á. Ó. 100 kr. A. P. (áheit) 50 kr. K. B. (áheit) 10 kr. C. H. S. (áheit) 20 kr. G. B .(áheit) 10 kr. A. H. (á- heit) 10 kr. B. K. (áheit) 50 kr. N. N. (gamalt áheit) 50 kr. B. B. Norðfirði (áheit) 20 kr. Guðm. Jónsson, bóndi, Stóru-Ávík, Árnes- hr. og dóttir hans (minningargjöf) 150 kr. Jón Guðmundsson, Stóru- Ávík, Árneshr. 50 kr. Gömul kona (áheit) 20 kr. Fríða (áheit) 10 kr. — Afhent af blaðinu Tímanum (áheit) frá N. N. 20 kr. — Afhent af herra biskupi Sigurgeir Sig- urðssyni frá séra Jónmundi Hall- dórssyni 500 kr. og Guðmwndi Halldórssyni 15 kr.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.