Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 17.09.1939, Page 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 17.09.1939, Page 2
2 ALÞÝÐUBLABI® Ráðherrafundirnir í London. Talið frá vinstri: Stanhope fl otamálaráðherra, sir John And- erson og enski sendiherrann í Berlín, Henderson. pappírsblað — engin kona skal héðan í frá ráða mínum nætur- stað. Ég vind mér að manni, sem ég mæti á götunni og spyr hann, hvort hann geti vísaö mér á fiskimannsheimili, sem geti selt mér fæði og leigt mér herbergi í nokkra daga. Hann fullyrðir að .pað sé ekki hægt, en bendir mér á, að hér í Gudhjem sé margt gistihúsa. Ég pakka og kveÖ, staÖ ráðinn í, að fara aftur til Hafn- ar, ef mér takist ekki að hola mér niður hjá einhverju almenni- legu fólfei. Ég kæri mig ekki urn, að búa á hóteli, þar sem maður getur átt á hættu að vera með fólki, sem fer í sumarfrí til að halda sýningu á nýjustu tízku í baðfötum. „Vantar yður herbergi, herra minn?“ er sagt fyrir aftan mig. Ég lít við og sé tvær konur 'standa í dyrum sjóbúðar einnar. Þær hafa auðsjáanlega unnið við síldarverkun. Ég vi.ðurkenndi að ég væri gersamlega húsvilltur, en skýrði einnig frá því, að ég vildi kaupa fæði á sama stað. „Ég hefi nú aldrei selt fæði“, sagði önnur konan, „en við borð- um nú eitthvað sjálf, og ef herr- ann getur gert sér að góðu að borða með okkur, þá getum við prófað það svona til að byrja meÖ. Herrann getur þá flutt, ef honum Ifkar ekki fæðið. Það er alveg reiðilaust af mér. Annars borðum við nú bara venjulegan mat, og ef herrann er óvanur við . . . “ Ég flýtti mér að lýsa því yfir, að „herrann" væri ýmsu vanur og ef hann fengí hreinan og sæmilega útilátinn venjuleg- an mat þá væri hann ánægöur í hæsta máta. Þannig atvikaðist það, að ég vistaðist til Andrésar Vang fiskimanns í Gudhjem og hinnar ágætu konu hans, sem á hverjum degi tiireiddi mér hinn óaðfinnanlegasta mat og bjó mér mjúka og hvíta sæng. Hinn sanni túristi, sem eyðir nokkrum dögum á Bomholm, kaupir sér leiðarvísi — dálitia bók um Bornholm, þar sem tald- ir eru helztu merkisstaðir eyjar- innar, flýgur svo í bíl eða á reiðhjóli um eyjun þvera og endi- langa, lætur taka ljósmyndir af sér á gömlum virkisrústum eða fyrir framan gamla kirkju, kem- svo dauðþreyttur heim með vas- ana fulla af liósmyndum, sem hann sýnir góðkunningjum sín- um, þangað til í næsta sumarfríi. Hann borgar rándýran mat (sem hann hefir aldrei tíma til að éta) á hóíelinu sínu, sendir kort til kwnningjanna, arkar . meðfram ströndinni í óaðfinnanl.egutn bað- fötum, borgar 10«/o til vhðbótar við reikninginn og gefur her- bergjastúlkunni extra fimmkall — í stuttu máli: óaðfinnanlegur túr- isti í óaðfinnanlegu sumarfríi. Bornholm er yndislegur staður fyrir ferðamenn, sem hafa ráð á að vera óaðfinnanlegir túristar. Alls staðar úir og grúir af smekklegum bæklingum um Bornbolm, áætlunarbifreiðum, sögustöðum og sögulegum minj- um, veitingastöðum og ferða- mönnum. Mér er sagt, að eng’tnn þyki maður með mönnum í Kaupmannahöfn, nema hann hafi eytt einhverju sumarfríi á Born- holm. Hið sérkennilega landslag Bornholms er óneitanlega freist- andi fyrir Hafnarbúann, sem ef til vill hefir ekkert ferðast utan Danmerkur, en þrátt fyrir það er ég sannfærður um, að hinn mikli ferðamannastraumur á upptök sín í skipulögðum áróðri ferða- félaganna og annarra hliðstæðra stofnana á Bomhoim. Við íslendingar gætum áreiðan- lega lært mikið af Bornhólmurum í þessu efni. Okkur veitti heldur ekki af að læra að varðveita bet- ur hinar sögulegu minjar okkar — að ekki sé nú minnst á, hve langt við stöndum öðru sæmilega siðuðu fólki að baki í allri snyrti- mennsku og þrifnaði — a. m. k. utanhúss. Það