Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 26.04.1936, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 26.04.1936, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Mannæturnar á Haiti. EVRÓPUMBNN höfðu eng- an tíma til þess að skifta sér af málefnum negralýðveld- isins á Haiti, þegar Ameríku- merrn fyrir nokkrum áram, hlýjan og sólbjartan júlídag, skipuðu hersveitum þar á land. Evrópumenn voru þá önnum kafnir í heimsstyrjöldinni; þetta var nefnilega árið 1915. Orsök þess, að Ameríkumenn fóra að skifta sér af málefnum eyjaskeggja, var sú, að forset- inn, Guillaume Sams, hafði ekki borið tilhlýðilega virðingu fyrir hinum hefðbundnu erfðavenjum eyjaskeggja og alt lenti í bál og brand. Hann hafði gerst ráðrík- ur um of og það kostaði hann lífið og Haiti komst undir vemdarvæng Sams frænda. Áður á tímum höfðu þjóðfé- lagsbyltingar á Haiti farið fram eftir öllum kúnstarinnar reglum og etiduðu jafnan með stórkost- legum hátíðahöldum, blysför- um og brennivíni handa mann- skapnum. Erlendar þjóðir voru ekki vel með á nótunum og skildu ekkert í þessum einkenni- legu byltingum, en hvað gerði það til, fyrst eyjaskeggjar vildu uú einu sinni hafa það svo? — Þegar einhver forseti var kom- inn. til valda var það auðvitað hans fyrsta verk að kíkja í rík- isfjárhirzluna, hvort sem þar var nokkuð að hafa eða ekki; þar næst að skipa vinum sínum, kunningjum og frændum í em- bættin. Þannig liðu nokkur ár, ®ða stundum aðeins nokkrir niánuðir, og á meðan hugðu þeir, sem settir höfðu verið hjá, á byltingu og undirbjuggu hana af mesta kappi. Kaffibætír. Það er vandi að gera kaffi mnum til hæfis, svo að hinn r é 111 kaffikeimur haldi sér. Þetta hefir G. S. kaffi- bætir tekist. Munið að biðja næst um G. S. kaffibæti. Hann svíkur engan. Reynið sjálf. Reynslan er ölýgnust. Presturinn og ráðherrann staðnir að mannakjötsáti. SVO einn dag, þegar for- setaefni uppreisnarmanna hafi birgt sig nægilega að pen- ingum, kom hann skyndilega í ljós einhversstaðar í fjöllunum inni á Haiti, hélt þar byltinga- ræður með mikilli mælsku, sann- færandi mjög, og kom sér upp her. Hermennirnir voru alla- jafna úr flokki þeirra manna, sem höfðu atvinnu af því að rupla og rænaogtakaþáttíbylt- ingum. I broddi þessarar glæsi- legu fylkingar og gálgafugla, fór forsetaefnið. Þannig gengu þeir borg úr borg og unnu þær nokkumveginn mótþróalaust, þar til hann hafði safnað öllum liðstyrk sínum í borgina Port au Prince, sem er aðsetursstað- ur forsetans. Pyrsta verk upp- reisnarforingjans var að ná á sitt vald Port Liberte á norður- strönd Haiti, því þar lá sæsím- inn á land. Síðan sendi hann skeyti til Washington, London og Parísar og kvaðst hafa steypt af stóli harðstjóranum í forsetahöllinni og væri sjálfur tekinn við völdunum. Þetta skeyti var stundum sent nokkr- um vikum áður en forsetanum var í raun og vera steypt. C VO héldu uppreisnarmenn ^ fram og stjómarherinn hélt stöðugt undan, annað hvort af hræðslu, eða honum hafði verið mútað. Þegar uppreisnarherinn nálg- aðist höfuðborgina, rann það upp fyrir forsetanum, að ekki var lengur óskað eftir nærvera hans. Heilsaði hann þá tilvon- andi forseta og dátum hans með húrrahrópum og handapati, gekk síðan í skyndi um borð í eitthvert gufuskipið og sigldi til Jamaiea eða Prakklands. Hélt þá uppreisnargeneralinn hátíðlega innreið sína og lauk byltingu hans með ráni og fleiri skemtunum, sem eyjaskeggjar kunnu að meta. Svona var hið venjulega upp- reisnarprógramm á Haiti, en Sam forseti neitaði að hlýða þessari siðvenju árið 1915. Fyrst og fremst var hann svo taktlaus að láta handtaka uppreisnarforingjann og var það mjög illa séð meðal eyjar- skeggja, en þó tók út yfir all- an þjófabálk og