Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 19.04.1936, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 19.04.1936, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Hús Dickens í London p NGINN lnefír komiö svo til ^ London og kynst bænum að itteinu ráði, að haim hafí ekki tekið eftir hinu einkennilega Staple Inn skamt frá Holbonn. Húsið er ævagamalt og mjög fomeskjulegt, enda frá því um 1500. Það er því ekki að undra |>ó að það stingi allmjög í stúf við nýbyggingarnar í kring. Að vísu eru gömul hús ekki svo sjaldgæf í London, -en þau eru *a!tki mörg eldri en frá 18. öld. En ef litið er inn í þetta ein- temilega veitingahús (því að Inn þýðir veitingahús) þá er eins og við mætum alt í einu söguhetjun- «un úr einni ódauðlegustu Skemti- sðgu heimsins „The Pickwick Pa- pers“. Enginn getur kynst Lond- <ön að neinu ráði, nema hann hafi liesið meira eða minna af bókum Qbarles Dickens. Án þess fer svo margt, sem við ber í London, fyrir ofan garð og naðan hjá venjulegum mönnum, sem koma til heimsborgaxinnar miklu og 'dvelja þar lengri eða skemmri tima. Án þessarar þekkingar botnum við aldrei í því, hvers vegna Londonarbúinn gerir þetta eða hitt. Ef til vill finst mönnum þetta taeinustu öfgar, þar sem svo Sangur tími skilur samtíð okkar og samtíð hins heimsfræga skálds. En London hefir ekki breyzt eins mikið og margir halda og einkum þeir, sem hafa alist ttpp í borgum, sem hafa vaxið app á síðustu áratugum. London rear og mun verða hin sama og hún hefír verið um langa hríð. Geta menn trúað því til dæmis, að enn í dag er aldrei kallað svo saman þing Englendinga, að ekki Kaffibætir. Það er vandi að gera kaffi vinum til hæfis, svo að hinn r é 11 i kaffikeimur haldi sér. Þetta hefir G. S. kaffi- bætir tekist. að biðja næst G. S. kaffibæti. svíkur engan. Keynið sjálf. Reynsían er ólýgnust. fari áður fram nákvæm leit að sprengiefni i kjöllurum þiinghúss- ins. Þetta hefir verið siður í margar aldir síðan á dögum púð- ursamsærisins mikla. Það er erfitt að hugsa sér, að konungurinn megi ekki stíga fæti sínum inn í City, án Ieyfis borgarstjórans. Hefír þú, lesandi góður, nokkru sinni numið staðar fyrir utan Eng- landsbanka eða kauphöllina í Londion og veitt því eftirtekt, sem þar er að gerast? Sé svo, þá mun þig ekkert undra, þó að heimin- um sé stjómað frá þessum stað nú eins og á dögum Dickens. \7'IÐ stöndum á sólbjörtum * sumardegi uppi á High Hol- born. Við höfum gengið hingað alla leið frá Ludgate Cirkus. Það er ekki laust við að við séum orð- in þreytt í fótunum. En það ger- ir ekkert til, því að á þessari ferð höfum við kynst London rækilega og okkur hefir á söfnunum og mieð því að líta yfir borgina gef- ist sjaldgæft færi á því að hverfa marga áratugi aftur í aldimar og virða fyrir okkur síðustu kapitul- ana í sögu þessarar risaborgar. Hér uppi á hæðinni er kyrð og ró, sem veldux undarlegum sam- ræmisskorti við ysinn og þysinn á götunum, sem við gengum um. Eftir að liafa lokið ierindum okkar við Mr. Holmes, en það er leiðaxkver um London, sem eng- inn ætti að sjá eftir því að hafa keypt sér, höldum við áfram. Er ekki hér eitthvað, sem minnir á Dickens? Jú, áreiðanlega. Hús- ið nr. 48 við Doughty Street er einmitt The Dickens Home, segir 'Mr. Holmes. Við staðnæmumst við dyrnar og hringjum nokkrum sinnum, og brátt stendur brosandi ungfrú í dyrunum. Því næst göngum við inn í eitt af endurminningaríkust hús- um veraldarinnar. Hér í þessu húsi lifði og starfaði einn af ó- dauðlegustu snillingum veraldar- innar. Loftið inni er þrungið af minningu og hvert húsgagn á sína sögu í sambandi við þennan mann, sem milljónir tnanna um gervallan heim dást að. Þó er síður en svo að þetta hús sé nokkuð merkilegt í sjálfu sér. Það er svo nauðalíkt húsunum' i Ikriinjg, að hæglega er hægt að villast á þeim. Þegar við göngum inn í húsið, gegnir sama máli. Her- bergjaskipun er eins og í 'öðrum enskum húsum, stigarnir eins, og eldhúsið ier í kjallaranum, borð- stofa á fyrstu hæð og setustofa á annari. Sveflnherbergin eru auð- vitað á efstu hæð, því svo skal vera í hverju