Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 19.05.1935, Side 8
8
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÞAÐ TÓKST aö bjarga porpinu.
(Frh. af 4. síðu.)
flúið til Ungverjalands, en eng-
inn af fyrverandi félögum hans
vildi hafa neitt saman við hann
að sælda. Honum hafði tekist að
fá stöðu á skrifstofu, en af ein-
hverjum ástæðum var henn rek-
inn þaðan eftir stuttan tima.
Hann hafði svo hafst við í göml-
um, ónýtum járnbrautarvagni,
lifað þar í mestu eyxnd og var
þangað til hann misti vitið.
Á hverjum degi skrifaði Aron
bréf til hinna og þessara og
barmaði sér yfir þeim órétti, sexn
hann kvaðst hafa oi’ðið að þola.
Að síðustu skrifaði hann sjálf-
úm páfanuin. Venjulega skrifaði
hann bréf sín á morgnana, fór
síðan út í hænsnabyrgið og las
þau upp fyrir hænsnunum. Með
þvi að gefa þeim brauðmola,
hafði hann vanið þau af þvi að
óttast. Hænsnin komu hlaupandi
til hans, eins og kjúklingar til
móður sinnar.
I fyrstu gekk Aron um og hló.
Það fylgdi honum glaðværð í
þetta dapurlega sveitaþorp. Hin-
ir sjúklingarnir voru líka allra
þægilegustu menn. Þeir borðuðu
mjög lítið. Margir þessara vesa-
linga sultu heilu hungri.
Það bar ekkert sögulegt við
um fyrstu jól. En er lengra leið
á veturinn varð ömurlegra og
ömurlegra í kofunum. En þá kom
það fyrir einn daginn, að ein-
um sjúklinganna flaug í hug að
kasta ungri stúlku i vatnið. Þetta
olli mikilli skelfingu í sveitaþorp-
inu. Hinum brjálaða manni var
ekið aftur til borgarinnar, en eft-
ir þetta var ekki hlegið jafnmik-
ið að hinum einkennilegu uppá-
tækjum sjúklinganna.
Mánuðir liðu. í nærri því
hverju húsi sat geðveikisjúkling-
ur og muldraði í króknum sín-
um. Sumir þeirra gerðu ofurlítið
gagn á ökrunum, og flestum í-
búunimi varð meðgjöfin kær-
komin. Svo kom vorið og þeiin
datt í hug að senda sjúklingana
aftur, því að efnahagurinn var
farinn dálítið að batna. En er
haustið kom, hættu þeir við á-
form sín og endumýjuðu samn-
ingana.
Næsti vetur hófst. Eina nótt
kveikti einn sjúklingurinn í hús-
inu þar sem kona bjó. Sem bet-
ur fór var hægt að slökkva, áð-
ur en verulegt tjón hlauzt af
þessu uppátæki. Sjúklingurinn
var sendur aftur til borgarinnar.
Eftir þetta svaf enginn öruggur
fiamar í sveitaþorpinu. En eng-
inn þorði að segja upp samning-
unum um miðjan vetur, og í ná-
grannaþorpunum voru margir fá-
tæklingar, sem voru öfundsjúkir
yfir því, að fá ekki sjúklingana.
Hátíðahöldin í Bretlandi
Myndin hér að ofan sýnir und-
irbúning að hátíðahöldunum
miklu, sem nú eru nýafstabin í
Bretlandi. Myndin er tekin einn
daginn, þegar verið var að gera
tilraunir með vagnana, sem átti
hð nota í hinni miklu skrúðgöngu
í London.
Veturinn er bráðum liðinn,
hugsuðu þeir, og svo kemur vor-
ið, og þá þarf engu að kviða leng-
ur. Þá bar svo við, að ein konan
í sveitaþorpinu ól vanskapað
barn, og aftur urðu þorpsbúar
órólegir. fbúarnir harðlæstu
dyrum sínum á nóttunni af ótta
við sjúklingana, og á daginn
voru þeir skágengnir. En samt
sem áður kom það oftar og oftar
fyrir, að lconur -og börn hrukku
upp úr fastasvefni með skelfing-
aróp á vörunum.
