Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Eksemplar
Hovedpublikation:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 20.03.1938, Side 3

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 20.03.1938, Side 3
3 ALÞÝÐUBLAÐI® Vestur - Islendingur segir frá ferðalagi um Island. FYRRI VETURINN, sem ég dvaldi í Reykjavík, var mér oft starsýnt á hin hvítu fjöll, sem umkringja borgina, og ég reyndi að gera mér hug- mynd um, hvað byggi á bak við þau. Þó ég væri kominn til Reykjavíkur, fanst mér ég eig- inlega ekki vera komin til ís- lands, því Reykjavík er hafnar- borg og hefir orðið fyrir tals- verðum útléndum áhrifum. Ég vildi komast upp til sveitanna — upp til dalanna. Þegar voraði steig ég því um borð á einum ,,Fossinum“ og sigldi norður og vestur áleiðis til Akureyrar. Veðrið þennan dag var ónota- legt — kalþbg hvássi' ViÖ 'sÍík1 skiIyrÓi er ilímögulegt að meta náttúrufe’gurð. Snæfellsjökull megnaði aðeins að vekja hjá mér kuldahroll. Togararnir á Breiðafjarðardjúpi börðust hraustlega við sjóinn, en leik- urinn virtist svo ójafn. Ég hætti að mæna á ströndina og sjóinn og fór inn og hlustaði á útvarpið. , Næsta morgun, þegar ég kom út á þilfar, varð mér helzt að halda, að við hefðum vilst til jötunhéima og þarna myndu tröll búa en ekki menn. Við vorum komin mitt á milli risa- vaxinna fjalla, sem gnæfðu við himinn. Dálítil húsaþyrping var þarna á eyri, þar sem skipið lá, en þau virtust sem barnagling- úr hjá þessum of skapnaði náttúrunnar. Ég sá engin tröll samt sem áður, en ég sá nokkra karla á bryggjunni. Þeir báru ullarvetlinga og trefla og voru að berja sér til hita. Við vorum komin til ísafjarðar. Þetta var um miðjan júní. Veðráttan er einkennileg á íslandi: Veturinn svo mildur, að tjörnin I Reykja- vík var oft auð. Ferðin meðfram Hornströnd- um og norðurströnd landsins var lítið ánægjulegri. Það var ekki fyr en við sigldum inn Eyjafjörðinn, að mér fannst fyrst birta yfir ferðalaginu. Að vísu var enn snjór niður í miðj- ar hlíðar, en samt fanst mér sem fjörðurinn breiða faðminn vingjarnlega á móti mér og nú fann ég fyrst, að ég var að koma heim til íslands. í Eyjafirðinum dvaldi ég í 6 vikur. Þar fann ég sumarið aft- ur og sá hina dýrðlegu miðnæt- ursól. Þar lá ég úti í túni tím- unum saman og drakk í mig fegurð dalsins; hlustaði á lóu- kvakið; gékk upp á fjöll; sat hjá hömrum og stórum steinum og rifjaði upp huldufólkssögur. Þar hlustaði ég á gamlar munn- mælasögur, las fornsögur og heimsótti fornhelga staði. Og þar fann ég marga góða vini, sem kappkostuðu að gera dvöl mína á þessum stöðvum svo á- nægjulega, að hún verður mér með öllu ógleymanleg. Frá Eyjafirði fór ég í bíl yfir Vaðlaheiði til Vaglaskógar. — Trén í skógi þessum eru afar smávaxin, en ilma sætt og skóg- urinn ómar af fuglasöng. Þenn- an dag sungju. fleiri ep.^pg^^rn- ir. Karlakór Reykjavíkur hafði komið norður að heimsækja karlakórinn Geysir og þeir voru þarna að heilsa hverjir öðrum með söng. Þetta var og „góðra vina fundur.“ Söngurinn var indæll, umhverfið fagurt og stemningin ágæt, enda féll- ust sumir söngmennirnir í faðma af hrifningu í lok skemt- unarinnar. Héðan skrölti ég í kassabíl til Húsavíkur. Þar hitti ég góð- kunningja minn, sem lánaði mér hest og fylgdi mér til Hveravalla í Reykjahverfi. Þetta var í fyrsta skifti, sem ég hafði ferðast á hestbaki og var ég nokkuð efablandin um að það mundi lánast, en þegar ég athugaði hvað hesturinn var lítill — um 4Vé fet á hæð -—• þá varð ég öruggari, hugsaði að þó ég dytti af baki, þá yrði fallið ekki hátt. Ferðin gékk prýðilega, og við fengum á- gætar viðtökur á Hveravöllum. Þar sá ég hversu mikil drottins- gjöf hinir heitu hverir geta ver- ið Islendingum. Jarðhitinn var notaður til að hita húsið og matbúa. Þarna var sundlaug og vermihús og bóndi hafði þrosk- aða tomata í júlí. Frá Húsavík fór ég til Grá- síðu í Kelduhverfi. Þar hitti ég eina ágæta frænku. Hún lánaði mér snotran, hvítan hst og reið með mér til Ásbyrgis. Það er kynjastaður — skeifumyndað byrgi. Hamrai’nir í kring eru 150—300 fet á hæð. í miðju byrginu er hamraeyja, kölluð Hóftunga. Þar kvað huldufólk búa. Goðasagnir segja, að byrg- ið hafi myndast, þegar Óðinn reið hesti sínum, Sleipni, yfir Island. ITesturinn spyrnti ein- um fæti í landið og þetta er spor hans. Það tók okkur klukkutíma að fara í kring, ... - A ... . meðfram veggjum byrgisins, svo ekki hefir hesturinn verið lítill. ■ • Frá