Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 20.08.1939, Side 1

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 20.08.1939, Side 1
Sagan af Glíniu-BIriiI. BÖNDI nokkur bjó aö Silfrún- arstöðum í Skagafirði endur fyrir löngu, en ekki er jgetið um nafn hans- Hann átti son, sem Björn het. Björn ólst upp hjá foreldrum sínum og var mjög bráðgjör í æsku, bæði mikill og Sterkur; vandi hann sig mjög við glímur og leika, sem ungum monnunr var títt um þær mundir og jafnaðist enginn við hann til þeirra hluta. Þegar Bjöm var fjórtán vetra, fór hann suður á land til sjóróðra. Þar glímdi hann við fjölda manna, og var enginn hans jafningi. Hann fór og vestur undir Jökul til veiði- fanga, og kom þar enginn, sem þyrfti að ætla sér að keppa við hann; liðu svo nokkur ár, þar til er Bjöm var átján ára; vissi þá enginn afl hans, og fór viða orð af honum, en Björn lofaði liverjum þeim stórgjöfum, er gæti vísað sér á jafningja sinn, og treysti sér enginn til þess. Eitt sumar var kaupamaður hjá þeim feðgum að sunnan, sem Guðmundur hét, mikill qg sterk- ur. Eitt sinn, er þeir kaupamaður voru á engjum, bauð Bjöm hon- um til glímu. Hann vildi ekki, en hafði orð á því, að kynlegt væri, ef enginn fengist, sem Birni væri ofstýri að eiga við. „Ef þú getur vísað mér á jafningja minn‘ sagði Bjöm, „skal ég gefa þér heila krónu og smjörfjórðung, þegar þú ferð í haust“. Nú liðu timar til hausts; kom Bjöm þá að máLi við Guðmund kaupa- rnann og spurði hann, hvar hann vissi af manni, er væri /jafn- snjallur sér. Kaupamaður kvaðst vita af kotbæ nálægt Skálholti. Þar byggi bóndi, sem ætti þrjá syni. Þrír væm skilgetriir, en -einn óskilgetinn, og hét sá Gísli: „Ef þú finnur þar ekki jafningja þinn, þá mun hvorki ég né aðr- ir geta visað þér á hánn“. Kaupa- 'maður fór riii Suður, og gáf Björn honum það, er hánn hafði lofað honum, áður en hann skildi við hann. Þegar leið að jólum um vetur- inn, bjó Bjöm sig til ferðar suð- ur. Fa'ðir hans latti hann og ba'ð hann bíða til páska, því að þá færi dag að lengja, en Bjöm vildi það ekki. Hann lagði af stað snemma morguns og bjó sig sem léttilegast; fór hann fram úr Skagafjarðardölum hjá Hofi svo Kjalveg- Það var að kvöldi dags, að hann var kominn að Skálholti og gekk þaðan til kot- bæjarins, er Guðmundur hafði vísað honum til; var þá meira en hálfrokkið. Björn kvaddi dyra og kom bóndi út; virtist Birni hann vera bæði mikill og þrek- legur. Björn heilsaði bónda, en hann tók vel kveðju hans og spurði hann að nafni. Björn sagði til sín og til heimilis síns. „Nær fórstu að heiman?“ spurði bóndi. ..1 morgun,“ svaraði Björn. Bónda furðaði þetta mjög og spurði hann Björn, hve gamall hann væri. Björn kvaÖst vera átján vetra- „Munu margir jafn- ingjar þínir vera á Norðurlandi?“ spurði bóndi. „Það veit ég ó- gjörla,“ svaraði Björn. Eftir þetta leiddi bóndi Bjöm í stofu, lét draga af honum vosklæði og veita honurn beina. Bóndi spurði að erindum Björns, en hann sagði slík sem voru, — „og vil ég leita, þar til ég finn jafningja minn.