Það hvíldi ömurlegur drungi
yfir sveitaþorpinu. Þetta geð-
veikisástand hvíldi yfir öllum í-
búum þorpsins. En menn urðu
að láta sér það lynda. Það var
þessi geðveiki, sem þorpsbúar
lifðu á.
Menn urðu þögulari með hverj-
um deginum sem leið. Án þess
að verða þess varir Hktust þeir
sjúklingunum 'stöðugt meir, þeir
tóku upp hinar einkennilegu
venjur sjúklinganna. Fyrst þorðu
þeir ekki að láta á neinu bera, en
svo kom að því, að þeir fóru á
fætur á nóttunni, kófsveittir af
ótta um að nú væri sjúklingur-
tnn búinn að kveikja í húsinu.
s
Þetta var orðið dálitið þreyt-
andi.
Og annað árið leið. Þorpsbú-
ar urðu fegnir. Vinna? Máske
heppnaðist þeim að fá vinnu í
ár? Ef til vill yrði þögnin rofin í
skóguriúm, svo að þeir gætu Iosn-
að við þessa plágu, sem blöðin
höfðu kent þeim að nefna nafn-
inu viðskiptakreppa.
Alexander Barta.
Kappakstur um Aí-
ríku.
Nú er verið að undirbúa stór-
fenglegasta kappakstur, sem sög-
ur fara af. Kappaksturinn fer
fram í 'Afríku, og verður ekið frá
Algier í Norður-Afriku til Jo-
hannesburg. Vegalengdin er 8139
milur. Sigurvegarinn fær 10 000
pund sterling í verðlaun. Þetta
er stórfenglegasti kappaksturinn
síðan kappaksturinn var milli Pa-
risar og Madrid árið 1901.
Krossgáta nr. 27.
1 T~ i3 e4 r 6
* 1 0 3 9 I 0I10
m ii i i rJi0
10 13 0i14 0
15 16 i il7i r8
19 0 01” 1
0! 021 i 0 0
22 23 0! 0I24! 25
26 , j27| 28 |
0 29 030 0
0 31 32 1 0
33 |34 0 35 0i36
37 | 38 *|"‘|
Lóðrétt
1. íslenzkt skáld. 2. Forsetning.
3. Innvortis. 4. Ofmikið af svo
góðu. 5. Bókstafur. 6. Ættarnafn.
9. Sýslu-skammstöfun. 11. þvotta-
efni. 12. Mariu — (þolf.). 16. Ekki
eins hátt. 17. Auðskilið. 18. Firma
í Reykjavík. 22. Sæti. 23. Heimsk-
ingjar. 24. Ræktað land. 25. Sjá
að eins. 27. Or tré. 28. Sleif-
arlag. 32. Skammstöfun (félag)-
36. Skammstöfun (málfr.).
Lárétt.
1. Askur. 4. Afl. 7. forsetning-
8. Likamshluti. 10. Tímabil. 11-
Smásendiferðir. 13. Forsetnxng
(fom). 14. ! skipi. 15. Hérað í
Suðfur-Evrópu. 19. Neitun. 20. Ó-
friðnir. 21. í kirkju. 22. Á augna-
toki. 24. Á hníf. 26. Einar fyrir
slg. 29. Ólæti. 30. Ending. 31.
Segja margt. 33. = 30 lárétt.
35. Bættu við. 36. Tímaskamm-
stöfun. 37. Skekst í vindi. 38.
Gusa.
Ráðning
á krossgátu nr. 26.
Lárétt.
1. sól. 4. Vá. 5. Ól. 8. Tra. 10-
Aum. 12. Hetjulund. 15. Anna.
16. Ofin. 17. Ds. 18. ár. 19. Ho-
ras. 20. Re. 21. Vo. 23. Fúll. 25.
Sefa. 27. Endadægur. 28. Tau 29-
Urð. 30. Ró. 32. Or. 33. Kot
I
Lóðrétt.
1. Sá. 2. Ló. 3. Utha. 4. Vatns-
heldur. 6. Laufásvegur. 7. Umdi-
9, Rend. 11 Unna. 13. Já. 14. Lú.
20. Rúna. 22. Ofur. 23. Feta. 24.
La. 25. Sæ. 26. Arða. 31. Keyrði-
.32. út
MTSTJÓRI:
F. R. VALDEMARSSON.
STEINDÓRSPBENT H/F.
I