Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 20.03.1938, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 20.03.1938, Blaðsíða 5
ALÞYiUBLAÐIÐ 5 FRÁ HRJÓSTRUGUM HEIÐ- UM ÞINGEYJARSÝSUU. (Frh. af 2. síðu.) lendi nokkru. Unnu þeir að þessu í 5 vikur. Eftir það fóru þeir og margir aðrir að pjakka upp jörð, aka í hjólbörum og annað því um líkt. Á laugar- dögum höfðu menn að eins einn- ar stundar mathlé um miðjan daginn og hættu vinnu kl. 5. Var þá íarið niður í búð C. Lange að meðtaka vinnulaunin og kaupa sér fæði til næstu viku. En til fæðis höfðu þeir hert kjöt (carne secca), man- dísk-brauð, tvenns konar flesk, svartar og rauðar baunir og hrísgrjón. Féll þeim maturinn fremur illa fyrst' en vöndust honum fljótt. Var þetta alment talin holl og saðsöm fæða. Kaffi drukku þeir kvöld og morguns. Nokkru eftir að þeir félagar komu til mylnunnar, kendi Jón- as Friðfinnsson og þeir feðgar dálítillar magaveiki. Ennfremur fékk Jónas útslátt um hend- ur og handleggi, en þó mestan um fæturna. Varð hann frá verkum fyrir það í 4 daga. Og Jón yngri kendi verkjar í höfði þegar heitast var. Aftur á móti var Jónas Hallgrímsson hraust- ur og kendi ekki mæði þeirrar eða brjóstveiki, sem hann hafði fundið til heima, en til lúa fann hann og þeir allir saman. En Jónas fékk ekki lengi að njóta sinnar góðu heilsu. 12. des. var hann lasinn og daginn eftir var hann altekinn af liöfuðverk, beinverkjum og innvortis þraut- um. Flutti Jónas Friðfinnsson hann á sjúkrahúsið í Joinville 15. sama mánaðar. Var honum veitt þar góð læknishjálp og bezta aðhlynning, svo að hon- um fanst hann vera sem í for- eldra höndum. Læknirinn var þýzkur, og ljúfur við Jónas. Komust þeir brátt upp á að tala saman þótt þýzku-kunnátta Jónasar væri ekki mikil. Spurði læknirinn hann margs, þegar hann tók að hressast. Hafði hann lesið nokkuð um ísland og frétti þaðan margs. Síðast spyr hann Jónas um hagi hans, og þótti honum konan og börnin vera langt frá honum, og spyr hvort Jónas ætti ekki von á þeim á eftir sér, því ekki kvaðst læknir eiga von á að hann færi til ís- lands aftur, þar sem Brasilía væri miklu betra land en Þýzka- land, og væri það þó miklu betra en ísland. Við og við kom nafni hans að finna hann á spítalanum og eyddi í það þrem dögum. Á gamlársdag var hann orðinn svo hress, að hann fór af sjúkrahús- inu. Fékk læknirinn honum bréf til að afhenda nýlendustjórn- inni. Stóð í því, að hann væri orðinn heilbrigður, en bæri ekk- ert að borga, hvorki fyrir veru sína á spítalanum, læknishjálp eða meðul. Afhenti hann bréfið og fór því næst þangað er vel- gerðamaður þeirra félaga, Linge kaupmaður, hafði útveg- að honum húsnæði í Joinville. Var Jónas lengi að ná sér. Taldi læknirinn orsök veikinnar, að hann hefði lagt of hart á sig í svo miklum hita og svo slegið að honum kulda. Yrði hann því að fara vel með sig og gæta þess að honum kólnaði ekki. í nýlendunni Dona Francisca var siðsemi, stjórn og regla í bezta lagi. Flest fólkið var víðs- vegar frá Þýzkalandi, glaðvært, viðfeldið og greiðugt. Embættis- og yfir-menn Ijúfir og lítillátir. Börnin frjálsleg og einstaklega kurteis. Illindi mjög sjaldgæf, þó æði margir tæki sér drjúg- um í staupinu. Þótt kaþólsk trú sé þjóðartrú í Brasilíu, þá lætur stjórnin víða byggja kirkjur handa prótestöntum í þýzku nýlendunum, þar sem þess ger- ist þörf. Einnig launar hún prest um mótmælenda. Til prótes- tanta (lúthersku) kirkjunnar í Dona Francisca veitti stjórnin 10.000 dali. Mestan hluta ársins var þarna mikill mývargur. Eru flugurnar miklu illvígari en þær, sem við Mývatn eru. Af þeim fengu þeir félagar stundum svo mikla bólguþrimla í hendurnar, að þeir áttu bágt með að kreppa fingurna. Til var líka önnur stærri tegund af flugum, sem einstaka sinnum sóttu á að stinga menn og skepnur. í ný- lendunni San Leopoldo í Rio Grande, sem er um 60 mílur þaðan, hafði komið upp svo mikil mergð af flugum þessum í næstliðnum októbermánuði, að menn, sem úti voru og ekki gátu náð húsum, urðu að kasta sér til jarðar til að hylja sig. Var svo hermt, að þær hefðu drepið eina kerlingu og kapal. Nóg var af höggormum, sem bíta ban- vænu biti, ef ofan á þá er stigið eða við þá komið, og dóu 7 eða 8 menn af þeirra völdum á þeim 13 árum, sem liðin voru frá því að nýlendan var stofnuð, og þar til þeir félagar komu þangað. En margir hafa verið læknaðir, og er mjög áríðandi að fá fljótt læknishjálp við biti snákanna. Lakastir allra kvikinda þykja mörgum maurarnir vera, því þeir skemma fyrir mönnum ung jurtir og sáðplöntur, en eru þó að öðru leyti