Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 19.05.1935, Side 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
9
sko! Það, sem ég ætlaði að leggja
—--------segja. (Hlátur). Bensi
ræskti sig aftur. — Hm-mm, en
nú vildi ég leyfa mér að leggja
samt til, að við stæðum einu
sinni almennilega saman, nógu
fast, sko! Því legg ég til, að við
sínum þessum bölvuðum burgeis-
um, að við séum, sko! ekki
hræddir. Því legg ég til, að við
sjómenn og þið þarna hinir
verkamenn, sko, séum ekki
hræddir. Þá legg ég til, að við
sýnum þeim með þessum hérna,
sko! (Bensi skók hnefann), í tvo
heimana. Ég legg til (Hlegið og
hrópáð): — Blessaðir leggið
hann til! Leggið þið skoið til!
Hann er syfjaður, karlinn!
Hættu þessu bölvuðu rugli,
líensi! o. s. frv.
Bensi heyrði nauinast til sjálfs
sín fyrir ólátunum. Fundarstjóri
var risinn á fætur, barði í borð-
ið að venju og krafðist hljóðs, en
árangurslaust. — Bittu fyrir túl-
ann á honum! Leggðu hann til!
Fundarstjóri gekk til Bensa.
— Ég held þá verðir að hætta,
Benedikt, fólkið lætur svo illa.
— Hætta! Ertu vitlaus, Finn-
ur? Ég, sem er að byrja!
Já, en það heyrir enginn til
þin, maður!
En nú var Bensa farið að hitna
í hamsi. Andlitið var orðið rautt,
næstum því eins rautt og hárið
og skeggið.
— Það er nú ég, sko! sem hefi
orðið lagsmaður, eða er þetta
kannske burgeisasamkunda? —
Hver var að biðja ykkur að
hleypa þessum helvítis skríl inn?
Fundarstjóri hristi höfuðið og
beið átekta.
En Bensi lamdi í borðið, brýndi
raustina, og hætti að skeyta um
hávaðann.
— Þið þarna, déskotans ekki
sins dyraverðir! Afmánin ykkar,
getið þið ekki pássað dyrnar,
sko! Þurftuð þið að hleypa inn
tónni andskotans íhaldsrusli! —
bvi segi ég það! Ég legg það til,
að þið verðið reknir, blátt áfram,
sko, eins og hundar, sko! Hevrið
þið þarna, Jón og Sigurður, segi
ég, bölvaðir amlóðarnir! Ykkur
er skömm að stærðinni, og því
'egg ég enn og aftur------
Fundarstjóri klappaði á öxl-
>na á Bensa.
Bensi sneri sér að honum.
— Var það nokkuð? Því értu
að trufla mig?
— Hætlu nú, Bensi minn!
— Seztu bara, lagsi, láttu mig
Velgja helvítunum einu sinni,
sko! Eða ertu hræddur. Bensi
leit með fyrirlitningu sem andar-
tak á hann, svo sneri hann sér
aftur að æstum fjöldanum. - Og
•altaf magnaðist æsingin.
En Bensi var orðinn reglulega
reiður, kotroskinn og heitur.
— Já, æpið þið og orgið bölvuð
íhalds svínin ykkar! Það er eftir
svoleiðis úrþvættum sko, eins og
þið eruð sko, öll Klepptæk!
Skammist þið ykkar ekki fyrir
að ryðjast inn á fund hjá heiðar-
legum mönnum segi ég, sem eru
að vinna og þræla fyrir bita og
sopa ofan í kjaftinn á ykkur!
Það yrði Iaglegt að sjá sko, fram-
an í smettin á ykkur! þessu
silkiklædda dóti, ef þið væruð
rekin út á togara, en það ætti að
gera það! Það yrðu féleg vinnu-
brögð, eða hitt þó heldur í sjóð-
andi vitlausu veðri sko! And-
skotann ætli þið gætuð! Þið
munduð steindrepast sko! Og
það væri bættur skaðinn, bölv-
aðar boðflennurnar! Og við sjó-
menn sko! við ætlum að sýna
ykkur hrammana á morgun sko!
Helvísir marhnútarnir! Ég
vildi bara að hausaskrattarnir á
ykkur væru komnir hérna, sko!
undir hnefann á mér, þá yrðuð
þið fegnir að láta undan, sko! En
nú fer ég að hætta, því nú er ég
búinn að lesa yfir hausamótun-
um á ykkur, og nú er bezt að
hætta og reka þetta bölvað dót
út! Út, segi ég! Hundskist þið út
og snáfið þið í bælið!
— Ég er hættur.
Bensi áréttaði ræðn sína ineð
því að hann rak hnefann af öllu
afli í borðið, sem vatnsflaskan
stóð á. Drykkjarílátin dönsuðu
niður á gólf og fóru í óteljandi
mola, en vatnið skvettist framan
í þá, er næstir sátu. Kyrð var
komin að mestu leyti yfir fund-
inn áður en Bensi hafði lokið
máli sínu. Margir voru farnir að
hafa gaman af karlinum og
strákarnir vildu láta hann halda
áfram.
En Bensi gekk til sætis síns,
þui'kaði svitann af andlitinu,
snýtti sér og tók hressilega í nef-
ið. Oft var þörf, en nú var nauð-
syn.
Tveir ræðumenn sögðu nokkur
vel valin orð á eftir Bensa. Svo
var fundi slitið.
Mannfjöldinn dreifðist og rölti
hver heim til sín til hvíldar.
Slagurinn átti að standa að
morgni næsta dags.
Bensi var úfinn í skapi á heim-
leiðinni. Hann stóð í þeirri mein-
ingu að það hefði verið aðallega
íhaldsfólk, seiii var á fundinum.