“ Bóndi svaraði, að honum mundi þess ekki auðið verða og allra sizt hér. Björn var þar nú um nóttina í góðu yfirlæti. Næsta morgun voru þeir bóndi snemma á fótum, og spurði Björn bónda, hvort hann vildi ekki veita sér'þá ánægju að láta syni sína glíma við sig. Bóndi kvað svo vera skyldu með því skilyrði, að þeir færu ómeiddir frá hon- um. Björn lofaði því. Bóndivildi, að hann hvíldi sig um daginn, Bjöm gekk nú út á vfðsýnan hól þar í túninu, en bóndi gekk inn og kom út aftur að stundu liðinni með syni sína þrjá; virtist Birni þeir allir vera mannvæn- legir rnenn, svo að hann hafði ekki aðra vænni séð. Nú geRk fram hinn fýrsti son bónda og réðst að Bimi; tókust þeir fang- brögðum og glímdu hraustlega, þar til að bóndason féll. Þá réðst annar son bónda á Björn, og glímdu þeir allsterklega, en ekki lengi, áður bóndason féll. Þá gekk fram hinn þriðjd son bónda og var hann þeirra nxestur og sterkastur. Hann hljóp að Birni, og varð þar harður aðgangur og langur, áður bóndason féll. Þá rnælti bóndi: „Nú vil ég, Bjöm, að þú gangir inn og takir hvíld, og er ekki að búast við, að synir mínir glími til jafns við þig, þar sem þú hefir hvergi fundið þinn jafningja." Björn svaraði: „Ef þú átt fleiri syni, þá bið ég þig aÖ lofa mér að glíma við þá, sem eftir eru.“ Bóndi gekk þá inn, en kom út aftur og leiddi við hönd sér mann svo mikinn, að hann bar höfuð yfir alla hina. Maður þessi var unglegur, en herðaþrek- inn mjög. Björn rnælti: „Ærið þrekinn er maður jxessi, og hefi ég engan slíkan séð.“ „Það er líka allur arfur hans,“ svaraði bóndi, „því að hann er launson- ur minn og heitir Gísli.“ „Enginn er arfurinn betri, eða hversu gamall er hann?“ rnælti Björn. „Átján vetra,“ svaraði bóndi. „Fáir munu slíkir“, mælti Bjöm, „eða mun ég fá að glíma nokk- uð við hann?“ Bóndi kvað svo vera skyldu; gekk Gísli nú fram, og tókst glíma rnjög harð- iengleg með þeim Birni; þótti honum Gísli vera harður undir höndum, oy gerðu þeir lotu langa og harða, þar til Bjöm féll á annað hnéð; stóð nann þá á fætur aftur, og glínxdu þeir lengi, nálega þótti jörðin skjálfa; glímdu þeir til kvölds, og féll Bjöm um síðir. Bóndf spuröi, hvort hann þættist hafa fundið jafningja sinn, en Björn svaraði, að fátt væri svo ágætt, að ekki fyndist jafnágætt, — „en fyrst frækleiki Gísla er allur arf- ur hans, þá vil ég nokkm við bæta. Ég er einkaerfingi fööur míns, sem á yfir tuttugu jarðir og lausafé að því skapi; vil ég nú bjóða Gasla fóstbræðralag, og skal hann erfa til jafns við mig, eins og hann sé skilborinn bróðir minn.“ Gísli Þakkaði Bimi með mörgum fögmm orðum, og gengu þeir síðan til bo-rðs, en er þeir höfðu matazt, skrifaði Björn gjöminginn og fékk Gísla hann. Bjöm var þar um jólin í góð« •yfirlæti, en eftir jól bjó hann sig til heimferðar, og skyldi Gísli fara með honum. Bóndi latti þá og vildi, að þeir færu ekki fyrr en á útmánuðum, en þeir létu ekki letjast. Þegar bóndi sá, að ekki tjáði að tala um fyrir þeim, ba'ð hann þá að fara byggðir, en ekki fjöll, og lofuðu þeir því. Þeir fóstbræður lögðu nú af stað, en þegar þeir voru komnir í hvarf frá kotinu, brugðu þeir á sitt ráð og réðu með sér að fara fjöll. Þegar þeir vom komn- ir upp á fjöllin, þykknaði loft og gerði fyrst logndrífukafald, en þar næst hríð mikla ineð frosti, svo að þeir villtust skjótt. Þeb’ héldu áfram í hríðdnni þann dag allan og næstu nótt og fram á miðjan dag daginn eftir; settust þeir þá niður og tóku til matar. Ekki birti hriðina. Þeir héldu þá aftur af stað og gengu annan sólarhring. Þá settust þeir niður undir steini einum og mötuðust; vom þeir þá famir að þreytast nokkuð. Þeir ræddu um, hvar þeir mundu komnir vera, en gátu ekkert um það sagt. Eftir það héldu þeir af stað og gengju lengi, alla þá nótt og frgrn á! dag; vom þeir þá orðnir þreyttir en Björii vildi glíma þegar í stað, og lét böndi það eftir. svo að

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.