Alþýðublaðið Sunnudagsblað


Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 20.08.1939, Qupperneq 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 20.08.1939, Qupperneq 2
2 ali»y©ubla©i© mjðg og móðir. Þeir settust nú niður, tóku á sig hvíld og möt- ubust; varb þeim aftur tilrætt um, hvar þeir mundu vera komn- Sr, en hvorgur gat úr því leyst. Meban þeir félagar votu ab tala um þetta, sáu þeir til lofts, og rofaði hríðina nokkuð; sáu þeir þá fjallsbrún eina alllangt frá sér, og kom þeim saman ttm að halda þangað. Þegar þeir voru komnir þangað, er þeir ætluðu sér, sáu þeir, að þeir voru komn- ir á dalsbrún eina. Þeir fundu einstigi og gengu eftir því ofan í dalinn; birti nú upp hríðina, og var sólskin og bjart vebur niðri í dalnum. Þeir sáu bæði fé og hross í hlíðunum. Þegar þeir höfðu gengið eftir dalnum um: hrið, sáu þeir félagar stúlku, sem var að smala, og þótti þeim hún fremur stórvaxin. Þeir gengu £ veg fyrir hana. Þegar þau hittust, horfði hún fyrst á mennina stundarkorn, en réðst síðan á Björn. Þau sviptust fast ,þar til Björn féll á kné. Þá sag'ði stúlk- an: „Þú ert þá ekki kven- sterkur ennþá.“ Eftir það réðst hún á Gísla. Hann tók fast á möti, Ojg urðu með þeim svipt- ingar miklar, en svo lauk að stúlkan féll. Þeir spurðu hana nú að heiti, en hún hvaðst heita Guðrún. Hún spurði og til nafns þeirra, og sögðu þeir sem var. Þeir spurðu, hvar þeir væru Stúlkan sagði, að þeir væru komnir í Ódáðahraun, og gat þess, að sorglegt væri, að þeir skyldu verða drepnir, svo mann- vænlegir menn úr sveit- „Ykkur er ómögulegt að komast lífs héð- an úr dalnum“, sagði hún, „því að ég á tvo bræður, sem eru mjög hamramir. Þegar þeir sjá menn úr sveit ganga þeir ber- serksgang, hamast að þeim og drepa þá, því að þeir geta ekki stillt sig, og veit ég engann þann mennskan mann, að hann stand- ist átök þeirra“. Björn sagði, hvort fleiri bæir væru þar í 'idaln- um, og neitaði stúlkan því. Enn spurði hann, hve margt fólkværi á bæ hennar, og hve sterkir bræður hennar væru. Gu'ðrún svaraði, að ekki væri fleira fólk á bænum en þau systkinin og fbreldrar þeirra, en bræður sín- ir væru þau heljarmenni, að þótt þau Gísli færu á móti ö'ðrum þeirra bæði saman, þá mundi hann verða þeim báðum yfirsterk ari, en úr því að þið eruð hinga'ð komnir, verður eitthvað úr að ráða“, mælti hún. Guðrún lét pú fallast ofan í grjótið á andlitið og hjó sig um allt höf- uðið með steinum. Síðan bað hún þá félaga að flytja sig heim til sin. Þeir fóru nú eftir tilsögn Guðrúnar, þar til þeir sáu bæ mikinn og reisulegan, fluttu þeir hana að bæjardyrunum og börðu þar. I\arl gamall kom út með öxi mikla. Hann var mikill vexti og mjög tröllaukin. Þegar hann sá, að dóttir hans var svo illa út leikin, spur'ði hann, hvort mennirnir hef'ðu farið svona illa með hana. Hún svaraði, að því •færi fjarri; kvaðst hún hafa hrap- að og vera mjög máttfarin, en mennirnir hefðu hjálpað sér og og borið sig heim; sagðist hún mundu hafa dáið, ef hún hefði ekki notið þeirra að. „Nú bið ég þig, faðir góður, að hjálpa mönnum þessum, er hafa vilzt hingað, að gefa þeim líf, því að varla koma hingað vænni menn úr byggð“. Karl mælti: „Það er ráð fyrir þig, dóttir, að ganga inn, en mennirnir skulu bíða hér, þar tii ég kem aftur“. Gengu þau nú inn, en þeir biðu úti, þar til karl kom. Skemma stöð á hlaði úti, mjög mikil, og