Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 17.09.1939, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 17.09.1939, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ DACBÓKARBLÖÐ. Frh. af 3. sí'ðu. að þau prjú, foreldrar hans og hann skuli hafa hittst hlér í Gud- hjem, vegna þess a'ð þau hafa fæðst sitt á hvorum stað. „Hvað ætlar þú að verða, Kell, þegar þú ert orðinn stór?“ spurði ég Kell nýlega, þegar við vorum á álaveiðum. „Fiskimaður, eins og pabbi“ svaraði Kell um ledð og hann slörigvaði stærðar ál inn í bátinn. Pabbi hans brosti og sagði: „Bg byrjaði svona, eins og Kell. Ég var ekki gamall þeg- ar ég fór fyrst með pabba mín- :ium að fiska“. I 35 ár er Andreas Vang, að dæmi feðra sinna, búinn að stríða við hið duttlungafulla haf. Hver >eru nú laun starfsins? Hvað hef- ir Ægir gefið Vang að launum fyrir óteljandi svitadropa, and- vökunætur, lífsháska og erfiði? Ég veit ekki hverju fátækasti sjómaðurinn í Gudhjem myndi svara spurningunni um endur- gjald Ægis. Kanske myndi hann segja: Hafið hefir gefið mérþað, sem öllum fjármunum er æðra: hamingju. Ég hefi allt af haft eitthvað að borða og átt hlý föt. Ég hefi verið heiðariegur hamingjusamur maður og get hvenær sem er lagst sáttur við hafið í hinn mjúka faðm þess, •að dæmi feðra minna. Þannig myndi Vang ef til vill svara, ef Ihann ætti í fyllstu alvöru að gera Sipp reikning lífs síns, en spum- íngunni Um hina efnalegu afkomu sína svaraði hann á þessa leið: „Ég á húsið, sem ég bý í. Ég keypti það fyrir 6 ámm á 6500 krónur. Húsið er nú 30 ára gam- alt. Vegna hækkunar á bygging- arkostnaði myndi ég nú ekki selja húsið fyrir sama verð og <ég keypti það. (Húsið er úr steini. 1 kjallara er eldhús og lítið herbeigi. Á miðhæð em 3 /stofur og eldhús. Á lofti em tvö lítíl herbergi). Við bræðurnir eig- lum stóran mótorbát í félagi við fööur okkar. Við keyptum bát- inn fyrir 15 ámm á 12 þús. kr. ásamt tveimur róðrarbátum og veiðarfærum. Þetta er 9 tonna bátur. Svo á 'ég vei'ðarfæri, sem ég myndi ekki selja fyrir minni en 3 þús. kr- Ég skulda ca. 5 þús. kr.“ Ég spurði Vang, hvort hann væri ekki í röð hinna betur stæðu fiskimanna hér í Gudhjem. Hann svaraði því ekki strax (það hefði efna'ður formaður í Bolungarvík ékki heldur gert) en svo viður- kenndi hann að svo væri. Þann- ig lítur reikningurinn út hjá efn- uðum fiskimanni í Guðhjem. Nú spurðí ég Vang um hinar ár- legu tekjur hans. BrúttótekjUr hans s. 1. ár voru ca. 2600 kr. Frá þeim dragast 1400 krónur til eldsneytis fyrir bátinn, trygging- arikostnaður, viðhald á húsinu, skattar, vextir af skuldum o. s. frv. Afgangurinn — 1200 krónur — fer til vi'ðurværis, fatakaupa o. s. frv. — Þetta var gott ár — Auk fiskiveiðanna hefir Vang dálitlar tekjur af ferðamöunum tvo sumarmánuðina. Fjölskyldan flytur þá niður í kjallara og leigir miðhæðina og herbergin tvö. Frú Vang vinnur auðvitað að síldarverkun á sumrin og eru laun hennar og tekjurnar af ferða mönnunum taldar hér með öðr- um tekjur. Veiðiskap sínum hag- ar Vang á þessa leið: Frá ca. 15. maí til september fisikar Vang síld á fiskimiðum, sem eru ekki ýkjalangt frá Gudhjem. Þá notar hann stóra bátinn. Þegar lítið er um síld fiskar hann ál og síld í Salene flóanum og notar þá lit- inn róðrarbát til að spara kaup á olíu. Frá 15. sept. — 15. okt. liggja þedr Vang og félagar hans við á eynni Falster og fiska síld, sem er stærri en síldin, sem veiðist hér. f nóvemberbyrjun hefjast lax veiðarnar og er laxinn veiddur í sjónum rett norðan við Gud- hjem, þangað til í febrúarmánuði Mér fannst afar skrítið að heyra talað um laxveiðar í sjónum, en hér talaði fólk um þetta, jafn eðlilega, ein-s og t. d. síldveiðar, svo mér var nauðugur einn kost- ur að trúa. Laxinn er frá 5—40 pund og er seldur til Hafnar fyrir okurverð. Frá febrúar til maí- mánaðar eru stundaðar þorskveið ar í námunda vfð Guðhjem. Þannig er unnið allan ársins hring, án hvíldar. Síldin er eina skepnan, sém getur hvílt