Alþýðublaðið - 02.10.1943, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 02.10.1943, Qupperneq 3
ALÞYttUBLAEHP 3 Laugardagur 2. október 1943. Ragmond Clapper: Taxandi erfiðleik- ar fiitlers. ÞAÐ YRÐI MIKILL sigar réttlætisins í heiminum, ef smáþjóðir eins og Darnr og Búlgarar yrðu orsök að ósigri Hitlers, ' því að hann hefir fyrirlit- ið smáþjóð- irnar, fyrirlit ið sjálfstæði og virðuleik hinna veiga- minni ein- staklinga og hmna veikari þjóða. í önd- verðu, þá enginn var viðbú- inn, reyndist honum auðveit að leggja stálhnefa sinn á allar grannþjóðir Þýzka- lands, allt frá Noregi til Búlgaríu. . 5. herinn tók Napoli í gær. *Kin fagra og sögufræga borg er sögð í rústum eftir skemmdarverk ÞJóðverja. Johan Ludvig Mowinckel Mowinekel "E* REGNIR hafa borizt um það, að hinn norski stjórn- málamaður Johan Ludvig Mo- winckel sé látinn 73 ára að aldri. Johan Ludvig Mowinckel var helzti forustumaður vinstri- flokksins í Noregi fyrir stríðið. Hann var þrem sinnum forsæt- isráðherra og m. a. forsætisráð- herra stjórnar þeirrar, sem fór með völd í Noregi næst á und- an stjórninni, sem mýnduð var undir forustu Alþýðuflokksins 1935.. Hann tók mikinn þátt í nor- rænni samvinnu og sat m. a. fund norrænu félaganna, sem haldinn var í Reykjavík sum- arið 1939. Mowinckel tókst að flýja land nokkru eftir hernám Nor- egs og hefir því látizt í útíegð. Tilkynnt var frá bækýstöðv- um MacArthurs í gær, að Ást- raÍíumenn hefðu tekið síðustu hæðina við Finschaven, sem verið hefði á valdi Japana. 'Bándamenní sækja inn í borg- ina úr þremur áttum. P©Ir fenfn Mirfel fll raýfra whpm** * arsfiiwa wll ¥©Itiira©á« HP ILKYNNT var frá aðalbækistöðvum Eisenhowers hershöfðingja í gær, að vinstri fylkingararmur 5. hersins hefði tekið Napoli árdegis. Hægri fylkingararmur hans hefur náð Avellino við rætur Yesuvíusar á vald sitt og er kominn norður að bökkum Volturno árinnar, sem er um 30 km. vegarlengd norðan við Napoli. 8. herinn hefur enn bætt aðstöðu sína á austurströnd- inni og er nú kominn um 40 km. norður fyrir Foggia. Frakk- ar halda áfram að þröngva að Þjóðverjum á Korsíku. Þegar bandamenn náðu Na- poli á vald sitt, voru nær því þrjár vikur liðnar frá því að þeir hófu innrás sína á megin- land Ítalíu. Orusturnar á Salernovíg- stöðvunum hafa verið langar og strangar. Þjóðverjar hafa hvar- vetna varizt vasklega, fyrst í Salernofjöllunum, því næst í virkjum sínum við Vésúvíus og nú loks við Napoli. Napoli er langstærsta borg in á Suður-Italíu og raunar ein af stærstu hafnarborg- um við Miðjarðarhaf. Telur hún um 925 000 íbúa. Napoli hefir löngum • verið talin einhver fegursta borg víðrar veraldar. En af fregnum í gærkveldi mátti ráða það, að hin forná fegurð hennar væri nú úr sögu. Töldu fréttaritarar, að aldrei hefðu Þjóðverjar komizt jafnlangt í skemmda starfsemi og einmitt þar. Höfðu þeir, sem gefur að skilja, eyðilagt alla þá staði í borginni, er gátu talizt þýð- ingarmiklir hernaðarlega. Éinkum yar höfn horgarinn- ar hart leikin. En aúk þessa höfðu Þjóðverjar lagt í rúst- ir fagrar