Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 20.08.1939, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 20.08.1939, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLA HEIMILIÐ, KONURNAR OG BÖRNIN Fiskur. Þegar þér kaupið fisk, skuluð þér gæta þess, að hann sé góður. Nýr fiskur er fastur í sér með gljá- andi roð, tálknin rauð og góð lykt af honum. Um leið og þér komið heim með fiskinn, skuluð þér slægja hann, en skola hann svo seinna. Áður hélt fólk, að bragð og næringarefni hyrfu úr fiskinum þegar hann væri lagður í bleyti í kalt vatn, en það hefir komið í ljós, að þetta er ekki rétt. Þegar fiskur er lagður í kalt vatn, verður hann aðeins fast- ari í sér. Steiktur fiskur með persille er búinn til þannig: Þegar búið er að hreinsa hann, eru beinin tekin úr, vel hreinsað persille látið á milli flakanna, síðan er hann skorinn í smábita eins og venjulega og segl- garni vafið um hvern bita, þeim er síðan núið upp úr eggjarauðu og muldum tvíbökum og steiktir í smjöri. Gufusoðinn fiskur er einnig á- gætur matur. Fiskurinn hreinsað- ur, skorinn í stykki, lagður á smurðan gatabotn, sem látinn er í pott með sjóðandi vatni. Soðinn þangað til hann er meyr. Fyrirtaks skápur í sumarbú- staðinn. Þessi skápur er mjög þægilegur í sumarbústað eða þar, sem ekki er rúmgott. Það má ekki aðeins geyma í honum allan borðbúnað, heldur er hurðin þannig útbúin, að það má slá henni upp og nota hana sem borð. — Er læknirinn, sem þú ætlar að giftast, ríkur? — Auðvitað! Hélstu að ég gifti mig vegna heilsunnar? Góður réttur í sumar- hitanum. Látið hálfan, kaldan kjúkling á stórt salatblað ásamt eggi og tóm- at. Berið svo með egg, tómata, grænar baunir og asparges í ma- yonnaise. Nýtízku höfuðbúnaðir. Hér eru tveir höfuðbúnaðir, sem eru mjög þægilegir á ferðalögum og í sumarfríum. Að ofan er húfa búin til úr grófu netagarni, þér getið hvort sem þér viljið heklað hana eða fílerað sjálfar, síðan drag- ið þér silkiband í jaðarinn og bind- ið í lykkjur upp á höfðinu. Að neðan sést flétta, sem þér getið líka mjög vel búið til sjálfar með litlum kostnaði, til þess þurfið þér aðeins þrjú bönd. sem þér get- ið faldað úr afgöngum eða keypt tilbúin, hafið þau sitt með hvorum lit, t. d. rautt, blátt og hvítt eða eins og á bezt við kjólinn. Þegar þér eruð búnar að flétta þetta vandlega saman, skuluð þér leggja fóður undir og sauma það svo saman á endunum, svo að þeir verði eins og gjörð. Þetta er svo haft yfir hárinu allt í kring, en ekki undir því að aftan eins og venjuleg hárbönd. Bláberjasýróp. Saft af bláberjum er soðin við góðan hita, þar til sýrópið fæst. Gott er að láta skafinn börk af sítrónu í sýrópið rétt áður en það er tekið af eldinum. Eins má láta lítið eitt af sítrónusýru eða blanda í saftina sítrónusafa. Sykursýróp. Sýróp má búa til úr sykurlausn. Er þá bætt í sykurinn ávaxtakrafti (essens) og ávaxtalitir notaðir eftir þörfum, eins sýrur. Eplasýra, sí- trónusýra, vínsýra. Börkur af sí- trónum er ágætur, eins saftin. Þetta ætti að vera nægilegt yf- irlit yfir sýróp. Svo getur hver og einn breytt því eftir geðþótta og notað þær saftir, sem bezt henta. Sykurlausn. 2V2 kg. strausykur — 3 1. sjóð- andi vatn. Sykur og vatn er soðið saman yfir góðum eldi (við hæga suðu er hætt við að sýrópið verði guit). ílátið þarf að vera svo stórt, að ekki sé hætt við að sykurinn sjóði upp fyrir. Sykur, sem sezt á hlið- arnar á ílátinu, er strokinn jafnóð- um niður með bursta, sem vættur er í köldu vatni. Þetta er nauð- synlegt, því þessi sykur getur or- sakað kristallsmyndun (kreper- ingu), ef hann er látinn eiga sig. Þegar sýður upp í pottinum, er hann tekinn af eldinum og óhrein- indin veidd ofan af sykrinum með skeið. Ef suðan er mjög mikil, má minnka hana með því að hella of- urlitlu köldu vatni í pottinn. Þetta þarf þó að gera varlega. því syk- urinn ólgar töluvert við vatnið. Þegar búið er að endurtaka þetta nokkrum sinnum og veiða óhrein- indin burt um leið, verður sykur- inn næstum hreinn, og er til- búinn til notkunar. « r * i Yms góö ráö tyrir | 4 ’ húsfreyiunat | Ef þér eigið gamalt langsjal, get- ið þér búið yður til fyrirtaks nátt- treyju aðeins með því að sauma það saman á endunum svo það myndi ermar. Jakkar og yfirhafnir á börnum slitna mjög fljótt á olnbogunum. Þér skuluð því um leið og þér saumið flíkina sauma bætur á oln- bogana á úthverfunni, þeir endast þá helmingi lengur. Þegar svartir frakkar og kápur eru orðin grá og snjáð kringum hnappagötin, skuluð þér fá yður svarta litarplötu, leysa hana upp í vatni og nudda vel hina slitnu staði. Silfur, kopar og messing verður fagurgljáandi ef þér nuddið það með hreinni rýju með hveiti í, þeg- ar þér hafið fægt það. Reynið svo næst að hafa aðeins hveitið og sjá- ið hve fagurt það verður, án þess þér séuð alltaf að nudda það. Plett- hluti er einnig mjög gott að hreinsa á þennan hátt, því hin þunna silf- urhúð fer fljótt af sé gert mikið að því að nudda þá. Bezt er að þvo ullarteppi þann- ig: Látið 2 matskeiðar af salmíaki í hverja fötu af vatni, látið teppin liggja í bleyti yfir nóttina, gutlið þeim vel til í vatninu, en nuddið ekki, skolið þau úr mörgum vötn- um, látið allt vatnið renna vel af áður en þér hengið þau til þerris. Vindið ekki. Ullarteppin verða mjúk og falleg og haldast eins og ný í mörg ár. Fallegir olnbogar. Svo að þér ekki fáið Ijóta húð á olnbogana af borðinu þegar þér sitjið við lestur, skuluð þér stinga þeim í sítrónubörk, það gerir húð- ina mjúka og fína.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.