ensku húsi, hve margar hæðir sem það ennars kann að vera. Á bak við húsið er garður, og hvernig ætti það að vera öðru vísi, því að Englendingi er það blátt áfram lífsnauðsyn, og í öðru vísi húsi gæti hann aldrei lifað. Vinstra miegin við forstofuna er stofa Dickens. Hér eru inni ýrnsir minjagripir, sem skáldið átti, svo sem göngustafur hans og eldfæri. Enn fremur sjáum við fjölda af myndum, bæði af skáld- inu sjálfu og ættingjum lians og vinum. í hliðarherbergi, sem snýr út að garðinum, er líka mesti fjöldi minjagripa, svo sem hægindastóll- inn, sem skáldið sat í þegar hann dvaldi á Gads Hill, þar sem hann dó. Því næst komum við inn í eld- húsið, sem er gamaldags enskt eldhús, eitt af hinum svoneflndu Dingley Doll eldhúsum. Hér er nú fundarsalur í Dickens-félagiinu. En það, sem við undrumst rnest að fínna hér, er steinninn hans Soho goldbeaters, sem getið er jum í sögunni af hinum tveimur borgum. Því næst komum við upp á aðra hæð og áhuginn vex um allan helming. Stofurnar eru hér hlið við hlið og hér var það sem Dickens ritaði sínar ódauðlegu bækur. Það, sem mest vekur á- huga okkar, er skrifborð hans og stóll. Hve mikið vildum við ekki allir gefa til þess að eiga slíka gripi. Freistingin knýr okkur til þess að fá okkur sæti á stólnum, því að hér hefir hann setið, meist- arinn mikli. Hér við þetta borð hefír hann ritað mikinn hluta hinna heimsfrægu bóka sinna, svo sem „The Picwick Papers“, „Oli- ver Twist“, „Nicholas Nickleby", „Memoirs of Grinaldi", „Sketches of young Gentlemen“, „The Lamplighter“ og margar fleiri. I næstu stofu, sem áður var viðhafnarstofa skáldsins, er nú bókasafn. Þar getur að líta bækur hans í ótieljandi útgáfum auk þýðinga á miklum fjölda tungu- mála. Þar eru einnig geymdar prófaxkir að ýmsum verkum skáldsins, og eru þær mjög út- skrifaðar. Það er því vel sennilegt að Dickens hafi ekki verið í neiin- um metum hjá prenturum þeim, sem settu rit hans og neyddust til þess að taka allar breytingar hans og útstrikanir til greina. Hér eru nú einnig geymd 2 Dickens- söfn, sem áður voru í eign ein- stakra manna, en ríkið hefír nú keypt. í hliðarherbergi á sömu hæð komum við auga á „skrifpúlt1* mjög fornlegt að gerð. Við verð- um dálítið undrandi og spyrjum ungfrúna, sem fylgir okkur eft- ir, hvernig standi á þessum grip. Jú, þetta er „skrifpúltið“, sem Dickens stóð við, þegar hann var ritari hjá málafærslumanni ein- um í London. Það er eins og maður sjái í bili inn í eina slíka. málafærsluskrifstofu í London á fyrri hluta 19. aldarinnar, þar sem þeir eru í hörkuáflogum mála- færslumaðurinn og Mr. Pickwick og Sam Weller kemur alt í einu inn eiins og deus ex machina (fjandipn úr sauðarleggnum) og tekur húsbónda sinn undir hend- ina og ber hartn út spriklandi og bölvandi. Hér getur einnig að líta borð og stðl frá veitingahúsinu „The White Hart Inn“. Þetta eru mjög eigulegir hlutir, því að þeir stóðu einmitt í Veitingahúsinu þar sem skáldið lætur þá Pickwick og Sam Weller hittast í fyrsta sinni. Og eins og menn muna, varð þetta mót mjög áhrifaríkt í æfí söguhetja Dickens og sjálfum honum hefir það fært ódauðlega frægð og fulla pyngju fjár. ICKENS og kona hans fluttu í þetta hús í marz 1837 og voru þau þá nýlega gift. í fylgd með Dickens voru þá 2 af syst- kinum hans. Hér á þessimr stað fæddust þeim 3 börn. En þegar heimilið stækkaði, varð húsnæðið of þröngt, svo að þau fluttu til Ðevonshire Terrace skamt frá Re- gents Park. Að vísu sér maður margt fleira en hér hefir verið greint, ef við komum inn í gamla Dickenshúsið í Doughty Street, en hér er ekki rúm til þess að fara nánar út í þá sálma. Sumarið 1922 stóð til að þetta hús yrði selt til rifs, en þá kom Dickens-félagið svonefnda (The Dickens Fellowship) í veg fyrir það, og nú er komið hér fullkom- ið Dickens-safn. Klukkustund síðar sitjum við í The Olde Cheshire Cheese á Flee* Street. Hér á þessari knæpu sátu þeir Dr. Johnson, Dickens og margir fleiri. Við lyftum glasinu fyrir öllum hinum miklu sonum Union Jack's og drekkum minnl Mr. Pickwicks.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.