Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 02.04.1939, Page 1

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 02.04.1939, Page 1
ALÞTÐUBLAÐIÐ SUNNUDAGS- SUNNUDAGINN 26. MARZ 1939 VI. ÁRGANGUR 13. TÖLUBLAÐ FRIÐFINNUR ÓLAFSSON: UM BORÐ í SÍLDVEIÐISKIPINU jft TVINNUHÆTTIR þjóðar vorrar eru margvíslegir, og Við vinnum olfkur fyrir brauði á ýmsan hátt. Bóndinn, verkamað- urinn og sjómaðurinn o. s. frv. leggja með sínu þögula starfi sinn skerf til heildarinnar með í>ví að skapa verðmæti hver á sínu sviði. Ég ætla að segja ykkur frá einum snarasta þætti íslenzks at- vinnulífs, síldveiðunum. gíðastlið- ið sumar nam sala á síldarafurð- um um 20 milljónir króna, að því að talið er, og er slíkt stór- fé á okkar mælikvarða. Það má því segja með nokkrum sann- indum að hinn silfurgljáandi fisk- Ur hafi borgið voru efnalegu sjálf stæði, a. m. k. um stund. Það 'ler því ekki úr vegi að við ger- Um oss nokkra grein fyrir í hverju þessi auðsöfnun er fólgin og hvernig gullfiskurinn litli hverfur ur hinum svala sæ til þess að þyngja pyngjur vorar. Ég ætla því að biðja ykkur að fylgja mér í huganum um stund, en ég ætla að reyna að bregða lupp mynd fyrir ykkur af þeim leik, því kapphlaupi, sem íslenzk- Ir sjómenn þreyta á hinu víð- ieðma hafi er umlykur strendur þessa lands. II. Það er heiðríkt kvöld í júní. Svali kvöldsins bætir fyrir hita dagsins. Lognmóðan er nú horfin. Inn til dala er hin fegursta sýn, en út til hafs skín draumalandið í hillingum hnígandi sólar. Okkur finst hafið óvenjufag- íurt í kvöld. Sjaldan hefir okkur virzt það eins lokkandi. Með seiðmagni síns glitrandi flatar og kyngikrafti sinna köldu djúpa kallar það nú á okkur og haslar okkur völl, og við vitum að í þeirri baráttu verða engin grið gefin. — I kvöld erum við að leggja af stað á síldveiðar. — Undanfarna daga hefir öllu ver Sð komið í lag, sem laga þurfti. Skipið májað, reiðinn endurbætt- !!ur, vélin í gang, skilrúmum ver- ið stilt upp á þilfari og að Iok- um sjálft veiðarfærið, herpinót- in tekin um borð. Og kiú er ekkert að vanbúnaði. Hásetarnir eru fluttir á skipsfjöl, og mat- sveinninn hefir hafið eldamensku sína og gefur nú óspart til kynna rétt sinn og yfirburði fram yfir okkur óbreytta háseta. Og ég skal geta þess strax, að á flest- um skipum eru tveir flokkar, sem stöðugt elda saman grátt silf- ur og eiga í illdeilum hvor við annan, annarsvegar er matsveinn- inn, en hinsvegar allir hinir. Veltur síðan á ýmsu um við- skifti þeirra, og er stundum grip- ið til hinna ótrúlegustu vopna, en ég mun nú víkja örlítið að því síðar. — En nú yfir rjúkandi sperðlum frá K. E. A., sp^yrja menn hvern annan að heiti og fyrstu kynnin hefjast, en sem eiga eftir að verða að sterkri vináttu í tveggja mánaða hildarleik við hafið, þar sem eitt yfir alla geng- ur. En nú fer vélin að hósta og tilkynnir að ferðin sé hafin. Hljóð hennar lætur óþægilega í eyrum, og við hugsum með skelfingu til komandi tíma, við þetta ei- lífa, háværa skrölt. En við þetta hljómfall eigum við að búa á meðan við dveljum á sjónum. Og þegar við skiljum þá finst okkur eins eyðilegt er hún þagn- ar, eins og við fundurn sárt til er hún fór af stað. Landfestum er slept, og bógur og stefni skipsins kljúfa nú öldu- faldana, sem velta hægt og þung- lamalega um fjörðinn. Kvöldið líður og hin bjarta sumarnótt tek- ur við. Við göngum til hvílu í fyrsta sinn á sjónum, með gjálfur sævarins í eyrum, sem myndast þegar skipið öslar á- fram.í Flestir okkar finna til hroll- kends ^límuskiálfta, okkur lang- ar til þess að berjast við hafið — og síldina. III. N EKKI. höfum við lengi sofið, þegar kallað er há- stöfum. „Allir upp‘.