Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Útgáva
Main publication:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 08.08.1937, Síða 3

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 08.08.1937, Síða 3
ALÞÝIUBLA*1» 3 KIAFTAVERKIÐ FAÐIR ANTONIO var prestur í lítilli sveit, ná- lægt hinni bláu strönd Adría- hafsins. I æfintýraheimi fag- urra fjalla hafði hann auka- kirkju, sem honum bar að heimsækja tvisvar í mánuði samkvæmt lögmálinu. !Þá skyldi hann lesa þar messu. Faðir Antonio var fátækur. Á dögum Garibalda var allt tekið af prestum, nunnum og munkum; menn héldu að auðæfi þeirra skaðaði kirkj- una. En eins og oft vill verða, þegar mennirnir halda að þeir séu vitrir, kemur í ljós að þeir eru heimskingjar! Andlega stéttin, sem hafði lifað í vel- lystingum praktuglega, og oft svallað hóflaust, var orð- in fjarlæg fátæklingum og al- þýðufólki. En nú breyttist þetta, er hinir geistlegu sjálfir urðu fátækir. Nú voru prest- arnir neyddir til að flýja á náðir hinna fátæku: gerðust blátt áfram betlarar. — Fað- ir Antonio var líka orðin fá- tækur.Fæðan var léiegri og yer útilátin; þær þúsund lír- ur, sem ítalska ríkið bauð í staðinn fyrir hinar miklu tekj- ur, sem hann hafði áður haft, hrukku skammt. Faðir Anton- io varð eins og aðrir prestar að vekja meðaumkun sóknar- barna sinna, og meðaumkun- in var vakin; kærleikurinn var yakinn; bændur og aðrir fá- tæklingar, sem presturinn varð nú auðmjúkur gestur hjá, urðu vinir sáluhirðis síns. Band var hnýtt milli kirkju- unnar og fólksins; hin líðandi og stríðandi kirkja varð aftur hin sigrandi kirkja! Og þegar faðir Antonio var á ferðinni í gömlu kerrunni sinni, með gamla asnann fyrir, þá var hann alstaðar velkominn. -— Sumstaðar fékk hann hænu, annarstaðar pylsu, og Vittorio ríki í mylnunni var ekkert að klípa af því að gefa hálft svínslæri; og einu sinni er Vittorio fékk voðalegt tann- pínukast, gaf hann heilt svíns- læri, ef ske kynni að það hefði áhrif í þá átt, að stilla kval- irnar. — — Faðir Antonio fékk ekkj- una við smiðjuna til að bæta sokkaplögg sín, og hún bætti líka stundum hinar prestlegu buxur og það kom fyrir að hún festi hnappa á hempu hans. Hjá kaupmanninum fékk hann einn eða tvo kaffi- bolla, og hjá Pietro Minnino áskotnaðist honum við og við lítill vínkútur, sem hann hafði með sér á ferðum sínum. En — þetta átti að verða miklu betra, því það átti að verða kraftaverkasaga. Faðir Antonio var um það bil að verða dýrlingur ■— hafði nærri komizt í helgra manna tölu — en ástæðan til að svo varð þó ekki, var óefað hið auðmjúka hugarfar hans. Hann fékk naumast hugsað til slíkrar upphefðar; vildi heldur halda sig við jörðina með hænuna, svínslærið malarans, sokka og bætur ekkjunnar, kaffið og hið góða vín Pietros. En það var kraftaverkið, sem við ætluðum að tala um. — Vorið var mjög þurrviðra- samt, já, svo þurrviðrasamt að gamlir menn mundu ekki ann- að eins. Enginn dropi hafði fallið úr lofti; alltaf stöðug austanátt og í austanáttinni rigndi aldrei. En þegar vestan- átt kom eftir austanátt, brást ekki að innan skamms færi að rigna. Og já! Það hafði faðir Antonio uppgötvað eftir margra ára reynslu, og ef til vill var hann sá eini, er hafði veitt því athygli; bændurnir hugsuðu aldrei um þá hluti. Það var einn sunnudag, að faðir Antonio þurfti að taka sér ferð á hendur úr sinni mögru sókn í dalnum, til hinn- ar enn magrari annexíu uppi í bláu fjöllunum, og áfram skrönglaðist