Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 02.04.1939, Qupperneq 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
í herrans nafni endileg dómsálykt
un téðra lögþingsmanna innan
vébanda, að fyrrnefnd Steinunn
Steinmóðsdóttir hafi sitt líf for-
brotið, en straffsins tegund og
þess executio (fullnæging) er af
téðum dómendum sett undir til-
hlutan og dispensationem (ráð-
stöfun) hans velb. kongel. Majst.
amtmanns yfir íslandi, herra
Christians Muller".
UM ÞÆR SYSTUR, Ingibjörgu
og Ingveldi, var ekki kveð-
inn upp endanlegur dómur á
þessu þingi. Voru dómsmenn
staddir í hinum mestu vanda.
Þótt þær væri hafðar í varðhaldi
fanst enginn bilbugur á þeim.
Neituðu þær stöðugt, að hafa átt
nokkurn þátt í því að myrða
Gísla. Segir í dómsástæðunum,
þær hafi verið „iðulega og í ná-
kvæmasta máta, sem orðið hefir
bæði af andlegum og veraldleg-
um, yfirheyrðar og examineraðar,
með margföldum áminningarfor-
tölum“. Þrátt fyrir það hafi þær
„báðar og hvor um sig, sem ber-
lega forhertar manneskjur, þrá-
lega þverneitað, að valdar séu
á nokkurn hátt í morðsverki eða
líftjóni Gísla sáluga Péturssonar".
Þótti dómsmönnum, með tilliti
til vitnaframburðanna og játning-
ar Steinunnar, sem „þeirra líf
mætti sýnast hanga sem á einuml
þræði", en treysta sér þó ekki til
þess að dæma þær til ídauða,
vegna þess að játning þeirrafékst
ekki. Nú voru verjendur þeirra
systra, Stefán Jónsson, sem var
verjandi Ingibjargar, og Brynjólf-
ur Hannesson, sem var verjandi
Ingveldar, spurðir að því, hvort
þeir hefði Ltokkrar málsbætur
fram að færa fyrir þær systur.
Neituðu því báðir. Niðurstaða
dómsins varð sú, að alt málefni
þeirra systra var lagt „undir náð
og ónáð vors allra náðugasta
arfakóngs og herra, Kristjáns V“.
Var amtmanni síðan falið að
koma málinu á framfæri og á-
kveða, hvar þær systur skyldi
geymdar, þar til málinu væri lok-
ið. Eftir að dómar höfðu verið
kveðnir upp, komu þeir séra
Gissur og séra Arngrímur, fyrir
lögréttu og fóru fram á vitnis-
burð lögréttumanna um það,
hvort þeir hefðu ekki sótt málið
sæmilega „sem réttum eftirtals-
mönnum byrjaði". Var þeim gef-
inn sá vitnisburður, að þeir hefði
„ærlega, skikkanlega, löglega og
í forsvaranlega máta procederað
(sótí málið)". Árið eftir var mál-
ið að nýju tekið fyrir á Öxarár-
þiagi 4. júlí 1695. Var þá loks
hveðinn upp endanlegur dómur
yflr þeim systrum. Vora þær nú
fíuttar íii Þingvalla aftur ogenn
»ð nýju yfírheyfiÍWí'. Var þar ekk-
ert lát á þeim að finna, og segir
í dómsástæðunum, að þær sýni
„sig enn nú í forherzlulegum
andsvörum og þverlegri neitun".
Hljóðar dómsniðurstaðan á þessa
leið: „Þar fyrir í nafni drottins,
er lögmanna og lögréttumanna
innan vébanda, endileg ályktun,
að hér téðra beggja systra, Ingi-
bjargar og Ingveldar Oddsdætra,
eiðfalli beri hart og minnilega
að straffast, þar svo aðskiljan-
lega merkileg líkindi og svarnar
kringumstæður hafa í téðu morðs
máli fram farið og þess vegna
fullkomlega dæma, að áðurtéð
Ingibjörg Oddsdóttir, sem og
hennar systir Ingveldur, skulibáð
ar og hvor um sig, fast og stór-
lega kagstrýkjast hér á Öxarár-
þingi, eftir tilsögn þeirra lög-
mannanna Sigurðar Björnssonar
og Lauritzar Christianssonar. Og
þar að auki skuli þær vera frá
þessu íslandi útlægar og öllum
kringumliggjandi eyjum, og séu
sjálfar í framkvæmd og útveg-
um hið allra fyrsta hér úr landi
að koma, ef ei vilja síðar mót
laganna ákvæði á það auka, á
landinu friðlausar reiknist fyrir
þverúð og óhlýðni mót þessum
dómi“. Strýkingin fór fram 6. júlí
eða tveimur dögum eftir að dóm-
urinn var kveðinn upp. Áttu þær
systur síðan að sigla um sumarið
Ingibjörg í Keflavík, en Ingveld-
á Eyrarbakka, en þær fengu ekki
far. Árið eftir (7. júlí 1696) kom
mál þeirra systra enn fyrir al-
þingi, Höfðu engar ráðstafanir
verið gerðar um flutning þeirra
burt úr landinu, og sjálfar höfðu
þær ekki getað fengið flutning,
Ályktuðu þvl lögmenn og lög-
réttumenn innan vébanda, að,
standa skyldi við þann fyrra
dóm, að þær skyldu sjálfar verða
sér úti um far erlendis. Ef þær
væru ekki farnar burt á þriðja
ári eftir að dómurinn var kveðinn
upp, hefðu þær fyrirgjört lífinu.