meinlausir. ísiendingar undruðust frjó- semi grasaríkisins. Alt af mátti einhverju sá og eitthvað upp- skera í hverjum mánuði ársins. Spretta sumar ávaxtategundirn ar bezt þegar heitast er, en aðr- ar þegar hitinn er minstur. Var næstum alt hugsanlegt hægt að rækta. Mikill hluti nýlendunn- ar var vaxinn skógi, sem ryðja þurfti áður en ræktun landsins gat byrjað. Flestir í nýlendunni voru vel efnaðir, fáir mjög rík- ir og fáir mjög bláfátækir. Geta flestir eða allir séð um fjöl- skyldu sína. Þegar einhver deyr frá ungum börnum, eru þau tek in til fósturs af öðrum, því eng- inn var fátækrasjóðurinn til að grípa til. Engir voru skattar eða álögur, nema að þeir, sem hafa jarðir, gjalda 2 milreis (4 danska dali) af hverjum 50 teigum, sem jafnast á við 38 dagsláttur. Læt- ur nýlendustjórnin sér mjög ant um að leggja góða vagnvegi um nýlenduna þvera og endilanga. Þegar þeir félagar höfðu kynt sér nýlenduna sem föng voru til, fanst þeim að þeir geta felt sig við að setjast þar að, en þótti þó fullheitt um hásumar- ið, sem þeim máske hefir fund- ist enn heitara sökum þess, að þá var hávetur á íslandi. Og í tilliti til félagsbræðra sinna á íslandi *) hugðu þeir, að vera kynni, að Dona Francisca yrði þeim ekki að öllu geðfeld, eink- um vegn þess, að litla kvikfjár- rækt var hægt að hafa fyrst í stað, og ef til vill aldrei neina sauðfjárrækt að ráði. En sú mun hafa verið hugsun þeirra, er að heiman var farið, að finna eitt- hvert landsvæði í Brasilíu, þar sem íslendingar gætu haft svip- að búskaparlag og þeir voru vanir heima ,fyrst í stað eftir að þeir settust þar að. Ákváðu þeir nafnar að svipast um eftir heppilegu nýlendusvæði í Rio Grande, er förinni mun fyrst hafa verið heitið til. Ekki kvað Lange kaupmaður þetta óskyn- samlegt, en kvað þá þó mundu aftur koma. Eftir urðu þeir feðgar og unnu áfram í myln- unni. Hafði Jónas Hallgrímsson talað svo máli þeirra við Lynge verkstjóra, að þeir höfðu loforð um að halda vinnunni eins lengi og þeir vildu. En sú var ráða- gerðin, að ef þeim nöfnum litist vel á sig suður í Rio Grande, þá skyldi þeir skrifa þeim feðg- um að koma suður á eftir sér. Ef þeim aftur á móti þætti ókostir of margir þar, þá snéri þeir aft- ur til sömu stöðva. Féllust þeir *) Þeirra, er stóðu í Útflutnings- félaginu. allir félagar á þetta ráð. Og eins kom þeim öllum saman um, að ekki myndi LJtflutningsfélagið heima vilja setjast að í Dona Francisca. Enda segir Jónas Friðfinnsson í bréfi til móður sinnar og systkina (26. marz ‘64), að það hafi líka verið á móti erindisbréfi því, sem nafni hans (J. H.) hafi haft frá félag- inu, að hann settist þar að, sem hagaði eins til og þar í nýlend- unni. Þeir félagar höfðu bréf frá utanríkisráðinu í Khöfn til danska ræðismannsins í Katrín- arey, og meðmælingabréf frá danska Brasilíu-konsúlnum í Höfn. Gerðu þeir sér einhverjar vonir um að fá ódýrari ferð suður vegna þessara meðmæla. En hjá Gjörrigsen kaupmanni fréttu þeir nafnar, að ræðismað- urinn í Katrínarey væri sigldur fyrir nokkru til Norðurálfu. og óséð hvernig eftirmaður hans mundi reynast í þessum sökum. 26. janúar héldu þeir nafnar til San Francisco og hittu Gjör- rigsen kaupmann að máli. Áttu þeir langt tal við hann um félag sitt og íyrirætlanir. Réð hann þeim fastlega frá að fara til Rio Grande og taldi þá hafa of- lítið fé til þess, en litla vinnu þar að fá og allt afar dýrt, er kaupa þyrfti. Spurði hann þá hvort eigi hefði verið hugsað um einn stað öðrum fremur, en þeir kváðust helzt hafa San Lourenco nýlenduna í huga. En þegar hann heyrði hvar hún lægi, sagði hann að þeir mættu reiða sig á að hún væri orðin þéttbyggð, ef hún væri á annað borð mikils nýt, því að í Rio Grande væri meðfram öllum. vötnum og skipgengum ám orð- ið eins þéttbýlt og í betri lönd- um Norðurálfunnar. En þegar Gjörrigsen heyrði af munni þeirra félaga, að ríkur kaup- maður ætti nýlenduna, tókst hann á loft og sagði, að það væri það vitlausasta, sem nokk- ur maður gæti hugsað sér, að eiga við kaupmann í þessum. efnum. ,,Þó nýlenda þessi væri sú bezta og lægi á hentug- asta stað,“ sagði hann ennfrem- ur, ,,þá er þýðingarlaust fyrir ykkur að hugsa um hana meira, því við enga skyldu menn síð- ur binda sig en kaupmenn.“ Þótti þeim nöfnum þetta hrein- skilin ummæli af jafn stórrík- kaupmanni og Gjörrigsen var. Áttu þeir langt tal um þetta og færði hann fram skarpar og sennilegar ástæður til síns máls. Aftur á móti sagði kaup- maður þeim félögum, að sér þætti ráðlegra fyrir þá og félag (Frh. á 8. síðu.)

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.