hann á kerrunni. Faðir Antonio andvarpaði mæðilega og asninn blés mæði- lega, því hitinn var mikill. Graslendissnauðar merkurnar litu ömurlega út, og í árfar- veginum var aðeins örmjó apræna, sem hló og hæddist að aumingja malaranum, sem klói’aði sér í höfðinu og virt- ist hugsandi, meðan hann virti fyrir sér mylnuhjólið, sem gat ekki snúist lengur vegna vatns skortsins. Faðir Antonio kom við hjá ekkjunni, sem fékk að heyra guðs orð, meðan hún bætti tvenn sokkapör. — ,,Hvert er eiginlega ferð yðar heitið, kæri faðir Antonio, núna í þessum hita?“ ,,Til guðsþjónustu þar efra, kæra barn.“ Hann benti í áttina með keyrinu, stundi við, og stakk sokkunum í stóra prestsvasann. Vegurinn lá hærra og hærra upp fjallið og varð stógrýttari eftir því sem‘ ofar dró. Veslings asn- inn haltraði til beggja hliða og lá við að velta um koll; hann kastaði eyrunum fram og aftur eins og hann væri að reyna að halda jafnvæg- inu á þann hátt. — Útsýnið fríkkaði eftir því sem ofar kom á fjallið. Veðrið var líka svo yndislegt; enginn ský- hnoðri sást á lofti. — ,,Æ! stundi faðir Antonio og strauk sér um ennið með vasaklút sínum, ,,heilaga madonna, góða guðs móðir, bara að himininn væri nú skýjaður.“ Og enn þá var klukkustundar- ferð fyrir höndum. En — hvað var þetta! Dio mio! — 1 vestri sáust skýjahnoðrar og yfir fjallinu sáust einnig hvít ský. Faðir Antonio varð eitt gleðibrqs; hann vissi að skýjin boðuðu regn! — Faðir Antonio fór að flauta. Það var að vísu óprestslegt; en það heyrði enginn nema asninn, sem sló eyrunum fram og aftur á- kaft og hátíðlega. Hálfri stund síðar var faðir Antonio kominn til annexíunnar, þar sem söfnuðurinn var þegar samansafnaður. Safnaðarfólk- ið hóf jafnskjótt harmatölur sínar út af þurkinum. .,,Ef við fáum ekki regn erum við glataðir; uppskeran eyðilegst og afleiðingarnar verða hung- ur og dauði. — ,,Já, já, börn- in mín, þér hafið rétt að mæla, en hversvegna verðið þér fyrir þessum ósköpum? Vegna þess, að þér eruð syndarar og villu- ráfandi. En börn, snúið frá villu yðar og gjörið iðrun og yfirbót — — dragið skó af fótum yðar og gangið með mér þrisvar sinnum kringum vora kæru kirkju, og þér mun- uð sannfærast um að guð gef- ur oss regn!“ — Faðir Antonio leit öðru hvoru í norðvestur og sá að skýjin nálguðust óðum. Allir tóku af sér skófatnað- inn ásamt hinum virðulega drottins þjóni, og löbbuðu há- tíðlega umhverfis guðshúsið. Faðir Antonio gaut augun- um í vesturátt. -— í þriðju umferð féllu fyrstu droparn- ir! Það er óþarft að lýsa fögn- uðinum, sem gagntók mann- skapinn; allir þökkuðu föður Antonio með tárin í augna- krókunum og kystu hendur hans. — Kraftaverkið var skeð; söfnuðurinn ákvað að ? senda skýrslu um það til hins heilaga föður í Róm. — En faðir Antonio var auðmjúkur af hjarta og lítillátur, þótt hann hefði gert kraftaverk. ■—■ Það var mikið rætt um þennan atburð, og faðir An- tonio átti góða daga hjá söfn- uði sínum, sem leit á hann eins og helgan mann. Og þá skorti nú ekki kaffi, vín, svínslæri, sokka og aðra nytsama hluti. Er þá lokið frásögninni af hinum sannsögulega merkis- viðburði: kraftaverki föður Antonios. Maria Theresa átti 16 börn, íveir syinir hennar urðu keisarar og þrjár dætur hen'nar uröu drottningar. * * * Niels Paulsen frá Uppsölum í Svíþjóð dó 1927 160 ára gamall bg lét eftir -sig tvo sonu, annaií 9 ára gamlan, en hmin 103 ára. Þvottaduft hinna vandlátn.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.