byggingar og sögu- fræg listaverk, sem Napoli hafði að geyma og vart skil- ið þar eftir stein yfir steinL Roosevelt forseti lét þess get- ið á blaðamannafundi í gær, er hann tilkynnti töku Napoli, að lögð yrði áherzla á það að bæta spellvirki Þjóðverja þar hið fyrsta. Jafnframt því, sem vinstri fylkingararmur 5. hersins hef- ir náð Napoli á vald sitt, hefir hægri fylkingararmur hans sótt fast fram og tekið Avellino, sem er um 30 km. austur af Napoli. Avelhno er mikilvæg járnbrauta- og sámgöngumið- stöð eins og fyrr hefir verið getið í fregnum. Er 5. herinn á upplandinu nú kominn að bökkum Volturno-árinnar, .þar sem Þjóðverjar hafa tekið sér nýja varnarstöðu. Fáar fregnir bárust af 8. hernum í gær. Þess var aðeins getið í fregnum síðla í gær- kveldi, að hann hefði enn bætt aðstöðu sína á austurströndinni, en fyrr í gær var frá því skýrt að hann væri kominn um 40 km. norður fyrir Foggia. Frakkar halda1 áfram sókn sinni á Korsíku seodiherra D. S. A. í Mosbva. ____i np ILKYNNT var í Washing- ton í gær, að Averill Harri- man hefði verið skipaður sendi herra Bandaríkjamanna í Moskvu í stað Standley flota- foringja. Harriman hefur tvisvar sinn- um heimsótt Rússland, síðan stríðið hófst, fyrra skiptið í des. 1941, en öðru sinni árið 1942. HITLER OG MENN HANS inntu mikið þrekvirki af höndum. Afrek þeirra er ein- dæmi í veraldarsögunni. Hernaðarsérfræðingar banda manna áttu slíks enga von. En nú er það tekið að koma í ljós, að dugnaðurinn einn nægir ekki. Það er auðvelt að ráða niðurlögum þess, sem má sín minna, auðvelt að ráða honum bana. Það er auðvelt að , drepa þúsundir jafningja hans, en þa,ð er ógerlegt að myrða andann. í DANMÖRKU störfuðu Þjóð- verjar að því með undir- ferli sínu að stofna verndar- ríki, sem talizt gæti-til fyr- irmyndar. Danmörk var eina hertekna landið, er leyft var að halda þeirri ríkisstjprn, sem þjóðin sjálf hafði kjör- ið. Engum hinna herteknu þjóða, nema Dönúm, leyfðist að hlusta á erlendar útvarps- fregnir. Þeir höfðu veitt inn- rásarher Hitlers litla mót- spyrnu, er hann réðist inn í land þeirra, og hann hugðist launa þeim það og sýna jafnframt öðrum þjóðum, Frh. á 7. síðu. líndanhald Þjóðverja Iðsslandi á enda? V I Harðnandi vörn, Hitler kominn til vígstöðvanna við Dniepr. \TIÐNÁM Þjóðverja í Rússlandi virðist fara mjög liarðn- Y andi og hefur rússneska liernum hvergi orðið veru- lega ágengt síðasta sólarhringinn. Helzt hefur sókn hans til Gomel miðað áfram, og var talið í gærkvöldi, að jþess myndi skammt að bíða, að Rússar næðu þeirri borg á'sitt vald. í fregnum Rússa í gær var þess getið, að sænskt blað hefði flutt fá fregn í gærmorgun, að Hitler væri kominn sínum að stöðva framsókn Rússa þar. Af fregnum í gær mátti glöggt ráða það, að viðnám þýzka hersips á austurvígstöðv unum fer harðnandi. í tilkynn- ingum Rússa var þess getið, að sænska blaðið „Nya Dagligt Allehanda“ hafi flutt þá fregn í gærmorgun, að Hitler hefði heimsótti vígstöðvarnar í suð- Frh. á 7. síðu. Napoli og Vesúvius.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.