Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.05.1936, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.05.1936, Blaðsíða 4
4 AL*»ÝBUBLABI® Hveitiráð stefnan. ÍLJA EHRENBERG: AROL Rúmeníukonungur ^ er farinn úr landi .Hann tók ástina fram yfir konungdóminn. Carol konungur kemur aftur til baka og tekur konungdóminn fram yfir ástina. Frjálslyndir og íhaldsmenn hafa farið með völdin. Nú kemst flokkur bænd- anna til valda. Það eru gefin út aý frímerki og settir nýir land- stjórar. Aðeins eitt er óbreytt. Bændurnir eru arðrændir og settir í fangelsi, eins og áður. Bændur eru settir í stórhópum í þegnskylduvinnu við salt- vinsluna. Fyrir franska peninga heldur ríkisstjórnin í Rúmeníu uppi fangelsum, her og pútna- húsum. Stríðólmir herforingjar brosa 1 kampinn og pútnastýr- urnar bjóða ferðamenn vel- komna á frönsku. I Rúmeníu virðist vera velmegun. En það óx hveiti í Rúmeníu, og þetta hveiti vildi enginn kaupa. Þjóð- verjar keyptu hveiti í Argentínu eða Kanada. Amerískt hveiti var ódýrara. Rúmenskt hveiti féll í verði. Bændurnir töpuðu 1800 lei á hverjum hektara af hveitiekrum. Hungursneyðin skaut upp höfðinu og stjórnin grátbað stórveldin um hjálp. — Frakkar slettu dálítilli f járupp- hæð í herforingjana með eftir- tölum, en hveitið vildu þeir ekki sjá: Fulltrúi Rúmena í Genf herra Madgearu reyndi að hræra steinhjarta Argentínubúa og Kanadamanna með ræðu um hina æðstu réttvísi og bræðra- lag. Fulltrúarnir handan yfir haf- ið töluðu um misrétti f jármál- anna. En er það ekki misrétti fjármálanna, að Evrópumenn, sem nauðsynlega þurfa að Það er vandi að gera kaffi rtnum til hæfis, svo að hinn r é 11 i kaffikeimur haldi sér. Þetta hefir G. S. kaffi- bætir tekist. Munið að biðja næst um G. S. kaffibæti. Hann svíkur engan. Reynið sjálf. Reynslan er ólýgnust. flytja út korn skuli alstaðar mæta Iokuðum dyrum sakir samkeppninnar handan yfir hafið. Kanada og Argentína þegja. Þau hafa hvorki tíma né úrræði til þess að tala um réttlæti. Þau verða að selja kornið, hvað sem það kostar. Fulltrúi Hollands svarar bænakvaki Rúmena: „Umfram landbúnaðarlöndin eru til lönd með frjálsum vöru- skiptum. Vér getum ekki fallist á tillögur Dónárlandanna. Það er ekki hægt að samrýma þær grundvallaratriðum hinna frjálsu vöruskipta, sem pólitík vor hvílir á.“ Englendingar, ítalir og Þjóð- verjar eru öldungis á sama máli og Hollendingar. Ræður um mis- rétti fjármálanna koma þeim ekkert við. Þeir kaupa „Mani- toba“ eða „Barlet“, og í Rúmen- íu verða enn þá einu sinni stjórnarskifti. Fjöldi bænda eru hnepptir í fangelsi, en aðrir kusu heldur að deyja af lang- varandi fæðuskorti. Kornverð- ið heldur áfram að falla. Ungverjar eru síst eftirbátar Rúmena hvað snertir meðferð- ina á bændunum. Ungversku fangelsin eru full en ríkisfjár- hirslan er tóm. Stjórnin pressar síðustu brauðmolana út úr höndum bændanna og kallar það „skattainnheimtu". 1 gær voru drepnir 3 uxar í Ungverja- landi. — Tékkar keyptu húðirn- ar. Kjötið hefði verið hægt að selja fyrir lítilræði, en ef það var boðið til sölu varð að greiða af því skatt. Þess vegna var kjötið grafið, eins og hvert ann- að hræ. Soltnir menn grafa það upp aftur. Auglýsingarnar lokka ferðamennina „Ungverja- land — kornforðabúr heims- ins“. Á auglýsingunum eru myndir af fögrum konum, sem flétta sveiga úr kornöxum. Á meðan fúnar kornið niður í Ungverjalandi. Við hliðina á Ungverjalandi liggur Tékkosló- vakía. Tékkar kaupa korn, en þeir kaupa það frá Ameríku. Það eru gamlar væringar með þeim og Ungverjum, og þeir eru ekkert viðkvæmir. „Mani- toba“ er ódýrara. Herra Nikl, fulltrúi Ungverja á alþjóðaráð- stefnunni lætur sér ekki nægja að grátbiðja, hann ógnar einnig. Ef iðnaðarlöndin breyta ekki pólitík sinni gagnvart landbún- aðarlöndunum, þá sjáum við okkur ekki annað fært, en að banna innflutning á iðnaðarvör- um. Þeir vilja ekki kaupa af okkur korn. Hvað þá ? Við hætt- um að kaupa af þeim vélar.