var læst; höfðu þeir ekki séð annað hús sterklegra. Karl lét þá fara ínn í skemmuna og mælti: „Héð- an megið þið ekki fara, fyrr en ég geri ykkur aðv.art, hvað sem í skerst- Hér er nóg grjót inni, og skuluð þið hlaða því fyrir hurðina, en þið skuluð sjálfir standa þar sem ykkar þarf mest við“. Karl fór nú burt og læsti skemmunni, en þeir félagar báru grjót á huröina. Skömmu seinna heyrðu þeir dunur miklar ogþótt ust vita, a'ð þeir bræður mundu vera komnir heim. Jafnskjótt og þeir bræður sáu föður sinn, sögðu þeir, að nú- mundu vera komnir menn úr byggð. Karl neitaði því þverlega, en berseksgangur kom á þá bræð ur, og hlupu þeir á skemmuna svo hart, að hún hristist mjög- Björn og Gísli hugöu, að þeir mundu geta hrist hurðina af járn- unum, og stóðu við hana að innan af öllu megni; gerðu þeir bræður langa og harða lotu, en skemman stóðs áhlaup þeirra, og hættu þeir. Eftir stundarkorn hlupu þeir bræður enn á skemm- una, og var þessi hríð lengri pg meiri en hin fyrri, en þeir Gísli og Björn stóðu við af öllu afli þar sem þeim þótti þurfa, og sakaði ekki skemmuna. Þeir bræður hættu aftur og tóku hvíld en að því búnu réðust þeir á húsið meö svo miklum æðigangi, að' stoðirnar og máttaviðirnir gengu úr grópunum; skalf skemm an sem á þræði léki, en jörðin titraði í kringum. Þeir félagar studdu við, þar sem þeim virt- ist helzt vera þörf á, og lá þeim við föllum, því að þessi hríð var hörðust og lengst, enda var allt húsið brotið og bramlað eftir hana. Þegar berserksgangurinn leið af bræðrunum, fóru þeir inn og tóku til matar; kom karl þá út, lauk upp skemmunni ogbauð þeim Birni og Gisia inn; fögnuðu þeir bræður þeim vel, og voru þeir þar fram undir mánuð í góðu yíirlæti. Gestirnir fóru með bræðr- unum til veiðiskapar, leika og fjárgeymslu; glímdu þeir Björn báðir við annan þeirra, og urðtc ýmsir undir. IJm vorið bjuggust gestirnir til heimferðar, og fylgdu dalbúar þeim á leið allir nema kerling; skyldu þeir við karl og Guðrúnu með kærleikum, en bræðurnir fylgdu þeim upp úr dalnum, þar til þeir komu að einu felli. Þeir gengu upp á fell- ið og sáu þaðan til mannabyggða T’elli’ð var nálægt vegi suður- ferðamanna. Þeir settust þar nið- ur og mötuðust, en þegar þeir Björn og Gísli voru 'fer'ðbúnir, sögðu þeir bræður, að þeir vildu, að þeir fyndust þar á hverju hausti, og ætí'ð, er þeir færu um veginn; lofaði Björn því og þeir báðir. Að svo mæltu skildu þeir me'ð hinni mestu vináttu, og fóru þeir bræður heim til sín, en þeir fóstbræður léttu ekki ferð sinni fyrr en þeir komu heim að Silf- rúnarstöðum; hafði bóndi þá sent. kuöur í Skálholt að spyrjast fyrir um son sinn, en þaðan hafði ver- ið leitað og skrifað í allar áttir að ráðurn biskups, og hafði hvergi spurzt tii þeirra fóstbræðra, eins og heldur var ekki von til. Þegar fóstbræ'ður komu heim, urðu allir þeim mjög fegnir, eink- um foreldar Bjöms. Næsta vetur ióm þeir suður og fundu þá bræ'ður undir fellinu; liðu svo nokkur ár, að þeir fóm suður á vetTum en norour á sumrum og.' Myndin er frá hinni miklu frá því að hinir fyrstu Pilsudski- lands. Smigly-Rydz marskálkur þjóðhátíð Pólverja í Krakow, í hermenn fóru af stað til þess að sést hér á myndinni við kistuna, tilefni af því, að 25 ár eru liðin berjast fyrir sjálfstæði Pól- sem hjarta Pilsudskis er geymt í.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.