Grásíðu fór ég upp að Dettifössi. Það er stærsti foss á íslandi og er í Jökulsá á Fjöll- um. Ég var þar ein klukkan 7 að kveldi og það var ekki frítt við að ég yrði skelkuð, þegar ég fann bergið skjálfa undir fótunum á mér og sá hvítfext vatnið falla með ógnar drunum niður í gljúfrið. Vissulega er hann ,ægilegur og undrafríður1. Ég lagði nú norður með Jökulsá og gékk lengi, lengi. Brátt fór éð að finna til þorsta en hvergi var vatn að finna á þessari leið. Þegar ég loks komst til bæjar, var komið fram undir miðnætti, en þó var albjart. Allir voru í fasta svefni, ég afréði samt að drepa á dyr. Kona kom til dyra og virtist verða yfir sig hissa: ,,Hvað heitir kyenmaðurinn? Hvert er hún að fara?“ (Sumt sveitafólk talar við mann í þriðju persónuþ Ég'Sagði henni það og bað um vátn að drekka og svo gistingu. Það var vel- komið, alt var v.elkomið og ekki leið á löngu áðpr. en,ég var búin að slökkva þorstann, seðja mig á nýmjólk, skyrá og slátri og komin ofan í notalegt æðar- dúnsrúm. Næsta* dag fór ég til baka til Grásíðu. Einn morgun' segir frænka mín mér að hópur af fólki sé að fara til Hallormsstaðarskógar — hvort ég vilji síást í förina? Ég hélt nú það, Við vorum 18 og fórum í kassabíl og drossíu. (Það er truck með sætum o^ al- vanalegur fólksbíll); Það var af- ar æfintýralegt áð keyra inn ör- æfin og. upp, til Hólsíjalla. Dag- urinn var svo heiðríkur, fjöllin svo blá og Herðubreið reis tign- arleg í suðri. Þegar við komum að MöðrudaL, Sem sténdur hæzt allra bæja á landinu — 1600 fet fyrir ofan sjávarmal — kom bóndinn ofan áð veginum og bauð okkur ölluih héim upp á kaffi. Gestrisnih á Hólsfjöllum er orðlögð. Ég íæun aldrei gleyma útsýninu frá Möðrudal. Loftið var svo tært, fjallahring- urinn svo stórfenglegur og tign- arlegur og öi’æfasléttan svo dul- arfull. Við komumst klakklaust til skógarins og tókum þátt í á- gætri skemmtun, sem þar var. Nú gefst ekki tími til að skýra frekar frá þessari ferð, né göngutúrum í Axarfirði. Ég hverf því til baka norður og vestur. Ég hafði ákveðið að ganga mest af leiðinni suður til Reykjavíkur og þá helzt um sjaldfarna vegi. Ég fór nú í bíl til Dalvíkur og hóf gönguíia upp Svarfaðardalinn. Ekki hafði ég gengið lengi, þegar að flutnings- bíll kom á eftir mér, stanzaði og bílstjóri spurði mig hvort ég vildi ekki þiggja keyrslu; hann væri að fara til næsta bæjar. Ég þáði það og sagði honum að ég ætlaði til efsta bæjar í daln- um. Svo keyrðum við af stað og fórum fram hjá fyrsta bæn- um og svo þeim næsta og þeim þar næsta. Ég skildi ekkert í þessu og sagði seinast að ég hefði ekki haldið að hann ætlaði svona langt. Nei, reyndar sagð- ist hann ekki hafa ætlað það, en hann kenndi alltaf í brjósti um fólk, sem þyrfti að ganga. Ég bað þennan góð'á m'ánh ’áð vera ekki' að aumkast yfir mig, það væri hreinn óþarfi, ég væri að rölta þetta að gamni mínu. Gamanið fór að grána næsta dag, þegar ég gekk Heljardals- heiði. Vegurinn er stórgrýttur, eiginlega enginn vegur, aðeins vörður hingað og þangað til að vísa manni leiðina. Þoka skall á á miðri leið. Seinast vissi ég ekkert fyr en ég var komin á örmjóan kindastíg hæzt uppi í fjalli og hengiflug fyrir neðano Ég hefi alltaf lofthrædd verið,1 enda man ég ekki til að ég hafr orðið öllu hræddari en þarna og hét því þá, að ef ég kæmist lífs af skyldi ég hætta þessu brölti. Einhvern veginn klöngraðist ég yfir og komst heilu og höldnu til bæjar, en þreytt var ég orðin þá. Næsta dag bauðst mér. hestur og ég reið heim til Hóla í Hjaltadal, hins forna biskups- seturs. Talandi tákn hins gamla tíma fundust mér dyrnar á kirkjunni. Þær eru tvær, aðrar voru fyrir höfðingjana og hinar fyrir almúgann. Margt var þarna fleira merkilegt að sjá, en því miður er ekki tími til að lýsa því, og verð ég að fara fljótt yfir sögu. Ég gekk nú í kring um Skaga- fjörðinn, sá Drangey og Tinda- stól. Fór í bíl til Hrútafjai’ðar, fékk bát yíir fjörðinn. Var ný- búin að lesa Laxdælu, svo ég gekk yfir Laxái’dalsheiði og nið- ur Laxárdalinn. Sá lækinn þar sm Melkorka þvoði sokkana og tjaldstæðið þar sem Höskuldur hélt erfidrykkj una eftir föður sinn. Eygði Hjarðarholt hinum megin við ána. Þannig hélt ég áfrani, ýmist gangandi eða í bíl- um, þar til ég kom til Rvíkur. Ferðinni var lokið; sumarið var á enda, en minningarnar um alúð fólksins og fegurð landsins mun ég geyma til æfi- loka. Ingibjörg Sigurgeirssom

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.