fiski- (mennina í Guðhjem. Annars eru þeir sívinnandi, þegar gefur á sjó og sækja með harðfylgi lífsbjörg sina í hið dutlungafulla skaut agTs. — Tvær dagstundir hefi ég verið háseti Andrésar Vang, klaufskasti og vesælasti fiskimað- ur, sem nokkurn tima hefir flot- i'ð á miðum þessa þorps. Um 3 leyti'ð dag nokkurn rérum við tveir ferðalangar, ásamt Vang út á fiskimiðin til að leggja sildai'- net. Ég fuliyrti að enda þótt ég væri að vísu ekki þaulæfður fiski maður, þá myndi hið snæfellska sjómannablóð mitt ekki láta að sér hæða. Hafnarbúinn — Lars- en — sem var með okkur sagði að sér væri ekki grunlaust um að einhvers staðar frammi í ætt- um hans leyndist sjómannablÓQ og voram við Larsen hinir gleið- ustu, þegar látið var úr höfn með síldametin. Við lögðurn 8 net. Hvert net var 20 faðmar á lengd og 6 faðma djúpt. Við voram skammt frá landi — 1/3 úr sjómílu. Ég s-egi að l„við“ höfum lagt netin. Það má hver efast um það sem vill, en ég fullyrði, að ég hafi í eigin per- sónu hjálpað Andrési Vang til að leggja net sín. Að vísu hætti mér við að flækja dálítið, en hinir fimu fingur Andrésar greiddu allar flækjur og með ein- stakri þolinmæði umbar hann klaufaskap minn. Seinna þenn- an sama dag lögðu þeir feðgarnir lóðir fyrir ál. Nóttina eftir kl. rúmlega 3 vakti Andrés Vang, og skyldi nú reyna hversu dugað hetfði haminga mín. Við sóttum netin, rérurn í land og mældum veiðina. Reyndist það vera 3 kg. af síld oig var það 80 aura virði. Frú Vang sagði þegar við kom- um, að hún hefði verið orðin hrædd um að karl sinn væri alveg heillum horfinn og að þess vegna væri rétt að reyna að verða sér úti um annan fiski- mann, en nú væri hún orðin sannfærð um að við værum ekk- ert betri en Andrés hennar og hagnaðurinn af skiptunum yrði líklega vafasamur. Álaveiðar þeirra feðganna reyndust betri þennan dag. Kell fór með okkur til að vitja um og veiddist áll, sem var seldur fyrir 6 krónur, auk þess, sem við borðuðum. „Hún er falleg þessi“ sagði ég við Vang, þegar hann tíndi silfur- gljáandi spriklandi síld úr netinu um morguninn. „Ójá,“ sagði Vang. „Hún er falleg, síldin, þegar svo mikið er af henni, að hún hylur netin.“ — Það er fallegt á Hvítárvöll- um — þegar vel veiðist. Það kemur sér betur að vera léttlyndur, þegar svona ’sumrar. Frú Vang hefir alltaf spaugsyrði á reiðum höndum, jafnvel þegar hinn þreytti bóndi hennar kemur allslaus heim úr erfiðum róðri. „Við vonum, að úr þessu ræt- ist næsta ár,“ segir hún brosandi. Henni finnst hún ekki hafa sér- lega mikið að gera, og hún segist vera ánægð með lífið. Ég spurði um fótaferðatíma daginn sem ég kom. „Andrés fer nú á fætur kl. 3, en ég fer ekki á fætur fyrr en kl. 5,“ sagði frú Vang, rétt ains og hún skammaðist sín fyrir, hve seint hún kæmist til vinnunnar. Þau era laus við alla hjátrú og ofstæki, en fara í kirkju, ef þau eru ekki syfjuð á sunnodags- morgnana. Andrés kaupir Bornbolms So- cialdemokrat í félagi við nábúa sinn og er jafnaðarmaður. ■ Mér er sagt, að þau hjón séu gjöful og vinsæl meðal nábúa sinna. Þau eru áreiðanlega ham- ingjusöm, — en aldrei ánregð- ari en þegar Kell litli veifar sól- brenndum handleggjum og hlær. „Þeir eru ólíkir öllum feðgum,“ segir móðirin og horfir brosandi á eftir þeim, þegar þeir eru á leið til sjávar. „Þeir eru féfag- ar“. Á morgun fer ég héðan. Ég veit, að vinkona mín — dóttir málarans, sem er hættur að koma hingað, — verður sannspá. Ég mun fara héðan sannfærður um, að ég muni koma hingað aft- ur, ef ég get. Ef til vill verður það aldrei. Ef til vill verð ég þá orðinn gamall og gráhærður. Þá verður Kell orðinn veðurbarinn fisilámaður, sem kennir sólbrend- Um ljóshærðum strák aö fiska. En hvort sem ég kem hingað nokkum tíma eða aldrei aftur, þá mun ég geyma minninguna um þetta stritandi, hamingjusama og góða Íolk á hinni föigru granit- eyju í Eystrasalti. Píus páfi XII. flytur friðarávarp sitt í útvarp Vatikansias.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.