Alþýðublaðið Sunnudagsblað


Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 17.09.1939, Qupperneq 1

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 17.09.1939, Qupperneq 1
ALÞÝÐUBLAÐIÐ SUNNUDAGS- VI. ÁRGANGUR 38. TÖLUBLAÐ SUNNUDAGINN 17. SEPTEMBER 1939 Dagbókarblöð WnrH”feM: frá Borgnndarhólmi. KVÖLD í byrjun ágústmán- aðar 1939. Ég sit inni í herbergi yfirkennarans á Pnöven. Pijöven er uppeldisheimili í !ná- gnenni Kaupmannahafnax. Deginum er ég búinn a'ð eyða á Pnöven. Ég er búinn að skoða pessa stóru og virðulegu stofnun, spjalla við nokkra ’unglinga og spyrja þá spjörunum úr. Yfinkennarinn hefir eytt degin- um með mér. Hann hefir tekið mér með sömu ógleymanlegu góðvildinni og einkennt hefir alla pá Dani, sem ég hefi leitað |til í pessu ferðalagi mínu. Hann sótti mig í bílnum sínum til borgarinnar, eyddi deginum með mér, og nú sitjum við og spjöll- um saman í íbúð hans. Hann segir mér m. a., að eftir nokkra daga fái hann sumarfrí. Hann hlakkar til að hvíla sig. f heilt ár er hann búinn að vinna hér ábyrgðarmikið og lýjandi starf. Nú á hann að fá þriggja vikna sumarfrí. Hann ætlar að aka í bílnum sínum út á Jótland og hvíla sig. „Eruð pér búinn að fá sumar- frí?“ spyr hann. Ég segi honum, að þetta ferða- lag mitt sé í senn sumarfrí og kynnísför. Við ræðum málið fram og aftur og komumst að raun um, að ferðalagið sé að vísu fróðlegt og á vissan hátt hvíld, en í raun og veru sé það ekki sumarfrí í hinum eigrnlega skilningi þess orðs. Eftir að við erum búnir að skýra hvor öðr- um frá hinum daglegu störfum okkar, þá erum við orðnir jafn- sannfærðir um, að báðir þurfum við, að fá sumarfrí, og báðir á- kveðnir í, að fá okkur sumarfrí. ViÖ skifjumst um kvöldið. Auk hinna ógleymanlegu end- urminninga frá Pröven hefi ég á þessum degi eignast þá bjarg- föistu' ákvörðun að taka sumarfrí rétt eins og annað fólk. Ég ákvað að hvíla mig í vikutíma. Daginn eftir var ég í hópi danskra kunningja minna. Ég skýrði þeim frá ákvörðun minni og bað um nafn á einhverjum stað í Danmörku eftir reseptinu: enginn skóli — engin lögregiu- stöð — ódýrt — enginn hávaði — sólskin. Nú komu hinar ótrúlegustu til- lögur. Ung stúlka, sem var með okkur, rétti mér pappírsblað, og á því stóð nafn fiskimanns nokk- urs til heimilis í Gudhjem á Borgundarhólmi. — „Pér skuluð fara til Gudhjem og spyrja eftir þessum fiskimanni. Pegar þér farið þaðan eruð þér sannfærður um, að þér munið koma aftur eins fijótt og þér getið. Ég þekki þetta. Faðir min er málari, og við höfum búið möig sumur í Gudhjem. Pað er óviðjafnanlegur staður." Miðvikudagskvöldið 9. ágúst sigli ég svö til Bomholm með farþegaskipinu Nordbornholm. í vasa rnínum er pappírsblað með nafni fiskimanns í Gudhjem. Gudhjem. — Nafnið minnir á Missionshótel. — Að öðru leyti er ég ánægður með mitt pappírs- blað. — Ég rifja nú upp það, sem ég tel mig vita með vissu um Boigundarhólm. Ég hefi kennt bömum, að Borgundarhólmur væri stór eyja austxir með Svíþjóð. Bömum hættir við að halda, að eyjan sé sænsk. Ég hefi auðvitað í al- vizku minni upplýst, að eyjan væri dönsk. — „Sérðu ekki litinn á kortinu, barn?