‘. Eins og eldingar skjótast allir fram úr rúmum sínum og upp á þilfar. Það fyrsta, sem við sjáum er upp kemur er skipstjórinn er stendur uppi í stýrishúsinu og einblínir út yfir hafið. „Hann er síldarlegur núna karlinn“ segir feínn hásteanna um leið og hann rekur nefið upp úr hásetaklefan- um. „Skyldi hann sjá eitthvað“? En tími vinst ekki til neinna hugleiðinga, því skipstjórinn kall- ar nú með sinni drynjandi röddu „fíra bátunum". En það þýðir að nú eigi að láta herpinóta bát- ana falla í sjóinn, en á útleið- inni höfðu þeir verið teknir upp í „Davida“, eins og það heitir á sjómannamáli. fslenzka orðið er bátakló, en er ekki gott eins og svo mörg orð yfir farmensku og siglingar. En „Davidarnir“ eru fjórar járnstangir, er hvíla á þil- fari og ná upp fyrir „bátadekkið" og efst á þeim er beygja, sem nær út fyrir hlið skipsins. Og þegar taka á bátana upp, eins og það er kallað er þeim lyft upp í þessa „Davida“ með að- stoð spilsins, og hanga þeir síðan þar útfyrir borðstokk skipsins. Til þess að varna því að bátarnir sláist við eru festir vírstrengir fyrir ofan bátana, er þeim síðan slegið út fyrir þá, og festir síðan jnn i skipinu að neðan. Heita þeir kviðbönd. Þegar svo skipstjórinni kallar „fíra bátunum“ eru kvið- böndin leyst og bátunum rent i sjóinn. Gengur það í einni svip- an, og bátarnir vagga blíðlega við hliðar skipsins. Næsta skipun er „Nótina í bát- ana“. Eru þá bátarnir færðir aft- ur með skipinu því að nótin hvíl- ir á „skútanum“. Skipa sér síðan 5 menn á hvorn enda nótarinnar og draga hana niður í bátana. Að því loknu eru bátarnir tengdir saman og festir á aðra hvora hlið skipsins, venju- lega á stjórnborða. Nú er alt uhd irbúið til þess að „kasta", ef að síldartorfa sézt. Nú gefst okkur líka tími til að virða fyrir okkur. umhverfið. Við erum komnir nyrst á Grímseyjarsund. Að baki okkur standa Gjögrarnar tíguleg- ir að vanda, en nú vatnar upp í miðjar hliðar. Alt í kring eru síldveiðiskipin svo langt sem augað eygir til austurs og norðurs, bæði íslenzk og erlend, einkum norsk. Allir bíða nú eftir að síldin komi upp, svo að glíman geti hafizt. Og við höfum ekki lengi beð- ið er við heyrum skipunarorð skipstjórans „Fulla ferð áfram“. Nú vitum við hvað til stendur og eftir örskamma stund drynur svo það heyrist langar leiðír út yfir hafið, „Klárir í bátana“. Allir rjúka upp til handa og fóta skipa sér á borðstokkinn tilbúnir að stökkva niður strax og hrað- inn minkar. „Stopp og út í“. Eins og einn maður stökkva nú allir niður í bátana. Síðastur kemur skipstjórinn eða „nótabass inn“. Um leið og hann flýgur niður kallar hann „Sleppið". — Eru þá bátarnir losaðir við skipið en árar lagðar út. Siðan er bát- unum róið samsíða þannig, að aðeins er róið á stjórnborðshlið annars en bakborðshlið hinns, en Iiinar hliðarnar eru bundnar sam- an. Verka því báðir bátarnir sem einn væri. Er nú róinn lífróður að síldinni, sem nú er farin að (,,vaða“ í kringlóttum torfum og slær upp úr sjónum bakuggunum og sporði. Ef mikið er um skip en lítil síld er ógurleg keppni að komast fyrstur að torfunni og er þá stundum meira farið að með kappi en forsjá, og kem- ur ekki ósjaldan fyrir í slíkum danz, að einn spillír fyrir öðr- um svo að hvorugur fær neitt. En þegar að torfunni er komið kallar „nótabassinn" „sundur“. — Er þá bátunum ýtt frá hvor frá öðrum og er síðan róið á svig við torfuna og í kringum hana og mæiast bátafnir siðan aftur

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.