Að félagar hans létu eins og látið
var, fanst honum óhugsandi.
Klukkan var farin að ganga
tvö, þegar Bensi kom heim til sín.
Börnin voru sofnuð fyrir löngu,
en Þóra, kona hans, lá vakandi í
rúmi þeirra hjóna. Vagga stóð
við hliðina ó því, þar svaf yngsta
barn þeirra. Hin börnin fjögur
sváfu í tvéim fletum í sama lie-
bergi, tvö í þvoru.
Þóra heilsaði bónda sínum
bliðlega, og sagði honum að taka
sér svolítinn brauðbita og mjólk-
ursopa, er væri þar á borði.
Svo afklæddi hann sig og
skreið upp í bólið fyrir ofan
konu sína.
Þegar hann var háttaður,
spurði Þóra:
— Hvað er að frétta af fundin-
um, góði minn?
— Hvað að frétta! Tóm and-
skotans ólæti! þrumaði Bensi.
— Hafðu ekki svona hátt, góði
minn, þú vekur þá börnin. Nú,
hvernig stóð á því?
— Það var víst fult af bölvuðu
íhaldsrusli!
— Nei, hættu nú alveg að lesa!
Hver stjórnaði þessu?
:— Hvað heldurðu að ég viti
um það! Liklega stjórnin! Ekki
hleypti ég því inn.
— Ja, fyr má nú vera! Altaf
heyrir maður eitthvað nýtt! Það
væri eitthvað sagt um okkur kon-
urnar, ef við létum slíkt viðgang-
ast í okkar félagi.
— Já, en þetta átti nú víst að
heita ahnennur fundur, til allrar
bölvunar!
— Mér er sama, þetta átti ekki
að líðast. Talaðir þú nokkuð?
— Ójá, það gerði ég! sagði
Bensi hróðugur.
- Og hvað sagðirðu?
— Hvað ég sagði! En hvað þú
spyrð barnalega, kona. Ég bara
jós botnlausum skömmum yfir
þetta bölvað hyski!
— Það var rétt, það var eftir
þér, góði minn.
— Nú vil ég fara að sofa, Þóra.
Ég þarf að vakna klultkan fimm i
fyrramálið.
— Til hvers'
— Stöðva auðvitað togara-
skrattana, manneskja! '
Bensi sneri sér til veggjar og
eftir fáar mínútur heyrðust
karlmannlegar hrotur rjúfa næt- ’
urkyrðina.
En Þóra lá enn vakandi og
hugsaði um öll þessi ósköp sem á
gengu. - Hversu mikið hinir fá-
tæku fjölskyldufeður, sjómenn
og verkamenn, þyrftu að leggja
á sig til að hafa nægilegt lífsvið-
urværi handa sér og sínum. Og
ekki einungis að þeir þyrftu að
reyna á afl sitt við erfiðisvinnu
og tefla iðulega lífi sínu í tvísýnu
við ofsafengin náttúruöfl (og
margir mistu lífið í þeirri bar-
áttu), heldur vrðu þeir líka að
heyja stríð stundum blóðugt
stríð við þá menn, sem töldust
eiga framleiðslutækin. Og þó var
krafa þessara fátæku atorku-
manna aðeins sú, að þeir hefðu
þau laun, sem gælu veitt þeim
i -t
sæmilega gott fæði —- óbrotin og
án skrauts, loftgóð og hlý hí-
býli, og bara blátt áfram þokka-
legan fatnað. Og hvíld, já, hún
var, að minnsta kosti fyrir þá,
sem á sjónum unnu, mjög mis-
jöfn. — Var þessi krafa þeirra
ósanngjörn? Nei, það sögðu ekki
félagssystur hennar, og þær háru
margar betra skyn á þetta en
hún, veslingurinn. Hvers vegna
var þetta eilífa stríð um hvern
bita og sopa? Hvers vegna urðu
sumir að strita baki brotnu ár
og sið, og höfðu þó ekki við að
fæða og klæða heimili sitt, og
stundum fengu þeir alls ekki að
þræla, þó þeir bæðu um það. Svo
voru aðrir menn til, sein aldrei
sáust taka ærlegt handtak, en
gengu þó alla daga sparibúnir og
voru þá í miklu fallegri fötum en
sparifötin hans Benedikts voru.
Og svo bjuggu þessir menn í
stórum og skrautlegum hiisum,
bara með sína eigin fjölskyldU
— áttu bíla, verzlanir, skip
og svo margt. Þeir þurftu ekki
að búa í svona leiðinlegum kjall-
araholum, þar sem aldrei sást sól
ársins hring. Það var einhver
munur á gluggunum þeirra, og
Þóra leit í kringum sig og virti
fyrir sér hið litla, láglofta og
raka kjallaraherbergi í skini
hins Ijóslitla náttlampa, og þessi
kjallari var hálfur grafinn i jörð.
Hvers vegna var þessu svona
misskipt? Af hverju liöfðu sum-
ir, sem einlægt voru að vinna og
vildu vinna," of Iitið, en hinir aft-
ur, sem aldrei sáust gera neitt —
allt of mikið? Hvers vegna
gátu ekki allir komið sér saman
um að lifa, sem á annað borð
voru heilbrigðir? Allir urðu að
lúta'lögmáli dauðans, sem lifðu,
hvort sem Jieir voru rikir eða fá-
tækir. Það gátu allir koinið sér
saman um.
(Frh. á 6. síöu.)
Alísienzkt félag.
Sjóvátryggíngar,
Brunatryggingar,
Rekstursstöðvun-
artryggingar,
Húsaleigutrygg-
ingar.
Líftryggingar.