Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 17.09.1939, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 17.09.1939, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIB HEIMILIÐ, KONURNAR OG BÖRNIN K JÖTRÉTTIR >*■, !L' /-, Mynd A. G ú r k u r é 11 i r. Gúrkur meS kjötdeigi. Gúrkan er afhýdd, skorin í tvennt, eftir endilöngu, og' kjarnarnir teknir burtu. Annar helmingurinn er fylltur með kjöt- deigi, helzt úr svínakjöti, hinn helmingurinn er svo lagður yfir og seglgarni vafið utan um. Þetta er svo soðið í lítið söltuðu vatni og borið með því hrært smjör, eða sósa, búin til úr soðinu af gúrk- unni, með dálitlu af rjóma út í. í stað þess að sjóða gúrkuna, má steikja hana í smjöri, þar til hún er ljósbrún, síöan er vatni eða rjóma hellt yfir hana og dálitlu af lit. Þegar hún er orðin meyr, er hún tekin upp úr og soðið jafnað með þunnum hveitijafning. Gúrkur með grænmetissalati: Gúrkan er þvegin og þurrkuð, en ekki afhýdd, skorin í jafnstór stykki, stykkin holuð innan eins mikið og hægt er og fyllt með grænmetissalati. Þetta er ágætt að borða með kjötréttum. S Indverskt karry (handa 4). Efni: 600 gr. beinlaust kjöt. 2 laukar. 50 gr. smjörlíki. 2—3 matsk. hveiti. 1 tesk. karry. Tómatmauk. 200 gr. hrísgrjón. Kjötið er skorið í smábita, sem velt er upp úr hveitinu. Laukur- inn skorinn smátt og soðinn í smjörinu, kjötið síðan látið í, karryinu dreift yfir og öllu hrært vel saman. sjóðandi vatni; bætt í, svo miklu að fljóti yfir kjötið, tómatmauk og salt eftir smekk. — Soðið þangað til kjötið er meyrt. Þur hrísgrjón lögð í kringum rétt- inn á fatinu. * ítalskar kjötrúllur. Kjötið er skorið í nokkuð stór- ar sneiðar, sem eru barðar dálítið og spikþræddar. Á hverja sneið er látin 1 matskeið af hráu kjötfarsi kjötsneiðunum vafið saman og spotti bundinn utan um. Rúllun- um er velt upp úr hveiti, brúnað- aðar í matarolíu eða smjöri, hæfi- lega miklu, vatni hellt yfir ásamt lit og soðið í ca. 20 mínútur. Sós- an krydduð eftir smekk með salti, pipar, rifnum lauk, saxaðri pétursselju, rjóma og ofurlitlu af sítrónusafa og sykri. Kartöflur eru bornar með annað hvort soðn- ar eða steiktar í feiti (franskar kartöflur). * Kálfskjöt í brúnni tómatsósu. Kálfskjöt er skorið í fingur- kemur það fyrir, að lykkja hleyp- ur upp á silkisokknum. Nál og enda hefir maður ekki alltaf í töskunni, en ofurlítið skrifstofu- lím er ágætt til að stöðva lykkj- una, og það hverfur alveg, þegar sokkurinn er þveginn. þykkar sneiðar, sem velt er upp úr hveiti og brúnaðar í smjöri eða olíu. Kjötsoði eða vatni hellt yfir, saltað og litað hæfilega. Soðið við hægan eld kringum þrjá stund- arfjórðunga. Síðasta fjórðunginn eru tómatar og laukur soðið með í sósunni. hvorttveggja skorið í fjóra parta. í staðinn fyrir tómata má nota tómatsmauk, en hlelzt eiga þeir að vera nýir. Smjördeigs- sneiðum raðað í kring á fatinu. — Því sitjið þér á orgelstólnum í allt kvöld? — Til þess að vera viss um að enginn setjist við orgelið. * — Ég held að Jóhann hafi verið fullur í gær. — Nú, því þá það? — Jú, sjáðu til, ég fylgdi hon- um heim og hann missti mig tvisvar í rennusteininn. \Ýms góð ráð fyriri I húsfreyjuna. f Þegar þér notið natron til að lyfta kökum, skuluð þér hræra það út í ediki eða súrri mjólk, þá hverfur óbragðið, sem oft finnst af kökum, sem lyft er með natron. * Pottar, sem orðnir eru svartir að innan, hreinsast vel á því að sjóða í þeim rabarbara. * Kopar er ágætt að hreinsa þannig: Hrærið saman súra mjólk og salt og berið þetta á, þvoið síðan hlutinn úr vatni og sápu og hann verður spegilfagur. * Það er oft vont að fara í ný- þvegna hanzka. Ágætt ráð til að víkka þá út, er að fara með kalt krullujárn í hvern fingur og glenna það út eins og hægt er. Þegar þér prjónið peysuermar skuluð þér alltaf byrja efst, því þegar það kemur gat á olnbog- ann eða fremst á ermarnar, er gott að geta rakið framan af þeim og prjónað nýtt. * Ef þér geymið fisk, skuluð þér taka úr honum innvolsið og strá salti innan í hann óþveginn og láta hann síðan á kaldan stað. * Ef þér skolið svarta sokka úr saltvatni, lita þeir ekki frá sér. Eru perlurr^ar, sem þú gafst mér, ósviknar? — Eins ósviknar og ástin, sem þú berð til mín. — Og svo ætlastu til að ég geti gengið með þetta. * — Barnið mitt er fallegasta barn heimsins. — Það er mitt líka, leiðinlegt að við skyldum hittast.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.