Alþýðublaðið Sunnudagsblað


Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 17.09.1939, Qupperneq 4

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 17.09.1939, Qupperneq 4
4 V9 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Skin og skúrir i Landssveitinni. Ferðasaga eftir M. Gíslason ■ .... Nl. SKUSTÖÐVAR Sigurjóns lóhannssonar vinar míns og ferðafélaga, lágu nærri því syðst í Landsveit, 15—16 km. frá Skarði. Æskuvinir voru þar á þremur bæjum, og var ferð hans fyrst og fremst gerð til að koma á þessa bæi. Ein af æskuvinstúlkum hans hefir lengi búið í Heysholti, en sá bær er allmiklu ofar en æskustöðvarnar. Mun vera nál. 5 km frá Skarði suður að Heys- holti. Vorum við nú lagðir út á þennan áfanga. Er við komum suður fyrir Fellsmúla, herti á rigningunni aftur, en hún hafði minnkað svolítið um tíma. Guð- jón í Heysholti og snúninga- drengur hans þeystu á gæðing- um fram hjá okkur, til að flýta sér heim. Við gátum ekki hvort eð var átt neina samleið með þeim — á okkar tveimur jafn- fljótum. Okkur þótti ferðin sækjast hálf seint 1 rigningunni á móti. Vegurinn var líka sums staðar mjög ógreiðfær, því hann lá undir viðgerð, og hafði verið borinn svo grófur ofaníburður á hann, að hann var alls ekki gangandi. Gengum við því oftast á grasinu og hjálpaði það til á- samt rigningunni að gera okkur blauta. Loks komumst við að Heysholti og var félaga mínum mjög vel tekið — og væri skömm að segja, að mér hefði ekki einnig verið tekið vel; — aðeins var sá munur, að hann fékk kossa, en ég leyfði mér ekki að reyna til að fá þá neina. Við fórum úr vosklæðum, og tók húsfreyja sokkaplögg okkar, og lét okkur í té þurra sokka og síðan kom matur og drykkur af bezta tagi. — Við héldum til í baðstofunni, enda var þar eng- in stofa önnur; en baðstofan var ágæt, nýmáluð, og það ágæt- lega vel máluð eftir málara sunnan úr Reykjavík. Sagði húsfreyja, að hann hefði komið austur 1 sumar óbeðinn, og mál- að baðstofuna, og gefið svo efni og vinnu. Ég nefni ekki nafn málarans, ég veit ekki hvort hann kærir sig nokkuð um það. Það var aðeins eitt, sem skyggði á fullkomna ánægju, og það var, að stúlka lá veik í baðstofunni. Var það dóttir Gróu húsfreyju, af fyrra hjónabandi hennar. — Guðjón Þorsteinsson er síðari maður hennar. Hún einnig síðari kona hans. Þau eiga ekki börn saman, en eiga hvort um sig börn frá fyrra hjónabandi. Eru börn þeirra fyrir löngu upp- komin og vinna öll hjá foreldr- um sínum. Stúlkan var búin að liggja um tíma, og var nýbúið að vitja til hennar læknis. Stundum hafði hún verið all- mikið þjáð, en við hittum svo vel á, að henni leið með betra móti meðan við vorum þarna um kyrrt. Þarna sá ég nýjustu blöðin af Morgunblaðinu (ekki þó blað þessa sunnudags) og þótti mér það nú ágætt að hafa ný blöð til að lesa. Ég fylgdist hvort eð var með svo fáu af því, sem félagi minn var að ræða við heimilisfólkið. Ég ætla þó að grípa hér fáeinar setn- ingar út úr umræðunum. Fé- lagi minn sagði yið Guðjón: „Þótti þér ekki nógu gott að heyra til gamla mannsins í dag? Mér fannst ræða hans bara góð.“ — Þá svaraði Guð- jón: „Ég held að það séu nógu góðar hjá honum ræðurnar, ef breytt væri eftir þeim, en ræð- urnar hjá séra Ragnari eru bæði góðar og lærdómsríkar, og er skömm að því hvað kirkjan er illa sótt, enda þótt hann eigi að messa. Mér finnst ekki þurfa að vorkenna neinum að hlusta á hann.“ — Guðjón í Heysholti er orðheppinn og hispurslaus í tilsvörum. Ég þ'ekkti hann fyrir rúmum 40 árum síðan, þá reri hann á skipi, sem ég var beitn- ingadrengur við; fannst mér hann í flestu vera svipaður og þá, nema nú var hann haltur, sem hann var þá ekki, en nú er gigtin búin að heimsækja hann. Nú var liðið langt á kvöld og alltaf rigndi. Skyldi hann nú vera að bregða? sagði fólkið. Það er lengi búið að vera gott í sumar. Það má svo sem búast við því að hann fari að deyfa. — Það var nú að byrja að koma óróleiki í mig, og ég fór að hugsa um að komast heim. Það átti að fara áætlunarbíll suður næsta morgun, og datt mér í hug að fara með honum, og hafði ég orð á þessu við félaga minn. — Hvaða vitleysa er þetta, sagði hann. Hvað ætli þú farir að rjúka af stað heim, þó að geri þessa skúr. Það birtir þá og þegar upp