Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 02.04.1939, Síða 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 02.04.1939, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ »i peir hafa farið í hring, og er í>á síldin innilokuð. Eins og ég gat um áðan er inótin í báðum bátunum. Er henni |>ví rúllað út úr þeim báðum um leið og farið er í kring um síld- ina. Venjulegar herpinætur eru um 180 faðmar að lengd og 25— 85 faðmar að dýpt og dýpstar í miðjunni. Þar er og haft sterkara garn og heitir það „pokinn“. Á jefri rönd nótarinnar er korkur, sem heldur henni á floti, en á þeirri neðri eru festar blýkúlur með stuttu millibili, svo að nótin sekk- ur strax og hún kemur í sjóinn ®g stendur þá lóðrétt niður, ef straumar og öldurót hafa ekki áhrif á hana. Á neðri tein nótar- innar eru svo festir koparhringir sem eru tengdir við sjálfa nót- ina með kaðalspottum, sem eru kallaðir „hanafætur“. Hringir þessir eru ekki jafnmargar á öll um nótum en venjulega frá 13— 15. 1 gegn um þá liggur svo strengur með fram allri nótinni, og heitir það „snurpulína". Er henni brugðið í hjól, sem eru fest fremmst á bátana, og taka nú allir í linuna af öllum mætti Við það dragast hringarnir að neðan verðri nótinni saman og hún lokast, og síldin er innibyrgð Er nú tekið til að draga nótina aftur smátt og smátt inn í bát- ana, og altaf þrengist að síld- inni. Og að lokum er „öll nótin komin inn, nema „pokinn“, sem geymir síldina. Er nú bátunum lagt að skipinu og síldinni ausið upp úr pokanum með stórum háf, sem gengur fyrir krafti spilsins. Fyrst er háfað í lestina, en að henni fullri, á þilfarið. Þannig gengur, er alt fer að óskum. En því má eigi gleyma, að mörg handtökin eru til ein- kis gagns. Oft eru vonbrigðin sár, og tíðum lætur töfrafiskurinn standa á sér. Sjálfur hefi ég verið með í þeim leik oftar en einu sinni, að allan daginn hefir verið kastað, en árangurslaust. Það kalla sjómennirnir að „búmma“ og j*era „búmm“ eða vatnsköst.“ Slíkum „búmmköstum" getur margt valdið. í fyrsta lagi að nótin sé ekki eins og hún á að vera og falli ekki greitt út, í öðru lagi er síldin oft svo stygg, að hún er horfin löngu áður en nótin lokast, og í þriðja lagi valda straumar og sjávarföll á- kaflega miklu. En við skulum nú gera ráð fyr- ir að alt hafi gengið að óskum, eg við séum búnir að fylla skip- fö, og sé nú stefnt til lands með aflann. Það léttir yfir altriskipshöfn- kuii, er þeir sjá árangar starfs stns «g strits. 0g nú táka menn til að þvo sér og raka, og búa sig undir Iandgönguna. Ýmsireru kvæntir og vilja ekki hitta kon- ur sínar með loðna og illa hirta vangana. En aðrir eiga kærustur í einhverjum síldarbrakkanum, eða þá ætla bara að fá sér ást- mey o. s. frv. En að halda að landi með fult „skip eftir velheppnaða veiðiför, eru skemtilegustu stundir sér- hvers sjómanns. Þegar að landi kemur hefst erfiðasta, og óhreinlegasta verk síldveiðanna, en það er að landa, eins og svo er kallað. Skipta menn með sér verkun þannig, að önnur skipshöfn nótabátanna mokar síldinni upp í „málin“, en gufuspil lyftir þeim síðan upp á bryggju, og þar er síldinni hvolft á vagna, sem skipshöfn hins bátsins, ekur í þrærnar. Þetta er miklu þokkalegra verk en að standa í kafi, í hálfmork- inni síld niðri í lest. I hinum nýrri verksmiðjum er að vísu komin sjálfvirk löndunartæki og er það mikill vinnusparnaður og vinnuléttir. Þegar að Iöndun er lokið, er strax farið að lita í jkringum sig í landi og þá hefst að jafn- aði sorglegasti þáttur síldveið- anna, og á það þó einkumviðum Siglufjörð. Leið flestra sjómanna liggur þá inn á krærnar og gilda- skálana, og venjulegast er þá Bakkus konungur í fylgd