“ Herra Nikl heldur ræðu. Full- trúarnir blunda — þeir eru nýlega búnir að snæða mið- degisverð. Fulltrúi Frakklands, herra Flandin heldur ræðu, þrungna af aldagamalli vizku. „Menn eiga ekki að gefa sig á vald hættulegra heilabrota. Hvernig ætti það að vera hægt með einföldum sáttmála að leysa þetta viðfangsefni hinnar menningarlegu þróunar mann- kynsins." Auðvitað eru allir á sama máli og herra Flandin. Hvorki Tékkar, Austurríkismenn né Hollendingar kaupa hveiti af Ungverjum. — Sendimenn- irnir brjóta heilann um menningarþróunina. Atvinnu- lausir verkamenn í Ungverja- landi hrynja niður úr hungri. I Júgóslavíu er fjöldi herfor- ingja, þó eru bændurnir miklu fíeiri. Bændurnir gera uppreisn. Þeir gera uppreisn í Makedoníu og Montenegro. Þeir gera uppreisn af því að lífs- kjörin eru hörð og óþolandi. En herforingjamir eru fljótir að kenna bændunum hvemig þeir eigi að haga sér. Ríkið á hand- járn og byssukúlur handa bænd- unum, annað getur það ekki látið af hendi rakna — því áð þetta er fátækt ríki. Þegar bóndinn hefir selt uppskeruna, getur hann hvorki keypt skó eða steinolíu. Moldin verður ó- frjórri með hverju ári, sem líð- ur, því það er hætt að flytja inn Iandbúnaðarvélar og tilbú- inn áburð. Menn hafa engin ráð á slíku. Hveitið er altaf að falla í verði. Fulltrúi Júgóslavíu í Þjóðabandalaginu gleymir öll- um þjóðrembingi og viðurkenn- ir. „Tekjur bændanna fara hrað- minkandi hjá okkur. Það er ekki framar hægt að tala um fram- farir, því að á öllum sviðum er afturför . . . .“ Júgóslavía seldi áður korn til Austurríkis, Þýzkalands og Italíu, en Austurríkismenn, Þjóðverjar og ítalir kaupa nú korn frá Ameríku. Iðnaðarlönd Evrópu eru ennfremur farin að rækta jörðina. Fulltrúi Júgósla- víu í Genf, herra Demetrovit- sch ógnar ekki aðeins með verndartollum heldur einnig með byltingu á f jármálasviðinu. „Þegar svona árar neyðast landbúnaðarlöndin til þess að hefja iðnað með þegnskyldu- vinnu. Þau verða að loka landa- mæmm sínum fyrir erlendri framleiðslu." Sendimenn hinna ríkjanna hlusta f jarhuga á herra Deme- trovitsch — sjáið nú til —- serbnesk fimmáraáætlun .... Fulltrúarnir eru fyrir löngu komnir að raun um, að ekki er hægt að stemma stigu fyrir ó- gæfunni með „einföldum sátt- mála“. Englendingar eru á- kveðnir í því að fara að rækta jörðina og Serbar ætla sér að byggja nýja Manchester. Heim- urinn er genginn af göflunum. En hvað þýðir að ergja sig að árangurslausu ? Þetta eru að- eins kurteisir fulltrúar á fimmtu eða tíundu ráðstefn- unni. Væri ekki nær að horfa á mávana renna sér yfir sléttan vatnsflötinn. Fulltrúar landbúnaðarland- anna koma sér saman um nýja ráðstefnu. Þeir ræðast við á ró- legum stöðum — í Pless í Serbíu eða Sinayi, á baðstöðum eða í þægilegu fjalllendi. Sérfræðing- arnir teikna línurit um verð- lagið og gera uppkast að úr- lausnum. Bændumir halda á- fram að svelta. Að lokum er haldin ráðstefna í París með fulltrúum allra Evrópuríkja. Hlutverk ráð- stefnunnar er háleitt en lítillátt. Það verður að kaupa hveiti af Júgóslövum, Rúmenum og Ungverjum. Evrópa kaupir fleiri miljónir tunna af korni í Ameríku. Er ekki eins hægt að kaupa dálítið af hveiti í Dónár- löndunum? Það væri gustuk, sem kostaði ekki mjög mikið. Ráðstefnan er líkust heimilis- ráðstefnu — þar sem góðir frændur íhuga hvernig verði heppilegast að hjálpa ógæfu- sömum ættingja, sem er að verða hungurmorða úti í °' bygðum. Briand setur ráðstefnuna. Hann lygnir augunum, meðan hann horfir út yfir þennan stóra sal. Ef til vill finnur hann ná- lægð dauðans, ef til vill er hann þreyttur á öllum þessum fund- um og ráðstefnum. Samt sem áður reynir hann að mýkja hjörtu fundarmanna. „Herrar mínir, sá tími er nu kominn, að samhugur vor verð- ur að sýna hvers hann megnar.' Briand hvetur til þess að frelsa Evrópu.-----Kreppan í landbúnaðarlöndunum er orðin ótrúleg. Við verðum að vernda rneginlandið fyrir þessu hroða- lega róti. Seljendurnir töluðu hver í kapp við annann. Þeta eru að- eins smámunir. — Hveitiupp- skera vor er aðeins l°/o af þvi, sem þið þurfið að flytja inn. Kaupendurnir ypptu þögulir öxlum. Seljendumir rekja raun- Frh. á 8. sxðu.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.