aftur, það er ég nærri því viss um, og þú myndir sjá eftir að hafa farið. Ég er viss um að þú hefðir gaman af að koma með mér að Holtsmúla og Seljunum, en þar eru æsku- stöðvar mínar, og þar sæirðu margt fallegt. — Við sjáum nú til hvernig verður í fyrramálið, sagði ég. Verði rigning, þá hugsa ég að ég fari. Svo áttum við þarna ágæta nótt og sváfum vel. Þegar fólkið var að klæða sig um morguninn, var það að tala um, að það hefði rignt mikið í nótt og útlitið væri rigningar- legt, en það skipti samt skúr- um. Nú varð ég alveg ákveðinn að fara, og var það gert heyrum kunnugt. — Þér veitir þá ekki af að hraða þér heldur, segir Guðjón, — því að bíllinn fer hér fram hjá klukkan um hálf 9. — Húsmóðirin færði mér nú öll plögg mín þurr, sem ég fór úr blautum daginn áður. Svo fór hún að taka til mat handa mér, þrátt fyrir það þó ég væri bú- inn að drekka morgunkaffi og borða með því. Ef ég skyldi verða heldur seinn, var snún- ingadrengurinn sendur niður að vegi til öryggis, og átti hann að segja bílstjóranum frá farþeg- anum, en þessa hefði ekki þurft með, því að ekki sást til bílsins er ég kom á vettvang. En hann kom eftir skamma stund. Bíl- stjórinn kom þarna út, því að það var kominn annar maður með sendingu, sem hann þurfti að taka við og koma fyrir á bíln- um, en mér tilkynnti hann það, að farþega gæti hann ekki tek- ið, því að það væri full áskipað en á miðvikudaginn get ég áreiðanlega tekið þig, sagði hann, og það varð ég að sætta mig við úr því sem komið var, og ákváðum við að ég léti sjá mig einhvers staðar við veg- inn, þegar hann færi þá suður um. Ég labbaði svo aftur heim til bæjar, og var hálf skömm- ustulegur yfir því, að hafa ver- ið gerður afturreka, en félaga mínum þótti betra en ella. Við gerðum ekki ráð fyrir að fara fyrr en eftir hádegi, og ætlaði Guðjón að skjóta undir okkur hestum næsta áfangann — að Holtsmúla. Til að stytta svolítið tímann, tók ég fyrir að fara í berjamó, því að það var allgott veður, aðeins dálitlar skúrir. Kom ég heim aftur rétt fyrir hádegi með eins og pund af krækiberjum. -r— Það er lítið um berjalönd í Landsveitinni. — Rétt áður en við ætluðum að fara að leggja af stað, kom Jóa, systir félaga míns, að Heysholti. Hún var einnig að heimsækja æskuvini sína í Landsveitinni. Hún ætlaði að taka þarna þrjú Holt, sitt í hverjum áfanga. Hún kom frá Lúnasholti, lenti nú í Heysholti og ætlaði þaðan að Flagbjarnarholti. Öll voru þessi holt í röð og skammt á milli. Svo hefði hún getað, ef þannig hefði staðið á, farið niður Holt- in til að finna systur sína, sem þar býr, og komið þá við á þess- um bæjum, án þess að fara nokkuð úr leið: Stúfholti, Nefs- holti, Gíslholti,, Kvíarholti, Kálfholti, Sauðholti, en þar býr systir hennar. Það er nærri því merkilegt, hvað þarna eru marg- ir bæir, sem nefnast -holt með einhverju forskeyti. Þeir eru mikið fleiri en hér voru taldir. Klukkan um 2 e. h. lögðum við af stað heldur hermannlegir, á völdum gæðingum, og reið Guðjón bóndi með okkur. Er við vorum skammt af stað komnir, flaug þúfutittlingur upp úr göt- unni, Þá segir Guðjón: „Það held ég að okkur eigi að heppn- ast ferðin.“ ,,Á hverju markarðu það?“ sagði félagi minn. „Ég marka það á þessum fugli, sem flýgur þarna á undan okkur í götunni,“ sagði Guðjón. „Það er betra að þeir fljúgi á leið með manni, þessir litlu fuglar, þegar maður leggur af stað að heiman,. en að þeir fljúgi eitthvað úr leið.“ Kom nú góður reiðvegur, og var þá stundum látið spretta, úr spori, en nú var komin samfelld rigning, og dró það úr ánægj- unni. Er við höfðum farið eins og meðal bæjarleið, komum við þar að, sem hópur fólks stóð. við slátt rétt við veginn, og köst- um við á það kveðju. Fyrirliði flokksins gengur þá til móts við okkur og heilsar Landmönnun- um með handabandi. ,,Nú er rekjan komin,“ sagði félagi minn. „Já, við erum líka að nota hana,“ sagði bóndi. Stóðu þá 4 úti á teignum að slá. „Er nú þetta allt heima unnið hjá þér?“ sagði félagi minn. „Já,. það er allt heima unnið,“ sagði hinn, „og það er til meira af því en þetta.“ Eftir stutta viðdvöl hjá þessum bónda héldum við ferðinni áfram. „Hver var nú þetta?“ sagði ég. „Það var Jón

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.