olli mikilli æs- ingu í landinu, þegar hann lét taka uppreisnarforingjann af lífi ásamt helztu foringjum hans. Fólkið réðist á franska sendiherrabústaðinn, en þangað hafði Sam flúið, og reif Sam í smástykki. Pranski ræðismað- urinn slapp ekki heldur óskadd- aður. Frakkland mótmælti þess- ari óhæfu, en var of upptekið af heimsstyrjöldinni til þess að skifta sér frekar af þessu máli. Bandaríkin tóku þá að sér, í nafni mannkærleikans, að friða landið og sjá um að Haiti borg- aði skuldir sínar. Ameríkumenn og' forsetinn. FYRST og fremst varð að mynda stjórn undir vemd Ameríku. Plestum betri borgur- um á Haiti þótti óþolandi, að Ameríkumenn skyldu sletta sér fram í þessi mál. Að lokum var það lögfræðingur að nafni Sudre Dartiguenade, sem ætl- aði að takast á hendur að stjórna landinu. En þegar lagð- ur var fyrir hann milliríkja- samningur við Bandaríkin, þar sem svo var kveðið á, að ein- ungis 50,000 af tveggja miljóna dollara tekjum ríkisins skyldi ganga í ríkiskassann, en hitt upp í skuldir, fór hann að klóra sér á bak við eyrað og taldi öll tormerki á að takast þennan vanda á hendur. Dartiguenade hafði öll undanbrögð í frammi og vildi ekki skrifa undir þenn- an samning og það var ekki fyr en með brellum að hægt var að fá nafn hans undir þetta plagg. Ungur majór, Buttler að nafni, ákvað að láta nú skríða til skarar. Hann tók samninginn undir hendina, kallaði liðsfor- ingja til fylgdar við sig og lagði af stað til forsetahallarinnar. Hinir 26 generálar, sem voru lífvörður forsetans tóku á móti honum og sögðu að þvi miður væri ekki hægt að ná tali af forsetanum; forsetinn væri í baði. — All right, sagði Ameríku- maðurinn, —. þá bíð ég eftir forsetanum. Svo settist hann á stól útí fyrir baðklefanum. Þegar hann hafði beðið þannig í klukku- tíma, sagði hann: — Nú hiýtur forsetinn að vera orðinn hreinn. Svo rak hann öxlina í hurð baðklefans og ýtti henni upp, en enginn var í baðklefanum. Forsetinn hafði falið sig í bún- ingsherbergi við hliðina á bað- herberginu. Hurð búningsher- bergisins var sterkari. Buttler náði sér þá í stiga, klifraði upp stigann og gægðist gegnum rúðu yfir dyranum. Þar sat þá forsetinn í eigin persónu í jaket . með háan hatt, tottaði heljar- mikinn vindil og las „Petit Par- isien“. Forsetinn varð svo reiður yfir frekju majórsins, að hann skrifaði undir í flýti. Að þessu loknu gátu Ame- ríkumenn hafist handa um að koma á friði í landinu. Fyrst og fremst varð að uppræta ræn- ingjahópana, sem voru kjarninn. í liverri stjórnarbyltingu og gefa landinu nýja stjómarskrá. Hin nýju stjórnlög átti að sam- þykkja með þjóðaratkvæða- greiðslu, samkvæmt gömlum og skikkanlegum siðum. Enginn átti að geta sagt það, að eyja- skeggjar væru undirokaðir af Ameríkumönnum. En því miður kunnu ekki meira en 5% eyjar- skeggja að lesa. Þá var leyst úr vandanum á þann hátt að prenta rauða og hvíta atkvæða- seðla. Hinir rauðu þýddu já, en hinir hvítu nei. Það vora aldrei prentaðir mjög margir hvítir seðlar. Mannæturnar. JOHN H. Craig kapteinn dvaldi lengi á Haiti. í ný- útkominni bók eftir hann „Cannibal Cousins" er skýrt frá mörgum ósennilegum viðburð- um úr síðari tíma sögu negra- lýðveldisins. 1 höfuðborginni Port au Prince býr mentuð yf- irstétt, sem les heimsbókment- irnar og talar um þær af mikl- um viturleik og skarpskygni. En stundum kemur í ljós að hin fágaða siðmenning stendur ekki djúpt í hugarfari þessa fólks. Það upplýstist um suma af vinum Graigs, að þeir voru mannætur. Dag nokkurn tók Craig eftir því, að öll börn og yngra fólk flýði í dauðans ofboði inn í hús- in, þegar gamall prestur kom ríðandi inn í borgina Hinche. (Frh. á 6. síðu.Jj

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.