Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Eksemplar
Hovedpublikation:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 19.05.1935, Side 4

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 19.05.1935, Side 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Það tókst LITLA ÞORPIÐ lá klemt í lít- illi kvos inn á milli fjall- anna. Það var þarna, likast lítilli mús, sem köttur hefir hremt í klær sínar. Húsin stóðu á kletta- snösum, hvert upp af öðru. Það var ólíkt því, sem var niðri á sléttunni. Þar lágu skipuleg þorp, með beinum götum, og húsin stóðu í skipuleguin röðuin með- fram þeiin, hvítmáluð og rauð- máluð, falleg og ilhlý, eins og hvanngrænn grasbali á vordegi. Áður fyr, meðan skógarhögg var aðalatvinnuvegurinn, steig 4i notalegur reykur upp frá öllum reykháfunum. En eftir bylting- ar- og kreppuárin var allri vinnu hætt og skógurinn afgirtur handa Tékkunum, og hinir innfæddu skógarhöggsmenn urðu að selja trén sin fyrir miklu hærra verð en Tékkarnir gátu selt sín tré fyr- ir — og þar með var þorpið dauðadæmt. Sextíu og þrjú smáhús, fátæk- leg og lágkúruleg, stóðu þarna hvert upp af öðru í hliðunum. Og fólkið, sem í þeim bjó, var allslaust. Allir, sem höfðu átt hest og peninga voru fyrir löngu flúnir, og hinir, sem höfðu held- ur viljað flýja út í óvissuna en bíða eftir fyrirsjáanlegri tortím- ingu heima, fóru til Argentínu. Hinir, sem urðu eftir, leituðu fyrst til nágrannaþorpanna, en þar voru stálsmiðjur, síðan á vín- ekrurnar til að vita hvort nokk- uð væri hægt að fá þar að gera. Sumir fóru alla leið til Ruda- Pest. En flestir komu heim aftur, án þes sað hafa nokkuð með sér, annað en magran og dauðþrevtt- an skrokkinn. í langan, langan tíma gerðu þorpsbúar ekki annað en kvarta og kveina og hlaupa fram og aft- ur milli skrifstofu skógarstjórn- arinnar, þingmannsins og prest- setursins. Hinn siðasttaldi kom til þorpsins annán hvern sunnu- dag til að messa. En enginn gat neitt gert til bjargar, og þorps- húar fóru að halda, að þeir mundu fá að deyja drottni sín- um, án þess að nokkur skifti sér af þvi. En einmitt þessa dagana kom út grein í einu víðlesnasta dagblað- inu í Buda-Pest, þar sem ein- göngu var 'rætt um ástandið í þorpinu. „Við verðum að bjarga þessu ungverska þorpi“, stóð skýrum störfum í þessu víðlesna og mikla blaði. Og þorpsbúar þóttust ■skilja, að þingmaðurinn stæði að að bjarga porpinu. Saga frá Ungverjalandi eftir Alexander Barta. þessari grein, þvi að hann þekti einmitt blaðamanninn, sem skrif- aði hana. Einn haustdag nam vagn stað- ar fyrir framan varðstöðina. Það var hvorki sunnudagur eða helgi- lagur, en þó steig presturinn út úr vagninum, og á eftir honum kom finn og fágaður horgarbúi, með háan hatt, hvita glófa og alt það. Nú var kallað á truinbuslagara þorpsins, og hann þaut af stað og' barði trumbuna í ákafa. Á tíu mínútum náðist í alla þorpsbiia og mynduðu þeir þvögu á litla torginu. Og þegar allir voru sgnian komnir fór presturinn að halda ræðu. Og það, sem hann sagði, var mildu fallegra en nokkur af prédikunum hans hafði verið, og hafði fólkið þó hlustað á margar predikanir hjá honum: Niðurlæging þorpsins hafði vakið athygli og samúð um alt land. Rithöfundar, blaðamenn, þingmenn og alls konar heldri rnenn í höfuðborginni höfðu á- kveðið að bjarga þorpinu. Þeir höfðu hugsað vel og lengi um það, hvað hægt væri að gera til að bjarga þorpsbúum frá tortím- ingu. Fyrst hafði verið talað um að gera þorpið að nýræktarstöð, og að ríkið legði fram fé í þeim tilgangi; en við nánari athugun hafði komið í ljós, að þetta væri óframkvæmanlegt. Og þá hafði verið ákveðið að gera þorpið, sem lægi svona vel inn á milli fjallanna, þar sem loftslagið er svo heilsusamlegt, að nokkurs- konar heilsuverndarstöð. Þessi virðulegi herra, sem er hingað kominn beint frá Buda-Pest, hef- ir verið skijiaður til þess að færa ykkur þessar gleðifréttir.“ Hinn virðulegi maður frá Buda Pest hreifði sig spekingslega og leit upp í loftið um leið og hann strauk hökuna, og svo sagði hann: „Kæru samborgarar! Hlustið nú á, hvernig i málinu liggur. — Meiningin er að afla þessu þorpi hreinna mánaðartekna að upp- hæð 800 pengö.