með þeim. Undir leiðsögn hans fremja þeir síðan mörg þau verk, sem þá lengi iðrar eftir, og ef til vill grær þar aldrei um heilt. En þessi saga endurtekur sig ávalt hvort heldur að beðið er eftir losun eða legið inni sökuni ó- veðurs. Stöðugt léttist pýngja hinna fátæku sjómanna, en fjár- hirzlur kaupsýslumanna bólgna út og vaxa. En eftir hvíldina' i landi, sem •ft er skammæ, er haidið affur á h«fið. 0g þar hefst á nýjan leik baráttan við höíuð- skepnurnar storm og strauma. Þar eru dregin verðmæti upp ún hafsins dökku djúpum, og þenr leggjast á eitt vélaaflið og mannsorkan. Altaf er takmarkið hið sama að fylla skipið — og að> því loknu, að halda heim. IV. G GET ekki lokið svo þess- um fáu línum án þess að' lýsa að nokkru lífinu um borð.. Þegar gott veður er og gnægð síldar fer eðlilega allur- tíminn í að veiða síldina. En þegar veður hamlar veiði, eða; engin veiðivon er, þá hafa. menn tíma til þess að spjalla. saman o.g íáta hugann fljúga. yfir lendur drauma og hillinga Tímanum er þá eytt á ýmsan hátt. Aðallega er spilað og rætt. um stjórnmál. Það virðist vera tákn þess tíma, sem við lifum á að allsstaðar skipa stjórnmálin. æðzta sess í öllum samræðum. hvort heldur er á meðal alþýðu- manna eða annars staðar. Alls staðar gengur fasisminn á hólm> við kommúnismann, hvarvetna/ heyrast upphrópanir eins og „arðræningi" og „rauða hyskið", — en „extrema se tangunt" (öfg- arnar snertast), því stundum fallast þeir í faðma í baráttu gfign hinum hægfara. — Og skoð- anir manna á einu síldarskipi bera keim af sjálfri þjóðmála- baráttunni og eru eins innihalds- lausar eins og hún. Og að lokum er það eitt, sem 1 einkennir mjög lífið um borð, og það eru deilur skipverja við „kokkinn“. Það eru eins og ó- skráð lög, að honum beri að hljóta öll hnjóðsyrði hásetanna og verða fyrir illskeytni þeirra og galsa. Falla þá oft bitrir kveð- lingar á báða bóga, — en fæst af slíkri andans framleiðslu er samkvæmishæft. — Langar mig þó til þess að lofa ykkuraðheyra vísu, sem ort var til matsveinsinS á skipi því, sem ég var á s. I. sumar. — En ég skal geta þesS strax, að matsveinninn stóð vel í stöðu sinni og átti skilið miklu mýkri kveðjur. En vísan er svona; Fljótt má bæði finna og sjá, að fylgt er þrælalögum. Hundafæði fúlu á fram við Jífið drögum. V. SLENZKIR sjómenn eru öðr- um mönnum fremur dreog- skaparmenn, og er þvi gott a® starfa og dvelja meðai þetrra. Sjálft úthafið er góður uppeft- andi. Það temur tilbiðjendum Sín- «m hreysti og snarræði. Frh. á §. sí»u. L í tveimur heimum (Lauslega þýtt úr sænsku). ’U’ANN er eins og ostur feitur okkar prestur, búlduleitur. Lærður eins og Satan sjálfur, sinnir störfum jafnvel „hálfur“. Æðri og lægri á að vini — er af gömlu bændakyni. Elskar matinn, eins og gengur, ör við skál — en bezti drengur. Og þó að hann drekki þétt með slögum, þá er hann annar á helgum dögum. Því þegar hann skrýðist hökli og hempu við hliðina á slíkri drottins kempu verðum við hinir svo litlir og lágir — um leið og hann stækkar, agnarsmáir. Ég gleymi því aldrei seinasta sinni, er sá ég og heyrði ’ann í kirkjunni sinni. Okkur tnannanna börn hann malaði í kvörn sinnar mælsku — um heimsins spilling. Hann hrópaði og grét — það var helgidómsmet — yfir helvíti — dómsins fylling. Við grétum allir iðrandi með í auðmjúkri þögn — sú náð var oss léð. Og sóknarnefndin, hún hímdi í hnút og hraðaði sér úr kirkjunni út að endaðri messu — allir í kút, sem af væri höfuðkúpan. En þið megið halda það hresti okkar sál, er sá heilagi klerkur lauk við sitt mál og kallaði: „Velkomnir vinir að skál, næst er vínið og ketið og súpan.“ H. J.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.