“ — Ég veit, að eyjarbúar tala sérstaka mállýzkú. Ég veit, að síldveiðarnar, sem eru einn af aðalatvinnuvegunum . á Borgundarhólmi; hafa gengið |illa i sumar. Annað veit ég eig- inlega ekki með vissu um þetta fyrirheitna land mitt. Ég hefi að vísu heyrt sitthvað í sambandi við Borgundarhólm — Boigund- arhólmsklukkur — sérkennilegt landslag •— einkennilegt fólk — Martin Andersen-Nexö — fyrir- myndarhjön, sem systir min var íhjá í fyrra — þúsundir Hafnar- búa spássérandi í baðfötum í sólskini allan guðslangan daginn — allt þetta hefi ég heyrt, en að hve miklu leyti eða á hvern hátt það stendur í sambandi við Borgundarhólm veit ég ekki enn með fullri vissu. Klukkan að ganga 12 um kvöldið kaupi ég mér reyktóbak hjá þjóninum á 1. farrými. Hann opnar skúffu, tioðfulla af tóbaki. Ég rek augun í allmargax pappa- dósir. Á þeim stendur: „Ægte Bornholmsk Snus“. „Þetta er þó ekki neftóbak?" spyr ég þjóninn fávíslega. „Jú, þeir nota þetta á Borgund- arhólmi,“ svarar hann hálf- hneykslaður en hreykinn yfir að geta frætt þennan fávísa ferða- lang um til hvers þessi dökku korn séu notuð. Ég kaupi mitt reyktóbak, en áður en þjónninn lokar skúff- unni segi ég honum ofur sak- leysislega, að ég ætli að spandéra 25 aurum i neftóbakskaup, og bætti við: „Það getur komið sér vel að gefa körlunum í Gudhjem í nefið“. Tveim mínútum seinna sit ég aleinn úti í skoti uppi á þilfari og tek qgurlega í nefið, staðráðinn í því, að það verði bara einn karl í Gudhjem, sem tóbaki sitt nef á þessum snússi. í heilan mánuð hefi ég ekki fengið í nefið. Nú sit ég hér alsæll með nefið fullt af indælu tóbaki, lofandi guð fyrir, að auk sildarleysisins, sem er því miður sameiginlegt hjá: o>kk- ur Islendingum og Bomhólmur- lum í sumar — og sem ég hélt að væri hið eina sameiginlega — skuli tóbaksmenning Bomhólm- ara standa jafn hátt og heima á íslandi. Frá Kaupmannahöfn til Borg- undarhólms er 8 klukkustundai sigling með liinum hraðskreiðu stóm skipum Nord og Östibom- holm. Við fcomum til Allinge fyrstu hafnarinnar á Borgundar- hólmi klukkan 6 að morgni. Þar dveljum við um hríð og siglum svo áleiðis til Gudhjem. Þang- að komum við klukkan rúmlega 8. — Ég spásséra í land með hafurtask mitt og spyr óðara um hinn fyrirheitna fiskimann. Áður en varir er ég kominn að hinu langþráða húsi, drep á dyr og heilsa aldraðri konu, sem tjáði sig vera eiginkonu hins marg- nefnda fiskimanns. Ég skila afax góðri kveðju til hennar frá dótt- ur málarans. Hin góða kona ljóm ar af gleði, og nú rignir spum- ingunum yfir mig. — „Hvemig hefir hún það, blessunin? Hvem- ig hefir maðurinn hennar það? Hvers vegna er pabbi hennar hættur að koma hingað?“ Égsem aðeins hefi hitt þessa stúlkueina kvöldstund og hafði ekld einu sinni hugmynd um að hún ætti neinn mann upplýsti, að „hún“ hafi það gott, maðurinn sömu- leiðis, og hinn aldurhnigni mál- ari sé ekki lengur fær urn lang- ferðár. Svo flýtti ég xnér að grennslast um, hvort tiltækilegt muni vera að ég gæti fengið * fæði og húsaskjól í nokkra daga. I Við það er því miður | ekki komandi. Hér er allt 5 yfirfullt af gestum. Ég flýtti mér að kveðja til að losna við fleiri spurningar og eftir andartak stend ég á götunni vonsvikin og • vegaláus með mitt einskisverða

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.