“ Áheyrendurnir glentu upp aug- un og færðu sig nær honum. Tekjurnar eru að vísu ekki miklar og aðferðin til að afla þeirra dálítið sjaldgæf, en óttist ekki, þetta er aðeins fyrsta skref- ið til að gera þetta þorp að frægu þorpi, fyrsta skrefið í þá átt að gera þetta litla þorp að allsherj- ar heilsustöð fyrir alt landið. — Kæru samborgarar, nú skal ég segja ykkur nákvæmlega hvern- ig í þessu öllu saman liggur, og ég ætla að biðja ykkur að fylgj- ast nijög vel með þvi, sem ég ætla uú að segja: Hver og einn vel- þektur borgari getur fengið að taka til sín í fæði, húsnæði og alla aðhlynningu einn inann, sem gengur með léttan ,hættulausan, andlegan sjúkdóm. Þið skiljið mig, eða er ekki svo? Þessir menn eru í raun og veru ekki brjálaðir, þeir ganga aðeins með ýmsa hættulausa heilasjúkdómg, og meðal þeirra eru jafnvel menn, sem eru mjög vel niennt- aðir, kurteisir og lærðir. ...“ Hann fekk ekkert svar, enga hrifningu var að sjá á nokkru andliti. Hópurinn fæfðist aftur á bak. Það var dauðaþögn. Presturinn reyndi að rjúfa þessa ísköldu þögn og hóf upp sína mjúku og ísmeygilegu rödd: „Þið skuluð ekki vera hrædd um að þið venjist þessu ekki. — Þessir menn eru ekki á neinn hátt erfiðir. Allan liðlangan daginn sitja þeir í krókum sínum, eða fyrir framan húsið. Þetta eru eigi annað en vesæl guðs börn. Eng- inn heiðarleg manneskja, engin kristin sála getur neitað þessuni saklausu vesalingum um hjálp, því að um leið og við hjálpum þeirn, hjálpum við einnig okkur sjálfum og gerum skyldu okk- ar, eins og guð hefir fyrirskipað.“ Það sást svo að segja engin hreifing á hópnum. Nú byrjaði inaðurinn úr borg- inni að tala aftur: „Fæðið þarf ekki að vera ykk- ur dýrt handa þeim. Flestallir sjúklingarnir eru mjög lítilþæg- ir og enginn af þeim iná heldur fá mikinn mat. Eins er það með húsnæðið. Þeir sofa bara, þar sem þeirn er sagt að sofa. Pening- arnir, sem þið eigið að fá fyrir þetta, eru að vísu eltki miklir, en þó eru þeir það mildir, að það er ekki svo gott fyrir ykkur að slá hendinni á móti þeim. Þið verð- ið að muna, að allir eru sjúkl- ingarnir á vegum ríkisins, og enginn styrkir þá á hinn minsta hátt. í stuttu máli sagt: Ríkið borgar ykkur ineð hverjum sjúkl- ing 16 pengö á inánuði. Auk þess mun hver sjúklingur hafa með sér, þegar hann kemur, sæng til að liggja á, lök, teppi, tvenn nær- föt og hálft kg. af sápu, einnig koma þeir með hálfflösku af ein- hvers konar meðali, sem á að gefa þeim, ef það kemur fyrir að þeir verða æstir. Þegar maðurinn nefndi pen- ingaupphæðina komst dálítil hreifing á hópinn. 16 pengö! ... Það var sama sem að þeir gætu keypt 50 kg. meira af brauði á mánuði! ■ „Og nú verða þeir sem óska eftir að taka mann, að láta skrifa sig á lista, sein er í varðstöðinni." Þannig lauk hinn virðulegi boígarbúi ræðu sinni. „Margfaldar þakkir!“ hropaði fólkið, þegar fíni maðurinn og presturinn settust aftur í vagn- inn. „In æternum ... Amen ... “, sagði presturinn, broshýr og glaður og svo ók vagninn af stað. Og nú hafði þorpið lifað all lengi eingöngu af sjúklingunum. I raun og veru voru sjúklingarnir flestir alveg eins og maðurinn frá Buda Pest hafði lýst þeim: dálítið barnalegir, þögulir og nokkuð utan við sig á köflum. Þetta voru augsýnilega fátækir aumingjar, sem enginn vildi greiða fyrir, og enginn af skyld- fólki þeirra vildi líta til. Meðal þeirra voru einnig nokkrir. Sem voru smávegis brjálaðir. Sá sem var eftirtektarverðástur af þeim var Aron Faluvegi með geithaf- ursskeggið. Áður fyr hafði hann verið embættismaður i Transil- vaníu. Eftir að landið hafði verið innlimað í Rúmeníu hafði Aron orðið að sitja í fangelsi í tv<> ár fyrir byltingarstarfsemi, því að hann var nefnilega einn af fremstu mönnum hins byltingar- sinnaða sjálfstæðisflokks. Eftir þessa fangelsisdvöl hafði Aron (Frh. á 8. síðu.) Kaffibætir Það er vandi að gera kaffi- vinum til hæf' is, svo að hinn rétti kaffi- keimur haWi sér. Þetta hefir G. S. kaffibætir tekist. Reynið sjðlf. Reynslan er ólýgnust. Munið að biðjanæstum G. S. kaffi' bæti. Hann svíkur engan.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.