Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 09.02.1936, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 09.02.1936, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Ovæntur Islandsvinur. Sjóferðasaga eftir Dag Austan. AÐ var eitt sinn, sem oftar, að ég var staddur í New York. — Ég hafði skráðst af skipi fyrir nokkr- um dögum, og nú var mér farin að leiðast kyrsetan í landi, og vildi því ólmur út til hafs — og það á þeirri fyrstu fleytu, er ég gæti náð í. Auk þess voru allir mínir peningar aðeins 25 cent; en það hafði engin áhrif á mig; því að vera „blankur“ var ég þaulvanur við. Ég gekk svo árla morguns niður á eina af hinum mörgu hafskipabryggjum við South street og gaf nokkrum skipum hýrt auga. Meðal þeirra var eitt, sem mér leizt mæta vel á, og stóð ég nú og virti það fyrir mér á lík- an hátt og listmálari hlýtur að virða fyrir sér fagurt landslag, sem hann ætlar að fara að klessa á léreftið. Skipið var líka sannkallað meistaraverk að úthti; og svo f agurt var það á að líta, þar sem það lá upp við bryggjuna, að ég varð heillaður, mér Uggur við að segja: af kvenlegum yndis- þokka þess. (Mér hefir altaf fundist eitthvað leynilegt sam- band vera á milli skips og kvenfólks, og þess vegna hafa fagrar konur og fögur skip lik áhrif á mig). Og í hinum ímynd- unarríka huga mínum, sá ég nú þetta skip á siglingu á suðrænu hafi, umkringt dimmblárri nótt, heiðskírri og glitrandi af bros- hýrum stjörnum og mána. Og ég sá líka sjálfan mig innanborðs, Alþýðubrauðgerðiii, Laugavegi 61. Sími 1606. Seljum okkar viðurkendu brauð og kökur með samia lága verðinu: Rúgbrauð á 40 aura. Normalbrauð á 40 a,ura. Franskbrauð heil á 40 au. hálf á 20 au. Súrbrauð heil á 30 auxa. — hálf á 15 aura. i Vínarbrauð á 10 aura. Kö'kur alls konar, rjómi og ís. Sendum um allan bæ. Pantið í síma 1606. Brauðgerðarhús: Reykjavík, Hafnar- firði, Keflavík. sem einn hluta meistaraverks- ins. Skip þetta hér „Mary“ og hlaut að vera 6—8 þúsund smá- lestir að stærð. Alt var það hvít- málað nema möstur, sem voru ljósgul og reykháfurinn lítils- háttar dekkri. Ég gekk um borð og hitti þar fyrir á dekkinu aldraðan mann á hvítum buxum og skyrtu, með einkennishúfu á höfðinu. — Góðan daginn, sagði ég. — Er þetta fyrsti stýrimaður? — Jú, svo er, svaraði sá gamli, og leit á mig bamslegum, brosandi, bláum augum, sem strax vöktu hjá mér traust og aðdáun; þó svo þau samræmd- ust ekki veðurbarða og brúna andlitinu hans. — Hvert siglir þetta skip? spurði ég. — Næsta ferð verður til British Honduras, var svarið. — Og siglir undir Honduras- flaggi, varð mér að orði og leit á bláröndóttan fánann, sem hékk niður með stönginni aftur á. (Fáni þessi virðist vera nokkurskonar eftirlíking fána Bandaríkjanna). — Já, svaraði hann. — Hver ert þú? — Ég er háseti, sem leita að skipsplássi. Hann spurði mig þá hverrar þjóðar ég væri, og er ég sagði að ég væri íslendingur, var eins og nýtt líf færðist jrfir hann. Hann glápti fyrst á mig, alveg hissa, svo varð hann allur að einu breiðu brosij sem aldrei ætlaði að taka enda. — Ert þú virkilega frá Is- landi? spurði hann efablandinn, en brosandi. — Já, það er eins víst og ég stend hér, svaraði ég, og þó sat ég á. lúgukarminum. — Merkilegt, næstum stundi hann út í bláhm: Þetta eru for- lög. Svo leit hann á mig með lotn- ingu, að mér virtist, og spurði hvort ég vildi ekki gjöra svo vel og koma inn til sín. — Ég sagði ,,takk“ og varð hálf hissa, því ég hafði ekki vanist því, að yfir- menn á skipum töluðu í svona ’ lotningarfullum tón til sjó- ■v manna, er kæmu um borð til að grenslast eftir skiprúmi. — Og ekki varð ég minna hissa, er hann bauð mér sæti og rétti að mér vindlakassa. Síðan horfði hann á mig dá- htla stund, eins og væri hann að vega mig og mæla í hugan- um. — Ég fór allur hjá mér og svelgdist á reyknum. — Geturðu lesið þetta? sagði hann næstum því með áfergju; eftirvæntingin skein úr heiðblá- um augunum. Ég tók við lítihi bók, sem hann rétti að mér, leit á hana með spekingssvik, og jóðlaði vindilinn út í öðru munnvikinu, eins og ég hafði séð ýmsa skip- stjóra gera. Á því augnabliki fanst mér ég vera mikill mað- ur. Bókin var íslenzk. Ég fletti henni ósköp hægt; á meðan horfði hann á mig í spenningi. — Lestu, sagði hann. Ég las nokkur orð, og hafði lesturinn þau áhrif á hann, að hann ljómaði ahur — mér sýnd- ist af barnslegri gleði eða hrifn- ingu. — Lestu, lestu, sagði hann aftur og hallaði sér aftur á bak í sætinu. Ég byr jaði á bókinni og vand- aði lesturinn eins vel og ég gat, því mig var farið að gruna margt. Hélt helst að maðurinn væri „landi“, sem ekki hefði verið heima í „gamla landinu" í tugi ára, eða þá, að hann væri eitthvað „skrítinn". Það var svo margt, sem skeði í heiminum, og alt af heyrði maður og sá eitthvað nýtt á hverjum degi. Hann virtist drekka 1 sig hvert einasta orð, um leið og ég las það, og annað slagið varð hann frá sér numinn af hrifn- ingu, og næstum hrópaði þá: „Guðdómlega fallegt — alveg skínandi“, og þá herti ég á lestr- inum alt hvað af tók. Síðast varð ég sjálfur svo hrifinn — því ég hafði ekki séð íslenzka bók í mörg ár — að ég stóð upp og las standandi af miklum móð. bókina, hefði ekki alt í einu verið barið á dyrnar. — Við hrukkum báðir við. Ég hætti að lesa, en hann hrifsaði af mér bókina, og stakk henni niður í skúffu í skrifborðinu. Síðan sagði hann: Kom inn; og heyrð- ist mér vera gremja í röddinni. Bátsmaðurinn rak höfuðið inn úr gættinni og sagði, að einn hásetinn væri farinn í land í viðbót. — Það eru þá þrír hásetarr sem okkur vantar, sagði stýrí- maðurinn og leit á mig. Ég hefí nú einn þama (hann átti vii mig), en hina tvo verður skrif- stofan að útvega okkur. Eftir að bátsmaðurinn haíði mælt mig fljótlega með augnm- um og ýtt húfunni aftur á hnakka í kveðjuskyni — Sór hann. Stýrimaðurinn gekk að hurð- inni og aflæsti henni. Siðan spurði hann mig hvort ég vildi ekki „einn Whisky". Ég þáði það, en rejmdi að orða það svo- leiðis, að það væri aðeins kntrt- eisis vegna, að ég þáði sopamn; og sjaldan hefi ég látið eins mikið á móti mér, eins og í það skiftið, er ég bað hann að faafa glasið aðeins háJft. Ég vildíí sem sé láta hann halda, að ég væri einstakur hófsmaður, favai áfengi snerti. Ég sat nú þama hjá homarn á aðra klst. og á þeirn tfJjffla þáði ég þrjú full glös af sterkri Whisky-blöndu, fyrir utan þetta hálfa, sem ég sakir „kurteœi'‘> var lengst með. — Aðalumræðu- efni okkar var ísland og ís- lenzkan. Ég hélt heilar ræður um land mitt og þjóð. Sagði Island væri það fegursta land, sem til væri, og fólkið frjáls- legt og glaðljmt; enda lika at- vinnuvegimir í miklum blóxna- Hann sagði, að sér v*ri kunnugt um, að atvinnuvegimir væm í miklum blóma, því Frh. á 6. síðui- Haffibætir- Það er vandi5 að gera kafft vinum hæfis, svo hinn r é 111 kaffikeirMUi- haldi sér- Þetta Ifc®íír G. S. ksÆfí' bætir tekist- Munið að biðja nsest' um G. S. kaffibæfí’- tía.nn engan. Beynið sjásM* Jtejmslan ®r óiýgnust-

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.