Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Main publication:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 19.05.1935, Page 5

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 19.05.1935, Page 5
5 ALÞÝÐUBL A.Ð 1 Ð Líkaminn skifti um sál. Ungversk stúlka veikist og verðurmeðvitundarlaus,en vaknar ogerpáspönsk alþýðukona. AMIÐVIKUDAGINN birtist skeyti í blöbunwn um atburd, sem boríö hefir vib í Buda-Pest í Ungverjaíandi. Ung stúlka, gáf- ud og mentud, lagdist veik fyrir einu og hálfu ári og vctrd meb- vitundwlaus. Nokkru sídar vaknaöi hún til meðvitundar aftur og brá pá svo við, að hún pekti engan, taladi spönsku og kvdðst vera spönsk alpýðukona frá Madrid. t eftirfarandi grein skýrir einn af blabamönnum „Berlingske Tidende“ í Kaupmannahöfn frá pessum dulai-fulla atburði. 'y - Rithöndin, áður en liún „skfti um sál“. 'tcMsL <&ðmff(A/ *| 'tj qpjL' Rithöndin, eftir að hún „skifti um sál“. Hún skrifar, að „Ber- Ungske Tedende" hafi skýrt réttfrá öllum atburðum. PJ1 FTIR fuiggja klukkustunda samtal við hina 17 ára gömlu Itís Farczady, sem samkvæmt framburði móður hennar og systkina breyttist fyrir hálfu öðru ári síðan í spanska alþýðukonu, Luciu Altares að nafni, játar höfundur þessarar greinar, að hann hafi ekki fengið neinar full- nægjandi skýringar á þessu dul- arfulla fyrirbrigði. Ég heimsótti dag nokkum Far- czady-fjölskylduna. Ég hóf sam- talið á því, að lesa upp fyrir frú Farczady, börnin og Iris Luc- iu greinar úr „Berlingske Tid- ende“ og spurði blátt áfram: „Er Þetta alt saman rétt?“ Þau ját- uðu því eindregið, og móðirin, Uijög tígulleg kona og augsýnilega af göðu fólki komin, lýsti nákvæmlega, hvernig dóttirin, sem pá var 15 ára gömul, hefði í ágúst 1933 á einni nóttu skyndilega bxeytzt á þann hátt, að hún hefði ekk- ert munað úr sínu fyrra lífi og kunni ekki einu sínni móðurmál sitt, en talaði spönsku eins og Innfædd kona, en hún hafði ekki hunnað orð í spönsku áður. Jafnframt stóð hún á því fastar en fótunum, að hún væri 38 ára Römul kona, af fátækum for- eldrum komin, gift Pedro nokkr- hin Saheo og ætti eigi færri en 14 börn. Hin unga kona segir frá œfi sinni i Madrid. Hin unga kona sagði mér einn- ig margt um ævi sína í Madrid, Þur sem hún hafði átt heimili 1 Calle Osenza nr. 7. Hún sagði mér að ein dætra sinna, Garmen að nafni, hefði lært að sauma á tizkusaumastofu frú Flamebeau, að hún ætti systur á lífi, sem héti Emilia. Sjálf hefði hún dáið ár berklum. Eftir ósk minni rit- uði Iris Lucia á pappírsblað nafn sitt og heimilisfang í Madrid, og síðan ritaði hún á spönsku: „Það er satt, sem skrifað er í blaðinu >.Berlingske Tidende". Til saman- hurðar rithöndinni sýndi móðirin ^ér gamlar skrifbækur dótturinn- ar ásamt nokkrum barnalegum hréfum, og sá ég pá, að rithönd- *n var harla ólík. Hvernig lítur hin unga kona út? Hað er augljóst, að hún líður ^áklar andlegar pjáningar. Bún er mjög föl í fram- an og augnaráð hennar lýsir fjaThygli. Þó hýrnaði mjög yfir henni, er hún sagði frá beztu skemtun sinni, nautaatinu. Henni pykir bersýnilega mjög leitt að vera svo mjög umrædd í heims- blöðunum og fær grátkviður, peg- ar hún segir frá ævi sinni, síðan hún „kom hingað“. Hún ávarpar fjölskylduna sem sér óviðkom- andi manneskjur og fellur illa við Ungverja og vill fá að kom- ast heim til Madrid, eða jafnvel til Þýzkalands, pví að hún hefir mikla samúð með Þjóðverjum. Það, sem erfiðast er að skilja í öllu pessu máli er pað, að hún hefir skyndilega skift um tungu- mál. Hún talaði upphaflega Ung- versku ogÞýzku, en talar nú ein- göngu Spönsku. Þó mágataþess, að nú kann hún aftur bæði Ung- versku og Þýzku. Ég hefi sjálf- ur talað við hana Spönsku, og pað er áreiðanlegt, að hún talar Spönsku í Budapest. pegar hún síðar söng fyrir mig spanska söngva og framburður hennar hafði svo óblandinn spanskan málhreim, aðf óhugs- anlegt er, að hún hafi lært spönsku í Budapest. Skýringin á pvi, hvers vegna iris talar Spönsku, er enn ekki fengin, og pær tilraunir, sem ung- versk blöð hafa gert til þess aÖ „afhjúpa svikin“, hafa enn ekki borið árangur, enda pótt auð- velt ætti að vera að fá það upp- lýst, hvort hin unga stúlka hefir árum saman lært Spönsku eða ekki. Og pó að fundist hafi spönsk alfræðiorðabók í bóka- skáp fjölskyldunnar, pá er pað ekki mikilsvert sönnunargagn. En pó brá svo undarlega við, að þegar ég fékk henni tvær kastagnettur (hringlur, sem spanskar danzmeyjar nota), sem ég hafði haft með mér, pá hafði hún ekki hugmynd um, til hvers ætti að nota pær. Og pó að allar spanskar konur séu máske ekki snillingar í meðferð pessa al- genga, spanska hljóðfæris, pá ætti pó kona, sem hrifin er af nautaati, að vita, að haldð er á pessu áhaldi í lófanum, en par brást Luciu bogalistin. Frú Farczady virðist álíta, að kraftaverk hafi skeð á heimili hennar. Hún virðist vera peirrar skoðunar, að dóttir hennar sé dá- in, en að sál hinnar spönsku konu hafi tekið sér bústað i lík- ama hennar, og pess vegna sé líkaminn í fullu fjöri. Við hinir getum ekki annað gert, en að rannsaka mál petta eftir beztu samvizku og að öðru leyti láta vera að gera okkur merkilega. Kirkjudeilurnar i Þýzkalandi. Undanfaiið hafa geisað hinar harðvítugustu kirkjudeilur í Þýzkalandi. Vilja Nazistar inn- leiða heiðindóm og skapa sér- staka pýzka trú. Hafa púsundir presta verið teknir fastir og varp- að í fangelsi. Myndin hér að ofan er af Faulhaber kardínála í Múnchen, en hann er foringi kaþólskra rnannia í Þýzkalandi. Alpýðubrauðgerðin, Laiugavegi 61. SíJmi 1606. Seljum okkar viðurkendu brauð og kökur með sama lága verðinu: Rúgbrauð á 40 aura, Normalbrauð á 40 aura, Franskbrauð heil á 40 aura, —,,— hálf á 20 aura, Súrbrauð heil á 30 aura, —„— hálf á 15 aura, Vínarbrauð á 10 aura. Kökur alls konar, rjómi og ís. Sendum um alian bæ. Pantið í síma 1606. Brauðgerðarhus: Reykjavík, Hafnar- firði, Keflavík.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.