er satt að segja hræðileg tilhugsun, að bera þorp eins og t. d. Gudhjem saman við áiíka fjölmennt þorp á íslandi. Að vísu erum við íátækir, en það getur varla kostað stórfé að hreinsa óþverra frá húsum og ganga sæmilega hreinlega til fara. Óstöðug og úrkomusöm veðrátta veldur miklu, en ég held, að þrátt fyrir fullan vilja á að færa okkur allt til afsökun- ar, verði ekki komizt hjá að full- yrða, að í snyrtimennsku allri skorti okkur mjög á að standa öðrum Norðurlandabúum jafn- fætis. Mig langaði til að fá að vita eitthvað um Bornholm, svo ég keypti mér dálitla bók. Ég ætl- aði að forðast að kaupa þessa venjulegu ferðamannapésa, svo ég keypti mér bók, sem er skrif- uð af einhvc'rjum ámtmanni — en viti menn — amtmaöurinn hefir þá gert svo vel að skrifa einhverja leiðinlegustu bókina, sem skrifuð hefir verið á þessari jörð. Hún byrjar á rómantíksk- um orðaflaumi um sköpun jarð- arinnar og endar á hinum við- kunna sálmi: Fögur er foldin. Ég lit á titilblaðið og sé þá, að „það sem að helzt hann varazt vann, varð bó að koma yfir bann“. Bókin er sem sé skrifuð upp á reikning einhvers ferðafé- lags. Ég loka þessari bók og vona að ég opni hana aldrei aftur. Þaðan fæ ég enga vizku um þessa eyju. Ég hefi fengið allan minn fróð- Leik frá Andrési mínum og öðr- um margfróðum fiskimönnum hér í Gudhjem og hér skrifa ég mér til minnis það, sem ég tel í stuttu máli sagt markverðast — en það er eins og ég hafi áður sagt bara það sem ég hefi heyrt hér í Gudhjem, en enginn út- dráttur úr þeim rúmlega 60 þús. bókum ( þetta er haft eftir amt- manninum) sem skrifaðar hafa verið um Bornholm. Hér er þá það, sem ég 'hefi skrifað mér til minnis: Borgundarhólmur er 588 knt. að stærð. ibúatala er ca. 45 þús. Að norðan og austan er eyjian hálend á danskan mælikvarða. Hæsta „fjallið“ er 162 m. Að vestan er láglent við ströndina. Meðfram ströndinni eru allmörg kauptún og þorp. Stærsti bær- inn er Rönne. Þar búa rúmlega 10 þús. manns. Landbúnaður er aðalatvinnuvegur. Sveitabæirnir eru llkir öðrum sveitabæjium í Danmönku. Umhverfið er fallegra en t -d. hið marflata Sjáland. Mér er sagt að búnaðarhættir séu þeir sömu og aunars staðar í Danmörku og afkoma bænd- anna svipuð. Annar helzti at- vinnuvegur er fiskiveiðar. Þær eru stundaðar frá hverju þorpi bg kauptúni. Aðrir atvinnuvegir feru: námugröftur (granít, kaolin) og iðnaður. Jurtalíf er mjög -fjöl-, breytt- Eyjan er mjög falleg — ég hefi hvergi í Danmörku séð aðra eins náttúrufegurð. Það er ógleymanleg;a fallegt aö sjá þétt- ar öldur Eystrasaltsins brotna við háa graníthamrana. Það er gam- an að ganga eftir þröngum kletta stígum, þar sem trén vefja sam- an krónunum yfir höfði manns. Þeir Borghólmarar, sem ég hefi átt tai við hafa í alúðlegheitum, gestrisni og hinni góðlátlegu kímni ekki verið frábrugðnir öðr- urn Dönum, sem ég hefi hitt. Þegar ég tala við þá höfum við. skilið hvor aðra, svona álíka vel og aðrir Danir, sem ég hefi talaö við. En ég var ekki búinn að vera lengi hér, þegar ég komst á snoðir um, að málið, sem þeir töluðu við mig var ekki hið eiginlega mál þeirra fremur en hið sæta kaffibrauð siem gest- urinn fær er dagleg fæða fólks- ins á bæjunum. Sjálfir töluðu þeir aiit annað mál. Ég hefi á- rangurslaust reynt að skilja það. Ég skil að vísu einstaka orð, en að öðru leyti gæti þetta mál fyrir mér verið kínverska. Mér heyr- ist á hljómnum að það sé líkara sænsku en dönsku og viss hljóð ern alveg sænsk, en svo er mér sagt, að Svíar, sem tala 'ekki dönsku séu hér í vandræðum með að gera sig sikiljanlega- Þettá er þess vegna Bornhólm- enna eigið mái — kanske eitt áf

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.