Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Útgáva
Main publication:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 20.03.1938, Síða 6

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 20.03.1938, Síða 6
6 ALÞÝÐUBLaÐIv Rannveig Schmidt; Nína Sæmundsson í Hollyvood HVER var það nú aftur, sem sagði, að ekkert gott kæmi úr Kjósinni? En það var löngu áður en Nina Sæmundsson kom fram á sjónarsviðið. Það eru mörg ár síðan Nina var heima og hún hefir ferðast víðs vegar um heiminn síðan, séð margt og fengið miklu á- orkað. Nú á hún heima í Holly- wood, kom þangað eftir nokk- urra ára dvöl í ÍSTew Yörk; þar pTCKV í j sem hún ávann sér frægð og frama og aflaði sér margra vina. Ekki svo að skilja, Nina fær vini hvar sem hún íleng- ist, — hún er skemtileg, mjög aðlaðandi, og hún er, sem kunn- ugt er, mikil listakona. Hún er þegar velþekt í Los Angeles, bærinn hefir keypt 2 af lík- neskjum hennar; Prometheus- líkneskið stendur í West Lake Park og höfuðið á Leifi heppna í Jackson Park, hvorttveggja snildarverk. Við erum í heimsókn í Los Angeles og ég hringi til Nínu, sem ég þekki frá fornu fari. ,,Þú mátt til að koma,“ segir Nína, „ég er heima í eftirmið- dag.“ Hún opnar sjálf dyrnar fyrir mér og tekur mér fork- unnarvel. Hún er klædd í hvít- gulan kashemir-pyjamas eftir síðustu Hollywood-tízku, hárið er snöggklipt og greitt á karl- mannavísu. Ef ég ekki vissi bet- ur, myndi ég gizka á að hún væri tvítug, en mikið er hún ó- lík tvítugu, íslenzku bónda- stúlkunni, sem gekk á Akademí- ið í Kaupmannahöfn á árunum, — en brosið er hið sama. Það líður ekki á löngu áður en við sitjum og röbbum saman yfir ljúffengum ,,daiquiri“ og með- an ísinn hringlar þægilega í glösunum, tölum við íslenzku svo bergmálar í röftunum, — tækifærin til að tala málið eru ekki mörg á Kyrrahafsströnd- inni, þeir fáu landar, sem maður rekst á stöku sinnum, vilja helzt tala ensku. Nína hefir stórá og faliéga vinnustofu. Alls staðar eru myndir, sem hún hefir búið til, styttur, höfuð, málverk. Hún sýnir mér rúmið sitt, sem hún hefir sjálf skorið út í gömlum íslenzkum stíl og mér skilst, að það sé eiginlega það einasta, sem hún er verulega montin af að hafa búið til!! Þarna er skín- andi fallegt tiöfqð af Gretu Gar- bo, sem Nína bjó til eftir að hafa séð Kamilíufrúna á film (án þess nokkurntíma að hafa séð Garbo persónulega). Þarna er mynd af Josephine Hutchinson, sem er ein af beztu leikkonum Ameríku, og þarna er andlits- mynd hinnar frægu ensku skáld konu Clemence Dane, sem. er mikil vinkona Nínu. — Bráðum ætlar Nína að hafa sýningu á verkum sínum í Los Angeles, og eins hefir komið til tals að hún sýni listaverk sín í San Franc- isco. Við tölum um gamla daga heima — langt er nú síðan og þeir segja að Reykjavík sé mik- ið breytt. — Tölum um Kjarval, sem við báðar þektum í Höfn og dáumst að. Ég segi Nínu frá grein, sem ég las eftir minn góða vin Halldór Laxness, þar sem hann stingur upp á að byggja museum yfir verk Kjar- vals í Reykjavík. Nína segir: „Hvernig væri að láta okkur ís- lenzku listamennina hafa mu- seum hvern út af fyrir sig! Nei, þeir ættu að byggja stórt mu- seum og safna þar saman inn- lendri og útlendri list.“ „Já, en hvaðan eiga peningarnir að koma, góða mín!“ — Talið sriýst að öðrum listamönnum, sem við þekkjum báðar. Nína segir að því miður hafi hún aldrei kynst Kristínu Jónsdóttur. — Við töl- um um málverk Jóns Stefáns- sonar og Júlíönu Sveinsdóttur; um Magnús Árnason, frænda Nínu, sem hún aldrei hefir séð; hún hefir heyrt að hann fáist ekki aðeins við myndhögg, hann máli og kompóneri líka og Nína segir hlægjandi, að stundum komi yfir hana óstjórnandi löng un til að mála eða skrifa. „Stundum skrifa ég og skrifa í viku eins og vitlaus manneskja og svo einn góðan veðurdag 4 Afskiftasemi. A: „Hvert ætlarðu með þenn- an hest?“ B: „Til dýralæknisins11. A: „Má ég athuga hann ofur- lítið, — ég skal strax segja þér hvað að honum gengur. A (eftir nákvæma skoðun): „Það gengur ekkert að hestin- um, — hann er gallhraustur“. B: „Já, ég veit það“. A: „Til hvers ertu þá að fara með hann til dýralæknis?“ B: „Af því að hann á hestinn“. A: „Nú, það er af því“ (labb- ar sneyptur burt). Aldrei heima. —o— Meðal bréfanna, sem bæjar- pósturinn hafði meðferðis, var eitt til hans sjálfs. Hann kom tvisvar heim til sín og spurði hvort þessi maður, sem hér væri nefndur utan á bréfinu, væri heima. En þegar því var neitað, tók hann bréfið og skrifaði á það: Gengur ekki út; viðtak- andi aldrei heima. Síðan skilaði hann því aftur á pósthúsið. veit ég alt í einu, að þetta er alt della og vitleysa, sem ég hefi verið að skrifa, og ég kasta öllu í kamínuna og eftir það er ég venjulega vel upplögð til að byrja á nýrri myndastyttu!“ Já, margt ber á góma þegar gamlir kunningjar hittast í framandi landi og þetta er dags- stund, sem mér mun seint fyrn- ast — maður hefir ekki margar slíkar í útlegðinni! Þegar ég kveð, segist Nína muni koma að heimsækja okkur í Montana, en þangað er ferð okkar heitið til dvalar. en ég hefi grun um að héririi' sriúfst' hugur þegar 1 Hún uppgötvar, að það er eins langt frá Los Angeles til Montana eins og frá Kaupmannahöfn til Rómaborgar! Því ver ■—. Á leiðinni niður í bæinn er efst í huga mínum gleði yfir því, áð þarna á ísland dóttur, sem í hvívetna er því til heið- urs og frama. Kannveig Schmidt. Þvottaduft hinna vandlátu. 1 Vcrð viðtœkja er lægra hér | ■ á landi, en í öðrum lönd- ■ ■ um álfunnar. m Vitækjaverzlunin veitir kaupendum viðtækja Is meiri tryggingu um hagkvæm viðskifti en §|| nokkur önnur verzlun mundi gera, pegar bil- §|§ anir koma fram í tækjunum eða óhöpp bera §§§ að höndum. Ágóða Viðtækjaverzlunarinnar == er lögum samkvæmt eingöngu varið til rekstur útvarpsins, almennrar utbreiðslu pess s og til hagsbóta útvarpsnotendum. — Tak- j§l§ markið er: Viðtæki inn á hvert— heimili. §§§ Vidtœkjauerzlun ríkisins, m Lækjargötu 10 B. — Sími 3828.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.