Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 02.08.1936, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 02.08.1936, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Danslag. Dans Dans í sólgylltri dögg hins söng-glaða morguns. Dans Dans i litrikum sölum og laufskálum garðanna. Dans Dans í rauðu sólskini á rústum musterisins. Dans Dans í flöktandi tunglskini rnilli naktra trjánna. Dans Dans úti i hlakkandi auðn hinnar eilifu nætur. Dans, dans, dans. Steinn Steinarr. ÍJra WÖi Rogers. Eins og raenn muna, fórust þeir Willy Posí, ameríski fiug- maðurinn, og liinn þekti og vin- sæli blaöamaður og kxikmynda- leikari Will Rogers á flugleið- inni frá San Francisco tii Moslc- va. Rogers var áreiðanlega vin- sælasti maðurinn í Ameríku. Hann var kaliaður „hundrað pro- sent Ameríkani“, því að hann var af Indíánum kominn í háðar ætt- ir. Sjálfur sagði hann: — For- feður mínir komu ekki hingaö með Mayflower. Þeir tóku ámóti bátnum, þegar hann lenti. Einn af vinum Rogers, rithöf- undurinn P. J. O’Brien, hefir nú gefið út ævisögu Rogers: „Am- bassador of Good Wili“. Bókin hefir að geyma margar smásög- ur um Rogers. Einu sinni sagði hann: - Mik- ilmennið þoiir að gert sé gys að sér, en vertu varkár gagnvart einkaritara hans. Gættu þín fyr- ir öllum smámennum. Rogers agiteraði mikið fyrir Rooseveit fyrir síðustu kósning- ar. „Ég er alí áf á möti þeiin, sem hafa /öldin," sagði hann. Rogers hélt einu sinni ræðu í samkvæmi amerískra banka- manna. Hann hóf ræðu sína á þessum orðum: „Þaö gleður mig að sitja í samkvæmi ásamt svona mörgum Gyðingum." Af tilviljun hitti hann einu sinni Coolidge forseta, sein var kunnur að því hve fátalaður hann var og mikill alvörumaður. Forsetinn þrýsti hönd Rogers og tautaði nokkur orð. Rogers laut áfram og sagði vingjarnlega: — Pardon me, I didn’t get the name! (Afsakið, ég heyrði ekki nafnið.) Þá hló hinn alvörugefni forseti. ©nn þá eina! Þú hefir ekki kynst kreppunni enn þá. Nei, ég nota Mána og kemst hjá öllum hugleið- ingum um kreppuna. Tízkufyrirlesarinn. Einu sinni í viku vekur mann- kerti eitt athygli manna á göt- um New-York-borgar. Hann rölt- ir um göturnar með gríðarstóran hatt á höfðinu. Hann heldur hendinni fyrir munninn og tautar eitthvað í sífellu. Hann athug- ar dömurnar, sem frainhjá fara, og ef hann mætir einhverri, sem vekur sérstaklega athygli hans, eltir hann hana og gerist mjög nærgöngull við hana. Svo fer hann að gera athugasemdir um klæðaburð hennar og tautar stöð- ugt fyrir munni sér. Enginn skyldi þó halda að maðurinn sé brjálaður. Hann er leigður af út- varpsstöð tíl þess að flytja viku- lega fyrirlestra um tízkun'a. I hattinum hefir hann senditækið og mikrófóninum heldur hann fyrir munninum. Þannig útbúinn labbar hann út á göturnar í New York, stúderar kvenfólkið og flytur fyrirlesturinn um leið. Negri hafði fengið tíu dollara lánaða hjá öðrum negra. — Hvernig vitum við nú, að þú hefir fengið hjá mér peninga? sagði annar negrinn. — Þú getur fengið kvittun, sagði hinn. Þrem mánuðum seinna hittust jþeir aftur. —- Hvenær ætlarðu að borga mér? sagði sá, sem lánað hafði peningana. — Ég hefi enga peninga núna og býst ekki við að fá peninga fyrst um sinn, sagði hinn. — Þá ætla ég bara að segja þér það, hrópaði lánveitandinn öskuvondur, — að ef þú verður 'ikki búinn að borga mér á morg- un kl. 12, þá brenni ég kvittun- inni. — Já reyndu það bara, sagði hinn, — en þá skaltu fá að sjá framan í lögregluna, karl minn. Klifrandi eiginmaður. Frú Emilie Arstanian í Massa- chusetts hefir sótt um skilnað, af því að maöur hennar er sífelt að klifra. Hún lýsti hegðun hans þannig fyrir réttinum: — Þegar við komum heim úr brúðkaupsferðinni, setti hann upp tjald á húsþakinu og svaf þar um nóttina. Þegar við vorum á ferðalagi úti í sveit, mátti hann ekki heyra það nefnt að sofa inni eins og annað fólk, heldur klifraði upp í tré og svaf þar. — En hvar er hann þá núna? spurði dómarinn. — O, hann situr nú’ í sedrustré uppi í Oranfjöllunum, svaraði konan. Hún fékk skilnaðinn. 5 Á hjónabaiidsskrif- síofuimi. Við borðið í einni hjónabands- iskrifstofunni í Amieríku stóð kvikmyndastjarna ásamt tilvon- andi eiginmanni síniuin. Fyrir framan þau situr maður með gleraugu jg segir: — Afsakið, frú mín! Lö_gin hieimta, að þér skýrið frá ðlkun yðar fyrri hjónaböndum, annaus get ég ekki giefið yður nýja papp- íra. — Guð minn góður! hrópaði hinn tilvonandi eiginmabur. Og það bíður bí!l eftir okkur úti. Engin sömiira. Þeman íauk upp og úti fyrir stendur lögregluþjónn: — Er húsbóndinn heima? — Nei! — Það er skrítið! Þama hangir þó frakkinn hans og hatíurinn. — Já, og nærkjóllinn minn hangir uppi á þurklofti, en ég er hér. j Með augiýsingasniði. Frúin heyrir mikimi fy.órgang úti á húsþrepinu ;>g opnai- í skyndi. Sér hún þá, að maður hafði dottið niður af tröppunum. — Þetta getur nú kornið fyrir alla, sagði frúin i meðaumkvunar- róm, þegar miaðurinn vair loksins kominu á fætur. — Ég er alveg á sama máli og frúin, sagði maðurinn: Ég heiti Martinsien og er umh.rðsmaður s lysatry ggingaf élags. „Ef hægt væri að hvolfa hel- víti og snúa botninum upp, mætti lesa á botninum: „Made in Ger- many.“ Billy Sunday. Alþýðubrauðgerðin, Laugavegi 61. Simi 1606. Seljum okkar viðurkendu brauð og ikökur með samja lága vierðinu: Rúgbrauð á 40 aura. Normalbrauð ó 40 aiura. Franskbrauð heil á 40 ou. — hálf á 20 au. Súrbrauð hieil á 30 aura. — hálf á 15 aura. Vínarbrauð á 10 aura. Kökur all8 konar, rjómi og ís. Sendum um alian bæ. Pantið f Bima 1606. Brauðgerðarhús: Beykjavik, Hafnar- firði, Keflavík. ammmm 'v.:í m nra

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.