Þetta var lagt fyrir sýslumann-
inn, þar sem þær kynnu að
dvelja, að tilkynna þeim hið allra
fyrsta. Eftir að þær Ingibjörg
og Ingveldur höfðu verið hýddar
á alþingi 1695, var þeim slept úr
varðhaldinu, og flæktust þær til
Vestfjarða og dvöldu þar úr því
til ársins 1698, að mál þeirra
var að nýju tekið fyrir á alþingi,
og þær dæmdar rétttækar, hvar
sem þær næðust. — Hafði Ingi-
björg þá eignast barn með Árna
'Jónssyni í Barðastrandarsýslu, og
var hann dæmdur í sekt fyrir
það. Þetta sama ár var þeim
komið af landi burt með frönsk-
um hvalveiðamönnum, og er sagt
að Ingibjörg hafi gifzt í Eng-
landi. Talið er, að séra Páll
Björnsson í Selárdal hafi hjálpað
þeim systrum að komast utan.
Með öðrum hætti er sagt frá
burtför þeirra systra af landinu í
handriti einu í safni Árna Magn-
ússonar í Kaupmannahöfn. Frá-
sögnin* er á þeissa leið: „Eftir
annálum, skrifuðum af einhverj-
um manni á Vestfjörðum undir
biskupanöfnum, er þetta eftir-
fylgjandi seinast í Skálholtsbisk-
upatíð, undir mag. Jóni Þorkels-
syni, sem kallast að vera 33.
Skálholtsbiskup. Hér stendur við
árið 1702: Á þessa árs sumri
með skipherra Páli Andréssyni,
skipherra á Skutulshöfn, sígldi
Vestmcmnaeyjakona Ingveldur
Oddsdóttir, en hennar systir Ingi-
björg sigldi með engelsku hval-
veiðaskipi af Tálknafirði anno
1700. — Þessari Ingveldi kom í
skip Sesselja Sæmundsdóttir á
,Hóli í Bolungavík, með tíu ríkis-
dala undirgift fram yfir hafið.“
Þessi frásögn virðist sanni nær.
Að öðru leyti er ekki kunnugt um
afdrif þeirra systra.
Eins og áður getur ,lá Stein-
unn Steinmóðsdóttir þungt hald-
in, er dómur féll í máli hennar á
alþingi 1694. Árið eftir var hún
flutt til alþingis, „kreppt í kláf,
með mjög veikum burðum." Átti
hún að fullnægja dauðadóminum,
er hún var komin til heilsu. En
skömrnu eftir að hún var komin
á Þiiigvöll, strauk hún úr tjaldi
Magnúsar Kortssonar lögréttu-
manns úr Rangárvallasýslu, sem
hafði haft hana í varðhaldi. Amt-
maður lýsti þá eftir henni, 9. júlí
1695, og ákvað að hún skyldi
rétttæk hvar sem hún næðist, og
skyldi þar fullnægja dauðadóm-
inum. Henni er svo lýst í skjali
þessu, að „flestum sýndist sem
krept og kararómagi, og svo i
yfirlit, sem afskræmileg og sótt-
lera, nokkuð toginleit og gráföl,
nokkuð rauðbirkin, með litla
hönd og hnífskurð þvert um inn-
an til á hægra handlegg.“ Lítil
gangskör mun hafa verið gerð til
þess að hafa uppi á Steinunni, og
er sagt, að hún hafi lifað vestur
undir Jökli til hárrar elli, undir
dulnefni.
III.
F FRAMBURÐI Steinunnar
Steinmóðsdóttur er ljóst, að
Pétur Vibe hefir verið meira en
lítið riðinn við morðsmál þetta.
Sagði hún beinlínis að þær syst-
ur, Ingibjörg og Ingveldur, hefðu
haft samtök í Dönskuhúsum um
að myrða Gísla, og þess gat hún
einnig, að Ingibjörg hafi heitið
á fátæka, að Gísli yrði fjarver-
andi heimili sínu, svo að hún
gæti komist til umboðsmannsins.
Virðist augljóst, að náið sam-
band hafi verið milli þeirra Pét-
urs Vibe og Ingibjargar eftir að
hún giftist Gísla, en áður hafði
hún átt barn með honum. Frá-
sögn Steinunnar virðist vera sönn
að öllu leyti, og verður ekki önn-
ur ályktun af henni dregin, en
að Péttur Vibe hafi átt upptökin
að því, að þær systur frömdu
þetta hermdarverk. Eftir að rann-
sókn málsins komst á rekspöl fór.
Pétur Vibe með skyndingu til
Bessastaða, að því er virðist, til
þess að leita ráða og hjálpar
amtmanns i málum þessum, og
þaðan fór hann til alþingis. Eftir
þing sigldi hann síðan til Dan-
merkur, og kom aldrei síðaa tii
Islands, og er ókunnugt um feril
hans þaðan í frá. Skipun Einars
t Frh. á 8. siðu, i
ÍSLAND
Gotneska goða land!
Gullfagra sólarland!
Ljóðfræga land!
Hetjanna hörgum á
heimslistir dafnað fá,
lífsspekin fortíð frá
frægir vort land.
Óðinn úr Hliðskjálf hátt
horfir í vesturátt,
lítur vort land.
Sendir oss sólar yl,
sólblæ og hríðarbyl,
byltir og breytir til,
blessar vort land.
Lífsgöfgin helg og há
heimilin ljósi strá —
menning og mál.
Hátt ofar hamra tind
heilög skín norræn mynd.
Birtist í ljóða lind
lifandi sál.
Fram gengin frægðar spor
flytja þér dáð og þor,
metnað og móð.
Þátíð, er færist fjær,
framtíðin stendur nær,
draum-vona dýrðin grær
dafnandi þjóð.
Al-laufgað lífs þíns tré
lykur þín helgu vé,
loft, sæ og land.
Syngur nú sigur-ljóð,
sí-ungt er streymir blóð,
endurfædd aldin þjóð —
ástkæra land!
S. B. Benedictsson.