Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 02.04.1939, Blaðsíða 4
4
ALÞÝÐUBLAÐÍÐ
MORÐMÁLIÐ I VESTMANNAEYJUM:
Eiginkonan hrinti grjótbyrgi ofan á
mann sinn, svo hann beið bana af.
Nl.
ÍÐAN þingaði Ölafur Árna-
son að nýju í málinu 27.
apríl næstan eftir, og skýrði
Steinunn par greinilega frá öll-
um atvikum, eins og áður er
lýst. Bar hún pað, að Ingibjörg
Oddsdóttir hefði verið frumkvöð-
ull að morðinu. Þá skýrði Stein-
unn frá því, að Ingibjörg hefði
heitið á fátæka einhverju sinni,
að Gísli yrði fjarverandi heimili
sínu, „svo hún kynni til umboðs-
mannsins að komast“. Steinunn
var síðan flutt til Alþingis um
sumarið, og var þar pingað yfir
henni 1. júlí. Bætti hún pá við
hinn fyrri framburð sinn, að Ingi-
björg „hafi alvarlega af sér falað,
að fyrirkoma Gísla sáluga Pét-
urssyni, pví hún gæti ei að pví
gjört, að hún gæti hann ei séð,
þó hún væri rekin í gegn“. Einn-
ig sagði Steinunn, að Ingibjörg
hefði haft i hótunum við sig, ef
hún vildi ekki gera pað. Mundi
hún láta drepa hana, „par hún
svo mikið með hana ætti og hún
væri sinn þénari“. Síðan hafi
Ingibjörg gefið henni tvo ríkis-
dali sunnudaginn næstan áður en
morðið var framið. Um hlutdeild
Ingveldar bar Steinunn pað fram
á þingi, sem haldið var að Hvít-
ingum 28. apríl 1693, að hún
„hafi í samráðum og samvitund
verið með systur sinni Ingibjörgu
að Gísli sálugi Pétursson myrtur
og líflátinn yrði, og þar um hafi
nefndar systur samtök haft í
Dönskuhúsimum í Vestmannaeyj-
um". Einnig skýrði hún frá hlut-
deild Ingveldar um morðið sjálft.
Það hefir áður verið rakið. —
Þegar hér var komið rannsókn
málsins, var Steinunn „til sam-
tals færð við þær systur“ á hér-
aðsþingi, sem haldið var að Hvít-
ingum 14. apríl 1694, og hélt hún
þar enn staðfastlega við fram-
burð sinn í málinu. Þær systur
þrættu þverlega og neituðu fram-
burði Síeinunnar, „og sögðu lygi
vera“. Eins og áður hefir verið
sagt, fór Ólafur Árnasón í fyrstu
með rannsókn málsins, en var,
svo sem í upphafi segir, mágur
Gísla, giftur Emerentíönu systur
kans„ «g málið honum pvi of
skylt. Einar Eyjólfsson var þvi á
Alþingi 8. júli 1693 skipaður setu-
dómari í því að Kristjáni Múller
amtmanni. Jafnframt var honum
heimilað að taka með sér út í
Vestmannaeyjar af meginlandi
eins marga menn og hann teldi
við purfa. Var honum og skipað
að setja Steinunni þegar í varð-
hald vegna framburðar hennar í
héraði og á Alþingi, og skyldi
hann leita „úrræða og tilhlutunar
prinsipalanna fullmektugs þar í
Eyjunum, monsieurs Hans Christ-
ianssonar“. En Ólafi Árnasyni var
lagt á herðar að flytja Steinunni
í varðhaldi aftur út í Vestmanna-
eyjar. Einar Eyjólfsson, sem var
sonur séra Eyjólfs Jónssonar á
Lundi hafði oft verið skipaður
setudómari. Þótti hann skarpvit-
ur maður og vel lærður um forn-
fræði alla og lög. Hann var mik-
ill vinur Múllers amtmanns, og
fékk veitingu fyrir Snæfellsness-
sýslu árið 1695, en dó sama ár,
54 ára. Á héraðsþingi að Hvít-
ingum 14. apríl 1694 var málum
þeirra Ingibjargar, Ingveldar og
Steinunnar vísað til Öxarárþings.
Með Steinunni varð ekki komist
til þings. Veiktist hún um það bil
hastarlega, svo að henni var ekki
hugað líf. Var hún „af sínum
sóknarpresti afleyst og sakra-
menteruð, eftir mannlegu áliti að
dauða komin, og auglýsti þá enn
sem fyrr, að við sínar áður aug-
lýstar lýsingar og framburð
standa viiji, hverjar hún sagði
allar sannar vera, vildi þar upp á
glaðlega lifa og deyja“. Málið
var nú að nýju tekið fyrir í lög-
réttu 5. júlí 1694. Varu þær syst-
ur, Ingibjörg og Ingveldur, áður
fluttar til Þingvalla, en með þeirn
voru mættir verjendur þeirra,
Stefán Jónsson lögréttumaður og
Brynjólfur Hannesson. Hafði Ein-
ar Eyjólfsson skipað Stefán 22.
ágúst 1693, og virðist hann. þá
hafa v^rið staddur í Vestmanna-
eyjum. Mun hann strax eftir
þingið 1693 hafa farið út í Vest-
mannaeyjar til þess að halda á-
'fram rannsókn málsins, en ekki
eru þau próf fyrir hendi. Þá mun
hann hafa dæmt Ingibjörgu tylft-
areið, er hún skyldi afsanna með
áburð þeirra bræðra, séra Arn-
grims og séra Gissurs,- að hún
hefði myrt Gísla, en hún kom
honum ekki fram, og var þvi
talin fallin á honum 23. ágúst
1693.
Tók lögrétta nú til að vega og
meta málavöxtu. Voru þessi at-
riði talin „Ingibjörgu heldur mót
en með í málinu: 1. Auglýsing
og framburður Steinunnar Stein-
móðsdóttur. 2. Sýning blóðrensla
af framliðnum líkama Gísla sál-
uga, þá hans konu Ingibjörg þar
að kom, og það af tveimur mönn-
um svarið, sem þar eru hrepp-
stjórar á Eyjunum". 3. Framburð-
ur Brynjólfs Magnússonar, að
hann hefði boðist til að leita
Gísla, en Ingibjörg fengið hann
áf því. Ingveldi hafði einnig ver-
ið dæmdur tylftareiður. En á
þingi, sem haldið var að Hvít-
ingum 14. apríl 1694 „sóru öll
hennar tólf eiðvætti henni á mót“
í því réttarhaldi bar vinnukona
Ingveldar, Herdís Jónsdóttir, að>
sunnudaginn, sem Gísli var myrt-
ur, hefði Ingveldur verið lengst
af heima, en að áliðnum degi
hefði hún ekki séð hana. Þó-
ðeföi það ekki verið langa stund,-
Um klæðnað Ingveldar þennan
dag bar henni og saman við
Steinunni Steinmóðsdóttur. — Var
nú í lögréttu 6. júlí 1694 lagð-
ur dómur á mál þeirra allra.
Um Steinunni Steinmóðsdóttur
varð niðurstaða dómsins þessi:
„Hverjar hennar meðkenning lög-
þingsmenn innan vébanda full-
komlega virða og álykta að vera.
sanna bevísing þar til, að fyrrtéð
Steinunn Steinmóðsdóttir hafi £
samvitund og samverknaði verið
að morði Gísla sáluga Pétursson-
ar, með þeim systrum Ingibjörgu
og Ingveldi Oddsdætrum. Er þvi